Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Síða 18

Samvinnan - 01.03.1978, Síða 18
Nótt einu hafði hann ekki eirð í fleti sín. Hann reis upp og gekk lengi fram og aftur um fangelsið. Allt í einu skreið maður undan einu flet- inu... ætlað að skila honum aftur — aðeins hafa þurft að hraða mér heim i bili. Auk þess var ökusveinninn vinur minn. En þeir hlustuðu ekki á mig. „Þú stalst honum,“ sögðu þeir, „stalst, stalst.“ — Nei, ég ætl- aði ekki að stela klárnum. En einu sinni stal ég svo um mun- aði, þótt langt sé nú orðið síð- an, en þá slapp ég. Nú var ég saklaus dæmdur. Það veltur á ýmsu á vegferð lifsins. „Hvaðan ertu?“ spurði einn fanginn. „Frá Vladimir. Sjálfur heiti ég Makar Semjóníts." Þá leit Aksiónoff upp og mælti: „Heyrðu, Semjónits! Þekkir þú Aksíónoff-bræðurna í Vladi- mir?“ „Aksiónoff-bræðurna? Hvort ég þekki — stórrika menn! En karlinn, faðir þeirra er nú raunar í Siberiu, syndari eins og ég og þú. En fyrir hvað ert þú annars hér, öldungur?“ „Syndir mínar," svaraði Aksí- ónoff og vildi ekki tala meira um ógæfu sina. Hinir fangarnir urðu til þess að segja Makar Semjónits sögu kaupmannsins. Þá fölnaði Ma- kar og mælti: „Það hefði mér sízt dottið í hug, að við hitt- umst hér.“ Aksíónoff tók eftir svari Makars og spurði, hvort hann hefði heyrt talað um þennan atburð. „Hvort ég hef heyrt talað um hann! En það er flest gengið mér úr minni.“ „Þú hefur kannski einhvern tima heyrt, hver myrti kaup- manninn i raun og veru?“ Makar Semjóníts hló hátt og svaraði: „Það hefur sá sjálfsagt gert, er hnífurinn fannst hjá. Hafi einhver annar gert það, sann- ast þar máltækið, að enginn er þjófur áður en á hann sannast stuldurinn. Hvernig hefði nokkur mannleg vera getað komið hnífnum í farangurinn, sem þú geymdir undir höfðinu. Þú hefðir sj álfsagt vaknað!" Aksíónoff þóttist þess full- viss, að hér væri kominn mað- urinn, sem myrt hafði kaup- manninn. Hann reis þegjandi upp og gekk brott. Hann lá vakandi alla nóttina og harm- aði mjög örlög sín. Ótal sýnir sóttu að honum. Hann sá konu sína eins og hún var i þann mund, er hann var tekinn höndum, heyrði hana jafnvel hlæja og tala. Hann sá börnin, eins og þau voru, þegar hann var hrifinn frá þeim, eitt kerru- barn, annað i grænni kápu. Og hann sá sjálfan sig, spengileg- an mann, glaðan og kvikan. Hann sá sig handtekinn, sak- felldan, húðstrýktan. Hann rakti fangaferil sinn i tuttugu og fimm ár. Loks sá hann sig gráhærðan og hruman fyrir aldur fram. „Þetta eru verk þessa hrak- mennis,“ hugsaði Aksiónoff. Hann fylltist óstjórnlegu hatri til Makars og hét að hefna sín. Þótt hann þyldi bænir sinar, öðlaðist hann eigi að heldur frið. Daginn eftir forðaðist hann návist Makars. Tvær vikur liðu. Aksíónoff vakti um nætur og þjáðist mjög. Nótt eina hafði hann ekki eirð í fleti sínu. Hann reis upp og gekk lengi fram og aftur um fangelsið. Allt i einu skreið maður undan einu fletinu, sem honum varð gengið fram hjá. Það var Makar. Hann horfði fárlegum augum á Aksíónoff og var almoldugur. Aksíónoff ætlaði að komast brott, en Makar þreif í hann. „Ég hef grafið undir vegginn og flutt moldina burt i stígvél- unum minum. Hafðu gát á tungu þinni, gamli maður. Við getum sloppið héðan báðir. En ef þú segir frá þessu, drep ég þig.“ Aksíónoff nötraði allur. „Ég kæri mig ekkert um að flýja, og þú þarft ekki að drepa mig. Þú hefur drepið mig fyrir löngu.“ Daginn eftir urðu gæzlu- mennirnir þess varir, að ein- hver fanganna hafði skilið eft- ir moldarhrúgu i slóð sinni á leið til vinnunnar. Fangelsið var skoðað vandlega og vegs- ummerkin fundust. Fangaverð- irnir spurðu fangana spjörun- um úr, en allir þrættu fyrir verknaðinn. Þeir vissu, hver grafið hafði, en vildu ekki ljósta þvi upp. Loks var Aksi- ónoff spurður. „Þú ert sannorður. í guðs nafni: Segðu okkur, hver þarna var að verki.“ Makar var nærstaddur, en lét sér hvergi bregða. Hann horfði á fangaverðina, en hvarflaði ekki augum á Aksí- ónoff. Varir Aksíónoffs skulfu og raddfærin brugðust. „Hví skyldi ég hlífa honum,“ hugs- aði hann. „Hann hefur rænt mig lífsgleðinni og nú gefst mér færi á að hefna mín. Hann verður barinn til dauðs, ef ég framsel hann. — En hafi ég haft hann fyrir rangri sök? Væri þá ekki glæpur að fram- selja hann böðlum? Og hvaða gagn er mér að þvi, þótt þeir berji hann í hel, jafnvel þó að hann sé sekur?“ „Segðu okkur sannleikann, gamli maður,“ endurtók einn fangavörðurinn. Aksíónoff leit snöggvast á Makar Semjónits og svaraði siðan: „Ég get ekki sagt ykkur það. Það er guðs vilji, að ég þegi. Þið hafið allt mitt ráð í hendi ykkar og gerið það, sem ykkur fýsir.“ Og Aksíónoff sat við sinn keip. Svo féll málið niður. Næstu nótt lá Aksíónoff lengi vakandi. Þegar hann var að festa blund, var setzt á flet hans. Aksiónoff hrökk upp. Hann þekkti Makar þegar. „Hvað vilt þú mér? Hvað ert þú að gera hér?“ spurði Aksí- ónoff. Makar þagði. Aksiónoff sett- ist upp. „Ég kalla á vörðinn. ef þú snáfar ekki brott.“ Makar laut niður að Aksi- ónoff og hvislaði: „Fyrirgefðu mér, ívan Di- mitri.“ „Fyrirgefa þér hvað?“ spurði Aksiónoff. „Ég drap kaupmanninn og lét hnífinn i farangur þinn. Ég ætlaði að drepa þig lika, en heyrði háreysti úti fyrir, þegar ég var kominn að rúmi þínu, og forðaði mér út um glugg- ann.“ Aksíónoff þagði um stund. Makar kraup á kné við flet hans. „Fyrirgefðu mér, ívan Di- mitri, fyrirgefðu mér. Ég ætla að játa á mig glæpinn. Þá verð- ur þú leystur úr áþján og kemst heim,“ sagði Makar. „Þér er létt að tala um þetta," svaraði Aksiónoff. „En ég hef kvalizt hér í tuttugu og fimm ár. Konan mín er dáin, og börnin hafa gleymt mér. — Ég vil ekki fara héðan.“ Makar reis ekki á fætur. „Fyrirgefðu mér, ívan Di- mitri,“ stundi hann, „í Krists nafni, fyrirgefðu mér. Þú varst mér miskunnsamur — mér, sem hafði spillt lífi þinu.--- Ekki leið ég viðlika kvalir og nú, þegar böðullinn lamdi mig með hnútasvipunni. Og nú gat Makar ekki lengur varizt gráti. Aksíónoff klökkn- aði líka. „Guð mun fyrirgefa þér,“ sagði hann. „Ef til vill er ég verri maður en þú.“ Aksíónoff létti stórlega við þessi orð. Öll heimþrá hans var horfin frá honum. Hann hefði ekki viljað hverfa brott, þótt dyr fangelsisins hefðu opnast upp á gátt. Hann þráði aðeins dauðann. Makar Semjóníts játaði samt á sig glæpinn. En er skipunin um að láta Aksiónoff lausan loksins kom, var hann dáinn í Siberiufangelsi keisarans. ♦ 18

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.