Neisti - 20.02.1970, Blaðsíða 2

Neisti - 20.02.1970, Blaðsíða 2
Uppreisn á villigötum Skipulagsmal íslenzkrar vinstri- hreyfingar hafa veriö nokkuö flókn- ari síöasta árið en áður hefur tíðk- ast. Þrjú samtök hafa staðið hlið við hlið: Alþýðubandalagið, Æsku- lýðsfylkingin og Sósíalistafélag Reykjavfkur. Þessi þrjú samtök hafa hvert um sig viljað vera full- komlega sjálfstæð og engum háð ' nema félögum sínum. A sama tíma hafa margir verið meðlimir tveggja og jafnvel allra samtakanna 1 senn. Orsakir þessarar skiptingar eru fyrst og fremst þær, að ekki hefur tekizt að skapa einn vettvang er byði upp á fullnægjandi starfsskilyrð fyrir alla fslenzka sósíalista. Þeir hópar manna sem áður voru sam- einaðir f einni hreyfingu undir nafni Sameiningarflokks alþýðu -Sósfal- istaflokksins, hafa klofnað upp í þrjú sjálfstæð samtök. Astæðan er sú, að þessi hreyfing hefur á und- anförnum árum greinst sundur í vaxandi mæli í annars vegar lokað- ar, sjálfráðar stofnanir, hins veg- ar í sundraðan, ovirkan fjölda. Það fer ekki milli mála, að Al- þýðubandalagið hefur orðið arftaki valdastofnana Sósíalistaflokksins. Vaxandi umsvií Æskulýðsfylkingar- innar og Sósíalistafélagsins eru aftur bein tjáning á óánægju fjöld- ans með það hlutskipti sem valda- stofnanirnar ætla honum. Grei ningu hreyfingarinnar í stöfn- anir og óvirkan fjölda samsvarar ákveðin hugmyndaþróun. Raunvirk hugmyndafræði hreyfingarinnar hef- ur verið sósíaldemókratísk að meg- instofni í langan tíma, en um þá þróun verður ekki fjallað í þessari grein. klofningurinn staðfestur Flokksstofnun Alþýðubandalags- ins hefur engar merkar sjáifvirkar grundvallarbreytingar f för með sér. Sósíalistafélag Reykjavfkur stóð öndvert miðstjórn flokksins allt frá 1958, þótt það tæki í engu frumkvæði gegn honum út á við. Æskulýðsfylkingin hefur starfað út á við sem sjálfstæð samtök sfðan 1967. Með flokksstofnun Alþýðubanda lagsins hafa einungis rofnað þau síðustu bönd, er tengdu óánægða félaga f Sósíalistaflokknum við valda- stofnanir hans. Hér er því fyrst og fremst um huglæga breytingu að ræða á viðhorfum og skyldutilfinn- ingum manna en ekki grundvallar- breytingu á hinum stjórnmálalega raunveruleika. Klofningurinn milli flokksstofn ana og fjöldans hefur verið til staðar f áraraðir, nú fær hann aðeins að birtast nakinn og skýr, af þvf að hann verður ekki lengur þolaður. víxlspor sósialistafélagsins A sfðasta íélagsfundi Sósfalista- félagsins 15. janúar urðu harðar deilur um uppbyggingu samtakanna. Meirihluti félagsstjórnar hafði lagt fram tillögu um að félögum Sósíal- istafélagsins yrði skylt að segja sig úr Alþýðubandalaginu fyrir 1. febr- úar. Þessi tillaga var samþykkt meí 50 atkvæðum gegn 37 og jafngildir klofningi félagsins. Þessi málalok hafa staðfest það sem marga velunn ara Sosialistafelagsins bauð í grun, að enda þótt starfsemi þess sé á allan hátt nauðsynleg og sjálfsögð sem þáttur f uppreisn hreyfingar- innar gegn steinrunnum stofnunum sínum, þá er þess ekki að vænta, að forysta Sósíalistafélagsins eigi eftir að verða ný framvarðarsveit byltingaraflanna á Islandi. I október s.l. sendi Æskulýðs- fylkingin Sósíalistafélaginu tilboð um að samtökin tækju upp náið sam- starf á jafnréttisgrundvelli til langs tíma. Þetta tilboð var sent f krafti þeirrar sannfæringar, að náið sam- starf hinna róttæku hópa gæti flýtt fyrir þroslca nýrrar byltingarsinn- aðrar flokkshreyfingar. Akveðin öfl innan Sósfalistafélagsins hófu þegar andróður gegn þessu samstarfs tilboði, og brottrekstrarákvörðun síðasta félagsfundar staðfestir end- anlegt skipbrot þess. En með því er stærstur hluti Fylkingarfélaga f Sósíalistafélaginu gerður brottræk- ur. Einangrunarsinnar hafa nú tögl og haldir í Sósíalistafélaginu, og miðstjórn Æskulýðsfylkingarinnar hefur ályktað að íélögum hennar hafi verið gert ókleyft að starfa inn- an Sósíalistafélagsins. Enda þótt Æskulýðsfylkingin óski Sósíalistafélaginu allra heilla í starfi sínu og sé reiðubúin til ýmiss konar samstarfs við það, þá verður hér eftir nauðsynlegt að taka upp hvassa gagnrýni á OLL mistök Sós- íalistafélagsins, svo að forysta þess leiði ekki byltingaröflin á Islandi á nýjar villigötur. röksemdir stjórnarinnar Forysta Sósíalistafélagsins leggur málið upp þannig, að á meðan ekki séu "hreinar lfnur", verði ekki unn- ið upp öflugt starf. Skapa á nýjan "forystuflokk" sem allra fyrst, og það hyggst forysta Sósfalistafélags- ins gera með því að láta samtökin byrja nú þegar starf á flokkslegum grundvelli og innleiða harðan aga. I þessu skyni er félögum þess nú uppálagt að slfta tengslin við Alþýðu- bandalagið samkvæmt valdboði meiri- hlutans. Allt er þetta framkvæmt með nafn "marx-lenínismans" á vör- um. En þótt forysta Sósíalistafélags- ins beiti flokkshugmynd Leníns fyrir sig snöggsoðinni sem utanbókarlær- dómi, þá gleymir hún þeim orðum Marx og Engels, er Lenín þreyttist aldrei á að rifja upp fyrir mönnum: "Fræðikenning okkar er ekki kredda heldur leiðar- steinn baráttunnar. " Og forysta Sósíalistafélagsins skilur sjálf ekki grundvallaratriði flokks- hugmyndar lenínismans. Hvað seg- ir Lenín sjálfur um agann: "hvernig er aga haldið í byltingarflokki öreiganna? Hvernig er hann prófaður? Hvernig efldur? I fyrsta lagi með stéttvísi framvarð arsveitar öreiganna og með hollustu hennar við bylting- una, með þrautseigju henn- ar, sjálfsfórn og hetjuskap. I öðru lagi með hæfni henn- ar við að tengjast, halda nánu sambandi við og að riokkru leyti renna saman við mestan hluta vinnandi stétta, fyrst og fremst ör- eigana en einnig aðra al- þýðuhópa. I þriðja lagi með réttri pólitískri leið- sögn af hálfu þessarar framvarðarsveitar, með réttri stjórnldst hennar og bar áttuaðf e rð um , og að því tilskildu að fjöldinn hafi sannfærzt um af eigin reynslu að þær séu réttar. An þessara skilyrða er ekki hægt að halda aga I byltingar sinnuðum flokki.. An þessara skilyrða munu allar tilraunir til að koma á aga bfða skipbrot og enda I orðagjálfri og trúðshætti. A hinn bóginn geta þessi skilyrði ekki skapast sam- stundis. Þau eru sköpuð einungis með langvarandi átaki og dýrkeyptri reynslu Sköpun þeirra er auðvelduð með réttri by 11 i nga r s i nn - aðri f ræðikenningu , sem fyrir sitt leyti er ekki kredda, heldur tekur á sig endanlegt form fyrst f nán- um tengslum við raunvirkt starf byltingarhreyfingar- innar, þegar hún kemst á það stig að verða raunveru- leg f j ö 1 dah r ey f i n g " (fJr bók- inni: Vinstriróttækni: Barnasjúk- dómur kommúnismans). Jafnvel hrokafyllstu forystumenn Sósíalistafélagsins myndu ekki gera sér í hugarlund að félagið eða hin nýju "landssamtök" uppfylli þau skilyrði sem Lenfn nefnir hér. For- ysta Sósíalistafélagsins uppfyllir ekki eina sinni þá frumskyldu, sem þarf að inna af hendi eigi að gera flokkshugmynd Lenfns að kreddu, en hún er að kynna sér a.m.k. helztu verk hans í staðinn fyrir að gleypa í sig slitrur úr þeim í kennslu- bókum uppeldisfræðinga austantjalds- flokkanna. En eins og félagi Maó segir á einum stað: "Kreddumenn- irnir okkar eru gleymnir á skyldur sínar og hafna með öllu erfiðri rann- sókn á einstökum hlutum og fyrir- bærum. Þeir líta á almenn sannindi eins og einhverja óvænta himna- sendingu, og gera úr þeim innan- tómar, almennar kennisetningar, sem fólk skilur ekki. Með þessu afneita þeir gersamlega þeirri eðli- legu röð og skipan, sem rfkir í mannlegri þekkingaröflun - og hafa á henni endaskipti. Þeir skilja ekki samhengið milli hinna tveggja stiga eða ferla þekkingarinnar: áfángann frá hinu sérstaka til hins almenna - og frá hinu almenna til hins sér- staka. . . . þeir skilja ekki muninn milli ólfkra byltingaraðstæðna... A hinn bóginn nota þeir jafnan sama formálann, sömu regluna, sem þeir fmynda sér að sé óumbreytanleg" (Um móthverfurnar). Flokkshugmynd Lenfns er merkilegt framlag til fræðikenningar marxismans og eins og aðrir þættir hennar ber hún merki sögu- legra þróunarski1yrða sinna og er gagnslaus sé hún gerð að kreddu, sem slitin er úr samhengi við þjóðfélagslegan veruleika. Þess ber einnig að gæta að f 1 okk s h u gm y nd almennt séð stendur á mörkum fræðikenningar og raunvirks starfs byltingarhreyíingar- innar og stenzt því verr tfmans tönn en aðrir þættir marxískrar þ j óð f é 1 a g s s ki 1 - greininga. Eins og Lenfn segir sjálfur tekur fræði- kenningin ekki á sig end- anlegt mót fyrr en hún kemst f náin tengsl við raunvirkt starf byltingar- sinnaðrar fjöldahreyfing- ar, sem lagar hana að sögulegum þróunarski lyrð- um JsíllJi2IL °g verkefnum. En jafnvel þótt forysta Sósfalistafélagsins ætlaði að gera flokkshugmynd Lenfns að kreddu sinni og byggja, sig upp sem "lenín- ískan flokk", þá hefur hún nú stigið víxlspor og byrj- að á öfugum enda. Sósíalistafélagið hefur orðið ein- angrunarstefnunni að bráð. Hreins- unin 15. janúar þýðir í bezta falli að uppreisn Sósíalistafélagsins gegn neikvæðri þróun vinstrihreyf- ingarinnar hefur lent út á villigötur. 1 versta falli getur hún verið vís- bending um að félagið sé að verða samskonar þróun að bráð og staðni þannig þegar f fæðingu sinni. forsendur nýrrar sóknar Mörgum tekur sárt til sundrung- arinnar f vinstrihreyfingunni. Svart- sýni margra ber þó að skrifa á reikning atkvæðanurlara Alþýðu- bandalagsins, sem reyna að hagnýta sér og virkja ótta almennings við klofning til að halda f kjósendur, og magna þannig ætíð vonleysi og ar- mæðu hjá fólki þegar eitthvað bjátar á. En verkalýðshreyfingin á Islandi er greinilega í djúpum öldudal þessa mánuðina og bólar lftið á forboðum nýrrar sóknar. Slfk tímabil er nauð- synlegt að nota til uppgjörs milli starfshópa hennar og innan þeirra, öðruvísi verður einingin ekki varð- veitt þegar lengra lætur og á reynir. A slíkum tfmum er nauð- synlegt að menn dragi sig ekki í hlé, heldur takist sem flestir á við að treysta innviði hreyfing- arinnar og framkvæma skuldaskil við fyrri mis- tök og ríkjandi vankanta á stefnu og starfi hennar. Ella verða engar forsend- ur skapaðar fyrir nýrri sókn. Ekkert er verra en að halda stöðugt áfram að berja f brestina. 2

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.