Samvinnan - 01.08.1973, Page 50

Samvinnan - 01.08.1973, Page 50
Lárus Már Þorsteinsson: ÞRJÚ LJÓÐ LJÓÐ Einusinni var lítill hlutur sem var ekki og allir tróðu á litla hlutnum sem var ekki því þeir vóru og gátu ekki snert hann. Sérhver er skaptur í guðs mynd sögðu menn árið I og á hverjum degi tóku þeir guð sinn af lifi og feður þeirra manna sem geymdu þann guð og feður þeirra feðra uns allir á jörðinni höfðu týnt lífi (en það vissu þeir ekki) Einusinni var þessi litli hlutur sem var ekki fæddur af einhverjum hlut sem var (eftiivill kyrnu) og einhverju sem við köllum karlgildið X og var ekki (en eftilvill þó örlítil sáðfruma) (Þar stóð enginn styrr um hvort væri faðir og hvort móðir: því ekkert á sér engan föður enga móður) Og þessi litli hlutur sem ekki hafði lögun eða rödd og var því hvorki heyran- né sýnilegur (einsog við öll sem værum jafnmikil við öll þó við hefðum hvorki löngun né raddir) var eftilvill gleðin eða kærleikurinn en um það vissi enginn því hin enga rödd hans fékk ekki að hljóma og lögun hans eingild með ekkertinu hætti að skipta máli eftir 1262 og Gamla Sáttmálann eða eftir 1918 og Versalasamninginn hann vissi það ekki sjálfur því jafnvel heyrn hans var virt að vettugi en þegar litli hluturinn fékk eittsinn röddina eina litla stund sem var jafnlítil og hann þá sagði litli hluturinn í litlu stundinni: Ég vil segja ykkur eitt sem ég hef lært því enginn sagði mér það ég vil segja ykkur að það er tillitssemin sem sem .... sem flytur fjöll — eða það sem meira er vekur það sem er ekki og ég vil segja ykkur að tillitssemina verður að leita uppi enginn heyrir hana — því hún fær ekki að tala enginn sér hana — því hún fær aðeins lögun af athöfn sem jafngildir tillitssemi í ykkar eigin brjósti sem er einsog segulskaut býr aðeins eindin (en ekki eindin og eindin) sem er einsog segulskaut og dregur aðeins að sér hliðstæðu sína: það sem er það sem er yðar hér og nú ég er það sem er ekki það sem er ekki yðar alstaðar og ævinlega en þó fær jafnvel hin mesta ágirnd ekki klófest mig sagði litli hluturinn í litlu stundinni þegar hann eittsinn fékk röddina hvað er það sem fær fangað litia hlutinn f litlu stundinni sem ekki er en þó alt ævinlega og alstaðar spurði fólkið sem hafði safnast á torginu (en þar heldur það að alt markvert gerist) jafnvel afrísk gullnáma sagði ræninginn og hagræddi leppnum á auganu jafnvel brauðhleifar og skóbætur sagði fátæka ekkjan og strauk syni sínum á vangann það skiptir í sjálfu sér ekki máli að tala segir heimspekingurinn deskartes heldur að tala við einhvern einn sem á sér enga hliðstæðu í heiminum: aðeins eittsinn mun þá sérhver hlutur tala En litli hluturinn sem er ekki talar ekki því hann er þú mikli kóngur yfir ekkertinu og altinu segir kóngurinn játvarður af englandi Ijá mér hlutdeild í valdi þínu ég er ekki kóngur yfir neinu ég er „neitt" segir litli hluturinn sem gengið hefur útúr litlu stundinni sem er ekki og jafnvel I illskunni býr iitii hluturinn og ekkertið altið og neindin jafnvel í sjálfum þér og syni ekkjunnar sem þú sveltir segir litli hluturinn í engu stundinni þið eruð valdið sem leitar valdsins ég er ekkertið sem leitar einskisins (í þögn) en þó erum við eitt einsog þögnin og hljóðið einsog ekkertið og altið verið þið með mér þaðsem við erum ekki segir litli hluturinn og lokar augunum í engu stundinni sérhver skapar sig sjálfur segja menn árið 2000 og leggja síðan alt kapp á að eyða mannsleirnum segir litli hluturinn og opnar augun: nú mun bnáðum syrta að kvöldi kvöldsins segir litli hluturinn einn í röddinni sem er ekki og svo lokar hann augunum og deyr: við litli hluturinn LJÓÐ Raunveruleikinn svíður undir hjartarótum borgin gnæfir hétt yfir þig gestur ef þetta var borgin hver var þá raunveruleikinn þegar vonin hefur knékropið við lindina ánþess að fá þorsta sínum svalað? Er heimurinn þá ekki tré og þú aldin þess? Einsog bók flettir líf þitt eigin blöðum blöðin skera. Er þú stendur á hinu efsta bjargi vindurinn opnar blöðin fyrir fótum þér laumulega kyssir þú vindinn uns bókin fellur að kjölnum er heimurinn þá ekki fjall og þú gróður þess? Hversu sár sú uppgötvun að líf þitt var loks endað án reynslu að líf þitt var ekki lengur staðgengill reynslu heldur orð fjarlægra milljóna töluð. í heimsóknum þarsem gestgjafinn ber brigður á gestinn. Hversu sár sú raun þegar trúin fellur að fótum þér og þú átt ekki lengur sárabindi á kaunin hennar Án efa án vissu (að síðustu eru orð þín hvorki orð né reynsla). LÍF ÞITT hvert hefur þú stefnt hversvegna staðnæmist þú hér: nú er þú hefur gleymt að afneita? Líktog liturinn sem neitar að blandast litnum litur þinn án efa án vissu. LJÓÐ Nú mun ég setja út fley mín á þúsund Ijóselskum höfum að sigra sönginn sem þau syngja í kvöld og þig sem stendur hjá vatninu með fingurna búna til snertingar við heiminn. 50

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.