Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 20
í rigningunni á Lögbergi 17. júni 1944. Gísli Sveinsson taiar, en fremst er ríkisstjórnin, taliS frá vinstri: Björn ÞórSarson, Vilhjálmur Þór, Einar Arnórsson og Björn Ólafsson. Jón Ölafsson hæstaréttarlögmaður rifjar upp þátttöku sína í sjálfstæðismálinu 1940—44 Á Suðurgötu 26, þar sem sér vel yfir tjörnina og gömlu Reykjavík, býr Jón Ólafsson, hæsta- réttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri líftrygg- ingafélagsins Andvöku og Samvinnutrygginga. Jón er fæddur fyrir aldamót og hefur senn búið á Suðurgötunni í hálfa öld. í 5. tölublaði árið 1976 sagði Jón lesendum Samvinnunnar óvenjulega sögu um íslenzka skák- snillinginn Björn Kalman, sem ef til vill er fyrir- myndin að skákmanninum í sögunni „Manntafl" eftir Stefan Ztveig. Þessi frásögn vakti mikla at- hygli, og í tilefni af henni var því skotið að okk- ur, að Jón gæti sagt frá ýmsu öðru; hann hefði til að mynda látið sjálfstæðismál okkar 1940—44 mjög til sín taka og fyllt flokk þeirra manna, sem kallaðir voru lögskilnaðarmenn og vildu fresta lýðveldistökunni þar til heimsstyrjöldinni væri lokið. Okkur lék forvitni á að vita, hvert viðhorf Jóns væri til þessa rnáls að meira en bremur áratugum liðnum, og fórum þess á leit við hann, að hann rifjaði rnálið upp fyrir lesendur Samvinnunnar. Frásögn lians birtist á þessum síðum. — Það er rétt, að hið svo- kallaða sjálfstæðismál, sem hér var ádöfinni frá því 1940—1944 hefur lítið borið á góma þau 33 ár, sem liðin eru síðan. Ég mun verða við þeim tilmælum að segja nokkuð frá þvi máli. í spjalli sem þessu verður mál- inu þó alls ekki gerð nægileg skil, þvi að einungis verður stiklað á stóru. Áður en ég vík að sjálfu málinu, ætla ég að drepa á fáein æviatriði, sem ef til vill ráða miklu um af- stöðu mína til þessa máls. • DVÖL í DANMÖRKU Ég lauk laganámi frá háskól- anum í Kaupmannahöfn og valdi mér námsgreinar svo ó- líkar sem kröfurétt og rikis- rétt (stjórnlagafræði) með þjóðarétti sem sérnámi. Að náminu loknu réðist ég sem lögfræðilegur starfsmaður til borgarstjórnar Kaupmanna- hafnar og hafði aðsetur í Ráð- húsinu. Þar starfaði ég í nokk- ur ár. Á meðal þeirra mála, sem ég fjallaði um, var ákvörð- un um ríkisborgararétt margra manna, sem urðu hjálpar að- njótandi, annaðhvort á sjúkra- húsum eða á einhvern annan hátt. Þetta var nauðsynlegt í sambandi við endurkröfurétt á kostnaði. Þessi mál voru oft all flókin og kröfðust itarlegra rannsókna. Ég fékk því mikla reynslu í þessum málum, auk þess sem ég hafði staðgóða þekkingu og hafði jafnvel skrifað i lögfræðilegt timarit um atriði í sambandi við skiln- ing á þeim. Ég taldi mig því hafa góð skilyrði til að takast á við slík mál. Ég hafði búið fjögur ár á Regensen (Garði) og smám saman fallið inn i stúdentalifið þar, eignazt þar góða vini og lært að meta vingjarnlega og opinskáa lifnaðarháttu með glaðværð og gamansemi. Ég tel, að islenzkir menntamenn hafi mótazt mjög af samskipt- um sinum við danska stúdenta þar. Sömu reynslu hafði ég af samstarfsmönnum minum í Ráðhúsinu. Mér féll yfirleitt vel að dveljast hjá og vinna með Dönum, og ég mundi hafa ilenzt þar, ef ég hefði ekki þurft að fara heim. Ég tók það ráð að fá ársleyfi frá störfum og setja mann i minn stað. Síðan hélt ég heim til íslands haustið 1926 og fór að fást við lögfræðistörf. Varð það svo úr, að ég ilentist hér í Reykjavík, kvæntist og hélt áfram lög- fræðistörfum jafnframt trygg- ingastarfi. Með því að ég taldi kenn- ingum um ríkisborgararétt ís- lendinga við gildistöku Sam- bandslaganna 1. desember 1918 mjög ábótavant eins og þær birtust í fræðibókum og skýringum kennara við háskól- ann hér, þá tók ég saman í ígripum bók um danskan og islenzkan ríkisborgararétt, því að danskur ríkisborgararéttur gilti áður á íslandi. Þessa bók gaf ég út á minn kostnað 1942 og á hún að vera grundvallar- rit um danskan og íslenzkan ríkisborgararétt á þeim tíma. Lagadeild Háskóla íslands hef- ur til þessa dags þagað þunnu 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.