Neisti - 01.10.1970, Blaðsíða 3

Neisti - 01.10.1970, Blaðsíða 3
Björn Bjarnason Þegar Kommúnistaflokkur fs- lands hof starfsemi sína á árinu 1930, kom fljótlega f ljós aS ýms- ir aðilar höfðu fullan hug á að trufla og hleypa upp fundum hans og öðrum samkomum. Til að koma 1 veg fyrir þessar tilraunir varð það að ráði að stofna sórstök samtök er hefðu það að markmiði að vernda fundafrið á fundum flokksins og öðrum samkomum. Samtök þessi hlutu nafnið Varnar- lið verkalýðsins. Samtök þessi samanstóðu aðallega af ungum og harðvítugum strákum úr flokknum og Félagi ungra kommúnista. Sam- tökin tóku upp sérstakan búning og settu sér lög, hvorttveggja sniðið eftir þýzkri fyrirmynd. f lögum samtakanna var mikið lagt upp úr ströngum aga og var hann í neer öllum tilfellum mjög vel hald- inn. Einkum voru ströng viðurlög við þvf að menn mættu til starfa undir áhrifum víns og þó mörgum liðsmönnum þætti gaman að skvetta í sig, kom það ekki fyrir að þeir mættu til starfa undir áhrifum. Eins og áður segir, var verk- efni þessa liðs að vernda fundi, samkomur og kröfugöngur flokks- ins fyrir ágangi óróaseggja er ti"ðum reyndu að spilla fundarfriði. Væru samkomur innanhúss var það oftast gert með þeim hætti að óróaseggirnir voru umkringdir og svo nærri þeim gengið að þeir gatu ekki slegizt og siðan var þeim ýtt út úr húsinu. 1 kröfugöngum var hlutverk liðsins að vernda göng- una fyrir árásum, sem tíðum kom fyrir, einkum eftir að nazista- hreyfingin skaut upp kollinum. Þá átti liðið einnig að sjá um að göng- urnar færu skipulega fram, að menn gengju f röðum með hæfi- legu millibili. Mjög góður árangur var af þessu starfi liðsins. Vegna ár- vekni þess tókst yfirleitt aldrei að hleypa samkomum flokksins upp og kröfugöngur hans fóru skipu- lega fram og óróaseggirnir gáfust að lokum upp við tilraunir sínar. Verkefni liðsins fóru þannig smá- þverrandi og að lokum leystist það upp. Aðalforystumenn Varnarliðs verkalýðsins voru allan tímann er það starfaði þeir Þorsteinn Péturs- son og Hallgrímur Hallgrfmsson. (Neisti vill beina þeim tilmælum til þeirra, sem kynnu að eiga mynd- ir af varnarliðinu eða tengdar starfi þess að hafa samband við Neista). FRA HUSNÆÐISHAPPDRÆTTI FYLKINGARIN N AR! EtRUH SIGFÚSAR- SJÓÐUR Fólk hefur spurt taisvert um það, hverjir ráði Sigfúsarsjóði um þessar mundi r, og hvernig hann hafi þróazt. Viljum við svara þessu hér f stuttu máli. Sigfúsarsjóður var stofnaður á sfnum tfma til minningar um hinn ágæta leið- toga sosíalista, Sigfús Sigurhjartarson. Tilgangurinn með sjóðsstofnuninni og söfnuninni í sjoðinn var að koma upp hús- næði fyrir starfsemi íslenzkra sósfalista. Fylkingin tók afar virkan þátt í hússöfn- uninni eins og fleiri aðilar, og gerði sér að takmarki að safna kr. 300.000 í sjóð- inn, sem var ekki lftil upphæð, þegar tekið er tillit til þess, að kaupverð Tjarnargötu 20 var kr. 700. 000. Stjórn^Sigfúsarsjóðs og lög átti mið- stjórn Sósfalistaflokksins að ákvarða um. Á sfðasta miðstjórnarfundi Sósfalista- flokksins, saluga, arið 1968, skömmu fyrir hinzta þing hans, var kosin ný stjórn fyrir sjóðinm og lögum hans breytt þann- ig, að sú stjórn færi með það vald, sem miðstjórn Sósíalistaflokksins hafði farið með aður, sem sagt gæti kosið nýja stjórn j og breytt lögum sjóðsins. _ Meðal núverandi stjórnarmanna Sig- fusarsjoðs ma nefna Guðmund Hjartarson, formann Alþýðubandalagsins f Reykjavfk og Öddu Báru Sigfúsdóttur, varaformann Alþyðubandalagsins (á landsmælikvarða). SKIL STRAX Hr Þjódviljaha ppd rættií & okka r Einstaka menn hafa spurt Fylkingar- félaga að því, hvers vegna húsnæðishapp- drættið væri í gangi á sama tfma og Þjóð- viljahappdrættið. Þvf er eingöngu til að svara, að Fylkingin var skyndilega neydd til skjótra úrræða, þegar þess var kraf- izt, að hún yfirgæfi Tjarnargötu 20 með svo til engum fyrirvara. Það er sfður en svo hagstætt fyrir húsnæðissjóð Fylking- arinnar að vera með happdrætti á sama tfma og Þjóðviljahappdrættið. Yfirleitt má segja, að Fylkingarfélagar hefðu held- ur kosið að geta einbeitt sér að öðrum mikilvægum pólitfskum verkefnum Það er auðvitað rétt að fþyngja ekki vinstrihreyfingunni á fslandi með öðrum fjarsöfnunum ebi þeim, sem brýn nayð- syn ber til. Fylkingin hefur margoft imp rað á þvf við stjórnendur Sigfúsarsjóðs og forystumenn Alþýðubandalagsins, að Alþyðubandalagið og Fylkin^in reyndu að nýta húsnæðið að Tjarnargötu 20 f sameiningu, og létta þar með þeim byrðum af fólki að þurfa að borga Silla °g Valda leigu fyrir Laugaveg 11 og Fylkingunni f húsnæðissjóð. f þessu sam- evrumheMriXymÍngÍn t&lað fyrir daufum eyrum Mikill hluti Tjarnargötu 20 hef- ur staðið auður á annað ár. Það er undarlegt, að Alþýðubandalagið sem getur haft nána samvinnu við íhald fku] a°kÍFramSOkn Um blaðaprentsmiðju við Fvlk emUSinnÍ hafa ahuga á að ræða viö Fylkinguna um samvinnu f húsnæðis- malum. snuum Monríi isókn í Mönnum ímnst stundum, að Fylkingin færist of mikið f fang með tilliti til styrk- leika sfns. Hvað sem um þetta er að segja er hitt vfst, að Fylkingin hefur oft sýnt af sér þann eiginleika að vaxa og stælast af verkefnum sfnum . Eitt af þvf, sem talsvert hefur háð starf- semi samtakanna undanfarin ár er stöð- ugur peningaskortur. Jafnvel þótt engin launaður starfsmaður vinni hjá Fylking- unni, þá ery útgjöldin talsverð, vegna dreifibréfa , funda o. s.frv. , svo að dæmi séu nefnd. Fjármálastörf hafa hins vegar verið þau störf, sem félagarnir hafa sizt viljað^vinna innan samtakanna, þótt þeir hafi latið þröngva sér til þess. Það er ekki ólfklegt, að slfkt verkefni, sem Fylkmgin hefur nú lagt út f þ. e. a. s. husnæðissöfnunin, eigi eftir að skapa meiri festu og stöðugleika f fjármálastarfi sam- takanna, jafnvel f öllu starfi. Ef svo reynist þa er tap það , sem Fylkingin verður fyrir, þegar hún^missir húsnæði sitt að Tjarnar götu 20, lftilvægt samanborið við ávinning- mn.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.