Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 33
Og ég kæmi í návist guðs við þessa tilbreytingu, að koma af sjónum þreyttur undan ár- inni.“ (Bls. 104). Ógleymanleg er líka frásögnin af því, þegar það kom í Ijós vorið sem Theó- dór átti að fermast, að honum hafði láðst „af einhverjum mis- skilningi" að læra altaris- göngubænirnar utanbókar, og var nú ekki annað sýnna en að honum yrði vísað frá ferm- ingu það árið fyrir þessar sak- ir. En sem betur fór barst þessi hrakfallasaga einhvern veginn til Jónatans gamla Daníels- sonar, sem var „hinn mesti greindarkarl“, hafði lengi átt heima úti i Grímsey, en var nú i Flatey, á sama bæ og Theó- dór, og var honum sérlega góð- ur. Jónatan gamli „reiknaði það út“ fyrir Theódór, að hann yrði búinn að læra bænirnar fyrir miðnætti, ef hann legði sig fram, — huggaði hann með því, að það „væri ekki eins- dæmi með greinda pilta, að þeim gengi illa að læra kver- ið,“ — og spáði þvi, að Theódór „myndi verða bókhneigður, er fram i sækti.“ Kvaðst Jónatan gamli skyldi senda drengnum „góðan hug til styrktar“ á meðan hann væri að læra bæn- irnar, enda fór það svo, að spá- dómar karls stóðust fullkom- lega, bæði að því er varðaði ferminguna og bókhneigðina, þótt hið síðar talda kæmi aðal- lega í Ijós „þegar fram í sótti.“ — Það er börnum og ungling- um ómetanlegt að fá að vera samvistum við slík gamal- menni, jafnvel þótt þrifnaður Jónatans gamla hefði gjarna mátt vera dálítið meiri. Og slík er lýsing Jónatans, að hann verður með eftirminni- legustu mönnum bókarinnar. Svo margt hefur verið rætt og ritað um þann mikla þjóð- lega fróðleik, sem þessi bók Theódórs Friðrikssonar hefur að geyma, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara mörgum orðum um það efni á þessum stað. Það sem f verum segir okkur um mannlíf í land- inu á seinasta hluta nítjándu aldar og fyrstu áratugum hinn- ar tuttugustu, er meðal þess bezta sem við eigum á því sviði. Að lokum skal hér minnzt lítillega á málfar þessarar gagnmerku bókar. Mál Theó- dórs er blessunarlega eðlilegt og laust við alla tilgerð, en sums staðar hefði hann kannski mátt „fínpússa" ögn betur. Allvíða notar hann orð, sem koma lesandanum skemmtilega á óvart, eins og þegar hann segir um Kristínu gömlu frá Hóli, þá er sat hjá lömbunum með nonum íorð- um, að hún hafi verið „hamur dugleg og þaulkunnug.......“ (Bls. 138). Og þegar hann lýsir glugga, sem var loðinn af hélu í vetrarhríðum, verður honum að orði: „Glugginn var kafloð- inn inn í trog, og hélan svo þykk...“ o.s.frv. (Bls. 227). Ekki minnist undirritaður þess að hafa séð eða heyrt annars staðar talað um að maður sé „hamur“ hvað dugnaðinn snertir, og ekki hef ég heldur heyrt gluggakistu kallaða „trog,“ en hvort tveggja þetta, ásamt mörgu öðru, gerir í ver- um kræsilegan lestur fyrir þá sem hafa yndi af íslenzkri tungu. Ekki verður annað séð, en að þeir eiginleikar, sem gerðu vart við sig hjá Theódóri Friðrikssyni þegar í bernsku hafi enzt honum æ síðan. Hann virðist alla ævi hafa ver- ið hrifnæmur tilfinningamað- ur. Jafnframt hefur hann ver- ið léttlyndur og átt auðvelt með að ráða fram úr margvís- legum vanda, enda þurfti hann oft á því að halda um dagana. Aðeins einu sinni hvarflaði það að honum að láta sig hverfa þegjandi og hljóðalaust, svo að konan og börnin fengju þessar þúsund krónur, sem hann var líftryggður fyrir. „Fundust mér þetta þá svo miklir peningar, að þeir gætu bætt fyrir þessi mistök öll.“ (Bls. 299). Þessi örvænting stóð þó aðeins skamma stund, líklega aðeins fáeinar mínútur, að því er bezt verður séð. Innan skamms tók heilbrigð lífsþrá völdin að nýju, og Theódór var ákveðn- ari í þvi en nokkru sinni fyrr að gefast ekki upp. Eins og þeir vita, sem hafa lesið í verum, eða heyrt hana lesna, þá endar bókin á því, að höfundurinn er á vertíð í Vest- mannaeyjum, — í fimmtánda skiptið — og að þessu sinni að- gerðarmaður hjá Helga Bene- diktssyni. En nú var hann orð- inn þreyttur af áratuga löngu striti, honum fannst hann ekki vinna eins rösklega og ungu mennirnir, vinnufélagar hans, og kunni því illa. Þá var það eitt kvöld, að hann sat inni í matsal að kveldverði nýaf- stöðnum. Mikið skvaldur var í salnum, og útvarpið glumdi yfir öllu saman — það var verið að lesa þingfréttir. Allt í einu heyrir hann það lesið, að rithöfundarstyrkurinn til Theódórs Friðrikssonar hafi verið hækkaður upp í fimmtán hundruð krónur, sem jafngilti því, að honum væri tryggður þessi lífeyrir til æviloka. Og þetta var reyndar ekki svo litil fjárhæð á því herrans ári 1936. „Ég hrökk við, eins og kviknað hefði i mér innvortis, og stóð upp frá borðinu í mikilli geðs- hræringu.“ (Bls. 721). En hvernig tók svo þessi gamli sjóari og „slorkarl“ slíkri frétt, að öðru leyti? Hvernig „hélt hann upp á daginn“? Enn skulum við heyra hvað hann segir sjálfur: „Ég dundaði við það um kvöldið, að þvo mér um allan skrokkinn. Svo tók ég nokkrar strokur og andardráttaræfing- ar fyrir opnum glugga til að hafa úr mér gigtina. ... Ég gat lítið sofið um nóttina. Þegar sólin kom upp um morguninn, fagnaði ég henni eins og barn.“ (Bls. 723). Á þeim orðum endar Theódór Friðriksson þessa bók sína. En hann skrifaði reyndar margt fleira. Eftir hann liggja skáld- sögur, smásögur, aldarfarslýs- ingin Hákarlalegur og há- karlamenn — og síðast en ekki sízt framhald æviminning- anna. Sú bók heitir Ofan jarð- ar og neðan. Hún fjallar um árin eftir að f verum lýkur, og Arnór Sigurjónsson sá einnig um þá útgáfu. Ákjósanlegt hefði verið, ef Ofan jarðar og neðan hefði getað orðið í ver- um samferða til lesenda nú, og vonandi verður þess ekki mjög langt að bíða, að gömlum og nýjum aðdáendum Theó- dórs Friðrikssonar veitist kost- ur á því að eignast allar ævi- minningar þessa merkilega manns. ♦ NEYTENDAMÁL Framhald af bls. 11. kaupanda og seljanda, t.d. vegna galla á seldri vöru. Vandamál varðandi kaup með afborgunarskilmálum snerta neytendur mjög mikið. Svo sem kunnugt er, er það mjög al- gengt að lausafjárkaup fari fram með þeim hætti, að selj- andi lánar kaupanda kaup- verðið eða hluta þess um vissan tíma, t.d. þannig, að kaupandi greiðir hluta kaupverðsins þeg- ar í stað en greiðir síðan eftir- stöðvarnar með tilteknum af- borgunum á ákveðnum gjald- dögum. Algengt er, að seljandi leitist við að tryggja skilvísa greiðslu eftirstöðva kaupverðs- ins með þvi að halda eignar- rétti sínum yfir söluhlut, þar til kaupverðið er að fullu greitt, enda þótt kaupandi fái afnot söluhlutar þegar við kaupin. Þessi viðskiptaháttur hefur tvímælalaust ýmsa kosti til að bera en einnig má benda á nei- kvæða þætti, sem tengdir eru viðskiptum af þessu tagi. Frá sjónarhóli seljanda má sjálfsagt almennt fullyrða, að möguleiki þeirra til að bjóða viðskiptavinum söluvarning gegn afborgunarkjörum auki viðskiptin eða geri þau arð- vænlegri. Á hinn bóginn fylgir áhætta því að lána vissan hluta kaupverðsins, þar eð ætíð má reikna með nokkrum vanskilum. Slík áhætta er hins vegar ekki fyrir hendi, þegar um staðgreiðsluviðskipti er að ræða. Að vísu standa seljanda viss úrræði til boða í þá átt að tryggja skilvísar efndir frá hendi kaupanda, og má þar fyrst og fremst benda á eignar- réttarfyrirvarann, en í reynd- inni er eigi víst, að endur- heimturéttur seljanda sé jafn haldgóð trygging og virðast mætti við fyrstu sýn. Óvíst er, hvort seljanda stendur mikill hagur af því, að endurheimta söluhlut, sem vanskila kaup- andi hefur notað um alllanga hríð og rýrnað hefur í verð- gildi af þeim sökum, auk þess sem endurheimta hefur óhjá- kvæmilega í för með sér um- stang og kostnað fyrir selj- anda. Að mörgu leyti stendur kaup- endum hagur af möguleikum til afborgunarviðskipta. Með þessu móti fær hinn almenni borgari tækifæri til að eignast hluti, sem hann yrði ef til vill að vera án ella. Skortur á reiðufé aftrar mönnum iðulega frá kaupum muna, sem hins vegar er hægt að afla með því að „dreifa“ greiðslu kaupverðs- ins yfir lengri tíma. Kaupand- anum stendur hér til boða mikilvægur möguleiki til öfl- unar lánsfjár til „lifsgæðasöfn- unar“, sem bankarnir geta ekki sinnt nema að nokkru leyti. Hins vegar leynast hættur í af- borgunarkaupum, ef svo má að orði komast. Þessi viðskipta- möguleiki er til þess fallinn að lokka kaupandann til að baka sér skuldbindingar, sem hann getur ekki staðið við, þegar á reynir, þar eð mörgum kaup- andanum hættir til að ofmeta væntanlega greiðslugetu sína. Eru þess vissulega mörg dæmi, að bjartsýnismenn hafi i kaup- gleði sinni hætt sér út á hálan ís í þessu efni, einkum með því að gera of stór innkaup með afborgunarkjörum á of skömm- um tíma. Mönnum gleymist oft, að afborgunarlán frá verslunum eru dýr lán og er oft mun hagkvæmara fyrir þá, 33

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.