Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Síða 17

Samvinnan - 01.03.1978, Síða 17
 ekki, hverju trúa skyldi. Börn þeirra öll voru ung — eitt á brjósti. Hún bjó þau öll að heiman og fór til borgarinnar, þar sem maður hennar var í haldi. Það gekk ekki greitt að ná tali af Aksiónoff, en loks fékk hún þó leyfi lögregluvaldanna til þess. En þegar hún sá mann sinn i hlekkjum meðal hins argasta óaldarlýðs, hneig hún í öngvit. En þegar hún vitk- aðist aftur, settist hún við hlið hans, lét börnin koma á kné sér og spurði hann, hvað fyrir hefði komið. Hann sagði henni allt með sannindum og neitaði sérhverri hlutdeild í glæpnum. „Við verðum að biðja keisar- ann líknar,“ sagði hann loks. Kona hans kvaðst hafa sent bænarskjal til keisarans, en því hefði ekki verið sinnt. Aksíónoff leit þegjandi til jarðar. Kona hans mælti: „Manstu drauminn, sem mig dreymdi áður en þú fórst að heiman. Þú hefðir ekki átt að fara þann dag.“ Síðan strauk hún um vanga hans og mælti: ..Segðu konunni þinni satt, vinur minn. Það varst þú, sem drapst manninn?" „Grunar þú mig líka?“ sagði Aksíónoff og huldi andlit sitt í höndum sér. Hann skalf af ekka. í sömu svipan kom her- maður aðvífandi og skipaði konunni að hafa sig á brott. Og Aksíónoff kvaddi konu sína og börn i hinzta sinn. Þegar þau voru farin, gat Aksíónoff ekki um annað hugs- að en grun konu sinnar. Þá varð honum hugsað: Guð einn veit, hvað satt er. Til hans eins er að áfrýja, og hjá honum einum er miskunnar að vænta. Aksiónoff hætti því við að senda keisaranum bænarskjal, gaf upp alla von í málinu og baðst fyrir án afláts. Aksíónoff var dæmdur til húðstrýkingar og námuþræl- dóms. Hann var lagður á bekk og laminn með hnútasvipum og sendur til Síberíu með öðr- um föngum, þegar sár hans tóku að mýkjast. Tuttugu og fimm ár var Aksíónoff í þrældómshúsinu í Síberíu. Hár hans varð hrím- hvítt og skeggið sítt og grátt. Gleði hans var þorrin, líkam- inn lotinn og tungan fámálug. En hann var jafnan bænræk- inn. Aksíónoff lærði að smíða skó og fyrir þá peninga, er hann aflaði sér með skósmíðum, keypti hann sér ævisögur helgra manna. Þessar bækur las hann, þegar færi gafst. Á sunnudögum söng hann í fangakirkjunni, þvi að hann var raddmaður mikill. Fangavörðunum var vel til Aksíónoff, því að hann var auðsveipur. Samfangar hans lögðu á hann virðingu og köll- uðu hann „hinn heilaga". Hann var löngum talsmaður fanganna, þegar fangaverðirn- ir skyldu beðnir einhvers. Engar fregnir bárust Aksí- ónoff frá Rússlandi. Eitt sinn bar svo til, að margt nýrra fanga kom í fangelsið. Þeir, sem fyrir voru, urðu fegn- ir nýbreytninni, og þyrptust að aðkomuföngunum til þess að spyrja þá spjörunum úr. Aksí- ónoff hlýddi á. Einn aðkomu- fanganna, roskinn maður, mik- ill velli og hvatlegur tók að segja frá því, er hann hafði af sér brotið. „Jæja-já, kallar mínir,“ sagði hann. „Afbrot mitt var ekki stórvægilegt. Ég tók hest, sem einhver hafði beitt fyrir sleða og var sakaður um þjófnað fyrir bragðið. Ég sagðist hafa 17

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.