Neisti - 01.10.1970, Blaðsíða 2

Neisti - 01.10.1970, Blaðsíða 2
Iffp Neista hefur þótt rétt að skýra hér stuttlega frá málsatvikum f máli þessu fyrst til þess dró, að ákveðið var, að Fylkingin yrði borin út. Við getum ekki séð neinar ástæður til að leyna almenriing þvf, sem borgarfógeta hefur verið veitt svo glögg innsýn f. Það skal tekið skýrt fram hér, að þótt Fylkingin hafi lágt 1 húskaup og hyggist rýma Tjarnargötu ZO, þá telur hún enn sem fyrr að hún eigi siðferðilegan rétt til notkunar á húsinu eða því húsi öðru, sem sjóð- urinn kynni að kaupa fyrir andvirði Tjarnargötu 20. Fylkingin safnaði á sínum tfma í Sigfúsarsjóð miklum hluta af kaupverði hússins og félagar hennar unnu feykilegt starf við^ innréttingu þess. Við birtum hér með viðtal, sem áður var birt 1. maí 1969 x Neista, en þá tók að bera á þvx, að amazt væri við veru Fylkingarinnar í húsakynnum hennar í Tjarnargötu 20. NEISTI náði nýlega stuttu viðtali við þann, sem að margra dómi átti mestan þátt f innréttingu salarins að Tjarnargötu 20, en það er jón Ingólfsson. NEISTI: Hvernig bar það að, að ÆF fékk þessa að- stöðu í húsinu.? Við töldum okkur eiga tilkall til aðstöðu f húsinu. Hlutur Fylkingarinnar f hússöfnuninni var mjög stór. Þegar við svo gerðum kröfu til aðstöðu f húsinu, var ekkert falt nema litla skrifstofuherbergið: Loftið áttum við alls ekki að fá, og var þvf svarað til, að það væri einungis nothæft til geymslu. Annars held ég, að raunverulega ástæðan hafi verið sú, að Fylkingin átti helzt ekkiað fá meira af húsinu. Fylkingin var aldrei neitt óskabarn flokksins, þótt daðrað væri við hana fyrir kosningar. Það hafðist hins vegar fyrir harðfylgi og með að- stoð Sigvalda Thordarsonar, að Fylkingin fékk risið að lokum. Sigvaldi hjálpaði okkur svo við að skipuleggja risið. Það kostaði ótrúlega mikla vinnu að innrétta þetta. Sú vinna, sem félagarnir lögðu að mörkum mundi kosta á nútfmamælikvarða hundruð þúsundir króna. Og þessi vinna var sjálfboðavinna fyrir Fylkinguna og eingöngu fyrir hana. Það var byrjað á þessu haustið “55 við mikinn fjárskort. Við vorum 4, sem starfið hvíldi aðallega á. Auk mfn jóhannes Bjarni jónsson, Þorkell Máni Þorkelsson og Björn Sigurðsson. Aðrir félagar voru svo með öðru hverju. Við vorum f þessu flest kvöld vikunnar allan veturinn. Stundum fór mest allt vikukaup okkar fjórmenningannaf efniskaup. Svq þegar átti að fara að vfgja var eldur borinn f húsið. Ég tel engan vafa á þvf að kveikt hafi verið f húsinu. Salurinn skemmdist nokkuð f brunanum, og vfgslunni var slegið á frest.fjúnf, 1956, minnir mig, var salurinn svo vfgður með pomp og prakt. NEISTI: Var salurinn ekki mikil lyftistöng fyrir ÆF? Mér fannst starfið verða miklu betra eftir að salurinn var fullgerður, sætanýting hefur alltaf verið frábær. NEISTI : Voru engir skriflegir samningar gerðir um veru ÆF f húsinu? Ekki veit ég til þess. Fylkingin tók þátt f að umbylta öllu húsinu, bæði fyrir og eftir brunann. Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki lagt neitt starf f þetta, ef mig hefði grunað, að Fylkingin ætti eftir að missa alla að- stöðu f húsinu. NEISTI: Þú ert löngu hættur að starfa f Fylkingunni er ekki svo? Það er nú ekki svo afskaplega langt sfðan. T. d. hef ég tvisvar eftir að salurinn var fullgerður málað hann allan ásamt jónasi Svafár, skáldi. Við unnum þetta á nóttunni. Ég hef alltaf kunnað vel við mig f Tjarnar- götunni vegna reimleika þar. Hinn 21. október sl. skrifaði stjórn Sigfúsarsjóðs bréf til Fylkingarinn- ar, þar sem þvi var lýst yfir, að munnlegu samkomulagi milli sjóðs- ins og Fylkingarinnar væri sagt upp og var þess krafizt að Fylkingin færi úr Tjarnargötu 20 með allt sitt rúmri viku siðar, eða 1. nóv. Var þvi borið við, að gera þyrfti gagngerar endu^-bætur á húsinu. f sambandi við þetta skrifaði Fylking- in sjoðnum bréf, þar sem óskað var eftir viðræðum milli miðstjórnar Fylkingarinnar og sjóðsins um áfram- haldandi veru Fylkingarinnar í Tjarnargötu 20. Var þessu bréfi svarað skjótt með stuttu bréfi sjóðs- BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ Reykjavlk, 2. desember 1970. Vegna útburfiarbelBni Stefáns H.Sigfús- sonar, sjá hjálagt ljósrit, er þess hér me6 fari6 á leit a6 Æskulý6sfylkingin láti mæta á skrifstofu borgarfógeta, Skólavör6ustíg 11, mánudaginn 7. þ.mán., kl. 11 f.hád. stjórnarinnar, þar sem sagt var, a? héðan í frá skyldu allar viðræður milli Fylkingarinnar og sjóðsstjórn- arinnar fara fram bréflega. Jafn- framt þessu hóf Fylkingin leit að nýju húsnæði fyrir starfsemi sfna og undirbúning fjársöfnunar til að kaupa húsnæði. Samningur um kaup á húsnæði var svo undirritaður 30. nóvember sl. , þar sem kveðið var á um það, að húsið að Laugavegi 53 A skyldi afhent Fylkingunni hinn 15. desember. Stjórn Sigfúsarsjóðs krafðist ut- burðar á Fylkingunni 2. desember og sjáum við hér fyrir neðan bréf borgarfógeta þar sem hann óskar þess að Fylkingarmenn mæti hjá sér vegna þessa útburðarmáls 7. desember. ÆSKUL’ftlSFVLKINGIN. Tjarnarqötu 20. Rvík. UM FYLKINGUNA Því er stundum haldið fram í sambandi við þessi húsmál, að Fylkingin sé ekki það sama og hún var hér áður. Þessu er þvf til að svara, að Fylkingin er auðvitað nú það sama og hún vai áður, að svo miklu leyti sem einn félagsskapur, sem, ekki er algerlega staðnaður, getur verið það sama og hann var einhvern tíma áður. Ákvarðanir um stefnu og starfshætti hafa verið teknar á lýðræðislegan hátt. Oft hefur verið tekizt á urr stefnuna, ekki sfzt á þinginu 1966, þegar vinstriarmur komst f meirihluta. Sfðanhefur Fylkingin verið heldur illa liðin af ýmsum hægrisinnuðum for- ystumönnum Alþýðubandalagsins og er nú beitt efnahagslegum þvingunum. Happdrættid i fullum gangi Mjög góðar undirtektir hafa verið við húsnæðishappdrætti Fylkingarinnar. Sér- staklega er það ánægjulegt, hve margir eldri baráttumenn hafa lagt f sjóðinn. Sumir þeirra hafa látið orð falla f leið- inni um það, að þeir teldu Fylkinguna nuna helztu von fslenzkra sósfalista. A-Ð VINNA SIGUR Það kann ýmsum að þykja, að Fylking- in hafi breytt nokkuð um svip. Nú beinir hún allt í einu starfsorku sinni að fjár- málastarfi. Þetta er þó ekki svo veigalitið atriði. Fylkingin hefur á sfðustu árum lagt mikla áherzlu á að gæta sjálfstæðis síns sem samtaka, sjálfstæðis, sem þó er háð stuðningi almennings á íslandi. Reynt hef- ur verið að halda NEISTA úti, án þess, að afkoma hans sé komin undir auglýsinga- tekjum. Við höfum viljað geta beitt þessu baráttutæki okkar óháðir afstöðu verzlun- arauðvaldsins. Við eru núna að berjast fyrir sjálfstæði okkar , gegn efnahags legum þvingunum stjórnar Sigfúsarsjóðs cog nokkurra forystumanna Alþýðubanda- lagsins. Fylkingunni hefur tekizt á undanförnum arum að vera ohað bankavaldinu á fslandi. Nu er um það að ræða fyrir Fylkinguna og d samstarfsaðila hennar að sigra eða tapa. Sigra til að halda áfram sjálfstæði sfnu og þar með stefnu eða tapa og verða hraktir á náðir bankavaldsins. Við treystum þvf að sigur muni vinnast. Slfkur sigur væri ekki aðeins sigur Fylk- ingarinnar, það væri uppörvun og sigur fyrir^alla þá vinstri þróun, sem nú á sér stað á fslandi, innan verkalýðshreyfing- arinnar, innan nemendahreyfingarinnar. Félagar^og^ samherjar, leggjum okkur alla fram f húsnæðissöfnuninni, þá mun sigur vinnast.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.