Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.07.1978, Blaðsíða 27
alllengi og gerir enn. Jóa hafði kynnzt Sigurði þessum fyrir rúmum 50 árum sem vinnu- kona í tvö ár á heimili for- eldra hans. Hafði hún þá yfir honum að segja sem fjörugum dreng á óvitaaldri. Með þeim varð fagnaðarfundur nú, enda hafa þau sjálfsagt fylgzt hvort með öðru árin á milli. Nú hófst með þeim samvinna, ekki með öllu ósvipuð þeirri, sem var í gamla daga, þó bæði hefðu breytzt. Sigurður vitkast og Jóa mildast með aldrinum. Hún varð bæði stolt og glöð yfir framtaki fornvinar síns og þráði að styðja hann í þessu hlutverki svo sem verða mátti. Jóa varð einskonar útbreiðslu- fulltrúi og ábyrgðaraðili fyrir- tækisins með ljúfu samþykki Sigurðar. Það hafði komið fyr- ir, að eitthvað af fundarfólki gægðist í lestrarbókina milli lestra og mælzt illa fyrir hjá þeim, sem utan við stóðu. Sig- urður fól Jóu að uppræta þennan ósið með því að skipa hana bókarvörð. í sjö ár gætti hún bókarinnar án áfalla. Eng- inn dirfðist að væna Jóu sjálfa um gægjur. Fljótlega eftir komu Jóu að lestrarvökunum, byrjuðu samræður um lesefnið ef svo bar við að horfa eða þá um eitthvað annað. Stundum var farið með lausavisur eða sagðar sögur, fengizt við gátur og orðaleiki ýmiskonar. Allt varð þetta mjög vinsæl tilbreyt- ing. Lengi var fengizt við þá fornu íþrótt að kveðast á. Þá áttust við tveir flokkar, karla- flokkur og kvennaflokkur, stýrði sitt hvorum flokki Jóa og Silli (Sigurður). Veitti ýmsum betur en oftar mun hafa hallað á karla. Þessi leikur lá niðri á köflum, en tekinn upp aftur og aftur. Þó endaði með þvi, að karlar gáfust alveg upp við að kveðast á. Segir Sigurður að þar hafi hlutur Jóu sjálfrar riðið baggamuninn. Sá sem þetta ritar var tvisv- ar sjúklingur á S.H. samtíða Jóu um hálfan mánuð í hvort skipti með árs millibili. Mjög varð hann var við vinsældir Silla og Jóu og í tvö skipti leit hann inn á skemmtun hjá þeim. Það vakti sérstaka athygli, að Jóa, sem bjó i öldungadeild- inni á efstu hæð var tíður gestur niðri á sjúkradeild í heimsóknartímum. Hún leit inn til vina sinna þar á hverj- um einasta degi til að fylgjast með líðan þeirra og ræða við þá, sem því gátu tekið. Hún fylgdist með því, hverjir fengu engar heimsóknir í það og það skiptið og hljóp þá í skarðið, hvar sem við átti. Þetta varð að venju. Þar af leiddi tvennt, kunningjahópur henn- ar stækkaði og þeir, sem enga áttu að á Húsavík eða i grennd, urðu ekki eins utanveltu og ella mundi. • Fimmtán verustaðir Jóhanna Albína Jónsdóttir, en Albína þýðir hin hreina, fæddist að Núpskötlu á Mel- rakkasléttu 17. des. 1886 dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Pálínu Jóhannsdóttur og var elzt fjögurra dætra, sem þau eignuðust. Þau munu hafa ver- ið mjög fátæk. Síðla vetrar 1892 lézt heimilisfaðirinn eftir að hafa verið sjúkur alllengi en ekki er vitað um banamein hans. Þá voru fæddar þrjár dætranna, Jóhanna, Hólmfríð- ur, sem var dáin, og Hildur. Húsfreyjan á næsta bæ, stór- býlinu Grjótnesi, Jóhanna Björnsdóttir, tók þegar heim til sín konuna og dæturnar. Fjórða dóttirin fæddist þar um vorið og voru henni gefin nöfnin Jóna Hólmfríður. Þetta sama vor fór móðirin með elztu og yngstu dótturina að Einars- stöðum í Núpasveit, sem ráðs- kona til Stefáns Baldvinssonar og voru þær þar í eitt ár. Það- an fóru þær að Arnastöðum. Hildur var tekin í fóstur á Grjótnesi og alin þar upp. Átti hún þar heimili fram yfir þrí- tugt, en fluttist þá til Húsa- víkur sem bústýra Halls Bjarnasonar. Skildu þau ekki meðan bæði lifðu. Stuttan tíma voru þær mæðgur á Arnastöð- um að þessu sinni, en tveggja ára er Jóna Hólmfríður tekin til fósturs af hjónum á Val- þjófsstöðum, Kristjáni Sig- urðssyni og Árnínu G. Þorláks- dóttur. Þau Kristján og Árnína fluttu til Ameríku fáum árum síðar og fór þá Jóna í fóstur til mótbýlishjónanna á Valbjófs- stöðum, Halldórs Sigurðssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Hjá þeim- dvaldi hún til fullorðins ára. Sem vinnukona á Grjót- nesi giftist Jóna vinnumanni þar Guðjóni að nafni Árnasyni. Fluttust þau austur í Þistil- fjörð, eignuðust dreng og stúlku og slitu samvistum eftir nokkur ár líklega vegna fá- tæktar. Hvarf Jóna með dótt- urina Árníu sem vinnukona að Grjótnesi, en drengurinn Guð- jón fylgdi föður sínum. Síðari hluta ævinnar átti Jóna heima á Raufarhöfn, mikil dugnaðar- kona, vinsæl og vel látin. Ekki verða hér raktir til hlitar verustaðir Jóhönnu fyrsta þriðjung ævinnar, en Jóhanna Jónsdóttir 17. 12. 1886 — 14. 2. 1978. Var hún síðasta vinnukonan? Um einkamál hennar fer ekki sögum. Hún var aldrei við karlmann kennd. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.