Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 31

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 31
íþróttamót ungmennafélaga í Skagafirði. Flest ungmennafélög landsins geta vart lengur talizt annað en íþróttafélög með fjölbreytta skemmti- dagskrá. Hinn breiði félagslegi grundvöllur þeirra er brostinn. izt höfðu til áhrifa í þjóðfé- laginu, forgöngumenn þessa framtaks. Hugsjónir ung- mennafélaganna og baráttu- mál ristu dýpra er fram í sótti. Ungmennafélögin höfðu alið upp þá menn, sem seinna kom- ust til þeirra áhrifa að geta beitt sér til framkvæmda. Ýmis merk málefni bar á góma á þessum árum, fyrst eft- ir kreppuna. Allt var i megn- asta ólestri eins og gefur að skilja. Aðallega voru atvinnu- málin erfið viðfangs á þessum tíma. Fjöldi ungra manna gekk verklaus, og af því leiddi oft mikla lausung. Þetta mál lét ungmennafélagshreyfingin til sín taka. Aðalsteinn Sigmunds- son þáverandi ritstjóri Skin- faxa gekkst fyrir því, að sam- ið var frumvarp til Alþingis um atvinnumál, sem Sigurður Ein- arsson alþm. bar seinna fram. Þjóðfélagsástandið kom ung- mennafélagshreyfingunni við, og félagarnir reyndu að hafa sem mest afskipti af málum og beita áhrifum hreyfingar- innar til betrunar því í þjóð- félaginu sem þeim fannst mið- ur fara. Stefna þeirra var fyrst og fremst þjóðernissinn- uð, þó án allra öfga. Þeir höfðu andúð á erlendri íhlutun í málefni íslands, settu sig á móti hernaðarlegri íhlutun er- lendra ríkja, sem m. a. átti sér stað þegar landið var tvívegis hernumið á striðsárunum síð- ari. í þessum málum og fleir- um létu ungmennafélögin til sín taka. Ef blaðað er gegnum gamlar skýrslur U.M.F í. má lesa óteljandi samþykktir og ályktanir um þjóðfélagsmál, og þá var ekki alltaf látið sitja við orðin tóm. Lognmolla á ný Nú er öldin önnur. Nú ríkir lognmollan á nýjan leik. Þjóð- félagið virðist ungmennafélög- unum óviðkomandi að mestu leyti. Ungmennafélögin flest geta vart talizt annað en í- þróttafélög með fjölbrevtta skemmtidagskrá. Allar helgar og frídagar árið um kring eru setnar af alls konar íþrótta- mótum, og þar verða hinir virku meðlimir hreyfingarinn- ar að mæta. Forráðamennirnir fylgjast með og hvetja liðið. Aðrir skráðir félagar eru í raun og veru eins konar styrkt- arfélagar, bíða eftir úrslitum eða láta sér standa á sama. í flestum félögum og sam- böndum er haldinn einn fund- ur á ári, sem kemst á blað. Það er fundurinn, þegar stjórnin er endurkjörin. Stundum láta þó einstaka stjórnarmenn af störfum, oft fyrir aldurs sakir, og þá finnst enginn til að taka við, og sá gamli lætur til leið- ast að starfa áfram. Ekki svipur hjá sjón Málfundir, þar sem félagsleg málefni eru rædd, eru orðnir nánast óþekkt fyrirbrigði inn- an hreyfingarinnar á síðari árum. Skoðanaskipti óbreyttra félagsmanna fara yfirleitt ekki fram öðru vísi en sem hvísl- ingar yfir kaffibollum í funda- hléum á þingunum. Stjóm hinna ýmsu félaga útkljáir málin — íþróttamál, íþrótta- mál og íþróttamál og önnur mál — með því að láta þing- heim rétta upp hönd til sam- þykkis. — Hreyfingin er ekki svipur hjá sjón. Hinn breiði grundvöllur, sem hreyfingin var stofnsett á, er brostinn, og félagslegar hugsjónir virðast úr augsýn. Margir ungmennafélagar virð- ast ekki einu sinni vilja telja sig til æsku landsins. Má þar til sanninda benda á, að fram var bonn tillaga þess efnis, að U.M.F.f. segist úr lögum við Æskulýðssamband íslands. íþróttastarf er gott og heil- brigt starf, ef það er unnið með sjónarmið fjöldans fyrir aug- um, en ekki örfárra afreks- manna. Vöðvarnir mega ekki drekkja sálinni, og keppnis- andinn má ekki fífla skynsem- ina. Ef ungmennafélagshreyf- ingin vill halda sérstöðu sinni sem æskulýðssamtök með víð- tæk verkefni á dagskrá, verður hér um að breyta, ef hreyfing- in á ekki að daga uppi sem í- þróttahreyfing í þrengstu merkingu þess orðs. Sveinbjöm Guðmundsson. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.