Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Síða 23

Samvinnan - 01.03.1978, Síða 23
Grein eftir Tómas Guðmundsson Ur bæklingnum Astandið í sjálfstæðismálinu. í skjóli við ofbeldið Það er að vísu mjög ánægju- legt, að stjórn Bandaríkjanna skuli hafa lofað því að láta oss afskiptalausa um endanleg sam- bandsslit við Dani 17. júní n.k., og þá er ekki síður gott til þess að vita, að einn ágætasti forustu- maður sambandsþjóðar vorrar, Christmas Möller, hefur nýlega haldið samkvæmisræðu, sem virð- ist hafa verið mjög kurteisleg i okkar garð, eins og vænta mátti. Þar sem vér erum að hætti smá- þjóða harla viðkvæmir fyrir því, sem að okkur snýr, er ekki nema eðlilegt, að slíku sé haldið á lofti, en hins vegar er engin skynsam- leg ástæða fyrir því, að hampa þessu tvennu svo mjög í skiln- aðarmálinu, eins og gert hefur verið, því hvorugt snertir kjarna þess máls hina minnstu vitund. Það hefur nefnilega ekki verið neinn ágreiningur um það, að vér ætlum að skilja við Dani, og í aldarfjórðung hefur enginn Is- lendingur gengið þess dulinn, að vér hefðum fullan rétt til þess. Ágreiningurinn er um það eitt, hvort vér eigum heldur að hrifsa þennan rétt til vor að hætti upp- reistarmanna eða ná sama tak- marki með jafn einföldum og eðli- legum hætti sem þeim að halda oss við gerða samninaa. Það væri vissulega illt til þess að vita, ef vér þyrftum að leita úrskurðar annarra ríkja um það, hvor að- ferðin sé oss samboðnari. enda segir „viðurkenning" Bandaríkja- stjórnar ekkert til um það að þessu sinni. Þá verður það að teljast fullmikil lítilþægni, að ætla sér að byggja fullveldiskröf- ur þjóðarinnar á vinsamlegum ummælum Christmas Möller, og trúað gæti ég því, að honum hafi komið það kynlega fyrir, að vera allt í einu orðinn íslenzk frelsis- hetja, á borð við Jón Sigurðsson, fyrir að segja það eitt, sem allir íslendingar og Danir vita, að það sé æskilegt og sjálfsagt, að hver þjóð fái að ráða ráðum sínum á eigin spýtur. Mig furðar á því, að jafn almenn sannindi skuli hafa getað farið fram hjá Morg- unblaðinu allt til þessa, og leyfi mér raunar að efast um, að jafn ágætu blaði hafi komið þau svo mjög á óvart sem það lætur. í nýprentuðu hefti Helgafells hef ég ásamt meðritstjóra mínum vikið nokkrum orðum að ávarpi því, sem Alþingi var sent, og af- stöðu blaðamanna til þeirra manna, er að því stóðu. S'ðan hefur fátt nýtt gerzt í þessu máli, því ekki getur það talizt til tíð- inda þótt málgögn þeirra manna, er kosið hafa að rjúfa einingu þjóðarinnar í sjálfstæðismálinu, haldi áfram að „æsa sig upp“ eft- ir mætti. Þannig hefur Þjóðvilj- inn nýlega hvatt til átaka í bar- áttunni gegn „kvislingunum", en svo nefnir blaðið þá menn, er að ávarpinu stóðu. Verður því ekki neitað, að slíkar nafngiftir hljóma undarlega af vörum þeirra manna, er til skamms tíma stóðu í ástúðlegu trúnaðarsambandi við Hitler og kvislinga hans, og myndu enn í dag leggja blessun sína yfir öll þeirra hermdarverk, ef Hitler hefði ekki sjálfur að fyrra bragði afsalað sér vináttu þeirra. Slikum mönnum verður að visu ekki láð, að hafa gengið í flokk „uppreistarmannanna", en hins vegar mætti öðrum vera blandin ánægja að því, að vita forustu sjálfstæðismálsins komna í hendur þeirra manna, er hafa hingað til látið sér nægja þær skoðanir einar, sem þeir hafa fengið „sendar heim“ til sín frá útlöndum, og verða nú, þegar samgöngur hafa truflazt af styrj- aldarástæðum, að geta sér til um það frá einum degi til annars, hvort erlendu stórveldi komi það betur, að þeir hagi sér sem „gentlemenn eða dónar“. Svo virðist, sem margir upp- reistarmannanna séu þeirrar skoð- unar, að ekki skipti miklu máli, hverjum augum hinar Norður- landaþjóðirnar líti á framkomu vora í skilnaðarmálinu, og gæti það raunar bent til þess, að þeir hyggðu á nánari kynni við aðrar þjóðir en þær í framtíðinni. Fyrir þetta verða þeir þó naumast vítt- ir, og það því síður, sem þetta er mál, er veit fyrst og fremst að oss sjálfum. Og sjálfum oss eig- um vér fyrst og fremst að hlífa við endurminningunni um það, að hafa gert aldagamlan lýðveld- isdraum þjóðarinnar að veru- leika í skjóli við ofbeldisverk, er fjandsamlegt stórveldi hefur framið á bræðraþjóð vorri, og vér eigum að hlífa niðjum vorum við þeirri ömurlegu vitneskju, að feður þeirra hafi hafnað samn- ingsbundinni og drengilegri lausn þessa máls fyrir þá sök eina, að hún var óbrotnari og eðlilec,ri en svo, að nokkur einstakur pólitísk- ur spákaupmaður gæti öðrum fremur eignað sér hana og hag- nýtt í harðvítugum eltingaleik eftir atkvæðum kjósendanna. 4 • SORGLEG MISTÖK Allir vita eða ættu að vita, að getuleysi Dana til að full- nægja samningsskyldum sín- um stöfuðu af ómöguleika með þar að lútandi breyttum atvik- um. Það er enginn ágreiningur um það hjá þessum fræði- mönnum, að sl’k atvik fresta einungis framkvæmd samn- ingsskyldunnar, en heimila ekki gagnaaðilum riftunarrétt, sbr. grein mína i vikublaðinu íslandi 22. nóvember 1943, tölu- lið 3b hjá Oppenheim.* Hins vegar fjallar töluliður 4b um samningsrof annars hvors að- ila og kallast það á ensku „vio- lation of treaty“. Þetta þýðir eins og ég bendi á: „A violation of a treaty is an injurious act committed either ■wlll- fully and maliciously or with culpable negligence." ^Samningsrof er óréttmæt at- höfn framin annaðhvort af ásettu ráði og ráðnum (illum) *) Brezki þjóðaréttarfræð- ingurinn. hug eða af vitaverðu gáleysi.) Til þess að nota þessa reglu Oppenheims þarf Bjarni að sanna, að Danir hafi af ásettu ráði og ráðnum (illum) hug rofið Sambandslögin eða að minnsta kosti komið sér hjá að fullnægja þeim með því að gera sig seka um culpable neg- ligence — vitavert gáleysi. Það vill svo vel til, að Bjarni þýðir einmitt umsögn Oppenheims við þennan tölulið sem sönnun þess, að hann telji riftunarrétt eftir honum heimilan vegna vanefnda. Samt segir hann á næstu blaðsiðu, að Danir eigi að vísu ekki sök á því, að þeir hafi ekki af sinni hálfu getað fullnægt Sambandslagasamn- ingnum. Svona er nú van- efndakenningin sorgleg mistök. Bretar og Bandaríkjamenn eiga vissulega þjóðarréttar- fræðinga, sem þekkja skil á gildandi reglum um áhrif ó- möguleika (impossibility) á samninga og mismuninn á þeim og violat.ion (samnings- rofi), og mér er það fyllilega ljóst, að þetta var aðal ástæð- an fyrir ráðleggingum þeirra að bíða með sambandsslitin, og virðist Björn Þórðarson hafa rennt grun í þetta, sbr. ræðu hans 1. desember 1942. 0 LÖGSKILNAÐARMENN Ég hafði til þessa tíma ekki verið í neinum samtökum í þessu máli, en fengið þakkar- bréf fyrir ritgerðir mínar frá ýmsum mætum mönnum, og þar á meðal frá Sigurði Guð- mundssyni skólameistara á Ak- ureyri. Mér þótti eðlilega vænt um það, ekki hvað sizt þegar aðalblaðakosti landsins var beitt af alefli til þess að ó- frægja þá, sem gerðust svo djarfir að hafa sjálfstæða skoðun á skilnaðarmálinu og láta hana i Ijós. En margir fylltust andúð á þessu of- stæki og varð það úr, að þeir sameinuðust og kölluðust lög- skilnaðarmenn, en hinir hrað- skilnaðarmenn. Þar sem útlit var fyrir á árinu 1943, að fyrir- hugað væri að afgreiða Sam- bandsmálið árið 1943 á sama hátt og til stóð að gera 1942 með einhliða yfirlýsingu og án þess að tala við sambandsþjóð- ina, þá ákváðu samtök lög- skilnaðarmanna að senda al- þingi enn áskorun, og jafn- framt var gefinn út bækling- urinn „Ástandið í sjálfstæðis- málinu“. Áskorunin er undir- skrifuð af 27 manns, en texti hennar hljóðar svo: „Áskorun send alþingi 22. sept. 1943. Vér undirritaðir alþingiskjós- endur í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði skorum á hið háa alþingi að ganga ekki frá formlegum sambandsslitum við Danmörku að óbreyttum þeim aðstæðum, sem íslendingar og Danir eiga nú við að búa.“ Meðal þeirra sem skrifuðu undir eru margir merkustu menn landsins og skrifuðu nokkrir þeirra í bæklinginn. Jóhann Sæmundsson læknir skrifar greinina „Skilnaðar- málið er ekki happdrætti" (sjá bls. 42-51). Þetta er jákvæð og góð grein og fróðleg, eins og vænta mátti af svo mætum manni. Ég skrifaði þarna grein- 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.