Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 14
IUPPHAFI TÖLVUALDAR Eftir dr. Odd Benediktsson Síðastliðin 15 ár eða svo hef- ur orðið gifurleg framþróun í rafeindatækni, og virðist ekk- ert lát þar á. Transistor-út- varpstæki, vasatölvur og tölvu- stýrðar setningarvélar eru dæmi um þessa þróun. Tölvu- tækni hefur fylgt bylting á sviði úrvinnslu gagna. Byltingu þessari jafna nú margir við iðnbyltinguna á sínum tíma, og víst er, að áhrifin munu verða víðtæk og varanleg. • Elzta reiknitækið enn til Maðurinn hefur frá fyrstu tíð þurft að reikna ýmislegt varðandi daglegt umhverfi sitt. Elzta þekkta reiknitækið er enn við lýði nú á tölvuöld, þótt furðulegt sé. Hér er átt við abakusinn, en saga hans er rakin til Egyptalands og fyrst er um abakusinn ritað um 450 f. K. Stærðfræðingurinn og heimspekingurinn Pascal og svo síðar Leibniz koma einna fyrstir við sögu við smíði eigin- legra reiknivéla á 17. og 18. öld. Fyrsta vél Pascals var fullgerð 1642. Hann var þá 19 ára gam- all. Pascal smíðaði vélina til að létta föður sínum störfin, en faðir hans vann í franska rík- isbókhaldinu. Telja má, að vélræn gagna- vinnsla hafi hafizt skömmu fyrir síðustu aldamót. Þá var unnið úr bandaríska manntal- inu með gataspjöldum. En það er svo ekki fyrr en upp úr síð- Sambandið tók tölvu- tæknina snemma í þjón- ustu sína. Hér er ný mynd úr Skýrsluvéladeild í Holtagörðum. Vasatölvurnar sýna ef til vill gleggst, að við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar. Heimilin hafa eignazt sambærileg tæki og einungis voru á stærri skrifstofum og í höndum sérfræðinga fyrir aðeins tíu árum. ari heimsstyrjöldinni, að raun- verulegar tölvur koma á sviðið. Með tölvu er átt við vél, sem getur geymt innbyrðis þær töl- ur og gögn, sem verið er að vinna úr. Og tölvan geymir líka í minninu forritið, sem hún vinnur verkefnið eftir. Á þann hátt geta tölvurnar unnið al- gerlega sjálfvirkt, þegar forrit- ið er komið inn í minnið og tæki tengd við sem geta lesið og skráð gögn vélrænt. • Á þröskuldi nýrrar aldar Frá stríðslokum hefur þró- unin verið geysi ör. Um 1955 höfðu stærri fyrirtæki úti í heimi og helztu háskólar orðið sér úti um tölvur. 1964 koma svo fyrstu tölvurnar til íslands, fyrst vél til Skýrsluvéla rikisins og Reykjavíkurborgar og síðar sama ár vél til Háskóla íslands. Nú fjórtán árum síðar skipta tölvukerfi hérlendis tugum ef ekki hundruðum, og ætla má að um 500 manns vinni í bein- um tengslum við vélarnar. Sér- hver landsmaður er nú á fjöl- mörgum tölvuskrám og viku- lega a.m.k. berast einhverjar útskriftir úr þessum vélum inn á hvert heimili, hvort sem við- komandi er það ljúft eða leitt. Atvik heimanfrá:—Mamma, hvar er tölvan? — heyrist kall- að ofan af lofti, þegar Kári, sem er i sjöunda bekk, á að fara að reikna heimadæmin. Og ekki tjáir lengur fyrir for- eldra hans að svara: — Reikn- aðu þetta i höndunum, strák- ur! Vasatölvurnar sýna e. t. v. gleggst, að við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar. Allflest heimili eru nú búin þessum tækjum. En fyrir svo sem tiu árum var kostnaður reiknivéla með sambærilega reiknigetu og vasatölvurnar svo sem hundr- aðfalt á við þær nú. Þar að auki voru rafmagnsreiknivél- arnar margfalt stærri og býsna hávaðasamar. Með vasatölvun- um hafa heimilin eignast sam- bærileg tæki og einungis voru á stærri skrifstofum og í hönd- um sérfræðinga fyrir aðeins tíu árum. Og ekki fer á milli mála, að vasatölvurnar eru til mikils hagræðis fyrir allan almenn- ing. Sem dæmi má nefna, að nú er nær óþarft að kenna reiknisaðferðina við útdrátt kvaðratrótar. Engin ástæða virðist til að aðrir en þeir sem gaman hafa af langsóttum talnarökum læri þessa flóknu reiknisaðferð úr því ekki þarf annað en að ýta á takka á vasatölvunni til að fá niður- stöðuna. • Prentverk og textatölvun En hugum nú að öðru efni. Fyrir nokkrum árum var unnið verkefni á sviði máltölvunar við Háskóla íslands. Baldur Jónsson dósent og samstarfs- menn hans tölvusettu skáld- söguna „Hreiðrið" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Allur text- inn var skráður á gataspjöld og síðan lesinn inn á segul- bandsspólur. Þá voru gerð tölvuforrit, sem orðtók allan textann og athugaði tíðni orða. Orðunum var raðað í venju- lega stafrófsröð einnig staf- rófsröð aftan frá. Gerð var orðstöðuskrá, eða concordance, sem sýnir öll orð bókarinnar í stafrófsröð í samhengi sínu. í prentsmiðjum er nú æ al- gengara, að tölvur séu notaðar við setningu. Textinn er skráð- ur inn holt og bolt með stýri- táknum fyrir greinaskil. Siðan tekur setningartölvan við og raðar innbyrðis i línur og festir textann jafn óðum á filmu. Nú mun svo komið, að nýjar setn- ingarvélar eru nær undan- tekningarlaust tölvustýrðar, enda er oftast hagræðið ótví- rætt. Flestar stærri prent- smiðjanna hérlendis munu nú nota tækni þessa að einhverju leyti. Morgunblaðið og blöð Blaðprents eru tölvusett. Þar með er drjúgur meiripartur alls prenttexta tölvusettur. Við stórblöðin erlendis mun nú svo komið, að blaðamenn- irnir sitja við tölvuskerma og skrifa greinar sínar beint inn á tölvuna. Síðan eru greinarnar editeraðar á skermunum og renna síðan um vélarnar og verða að prentuðu máli. Út af þessum vinnubrögðum hafa 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.