Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Síða 13

Samvinnan - 01.03.1978, Síða 13
einum fremsta rithöfundi þjóS- arinnar, enda mun margur bíða þess með eftirvæntingu að sjá hvernig saga Páls Jóns- sonar blaðamanns verður til lykta leidd. Seiður og hélog er stór bók, 340 blaðsíður í Skírnisbroti. Um hana verður þvi tæpast rætt svo nokkurt lag sé á í stuttu máli, en þó er óneitanlega mik- il freisting að svipast um í heimi þessarar bókar og virða fyrir sér, þó ekki væri nema nokkrar þeirra mörgu persóna, sem þar koma við sögu. Þar ber fyrst að nefna sjálfan Pál Jónsson, þann er söguna segir, — manninn sem flestum mun finnast að sé sá möndull, sem verkið snýst um að langmestu leyti. Páll er vel gerð persóna, það er kastað á hann ljósi frá ýms- um hliðum, en þó er ekki ólik- legt að hann verði misskilinn af ýmsum lesendum bókarinn- ar. Hann er gáfaður, viðkvæm- ur og heldur innhverfur, þol- andi atburðanna fremur en gerandi þeirra. Hann getur þvi átt á hættu að vera kallaður rola og gauð. En hér er margs að gæta, og menn ættu að hugsa sig vel um, áður en þeir velja Páli slíkar nafngiftir. Hann stendur föstum fótum á grunni aldagamallar þjóð- menningar og hefur aukið drjúgum við menntun sína. Hann varðveitir sál sína og samvizku og það siðferði sem honum hefur verið innrætt í æsku, og fellur ekki fram, þótt striðsguðinn rétti honum lófa- fylli af gulli. Hvers vegna ger- ist hann ekki túlkur hjá Bret- um eða kastar sér út í við- skiptalífið og fer verzlunar- ferðir til Ameríku, eins og t.d. Guðlaugur nokkur Guðmunds- son, öðru nafni Gúlli? Páll Jónsson hefur sannarlega næga menntun og tungumála- kunnáttu til þess að afla sér fjár og frama á þessum leiðum, en hann gerir það ekki, ein- faldlega vegna þess, að hann hefur ekki lyst á því .Hjartað í honum „gengur rétt.“ Sið- ferðilegt viðnám Páls er svo sterkt, að lesandinn finnur strax, að þarna er maður sem ekki mun verða gullæðinu að bráð, hvernig svo sem straum- arnir kunna að ólga í kringum hann. Er slíkur maður rola og gauð? Ég held varla. Þegar svo að því kemur, að Páll fer að skrá endurminningar sínar frá striðsárunum, hlifist hann ekkert við þvi að tíunda það sem miður fór, og þar sem hon- um finnst sér hafa mistekizt, heldur en- hitt, sem vel gekk. Ber þetta vott um roluhátt? Tæpast. Dæmi Páls er enn at- hyglisverðara vegna þess, að hann er ekki einu sinni neitt sérlega hrifinn af starfi sínu, blaðamennskunni, heldur þyk- ir honum hún þvert á móti leiðinleg, að minnsta kosti öðru hvoru. Nú er það að vísu harla algengt að menn festist, ým- issa orsaka vegna, við störf, án þess að þeim þyki þau skemmtileg, og víst er Páli al- veg ljóst hvar hann stendur: „Stundum hrökk ég við, likt og á mig væri kallað byrstum rómi: Hvað ætlarðu að sóa lengi dýrmætasta skeiði ævi þinnar, ætlarðu að verða hér eilífur augnakarl?" (Bls. 105). „Glötuð ár? ... Mér er vita- skuld ljóst eins og áður, að ég hefði getað varið þessum árum betur að flestu leyti; en kannski hefði ég þá ekki kapp- kostað að átta mig á duldum þáttum í sjálfum mér, né graf- izt loks fyrir um faðerni mitt, né orðið sá gæfumaður að kvænast þjóðfrægri glæpa- kind.“ (Bls. 106). Já, víst hefði Páll getað færzt meira í fang á þessum árum. Að hann ekki „dreif sig áfram“, eins og það er stundum kallað, stafar þó ekki af linku og framkvæmda- leysi einu saman, heldur kannski miklu fremur af með- fæddri hófsemi. Það er engu líkara en að sumir menn þurfi blátt áfram að breyta eins og þeir gera. — Mjög væri freist- andi að ræða lengur um Pál Jónsson blaðamann, viðhorf hans og viðbrögð, en einhvers staðar verður að setja punkt. Þegar Páli sleppir, verða þau einna minnisstæðust, Valþór ritstjóri, Ragnheiður matsölu- kona og Steindór Guðbrands- son, raunsæismaðurinn, sem aldrei lét slá ryki í augu sér og skar sjaldnast utan af því sem honum bjó í brjósti. Það er ekki heldur svo mjög auð- velt að gleyma Jóni karlinum Guðjónssyni, ættuðum úr Fló- anum, þótt lítilla sanda sé hann og lítilla sæva. Þeir sem vilja fræðast um það, hvernig smámenni lítur út, geta virt hann fyrir sér. Þar leyna ein- kennin sér ekki. Þó að Seiður og hélog sé mjög vel skrifuð bók, eins og vita mátti fyrir, þar sem Ólafur Jó- hann Sigurðsson á í hlut, þá þykja mér þó nokkrir kaflar bókarinnar bera af að þessu leyti. Til dæmis kaflinn, þar sem lýst er minningarathöfn- inni um íslenzku skipshöfnina, sem fórst einhvers staðar á milli íslands og Bretlandseyja, — þeir höfðu siglt með fisk til Englands. Þessi kafli er skrif- aður af dæmafárri snilld. Annar kafli, sem líka ber af er — með leyfi að segja: fylliríis- kaflinn! Kaflinn um það, þeg- ar þeir Djúpfirðingarnir, Páll Jónsson blaðamaður og Ás- mundur Eiríksson, — Mundi, — drekka sig blindfulla til þess að drekkja sorgum sínum, en unnustur beggja höfðu svikið þá og fariö í ástandið. — Mig furðar það stórlega, sem ýmsir hafa sagt í mín eyru, að þeim finnist þetta fyllirí bera vott um sérlegan aumingjaskap þeirra strákanna, og að þeim hefði verið nær að keppa við hermenn framandi þjóðar um hylli stúlknanna. Eins og slíkt hefði þó verið gersamlega ó- raunhæft og út í hött. Nei, þessi kafli ber ekki vitni um neinn aumingjaskap Palla og Munda, en hann er hins vegar ágætt dæmi um viðbrögð ís- lendinga kynslóð fram af kyn- slóð og öld af öld. Hér á landi hafa menn alltaf verið að ná sér niðri á óbliðum örlögum, jafnvel á sjálfri fátæktinni, með því að drekka sig fulla,— og er þó drykkjuskapur að vísu ekki öruggasta lækningin við fátækt. — Þessi kafli um „hefnd“ þeirra Djúpfirðing- anna birtist fyrst í desember- hefti Timarits Máls og menn- ingar árið 1959, og alltaf síðan ég las hann þar fyrst, hefur mér fundizt hann vera fram úr skarandi góðar bókmenntir, svo hispurslaus og beinskeytt- ur sem hann er og laus við all- an tepruskap. Fyrst getið var einstakra kafla, sem eru öðrum fremur minnisstæðir, má ekki gleym- ast að nefna sumarleyfis- dvöl Páls á Þingvöllum, þar sem landið talaði til hans og spurði hann án afláts áleit- inna spurninga. Sá kapítuli verðskuldar að vera lesinn bæði oft og vandlega. Þetta greinarkorn er skrifað til þess að vekja athygli á góðri bók um leið og drepið er litillega á, hvernig hún kem- ur undirrituðum fyrir sjónir. Aftur á móti stóð aldrei til að kveða upp dóm yfir henni, enda er slíkt sízt á valdi þeirra sem skrifa greinar i önn og erli líðandi stundar. Það vald er i höndum fólksins í land- inu, og þó einkum og sér i lagi þeirra kynslóða, sem eftir okk- ur koma. — Hins vegar er ég alveg sannfærður um, að beztu verk Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar eiga langt líf og miklar vinsældir fyrir höndum, svo framarlega sem íslenzku þjóð- inni auðnast að haida viti sínu. Ef ég væri spurður, hvað mér fyndist helzt lýta Seið og hélog, myndi ég líklega svara þvi til, að mér þætti bókin óþarflega langdregin á köflum, og ekki örgrannt um að smáatriði skipi helzt til mikið rúm. Ennfrem- ur er ég dálítið hissa á þvi að höfundur skuli ekki nota bet- ur hið gullna tækifæri sem hann fær hér til þess að fara duglega „i saumana" á blaða- mannastéttinni og gera henni makleg skil! Að visu situr sízt á mér að óska eftir slikri krufningu stétt minni til handa, þvi óvíst er að vegur hennar yrði að meiri. En ég get ekki varizt þeirri hugsun, að þetta efni hefði mátt nýta gerr. Orðið hélog (sbr. hégómi — hégilja), þýðir villueldur, maurildi. Það fer vel á þvi orði í nafni þessarar bókar, þvi að þar er sagt frá fólki, sem sí- fellt eltir mýrarljós skjótfeng- ins gróða. Reyndar er gefið í skyn, víðar en í nafni bókar- innar, að bjarminn af gullinu sé villueldur, og að óhófleg ásókn í þann málm hefni sín fyrr eða siðar. Svo fór að minnsta kosti fyrir Ragnheiði matsölukonu. Hermenn Bret- lands og Bandaríkjanna urðu henni ekki sú auðsuppspretta, sem hefði mátt vænta, þegar til lengdar lét, og að henni sjálfri nýlátinni brann húseign hennar til grunna, svo að ein- ungis voru „svartar brunarúst- ir, þar sem húseign Ragnheið- ar sálugu matsölukonu hafði staðið.“ (Bls. 288). En hvað er af öðrum að segja? Við vitum að vísu tals- vert mikið um það, hvernig ís- lenzku þjóðinni í heild og fjöl- mörgum einstaklingum henn- ar hefur farnazt þann hálfan fjórða áratug sem liðinn er síðan hún tók að dansa í kring- um gullkálfinn með hélog að leiðarljósi og seið þulinn til 13

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.