Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Síða 10

Samvinnan - 01.03.1978, Síða 10
FJÁRHÚS ÁRNA ÁEYRI Árni stóð teinréttur við borðið og taldi átján hundraðkróna bankaseðla. „Hér er sjóðurinn fyrir jörðina mína.“ segja, hélt það gæti ef til vill gert illt verra. Mér fannst hryggilegt ef það ætti fyrir mér að liggja að hrekjast frá öllum minum og verða sauðamaður á mannbroddum í Eyrarfjalli og ég lifði hörmulega nótt, það var martröð. Morguninn eftir var Sigurð- ur búnaðarmálastjóri hættur við búskaparhugleiðingar sínar og líklega hefi ég ekki nema í þetta eina sinn orðið glaður við að heyra að hætt sé við bú- skaparáform. Faðir minn var umboðsmað- ur Sigurðar með jarðarafgjald- ið, Árni Tómasson kom þvi oft heim þegar hann var að borga landsskuldina. Árni á Eyri var stórmyndarlegur, fyrirmann- legur maður, hann var oftast í svona ferðalögum klæddur brúnum vaðmálsfötum, jakk- inn var mjög síður og hnepptur alveg upp í háls og mig minn- ir að tölurnar væru einkenni- lega margar og þétt raðað á jakkann. Það var jafnan nýr ferskur andblær sem kom með Árna á Eyri, enda hafði hann frá mörgu að segja á kvöldvöku inn til dala. Bærinn hans var hinum megin við fjallið svo að margt var öðruvísi en heima hjá mér. Hann gat sagt fréttir frá stórum rekatrjám sem komu alla leið frá ströndum Síberíu eða Ameríku og rak upp á Eyrarfjöru. Það voru víst dálagleg kefli sem eitthvað mátti nota. Heima þurfti kind- in fimm vættir en á Knarrar- eyri eina vætt. Svona var allt ólíkt en sennilega hvorttveggja jafngott. Árni kunni margar sögur um það þegar hann byggði fjárhúsin, þá stórmerku framkvæmd, og hvernig hann sigraði hina mestu erfiðleika og verður nokkuð frá því sagt í þessari stuttu grein. Árni á Eyri kom upp mjög stórum, myndarlegum barna- hópi á Eyri og honum þótti sérkennilega vænt um þennan gamla fæðingarstað Urðarkatt- ar en hann var alltaf fátækur af fé og það var ekki auðvelt að kaupa jarðir í þá tíð. Dalsá vann stöðugt að þvi að brjóta af túninu á Eyri og það átti stóran þátt í að Árni bjó sig undir að flytja i burtu af jörðinni. Flestir, sem flytjast í brottu af jörð, sem þeir eiga ekki, hafa ekki mikinn áhuga að eiga þær. En því var ekki þannig farið með Árna á Eyri. Hann gat ekki hugsað sér að flytja frá jörðinni sem i raun og veru var jörðin hans nema að kaupa hana fyrst. Þess vegna kom Árni heim til föð- ur míns, karlmannlegur, virðu- legur, dálitið veðurtekinn, sér- stakur fulltrúi afskekktrar byggðar við Eyrarfjall. Faðir minn sat við borðið i stofunni heima, Árni á Eyri stóð upp af stólnum og sagði: ,,Ég er kominn til að borga jörðina mína, sjóðurinn er all- ur hér,“ og hann benti á vasa innan á jakkanum. En það varð bið á að sjóðurinn kæmi í ljós. Sérkennilega stór sikkeris- næla var næld yfir vasann sem geymdi sjóðinn, sennilega eina peningaeign bóndans, 1.800,00 krónur. Til frekari öryggis hafði svo verið rækilega saum- að fyrir hinn verðmæta vasa. Hjördís, kona mín, klippti nál- sporin með skærum og þá kom i ljós veskið með teygjubandi. Árni stóð teinréttur við borðið og taldi átján hundruð króna bankaseðla. „Hér er sjóðurinn fyrir jörðina mína.“ Þétt handtak föður míns og Árna, er sjóðurinn hafði verið talinn, fullvissar mig um að þessi viðskipti höfðu farið fram af vináttu og góðum skilningi af beggja hálfu en þetta atvik gleymist mér aldrei. Þegar Árni var níu ára snáði fluttist hann að Knarrareyri með foreldrum sínum, eða árið 1878. Þarna ólst hann upp á höf- uðbólinu við hliðina á Tóftum og vann foreldrum sínum allt sem hann gat til 1897 en um þær mundir hóf hann eigin búskap með konu sinni, Jó- hönnu Jónsdóttur, og bjó i full fjörutiu ár. Frá Eyri fór hann árið 1941. Elsta fjárhúsið byggði Árni árið 1900 og ann- að húsið fimm til sex árum síðar og hið þriðja og síðasta reisti hann 1928. Öll eru þessi hús byggð úr grjóti, torfi og rekavið og gerð af svo mikilli snilld og hagleik að til alveg eindæma má telja enda standa þau enn teinrétt og nær ó- skemmd eftir svona mörg ár, eða allt frá aldamótum. Fjár- húsin sjálf eins og þau eru í dag lofa betur hagleik bóndans á Eyri en nokkur orð. Ekki get ég nákvæmlega sagt um það hve langan tíma tók að flytja grjótið i húsin því það leitaði Árni allt uppi á Eyrarfjöru, eftir hvert stór- brim, sem algeng eru þarna á veturna. Brimið var iðið við að rífa kambana og fjöruna eitthvað til svo jafnan kom nokkuð af nýjum vellöguðum steinum í dagsljósið. Árni haf ði mikil bústörf og stundaði alltaf sjóinn einnig. Það var því erfitt aukastarf að leita að grjótinu í fjörunni og bera það í stórar hrúgur þar sem sjórinn náði ekki i það aftur. Hver ein- asti steinn var vandlega skoð- aður með vakandi auga og ekki hreyfður nema lag hans væri að öllu leyti gott til hleðslu. Þvi heita mátti ókleift að laga nokkurn stein sakir þess hve hart grjótið er. Grjótinu ók Árni síðan á veturna á stórum heyjasleðum og beitti þá hesti fyrir. Stund- um kom það fyrir meðan á vegghleðslu stóð að Árna vant- aði góða hornsteina. Ekki gat hann hugsað sér að nota illa lagaða steina og allra síst á horn. Þá tók hann fram ára- bátinn sinn og reri inn með fjörum og sótti þangað flesta fallegustu hornsteinana. Ýms- um fannst þetta langt gengið enda dylst það engum að það er undarlegt hvernig hann hefur flutt svo stóra horn- steina og undirstöðugrjót í ára- báti og vitað er að nokkur slík björg bar hann á bakinu upp úr fjörunni. Árni vann að þess- um byggingum aleinn nema synir hans hjálpuðu honum við síðasta húsið. Timbrið, sem var notað í þessar byggingar, var allt reka- viður og sagaður af handafli á staðnum. Spýtan, sem saga átti, var sett lárétt á trönur og söguð með svokallaðri kló- sög og þurfti alltaf tvo menn þegar sagað var þannig. Árni þurfti þvi jafnan að fá sér mann til að saga á móti sér en þetta var mjög erfitt verk og tímafrekt. Allar stoðir og mæniásar var eingöngu unnið úr úrvalsvið, (rauðavið). Stoðirnar voru all- ar finheflaðar, garðabönd og garðastokkar sömuleiðis og skafið með gleri. Raftarnir voru flestir sagað- ir þannig að tveir komu úr gildleika spýtunnar og sneru sagarförin inn í króna. Reftið var mjög þétt, aðeins tíu senti- metrar á milli rafta, svo að þegar litið er upp í þekjuna er eins og hún sé alþiljuð. Ofan á raftana voru lagðar skógviðar- hríslur sem voru fluttar fram- an úr Eyrarfjalli og komu þær þvert á raftana og átti að varna því að torfið snerti raft- ana en járnþak taldi Árni sig ekki hafa efni á að kaupa. Allt torf, sem i þetta þurfti, var rist fram á svokölluðu Eyrarengi og flutt á hestbaki þaðan og er þetta um tíu kiló- metra vegalengd. Hlaða var byggð við tvö húsin en á henni er járnþak. Ágætir gluggar voru á öllum húsunum og hurðir úr plægðum viði, garðar eru steyptir og baðker. Trégrindur voru i öllum hús- unum. Samtals tóku húsin 160 til 180 fjár. Þessi bygging var mikið og glæsilegt verkefni 10

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.