Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 24
ina „Riftun Sambandslaganna"
(bls. 52-59). Klemens Tryggva-
son hagstofustjóri ritaði grein-
ina „Skilnaðarmálið og sam-
búðin við Dani“ (bls. 60-64).
Magnús Ásgeirsson skáld:
„Gervimál án glæsibrags" (bls.
65-79). Þetta er stórglæsileg
grein, og ég get ekki stillt mig
um að benda á einn kafla
hennar, sem nefnist „Á að
svipta þjóðina sögulegri stór-
hátíð?“ Þar segir m. a.: (sjá
bls. 75 og efst á bls. 76):
„Menningarverðmætum sög-
unnar verður ekki glötun búin
nema á einn hátt. Hann er sá
að stofna svo til hátíðlegra og
afdrifarikra stórviðburða, sem
mönnum eru sjálfráðir, að
svipta þá söguhelgi og fram-
tíðargildi, jafnskjótt eða áður
en þeir gerast. Að þessu er
stefnt í fullri blindni með á-
ætlaðri skyndilausn skilnaðar-
málsins. Allt bendir til þess,
að minni morgunljómi verði
yfir stofnun fullvalda lýðveldis
á fslandi 17. júni 1944, ef úr
verður þá, en þjóðin hefur
vænzt í draumum sínum og
kysi að mega minnast um ó-
komnar aldir. Þetta er ekki
sízta ástæðan til þess, að henni
finnst fátt um bráðlæti þing-
fulltrúa sinna og annarra leið-
toga, sem vaxandi stéttvísi
verklitilla atvinnustjórnmála-
manna hefur þjappað saman
um hraðlausnina. Þjóðin finn-
ur, að verið er að hafa hátíð
af henni og niðjum hennar, að
nauðsynjalausu." Það er sem
skáldið skyggnist í sál þjóð-
arinnar í nútíð og framtíð. —
Ég nefni grein eftir Pálma
Hannesson rektor: „Frá mín-
um bæjardyrum séð“ (bls. 84
—86) og ennfremur grein eft-
ir Sigurð Nordal prófessor,
„Hljómurinn sem á að kæfa“
(bls. 87—94). Þetta er stór-
merkileg grein, mjög lærdóms-
rík, sem menn ættu að kynna
sér. Þá vil ég að síðustu nefna
grein eftir Tómas Guðmunds-
son skáld, „í skjóli við ofbeld-
ið“ (bls. 8—100), ágæt grein
eins og vænta mátti.
Ég verð nú að láta staðar
numið um þessar greinar sem
birtust í bæklingnum, en þetta
er fróðlegt efni til lestrar,
skrifað af mönnum, sem vildu
efla sóma og velferð fóstur-
jarðar sinnar í hvívetna.
Ég get ekki skilizt svo við
bæklinginn „Lýðveldi á ís-
landi“ með ræðu Bjarna Bene-
diktssonar, að ég drepi ekki á
umsögn hans á bls. 13. Hann
heldur því fram, að sjálf samn-
ingsgerð Bandaríkjanna og
Breta um herverndina á ís-
landi í maí 1941 hafi sýnt svo
ótvírætt sem verða má, að
Grein eftir
Sigurð Nordal
Úr bæklingnum
Ástandið í sjálfstæðismálinu.
Hljómurinn,
sem á
að kæfa
í nýútkomnum bæklingi um
fyrirhugaða stofnun lýðveldis á
íslandi 17. júni 1944 segir svo:
„En ef sú von (þ.e., að allir ís-
lendingar verði sammála um þá
ráðagerð) á að rætast, þá megum
við ekki loka augunum fyrir því,
að síðustu mánuðina hefur heyrzt
blásið til undanhalds. Þann hljóm
verður að kæfa, áður en hann
nær að æra landslýðinn eða ein-
hvern hluta hans". (Allar setning-
ar í þessari grein, tilfærðar innan
tilvitnunarmerkja, eru úr þessum
bæklingi, sem sendur hefur verið
á hvert heimili landsins. Letur-
breytingar eru mínar). — Síðan
er þess getið, að „þytur í þessa
átt“ hafi fyrst heyrzt, er kunnugt
varð um undirskriftaskjal það frá
sumrinu 1942, sem prentað er hér
að framan.
Hvers konar „undanhald“ var
boðað í þessu skjali? Ekki annað
en kemur fram í ályktun þings-
ins frá 17. maí 1941, að ekki þyki
„að svo stöddu tímabært, vegna
ríkjandi ástands, að ganga frá
formlegum sambandsslitum og
endanlegri stjórnskipun ríkisins".
Hverjir héldu undan sumarið
1942? Þeir menn, sem tilkynnt
höfðu um vorið, að tafarlaust
skyldi stofnað lýðveldi á íslandi
á því ári. Hvers vegna héldu þeir
undan? Af því að Bandaríkin til-
kynntu íslenzku þjóðinni, að um
það „ætti (hún) á friðartímum
að taka ákvörðun eftir eigin ósk-
um sínum og þörfum“. Hvers
vegna skárust Bandaríkin í mál-
ið? Af því að þau töldu „sér
nauðsynlegt að halda vináttu
undirokuðu þjóðanna á megin-
landinu". Með öðrum orðum:
Bandaríkjamenn litu árið 1942 á
málið eins og Bretar 1941. Hvor-
ug þeirra þjóða, sem síðustu ár-
in hafa haft allt ráð íslendinga í
hendi sér (eins og eitt blað Sjálf-
stæðisflokksins kvað að orði í
sumar) og þess vegna þótzt bera
siðferðilega ábyrgð á íslenzkri
utanríkispólitík, hefur talið óða-
got forsprakkanna í skilnaðarmál-
inu í samræmi við það réttarsið-
ferði í alþjóðamálum, sem þær
berðust fyrir. Bretar ráðlögðu
íslendingum 1941 „að halda sér
alveg að ákvæðum sambandslag-
anna". Bandaríkjamenn réðu þeim
1942 að taka ákvörðun um málið
„á friðartímum“. Forsprakkarnir
lækkuðu seglin í bæði skiptin.
Hver var munurinn á undanhaldi
þeirra og hinna, sem hafa alltaf
viljað bíða sambandsslita, þangað
til unnt væri að ganga frá þeim
með óvefengjanlegum rétti, sæmd
og drengskap? Að formælendur
tafarlauss skilnaðar beygðu sig
fyrir tilmælum hinna tveggja
stórþjóða, sem valdið höfðu, en
viðurkenndu ekki röksemdirnar,
sem þær báru fram. Þeir vildu
ekki óneyddir hirða um þá smá-
smygli í virðingu fyrir ákvæðum
gerðra samninga, sem kom fram
í áminningu Breta. Þeir töldu ís-
lendinga yfir það hafna að hugsa
Bretland og Bandarikin hafi
þá talið, að Sambandslögin
væru þá ekki í gildi, a. m. k.
þegar samningurinn var gerð-
ur, því að ef svo hefði verið, þá
hefði verið með öllu óheimilt
að gera slikan samning við
íslenzku rikisstjórnina í
Reykjavík, heldur hafi orðið
að gera hann við danska
utanríkisráðuneytið og kon-
unginn í Kaupmannahöfn, og
á öðrum stað telur hann af
sömu ástæðu, að útnefning
Breta hér á sendiherra fyrir ís-
land í Reykjavik sýni hið sama.
Þetta er undarleg meinvilla.
Það er höfuðregla í þjóðarétti
að útnefna sendiherra með bú-
setu þar sem æðstu stjórnvöld
fullvalda rikis hefur aðsetur,
og við höfðum tekið allt ríkis-
vald í okkar hendur 10. maí
1940 með aðsetri í Reykjavík og
þar og hvergi annars staðar
átti sendiherra þessi að vera
og við enga aðra áttu Banda-
ríkin að semja, einmitt af því
að Sambandslögin voru í gildi,
enda töldu þeir þau í gildi og
um að „halda vináttu undirokuðu
þjóðanna á meginlandinu", þótt
Bandaríkin þættust þurfa þess.
Hér er þá um sama „undan-
haldið" að ræða, aðeins með mis-
munandi forsendum. Alþingi hef-
ur (samkv. játningu kunnugustu
manna) tvisvar látið stöðva lýð-
veldisstofnun, staðnæmzt „í dyr-
unum að salarkynnum hinna al-
frjálsu þjóða" fyrir íhlutun er-
lendra ríkja, en vel að merkja
ekki þeirrar þjóðar, sem það var
að heimta frelsið af! Hún var
hvorugs um komin: að stöðva
þessa „sjálfstæðisbaráttu“ íslend-
inga né forða þeim frá íhlutun
annarra þjóða. — En hvað vakir
fyrir okkur, hinum undanhalds-
mönnunum? Því býst ég við, að
aðrir greinahöfundar svari nánar.
Ég skal aðeins nefna þessi atriði:
1) íslendingar eiga að leiða stjórn-
arfarsleg samskipti sín við Dani
svo til lykta, að í engu sé hvikað
frá leið skýlauss réttar. — 2) Þeir
mega ekkert hafast að, sem
geri síðan öðrum þjóðum óvand-
ari eftirleikinn að beita þá rang-
læti. 3) Jafnvel þótt íslendingar
gætu nú með ótvíræðum rétti not-
að hernám Danmerkur af hálfu
Þjóðverja sem rök fyrir skilnaði,
— en um þann rétt er ágreining-
ur, — fyndist mér það viðbjóðs-
legur endir sjálfstæðisbaráttu
vorrar, að vér þægjum í rauninni
hina síðustu frelsisskrá vora úr
föðurhöndum böðia Norðurálf-
unnar. 4) Eg er svo lítilþægur
fyrir hönd íslendinga, að mér
finnst þeim nauðsynlegt, engu
síður en Bandaríkjamenn telja
sér, að halda vináttu (og virðineu)
annarra þjóða, ekki sízt Norður-
landaþjóðanna, bæði í styrjöld og
friði. 5) En framar öllu tel eg ís-
lendingum nauðsyn að halda virð-
ingunni fyrir sjálfum sér, gera
ekkert, sem þeir blygðast sín fyr-
ir nú og eiga eftir að skammast
sín enn meir fyrir síðar.
Engum manni, sem með rólegri
athugun hefur lesið greinar þær,
sem hafa verið ritaðar sem and-
mæli við hinni fáorðu og hóf-
samlega orðuðu áskorun frá í
haust til hins háa Alþingis, getur
dulizt, að þessi blygðunartilfinn-
ing er rík í íslendingum. Þessar
sjálfstæði okkar og fullveldi
hvíldi á þeim. Ef þau hefðu
ekki verið, er sennilegt, að
Bretar hefðu þurft að skipa
hér landsstjóra eða eitthvað
slíkt.
Ég minntist áðan á blaðið
Varðberg. Við lögskilnaðar-
menn gáfum það út, og kom
fyrsta eintak þess 8. janúar
1944. í því er bréf til stjórnar-
skrárnefndar dagsett 29. nóv-
ember 1943, þar sem við gerum
fullkomna grein fyrir afstöðu
okkar til skilnaðarmálsins og
24