Neisti - 28.04.1975, Qupperneq 3
Bnrúttan 1
Viðtal við si««
Tomas MacGiolla 11111
r siðasta tbl. Neista birtist fyrri hluti viStals viS Tomas Mac Giolla, for-
mann frsku lýðveldishreyfingarinnar, sem kom hingaS til lands í boði Fylk-
ingarinnar og Stúdentaráðs.
f siðasta tbl. ræddi Tomas Mac Giolla einkum um andstseðurnar á milli
frsku lýðveldishreyfingarinnar og The Provisionals og um Borgararéttinda-
hreyfinguna.
/
til írskra sjómanna.
N. : Hvernig hefur samdrátturinn í
auðvaldsheiminum undanfarið leikið
efnahag fra, og hvaða áhrif hefur
hann haft á lffsskilyrði verkalýðs-
stéttarinnar í norðri og suðri ?
T MG. : Nú ríkir mesta atvinnuleysi
sem þekkst hefur í 35 ár á S-frlandi.
103 þúsund manns ganga atvinnulaus-
ir - eða 8.5% verkafólks. Litlar von-
ir eru taldar til að úr þessu rsetist á
næsta ári, þvf hefur hins vegar verið
spáð, að um næstu áramót verði at-
vinnuleysið orðið helmingi meira en
það er nú - eða um 16%.
Auðvaldskreppan mun þvf koma
hrottalega niður á frskum verkalýð,
en afleiðingarnar verða lfklega þær
sömu og á atvinnuleysisárunum 1956-
57, þegar þúsundir atvinnulausra
frskra verkamanna fluttu til Bret-
lands. Þá fluttust 50 þúsund verka-
menn úr landi á ári. Þetta veikti
áróðurs- og baráttustöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar og losaði rfkisstjórn-
ina undan þungri byrði, þannig að
rfkisstjórnin vonar áreiðanlega, að
landflóttinn muni endurtaka sig ennþá
einu sinni.
Við reynum hins vegar að skipu-
leggja verkalýðinn til þess að berjast
fyrir atvinnu, sem hann á fullan rétt
á, en það getur verið erfitt að banna
svöngum manni að leita uppi atvinnu
á Bretlandi eða f V-Þýskalandi, ef
hana er þar að finna.
N, : Hverjar eru að þfnu mati fram-
tíðarhorfur fyrir baráttu frsku lýð-
veldishreyfingarinnar, og hvers kon-
ar utanaðkomandi stuðningur væri
ykkur mikilvægastur ?
TMG. : Sfðustu 4-5 árin hafa verið
erfið, en byrinn er nú að snúast okk-
ur f hag, bæði f norður- og suður-
hlutanum. Við álftum því, að barátt-
an gegn breskri heimsvaldastefnu og
fyrir sósfalisma á frlandi muni á
næstunni verða æ vfðtækaíi. Þau
baráttumál, sem okkur tffðdr mest á
að fá alþjóðlegan stuðnijfg við þessa
stundina, er krafan um sakaruppgjöf
allra pólitískra fanga og að allir
ódæmdir fangar verði látnir lausir,
krafan um mannréttindaskrá, sem
tryggi lýðræði á N-frlandi, þe. að
kúgunarlög verði numin úr gildi og
lögreglan á N-frlandi verði endur-
skipulögð. Að sfðustu leggjum við
auðvitað áherslu á að við viljum al-
þjóðlegan stuðning við kröfuna um,
að breskir heimsvaldasinnar hverfi
algjörlega á brött frá frlandi, en það
er einmitt bresk nærvera á frlandi
sem hefur skapað vandamálið og
kynt undir glóðina á N-frlandi. Við
trúum þvf, að útilokun breskra ftaka
á frlandi muni gera frum kleift að
vinna saman, gera sér grein fyrir
hagsmunum sfnum og taka upp bar-
áttuna fyrir eignarhaldi verkalýðs-
stéttarinnar og smábænda á auðlind-
um frlands.
VERKALYÐS
BARÁTTAN
1. hefti
Út er kominn á vegum Fylkingarinnar bæklingurinn - VERKALYÐSBARATTAN,
1. hefti. Bæklingurinn er 76 sfður og er f honum fjallað um málefni verka-
lýðshreyfingarinnar bæði einstaka þætti sem og almenna.
N. : Það virðist augljóst, að ástand-
ið á N-frlandi er nátengt öllum að-
stæðum á S-frlandi. Hvernig sam-
hæfið þið baráttu ykkar á N- og S-fr-
landi ?
TMG. : Aðstæðurnar á S-frlandi mót-
ast ma. af þvf, að þar eru engar
breskar hersveitir, þær fóru þaðan
fyrir rúmum 50 árum. Þetta breytir
þó engu um það grundvallarkerfi,
sem komið var á, og er nákvæmlega
það sama og á N-frlandi. Þvf setj-
um við fram nákvæmlega sömu kröf-
ur f hinni efnahágslegu og félagslegu
baráttu á N- og S-frlandi. Það eru
kúgunarlög á S-frlandi eins og í norð-
rinu, það eru lfka pólitískir fangar á
S-frlandi, það er sama heimsvalda-
kerfið á eiynarhaldi á framleiðslu-
tækjunum í iðnaðinum og stjórnun
fjármálaviðskiptanna - eignarhald á
auðnum er f höndum sömu heims-
valdasinnanna bæði á N- og S-frlandi,
þess vegna er grundvallareðli barátt-
unnar það sama f báðum landshlutun-
um. Munurinn felst hins vegar f
klofningi samfélagsins á N-frlandi á
milli kaþólskra og mótmælenda.
Þetta er meginvandinn f norður-
hlutanum - baráttumál sem höfða til
kaþólskra ná ekki fylgi mótmælenda
og öfugt. Þvf ætti það nú að vera mun
auðveldara að virkja venjulegt verka-
fólk og smábændur til baráttu f suður-
hlutanum oy við höfum komist að þvf,
að það barattumál sem þetta fólk er
reiðubúið til að sameinast um, er
krafan um eignarhald og umráðarétt
yfir náttúruauðlindum okkar. Hér er
um að ræða málmnámur, olíu- og
gaslindir neðansjávar og fiskimiðin
kringum landið. Nú erum við að
byggja upp samfylkingu um þessi bar~
áttumál undir nafninu The Resources
Protection Campaign f því skyni að
virkja fjöldann til þess að knýja rfkis-
stjórnina til þess að þjóðnýta allar
námur og taka nýtingu olíu- og gas-
linda f sfnar hendur.
N. : Hvaða hagsmuna hefur bresk
heimsvaldastefna að gæta á írlandi ?
T MG. : frland hefur alltaf verið mjög
mikilvægt fyrir Bretland, bæði af her-
naðarlegum ástæðum vegna legu
landsins, og einnig vegna efnalegs
arðráns. frland hefur verið helsta
forðabúr Bretlands fyrir ódýra fæðu
á breskum matvörumarkaði og ódýrt
vinnuafl á vinnumarkaðnum. Nú eru
uþb. ein milljón fra á Bretlandi, sem
eru fæddir á frlandi en hafa flust á
milli landanna á sl. 40 árum. Þeir
vinna erfiðustu og verst launuðu verk-
in á Bretlandi, leggja vegi, gera flug-
velli, byggja hús og orkuver, þeir
eru hinir ódýru byggingarverkamenn
sem Bretland þarfnast. Yfirráð
Breta yfir fjármálakerfi okkar hefur
leitt til þess að 75% alls iðnaðar f
suðurhlutanum og yfir 80% í norður-
hlutanum er f eigu eða undir stjórn
Breta. Allur hagnaður af þessum
iðnaði fer beint til móðurfyrirtækj-
anna á Bretlandi. Auk þess stjórna
Bretar fjarmögnunarkerfinu, svo að
allt það auðmagn sem frskur verka-
lýður hleður upp með striti sfnu er
flutt til Bretlands og fjárfest þar.
Þetta er nú þessa stundina einhver
helsta stoð breska pundsins, þvf nú
eru 800 - 1000 milljónir punda af
frsku fé fjárfest f breska sterlings-
pundinu. Væri þessi stuðningur dreg-
inn til baka mundi breska pundið
hrynja. Við erum þvf allt í senn ;
ódýrt vinnuafl, matarforðabúr og auð-
magnsforðabúr fyrir fjárfestingar á
Bretlandi, auk þess sem Bretar arð-
ræna okkur með yfirráðum sfnum yf-
ir frskum iðnaði.
N. : Getur þú frætt okkur eitthvað
nanar um samfylkinguna sem þú
nefndir áðan og á að berjast fyrir
þjóðnýtingu náttúruauðlinda ?
TMG. : Á undanförnum árum hafa
orðið umtalsverðir námufundir á fr-
landi, þar á meðal hefur fundist
náma, sem álitið er að sé auðugasta
blý- og sinknáma í heiminum. Rétt-
ur til námuvinnslu f öllum þessum
námum hefur vérið afhentur banda-
rfskum og kanadískum auðhringum.
Einu afskipti fra af þessum námum
eiga að vera þau, að írskir verka-
menn eiga að grafa málmgrýtið úr
jörðu, það verður sfðan flutt út og
brætt f málmblendiverksmiðjum 1
V-Evrópu og ágóðinn mun allur
renna til bandarísku og kanadísku
auðfélaganna. Við berjumst fyrir
rfkiseign ög ríkisrekstri námanna.
Það er hægt að fjármagna námurekst-
urinn með þvf að þjóðnýta bankakerf-
ið og stöðva útflutning auðmagns.
Með þvf fjármagni, sem þannig feng-
ist, væri hægt að byggja upp námu-
rekstur og hefja þá uppbyggingu þung-
aiðnaðar, sem hagkerfi okkar skort-
ir til þess að lyíta landinu af þvf van-
þróunarstigi sem það nú er á, sér-
staklega í suðurhlutanum.
Sama gildir um olíu- og gaslind-
irnar, sem hafa fundist úti fyrir
ströndum landsins - ef rfkisstjórnin
nýtti þessar auðlindir f stað þess að
gefa þær útlendum auðhringum, þá
væri hægt að byggja hér upp olíu- og
efnaiðnað, sem mundi veita hundruð-
um þúsunda vinnu. Nú hefur vinnslu-
rétturinn hins vegar verið afhentur
helstu olfuauðhringunum, eins og
Gulf Oil, British Petroleum og
Exxon. Eini ávinningur írsks verka-
lýðs af þessum olíufundum verður að
fá vinnu á olíuprömmum úti á hafi og
etv. í landi við að dæla olíunni í tank-
skipin sem munu flytja hana úr landi.
N. : Hvernig er ástatt um fiskimiðin
umhverfis landið, og hvað er gert til
að varðveita þau ?
T MG. : Það eru auðug fiskimið um-
hverfis landið, en frska stjórnin hef-
ur veitt fiskimönnum litla sem enga
vernd. Erlendir togarar veiða óhind-
rað allt upp f landsteina og frskir
sjómenn eru ófærir um að veita þeim
samkeppni, þvf að þeir hafa lítil og
ófullkomin skip.
Sjómenn hafa krafist 2 00 mflna
fiskveiðilögsögu, en stjórnin hefur
virt þá kröfu að vettugi. A alþjóða-
hafréttarráðstefnunni hefur írska
stjórnin falið Efnahagsbandalaginu
samningsumboð sitt og ekki markað
neina sjálfstæða stefnu. Samkvæmt
Rómarsáttmála EBE-rfkjanna hafa
öll aðildarríkin jöfn fiskveiðiréttindi
í landhelgi hvers annars 5 ár eftir
undirritun samninga. Þetta á eftir
að eyðileggja öll okkar fiskimið, þar
sem auðugustu fiskimið EBE-rfkj-
anna eru einmitt umhverfis frland,
öllum öðrum hefur verið eytt.
Rfkisstjórnin mun etv. færa út
fiskveiðilögsöguna f 200 mflur, með
ótakmarkaðri undanþágu fyrir öll hin
EBE-rfkin. Svo virðist sem rfkis-
stjórnin vilji á engan hátt taka tillit
f inngangi Verkalýðsbaráttunnar segir
ma. : „Stöðugt fleiri verkamönnum
verður ljóst, hve barátta verkalýðs-
stéttarinnar gegn atvinnurekendum
og ríkisvaldi er veik og vanmáttug. . .
.....Hver er þá leið hinnar sigur-
sælu baráttu ? Það er einmitt til-
gangur þessarar bókar að gera grein
fyrir nokkrum áföngum þeirrar leið-
ar...... f þessum hluta bókarinnar,
sem hér birtist, er fjallað um þróun
verkalýðshreyfingarinnar, uppbygg-
ingu verkalýðssamtakanna og sö^u
baráttunnar. Einnig er fjallað litil-
lega hér urn baráttuvettvang okkar,
auðvaldsþjóðfélagið......Sá hópur
Fylkingarfélaga, sem hefur unnið að
útgáfu þessarar bókar, gerir sér
grein fyrir, að hún er gölluð á marg-
an hátt. ...... Við biðjum ykkur,
sem lesið bókina, að senda okkur
gagnrýni á hana og ábendingar, sem
geta órðið okkur til hjálpar við endur
utgáfu. "
Verkalýðsbaráttan fæst á skrifstofu
Fylkingarinnar - Laugavegi 53 A -
einnig í nokkrum bókabuðum.