Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 5
FORUSTUGREIN Ný sókn á sviði félagsmála Orð eru til alls fyrst. Það er ekki að ástæðulausu, að sam- vinnumenn hafa rætt félags- og fræðslumál hreyfingarinnar aftur og aftur á fundum sínum undanfarin ár. Þeim er Ijóst, að einmitt á því sviði er brýnust þörf aðgerða vegna nýs tíma og breyttra þjóðfélagshátta. Þegar Jón Sigurðsson forseti og fylgismenn hans hófu frelsisbaráttuna miklu, lögðu þeir áherzlu á, að því aðeins mætti árangurs vænta, að þjóðin væri samtaka. Landsmenn skildu þetta. Alda samtaka og samvinnu reis. Fyrr en varði voru kaupfélögin orðin voldugt afl í landinu. Samvinnustefnan hafði borizt úr einu byggðarlagi í annað. Engin hugsjón hefur orðið að veruleika á svo skjótan hátt og í jafn ríkum mæli. Orsök þess er einföld: Stefnan byggist á traustum grunni, sem ef til vill rúmast í sex orðum: Jafn atkvæðisréttur án tillits til efnahags. Velgengni samvinnuhreyfingarinnar á viðskiptasviðinu er líkust ævintýri. í viðtali við Samvinnuna á öðrum stað í þessu hefti bendir Hjörtur Hjartar réttilega á, hvílík gæfa það hafi verið fámennri og fátækri þjóð í strjálbýlu landi, að sam- vinnuráðum skyldi beitt við úrlausn mála hennar. En samvinnufélögin urðu annað og meira en viðskipta- og fjármálastofnanir fólksins. Þau urðu jafnframt „voldugar félagsmálastofnanir — félagsmálaskólar og uppsprettulindir í frelsisbaráttunni og höfuðvígi þess jafnréttis og þeirra mannréttinda, sem við viljum byggja á“, eins og Eysteinn Jónsson komst eitt sinn að orði. Á síðari árum hefur félagslegi þátturinn ekki blómgazt til jafns við hinn viðskiptalega. Til þess liggja margar ástæð- ur, sem ekki verða raktar hér. Hitt varðar mestu, að umræð- urnar að undanförnu hafa orðið gagnlegar. Þær hafa leitt til þess, að ný sókn er hafin innan samvinnuhreyfingarinnar á sviði fræðslu- og félagsmála. Á aðalfundi Sambandsins 1977 var gerð ítarleg ályktun um fræðslumál, og framkvæmd hennar er hafin. Ráðinn hefur verið sérstakur fræðslufulltrúi, og er hugmyndin, að hann ásamt fulltrúum frá kaupfélögunum skipuleggi þrótt- mikið og blómlegt félagsstarf. Fyrsta skrefið hefur verið stigið — og fleiri munu fylgja á eftir. MASSEY-FERGUSON 135-8 47 hö MASSEY-FERGUSON 135-MP 47 hö MASSEY-FERGUSON 165-8 62 hö MASSEY-FERGUSON 165-MP 62 hö MASSEY-FERGUSON 185-MP 75 hö MASSEY-FERGUSON 550-8 49 hö MASSEY-FERGUSON 550-MP 49 hö MASSEY-FERGUSON 575-8 69 hö MASSEY-FERGUSON 575-MP 69 hö MASSEY-FERGUSON 590-MP 79 hö CLAAS MARKANT 50 heybindivél CLAAS baggakastari CLAAS AUTONOM LWG heyhleðsluvagn, 24 m' með 7 hnífum CLAAS W-450 heyþyrla, vinnubreidd 4,50 m CLAAS WSDS-280 stjörnumúgavél, vinnubreidd 2,80 m CLAAS BSM-6 hjólmúgavél, 6 hjóla vinnubreidd 3,40 m CLAAS AR 4 hjólmúgavél, 4 hjóla, vinnubreidd 2,30 m MASSEY-FERGUSON MF-70 sláttuþyrla, tveggja tromlu, vinnubreidd 1,70 m Verð m/sölusk. 2.081.000 — — 2.180.000 — — 2.684.000 — — 2.860.000 _ _ 3.274.000 — — 3.355.000 _ _ 3.460.000 — — 3.712.000 — — 3.826.000 _ _ 4.442.000 _ _ 1.490.000 — — 619.000 _ _ 1.428.000 _ _ 517.000 — — 378.000 _ _ 464.000 173.000 505.000 MASSEY-FERGUSON dráttarvélar til afgreiðslu af lager í Reykjavík. CLAAS heyvinnutæki til afgreiðslu í þessum mánuði. ÞJÓNUSTA OG GÆÐI FRAMAR ÖLLU JDsixxjtta/wAféjlci/i, 4/ SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SlMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.