Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 22
HUÓMURINN
SEM
Áni
AÐKÆFA
Bretar og Bandaríkjamenn eign-
uðust eigin blöð á íslandi á her-
námsárunum og hér að ofan sést
eitt þeirra. Að neðan sést forsíða
bæklingsins Ástandið í sjálfstæð-
ismálinu.
/
ÁSTAHDIÐ í SJÁLFSTÆÐISMÁLINU
SAMaVMlslJrtil.V.
CV.r.H ÁSKOUANin TU. AT.I'INiíl.S VXS NOKKHAR
GRniNAK i M im> níja vmnour
• I SJST.TVr.W >1SMAJ.TN Ií
TO’IU vr Á KOriTNA.® C.UBIN\KÖ« S1>A
birtur i 1.—4. tbi. Varöbergs 8.
jan. 1944 (bls. 14-15). Þar skýr-
ir ræðumaður frá því, að
stjórnmálamenn vorir hefðu
vorið 1942 talið rétt að lýsa
fullum sambandsslitum við
Danmörku og afnámi konungs-
sambandsins, en síðar hafi það
komið á daginn, að þegar þessi
áform hafi orðið kunn stjórn-
völdunum í Washington, þá
hafi sagan frá vetrinum áður
endurtekið sig, þegar brezka
stjórnin hafi ráðlagt stjórn-
málamönnum vorum að vinda
ekki jafn bráðan bug að mál-
inu og sumir þeirra vildu þá.
Síðar segir: „En ástæða er til
að benda á það, að vér höfum
fengið með nokkurra mánaða
millibili ráðlegging og bend-
ingar frá tveimur heimsveld-
um, sem eru vinir vorir og
verndarar, um það hvernig vér
ættum ekki að haga oss. Og
mér finnst vér eiga að lesa hér
upp niðurlag bréfs stjórnar
Bandaríkjanna frá 20. ágúst
síðastliðinn .... sem hljóðar
þannig: „Bandaríkjastjórn vill
endurtaka þá bendingu, að
rétt sé að fresta að taka á-
kvörðun um sambandsslitin,
þangað til betur stendur á,
ekki aðeins vegna Bandarikj-
anna og íslands sjálfs, heldur
og í þágu heimsskipulagsins og
skilnings milli þjóða yfirleitt.“
Síðan heldur ræðumaður á-
fram: „Nú mun ennfremur í
stjórnmálaviðskiptum þjóða í
milli vera litið svo á, að þegar
vinsamleg stórþjóð telur á-
stæðu til að aðvara smáþjóð
i tilefni af því, sem hún hefur
gert eða ætlar að gera, að í
aðvöruninni felist jafnframt á-
minning. Annars er það íhug-
unarvert, hvort þessar aðvar-
anir gegn því að vér einhliða
lýstum Sambandssáttmálann
úr gildi fallinn og segðum kon-
unginum upp, eru ekki einnig
fram komnar af því, að réttur
vor til þessara athafna þykir
ekki með öllu tvímælalaus. En
hvað sem því líður, er æskilegt
að komast hjá aðvörun í þriðja
sinn.“
Þetta voru varnaðarorð
manns, sem nokkru síðar tók
að sér að verða forsætisráð-
herra íslands i utanþings-
stjórninni.
• „LÝÐVELDI Á ÍSLANDI“
Margir bjuggust við, að
stjórnmálamenn vorir hægðu á
aðgerðum sínum i skilnaðar-
málinu eftir ábendingar for-
seta Bandaríkjanna, og van-
efndakenningin hyrfi af sviði
stjórnmálanna. En 18. júní
1943 hélt Bjarni Benediktsson
mikla ræðu á flokksfundi
Sjálfstæðisflokksins á Þing-
völlum, sem birtist í þremur
tölublöðum Morgunblaðsins
(nr. 143, 144 og 145) og var síð-
an sérprentað í bæklingi, „Lýð-
veldi á íslandi" og útgefnu af
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
og að talið var send inn á hvert
heimili á íslandi. Þessi bækl-
ingur ásamt Andvaragreininni,
sem ég gat um áður, eru um
margt furðuleg rit. Ég man
það enn, hve undrandi ég varð,
er ég las þessa ræðu í Morgun-
blaðinu í fyrsta sinn. Ég dvaldi
í sumarfríi í fagurri islenzkri
sveit, þar sem ríkti fegurð, góð-
vild og gleði; svo komu þessi
ósköp!
Ég ákvað að skrifa gegn
þessari ræðu og birtist löng
grein um málið í vikublaðinu
íslandi 18. ágúst 1943 og 1.
sept. sama ár. í þessari grein
andmælti ég sérstaklega eftir-
farandi atriðum:
1. Illum og tilefnislausum á-
deilum á sambandsþjóð vora.
2. Svipuðum ádeilum á ís-
lendinga, sem höfðu leyft sér
að gagnrýna meðferð málsins.
3. Að túlkun ræðumanns
samrýmdist alls ekki því, að
ísland hafði verið frjálst og
fullvalda ríki frá 1. des. 1918.
4. Vanefnda (samningsrofs)
kenningunni.
Ég vil taka sem dæmi kafla
úr ræðunni, sem snerta lið 1:
„Mundi sá bóndi telja sig að
fullu frjálsan, sem að vísu
mætti ákveða sjálfum sér og
heimafólki sínu reglur til að
fara eftir, en þyrfti þó að leita
samþykkis óðalsbónda á fjar-
lægri jörð til þess að fyrirmæl-
in hefðu nokkra þýðingu? Ef
hann mætti ekki hafa skipti
við nágranna sína, nema fyr-
ir milligöngu óðalsbóndans eða
öllu heldur vinnumanna hans,
yrði að hafa einhvern þessara
vinnumanna með í förinni, ef
hann skryppi í kaupstað, og
engin þessara viðskifta hefðu
gildi, nema óðalsbóndinn sam-
þykkti? Ef hann að vísu mætti
hafa eigin hund til að reka úr
túninu, en hefði ekki, til þess
að víst væri, að fjárreksturinn
færi fram eftir öllum listar-
innar reglum, jafnframt sér-
staklega vaninn hund frá óð-
alsbóndanum til túngæslunn-
ar? Og mundi bóndi telja þann
eignarétt á jörð sinni mikils
virði, sem þvi skilyrði væri
háður, að þrjátiu menn aðrir
mættu hafa af henni öll hin
sömu not og sjálfur hann?
Sl'ku frelsi mundi enginn ís-
lenskur bóndi una til lengdar.
Auðvitað þættu honum þessi
kjor betri en algjör ánauð, en
honum mundi þykja það
furðulegt ef honum væri sagt,
að nú væri frelsisbaráttu hans
lokið. Og honum mundi þykja
það óþörf spurning, ef hann
væri að því spurður, hvort
hann vildi nú ekki una þessum
kjörum sínum enn um sinn,
þegar sá tími væri kominn, að
hann ætti rjett á algeru frelsi.
En aðstaða islensku þjóðar-
innar er eftir Sambandslögun-
um einmitt hin sama og bónda
þess, sem nú var lýst.“
Um lið 2: Undanhaldsómur-
inn á bls. 20, þar sem þessi
klausa er kjarninn: „Þann
hljóm verður að kæfa, áður en
hann nær að æra landslýðinn
eða einhvern hluta hans.“ Síð-
an kemur ádeila á áðurgreinda
ræðu Björns Þórðarsonar (bls.
21) og klykkt út með því á bls.
28 að kalla þessa menn „óláns-
menn“.
Um lið 3 er það yfirleitt að
segja, að allt þetta tilbúna á-
nauðartal ræðumanns var ger-
samlega út i hött. ísland réði
sínum málum sjálft. Þau mál
sem Danmörk fór með fyrir ís-
land framkvæmdi hún í um-
boði þess og umbjóðandinn er
ekki undirtylla umboðsmanns-
ins og á að ráða málunum,
enda höfum við tekið flest
málin í okkar hendur i bezta
bróðerni og það hefði einnig
átt að vera hægt með það sem
eftir var, ef til viðræðna hefði
komið. Um konungsvaldið er
það að segja, að færustu fræði-
menn á Norðurlöndum töldu
konungssambandið falla burtu,
ef Sambandslögin féllu niður.
Um þetta vísa ég til greinar,
sem ég skrifaði í vikublaðið
ísland og birtist í tveim blöð-
um þann 16. og 25. október
1943 og er þar fjallað um flest
af þeim vandamálum, sem um-
rædd atriði snerta — og vísa
ég þar til.
Um lið 4: Vanefndakenning-
in og riftunarréttur. Um þetta
fjallar Bjarni í áðurnefndri
Andvaragrein og í bæklingnum
oftnefnda (bls. 9-12). Ég fjall-
aði um þetta efni í áðurnefnd-
um greinum mínum í viku-
blaðinu íslandi, en til viðbótar
skrifaði ég enn eina grein í ís-
land, sem kom út 22. nóvember
1943, þar sem ég geri þessu
máli alveg sérstaklega skil.
Bjarni vísar til tveggja danskra
prófessora, italsks og brezks og
telur þá alla líta svo á, að rift-
un sé heimil í því falli sem
um er að ræða. En sannleikur-
inn er sá, að enginn þessara
vísindamanna telur riftingu
réttmæta í því tilviki sem hér
um ræðir.
22