Samvinnan - 01.03.1978, Page 25
greinar hafa yfirleitt verið inn-
antóm brigzlyrði, sem verjendur
góðs málefnis þurfa ekki að grípa
til- Hvers vegna verður að kæfa
þennan hljóm, eins og svo skáid-
lega er að orði komizt í áður
nefndum bæklingi? Er það af því,
að hann sé svo gjallandi? Öðru
nær. Hann hefur farið ósköp
lágt. Á málinu hefur verið ympr-
að með ýtrustu gætni, eins og
meðferð skjalsins frá 1942 sýnir
bezt. Hávaðinn hefur allur verið
á hina hliðina. En hefur ekki þessi
hljómur, þótt Iágur væri, sært
svo heyrnartaugar hinna miklu
lúðurþeytara af því, að hann er
í rauninni í sömu tóntegund og
niðurbæld rödd þeirra eigin sam-
vizku? Þeir þurfa að hafa sem
hæst til þess að heyra ekki sjálfir
þá rödd — og tii þess að afstýra
því, að íslenzka þjóðin átti sig á,
hvað hún er að gera.
Það hefur verið átakanlegt,
nærri því elskulega barnslegt, að
lesa um þá ást á alþýðunni, sem
þetta skjal hefur glætt hjá höf-
undum ýmissa pólitískra forustu-
greina. Hver þeirra af öðrum
hefur farið fögrum orðum um, að
allir íslendingar væru jafnrétt-
háir við kjörborðið og allir vildu
þeir vafalaust eitt, L.S.G., nema
þessir fáu kvíslingar og landráða-
menn, sem væru meiri vinir Dana
en íslendinga. Manni liggur við
að spyrja suma blaðamennina,
sem ritað hafa þessar greinar,
stundum á hálfbjagaðri íslenzku
og án þess að þar komi fram
neisti af sjálfstæðri hugsun: „Loft-
arðu þessu, Pétur“? Hefurðu sótt
skoðanir þínar á vilja þjóðarinn-
ar til alþýðunnar? Nei, þú veizt
vel, að þú hefur sótt hana til
pólitískra yfirboðara þinna, sem
heimta hlýðni af hálfu kjósenda.
Er þetta of ómerkilegt mál til
þess, að það sé rætt og athugað
frá öllum sjónarmiðum í lýð-
frjálsu landi? Eru ekki þessi sömu
blöð annað veifið að kvarta um,
hvað almenningur á íslandi sé
dæmalaust illa að sér í stjórn-
málum, — svo hræðilega fáfróð-
ur, að hann kunni ekki einu
sinni að bera þá Iotningu fyrir
Alþingi, sem það hafi svo ríku-
lega unnið til? Hvað halda til
dæmis sjálfstæðismenn um póli-
tískan þroska sósíalistakjósenda,
sósíalistar um hina djúpvitru al-
þýðumenn, sem greiða sjálfstæð-
ismönnum atkvæði o. s. frv.? Og
ætli foringjum flokkanna finnist
ekki innst í sínu hreina hjarta,
að þeir hafi nokkuð margfalt vit
á við hvern af sínum blessuðu
kjósendum, þótt enginn hafi að
nafninu til nema eitt atkvæði á
kjördegi? Og hneykslastu nokk-
uð á því, blaðamaður góður, sem
iítur með þessari heilögu vand-
iætingu á „þekkta menn“, „emb-
ættismenn", „stórkaupmenn“ og
hvað hann nú er, allur þessi lýð-
ur undir skjalinu, — þótt leið-
togar þins eigin flokks séu nafn-
frægir, í háum embættum eða
sæmilega góðum álnum? Nei, góð-
urinn minn, þú glamrar aðeins
eins og þú heldur, að gangi í
„karlana“ í það og það skiptið,
aðeins til þess að telja þá á það
mál, sem þú átt að flytja, — með
skjali og skrumi, ef ekki vill bet-
ur til.
Sjálfstæði íslendinga út á við
er dýrmætt. Þeir geta aldrei full-
þakkað hamingjunni, að þeir hafa
verið hernumdir af vel siðuðum
þjóðum og ekki beittir þræla-
tökum. Samt finnur hver maður
með ráði og rænu, hvað hernámið
er, en aðeins menn með sjö
skilningarvit kenna til undan
hinum dönsku hlekkjum, sem
þeim ríður svo lífið á að slíta
heldur árinu fyrr en síðar. En
undir hinu innra sjálfstæði, í
hugsun og siðferði, ættjarðarást
og þjóðmenningu, atorku og for-
sjá í atvinnumálum og fjármál-
um, er samt framtíð þjóðarinnar
mest komin. Án þess er hið ytra
sjálfstæði lítils virði. Á því veltur
líka einkanlega hið ytra sjálf-
stæði og mun varðveizla þess
jafnan velta, að því leyti sem vér
ráðum nokkru um það. Þetta
innra sjálfstæði hafa íslendingar
fengið nokkuð prófað síðustu ár-
in. Eru menn ánægðir með nið-
urstöðuna? Sagt hefur verið, að
reynt sé að draga athygli frá
„hinni eiginlegu sjálfstæðisbar-
áttu“ og telja þjóðinni trú um, að
„allt önnur málefni“ varði hana
meir. Er hitt ekki nær sanni, að
forystumennirnir í þessari „eigin-
legu sjálfstæðisbaráttu“ séu —
án þess að þeir viti það sjálfir —
að reyna að draga athyglina frá
vanmætti sínum að bjarga hinu
innra sjálfstæði? Alþingi getur
ekki myndað þingræðisstjórn. Al-
þingi ræður ekki við verðbólguna.
Alþingi getur ekki komið á rétt-
látri skiptingu styrjaldargróðans.
Alþingi finnur engin ráð til þess
að halda óhófi, ólifnaði og spill-
ingu í skefjum. Svo mætti lengi
halda áfram, ef allt skyldi talið,
sem almenningur færir fram til
vantrausts á þessa æðstu stofnun
þjóðar, sem er í vanda stödd. Er
það leiðin til þess að bjarga sóma
þessa Alþingis, ef það hrapar að
stofnun lýðveldis, klæðist ljóns-
húð frægustu foringja íslendinga
frá liðnum tímum, sigrar Dansk-
inn og getur sýnt þjóðinni mátt
sinn gagnvart þessum ægilega
óvini: „Lá hann ekki, lasm“?! En
væri ekki betur við eigandi, að
sú Íslandsglíma færi ekki fram
17. júní, heldur á afmælisdag
Adolfs Hitlers, sem vér eigum
hvort sem er allar „vanefndir“
Dana að þakka?
Með íslendingum er að fara
fram skilnaður, sem er miklu
meira áhyggjuefni en það, þótt
skilnaður þeirra við Dani dragist,
þangað til að unnt er að ganga
frá honum með sæmilegum
hætti: Það er skilnaður þings og
þjóðar. Þingið getur ekki fram-
kvæmt alvarlegustu óskir þjóð-
arinnar, það vill ekki hlusta á
þær, vill helzt, að þær drukkni
I háreysti, séu taldar „allt önnur
mál“ og ómerkari en svo, að þeim
sé gaumur gefandi. Það má vera
blindur maður, sem getur ekki
séð, hversu langt er milli tilfinn-
inga þjóðarinnar og yfirlýstrar
stefnu meiri hluta þingsins, —
jafnvel milli þessarar yfirlýstu
stefnu og tilfinninga þingmanna
sjálfra, — af aðeins einu dæmi.
Fyrsta desember 1942 flutti dr.
Björn Þórðarson ræðu í ríkisút-
varpið, þar sem „hljómurinn,
sem verður að kæfa“ kom fram
með miklu skýrara og skorinorð-
ara hætti en í undirskriftaskjal-
inu frá sumrinu áður. Desember-
mánuður var ekki liðinn, áður
en dr. Björn var orðinn forsætis-
ráðherra íslands. Hann er það
enn. Eg hef aldrei orðið annars
var en hann nyti óskoraðrar virð-
ingar og mikils trausts almenn-
ings I þeirri stöðu. Henni fylgja
að vísu minni völd en ef hann
væri forseti þingræðisstjórnar.
En ímyndar nokkur maður sér, að
íslendingar séu þær höfuðsóttar-
kindur, að þeir hefðu ekki brugð-
izt öndverðir við tilnefningu
þessa manns í æðstu stöðu lands-
ins, ef almenningi hefði verið
stefna þings og stjórnar að sam-
bandsslitum sumarið 1942 hjart-
ans mál? Alþjóð átti kost á að
hlýða máli dr. Björns þetta há-
tíðiskvöld. Og yfirgnæfandi meiri
hluti hennar virðist hafa þótt
hann maður að mætari fyrir að
hafa reifað skoðanir sínar svo
einarðlega, rökvíslega og rólega
sem hann gerði, fallið það miklu
betur en ofsaræðurnar fyrir kosn-
ingar þær, sem þá voru nýlega
afstaðnar. Vilja blaðamennirnir
halda því fram, að ríkisstjóri hafi
valið landráðamann fyrir forsæt-
isráðherra? Una alþingismenn því
af eintómu sinnuleysi eða heigul-
skap að hafa kvísling í stjórnar-
forsæti? Eða er þetta dæmi að-
eins talandi tákn þess, að kerl-
ingareldar hrópyrðanna springa
á nefjum þeirra loddara, sem
ætluðum að láta þá blinda augu
almennings?
Hvað verður um þingræði og
þjóðræði á íslandi, ef gjáin milli
þings og þjóðar, bilið milli sann-
inda og velsæmis annars vegar
og málrófs og hátternis sumra
stjórnmálaleiðtoganna hins veg-
ar, heldur áfram að breikka sem
gerzt hefur á síðari árum — og
lýsir sér varla betur í neinu en
skilningi þess, í hverju raunveru-
legasta sjálfstæði þjóðarinnar sé
fólgið? Hverjum íslendingi, sem
vill horfa út yfir þægindi líðandi
stundar, hvar í flokki sem hann
stendur, er skylt að gæta að
hættunni, sem af þessu stafar,
finna til síns hluta af ábyrgðinni.
Hann má hvorki láta óp, hótanir
né smjaður aftra sér frá að hugsa
sjálfur og skýra að því búnu frá
skoðunum sínum, að minnsta
kosti fulltrúum sínum á Alþingi,
svo að þeir gleymi því ekki, að
þeir eru kosnir af mælandi mönn-
um en ekki jarmandi sauðum. +
15. október 1943
hvernig við óskuðum að niður-
felling Sambandssáttmálans
vseri hagað og lýðveldisstofn-
unin færi fram. Undir þetta
skrifuðu fjórtán menn, sem til
þess höfðu verið kosnir á fundi
samtakanna. Meðal þeirra sem
skrifuðu undir voru til dæmis
Árni Pálsson prófessor. Gylfi
Þ. Gíslason, Jóhann Sæmunds-
son doktor, Jón Ólafsson lög-
fræðingur, Klemens Tryggva-
son hagfræðingur, Magnús Ás-
geirsson skáld, Tómas Guð-
niundsson skáld, svo að nokkr-
ir séu nefndir. Bréf þetta fékk
hinar verstu móttökur og ber
grein prófessors Sigurðar Nor-
dals í 1. tbl. Varðbergs (sjá bls.
7) þess vitni, en hann kallar
hana „Hverju reiddust goðin?“
Það er nauðsynlegt að lesa
þessa grein, svo að menn átti
sig eitthvað á því ástandi, sem
ríkti hér um þessar mundir.
Bréfið var lesið upp í heyranda
hljóði i Ríkisútvarpinu og 10.
desember svaraði dómsmála-
ráðherra, Einar Arnórsson, fyr-
irspurn um þetta (sjá Morgun-
blaðið 11. des. þ. á.) og lét
mikla vanþóknun í Ijós á þessu
,,hneyksli“ og segir ráðherra
i skýrslu um málið, að farið sé
„meiðandi og móðgandi um-
mælum um meirihluta alþing-
is og þann hluta þjóðarinnar
sem honum er fylgjandi“. Rétt-
ur aðili (þ.e. útvarpsstjóri)
hafi .þegar lofað „að hafa gát
á þessu framvegis, að ekki
yrðu lesin upp meiðandi um-
mæli um þing og stjórn.“
Prófessor Sigurðar Nordal
svarar síðan með mikilli rök-
festu framkomnum ásökunum
ráðherrans í fjórum liðum og
endar svo: „En séu meiðyrði
um alþingi í bréfinu sæla og
of fyrirhafnarsamt þyki að
hegna fjórtán mönnum (og
mundi Gestapo ekki vaxa slíkt
í augum), skal þess getið, að
þau standa í þeim kafla, sem
var sthaður af undirrituðum,
þótt samþykktur væri af hin-
um. Mér væri ljúft að taka
einn út refsingu réttvísinnar
fyrir hann, hvort sem væri
undir salarkynnum Hæsta-
réttar á Skólavörðustíg 9, eða í
sveitasælunni á Litla-Hrauni
— ef nokkurt rúm er í þeim
gestaherbergjum".
25