Morgunblaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLASID Föstudagur 21. janúar 1944 FRAMHALDSUMRÆÐUR Á ALÞINGI UM SAMBANDSSLITIN UMRÆÐUR hjeldu áfram í gær í sameinuðu þingi um sam bandsslitin. Fyrstur tók til máls Ásgcir Ásgeirsson. Aðrir þingmenn höfðu, í umræðum um málið, vitnað til fyrri afstöðu Ásgeirs Ásgeirssonar, einkum frá ár- inu 1942, er hann vann að því, að því er virtist með fullum áhuga og kappi, að takast mætti að framkvæma sam- bandsslit þegar á því ári. Vjek ræðumaður í upphafi ræðu sinnar nokkuð að þessari'fyrri afstöðu sinni. Taldi hann, að árið 1942 hefði beinlínis verið hætta af sambandinu við Dani. Dánir voru þá hertekin þjóð, sem einskis góðs var af að vænta fyrir okkar sjálfstæði. Hættan af sambandinu kom fram meðal annars í yfirlýs- ingum þýska útvarpsins, sem kallaði ísland danska eyju og ráðagerðir um innlimun ís- lands í hið nýja skipulag og fleira mætti telja. Taldi ræðu- maður, að sú stærsta hætta, sem þá hefði vofað yfir okk- ur, væri nú ekki lengur fyrir hendi. Vjek ræðumaður síðan" að því, hvað áunnist hefði með þeirri viðleitni til sambands- slita, sem átt hefði sjer stað á árinu 1942. Skifti mestu máli, að þáverandi ríkisstjórn tókst að fá yfirlýsingu frá'Banda- ríkjunum um það, að þau myndu ekki hafa neitt að at- huga við sambandsslit eftir ; árslok 1943. Annar árangur var stjórnarskrárbreytingin, sem ákvað að stofnun lýðv^cl- ist gæti á sínum tíma farið fram með einni alþingissam- þykt og eftirfarandi ^staðfest- ingu við þjóðaratkvæða- greiðslu. Mjer hefir oft fundist, sagði ræðumaður, að of lítið hafi verið gert úr þessu tvennu. Hinsvegar fanst ræðumanni á- stæðulaust fyrir þá, sem nú eru búnir að bíða Thálft annað ár, að geta ekki biðið lengur. Kvaðst hann altaf hafa skilið það svo, að þingheimur væri með biðinni að færast nær því, að skilnaður færi fram eftir ákvæðum sambandslaganna sjálfra. Jeg vil ekki mótmæla van- efndakenningunni, sagði ræðu- maður. Jeg hefi sýnt mig T að vilja fylgja henni sjálfur. En bún er vjefengd. Framkvæmd vanefndarkenningarinnar hefi jeg litið á að kæmi til greina, áður en samningstimabilið væri útrunnið, ,ef því væri að skifta.'Nú er fastari jörð undir fótum. Við þurfum ekki á rift- ingarrjetti að halda. Menn spyrja hvaða breyting- ar hafi orðið á afstöðu manna •frá 1942 eða hvað þeim valdi? í?að er orðin sú breyting, að það er fyrst nú, sem við getum bygt á sambandslögunum sjálf um. Taldi ræðumaður ástæðu- laust að halda sjer við sínar „gömlu hjólbörur” frá 1942, þegar maður hefði nú „góðan bíl” til að aka í. Þá taldi ræðumaður óheppi- legt að einskorða lýðveldisstofn Málinu vísað til nefndar un við 17. júníýmeð því að ekki væri vitað, hvernig þá væri umhorfs í heiminum. Taldi hann sig eindregið meðmæltan að ákveðin dagsetning um gild- istöku væri ekki í stjórnar- skránni, en á valdi þingsins að ákveða gildistökuna, hvenær sem væri hentugt, eftir efnis- lega afgreiðslu málsins. Varð ekki af þessu skilið annað, en ræðumaður gæti í sjálfu sjer fylgt lýðveldisstofnun 17. júní, ef ekki einhver undur og stór- merki kæmu fram fyrir þann tíma til hindrunar. enda sagð- ist hann vera mótfallinn að binda gildistöku við stríðslok, en vildi hafa það frjálst í hönd um Alþingis að ákveða um hana. Um stríðslokin gæti eng- inn sagt. Þar væri alt á huldu. RÆÐA GUNNARS THORODDSEN. NÆSTUR tók til máls Gunn- ar Thoroddsen. Ræddi hann að allega um sambandsslitin frá rjettarlegu og lögfræðilegu sjónarmiði. Var ræða hans ítar leg og rökföst og í aðalatriðum á þessa leið: Það er vjefengt, að tillaga sú, sem hjer liggur fyrir, um sam- bandsslit, sje bygð á rjettar- grundvelli. Stefán Jóhann Stefánsson hefir ekki aðeins dregið í efa, heldur jafnvel mótmælt ákveð ið, að sambandsslitin sam- kvæmt framkominni tillögu væru lögleg. Þau væru lögleysa af hendi Alþingis og íslend- inga yfirleitt. Fleiri hafa sagt hið sama. Sú rjettarregla, sem bæði Alþingi og hæstvirt rík- isstjórn virðast byggja hin fyr- irhuguðu sambandsslit á, er regla þjóðarrjettarins um, að annar samningsaðilinn megi rifta samningi, ef hinn aðilinn fullnægi ekki fyrirmælum hans. Þessi regla gildir eins í samningum manna á milli. Þessi regla er nefnd regla um samningsrof eða vanefnd. í umræðúnum um sambandsslit- in hefir heitið „vanefnd” verið notað um þetta tilvik og „van* efndakenning”. Af frestunar- mönnum hefir það orð verið gjörsamlega misskilið og rang- lega túlkað og fólki talin trú um að með því að byggja á vanefndarjettinum væri Alþ. að ásaka Dani. Vanefnd að lögum er algjörlega hlutlaust orð og hugtak að því leyti að það á jafnt við, hvort sem aðili full- nægir ekki samningi af ráðn- um hug eða án þess honum verði gefin minsta sök á, til dæmis ómögulegt að fram- kvæma. Þessi misskilningur eða rangfærsla hefir einkum komið fram hjá mönnum, sem ekki hafa numið lögfræði, og' er'því ef til vill ókunnugt um þetta rjettarhugtak. En „van- efnd” á jafnt við sjálfrið og ósjálfráð atvik að lögum og þannig er það um þjóðarrjett- inn. Aðalatriðið er, hvort van- efnd á samningi sje veruleg, þegar um það ræðir, hvort hún skapi riftingarrjett, án tillits til saka eða sakleysis. í þjóð- arrjetti um milliríkjasamninga er viðurkent af öllum þjóðrjett- arfræðingum, sem jeg þekki til, að veruleg vanefnd veiti þeim, sem fyrir verður, rifting- arrjett, hvort sem vanefnd er sjálfráð eða ósjálfráð. Það, sem hjer liggur fyrir, er að athuga, hvort um verulega vanefnd á sambandslögunum er að ræða. Ef svo er, eru allir samdóma um riftingarrjettinn. Ræddi ræðumaður síðan ein- stakar greinar sambandslag- anna, og sýndi fram á, hversu mikilvæg ákvæði hans, með- ferð utanríkismála og gæsla landhelgi, hefði orðið ófram- kvæmanleg. Enginn getur vjefengt, að um veruleg atriði er að ræða varð- andi vanefndina á sambands- lögunum og riftingarrjetturinn því tvímælalaus. En ofan á þetta bætist, að konungssambandið er grund- völlur sambandslaganna, en einnig það hefir orðið ófram- kvæmanlegt. Jeg tel þetta ör- uggan rjettargrundvöll. Það er nýtt fyrirbæri, að Stefán Jó- hann skuli verða til þess að vjeféngja þennan rjett-. Hann hefir áður oftsinnis viðurkent riftingarrjettinn, með afstöðu sinni 17. maí 1941, í fram- kvæmdum sínum 1942 og nefnd aráliti sínu 7. apríl 1943. Þótt hann vjefengi hann nú, verður að taka því með varúð. Það er talað um, að ríkis- stjórnin hafi bygt sína afstöðu á öðru en riftingarrjetti okkar. Það fæ jeg ekki skilið. í yfir- lýsingu sinni leggur hún á- herslu á, að það ástand, sem ríkt hefir, skapi okkur rjett til sambandsslita, sem ekki getur verið, nema vegna þess, að það var þannig, að samningurinn var í verulegum atriðum van- efndur og óframkvæmanlegur. Það er fráleitt af lögfræðingum að telja riftingarrjettinn að minsta kosti vafasaman, eins og frestunarmenn orða það. Næsta atriði, sem jeg vildi ræða, er sú kenning Stefáns Jóhanns, að jafnvel þótt við hefðum rjett til riftingar, yrði sambandslagasamningurinn ekki heldur, samkvæmt þeim rjetti, feldur úr gildi með öðr- um hætti en samkvæmt 18. gr., þ. e. samþykkis % hluta þing- manna og % hluta kjósenda um þátttöku og jáyrði. Hátt- virtur þingmaður rökstuddi þetta þannig: Sambandslögin eru enn í gildi. Þau eru ekki niður fall- in, eins og sumir virðast álíta. Þess vegna verðum við að fara eftir 18. grein, ef við viljum afnema samninginn, þó að það afnám sje bygt á riftingu eða vanefndarjettinum. Þessi kenning er ekki rjett. Hún virðist bygð á þeim mis- skilningi, að með riftingu vegna vanefnda, riftum við aðcins vissum hlutum sam- bandslaganna. En hið rjetta er, að vegna óframkvæmanleika á verulegum, jafnvel mikilvæg- ustu ákvæðum samningsins riftum við samningnum í heild, 1. til 19. grein, að báðUm með- töldum og öllu,- sem þar er á milli. Á því er ekki snefill af -vafa, að veruleg vanefnd á mik ilvægum atriðum heimilar rift ingu samnings í heild og þar með á 18. grein. Það þýðir, að Islendingar hafa alveg sjálf- dæmi um aðferð uppsagnarinn- ar, geta áskilið einfaldan meiri hluta eða aukinn meiri hluta eftir vild, alveg án tillits-til 18. ■greinarinn^r, sem með rift- ingu samningsins er úr gildi fallin eins og aðrar greinar hans. Jeg mun nú taka til athug- unar, hvort ekki sje einnig annar rjettargrundvöllur til viðbólar fyrir sambandsslitin en sá, sem þegar er greindur. Að framfylgja stranglega uppsagnarákvæði 18. greinar, er í raun og veru ekki fram- kvæmanlegt fyrr en eftir stríð. Það er firra, að við ættum að þurfa að búa við sambands- lagasamninginn lengur en um var samið, vegna þess að gagn- aðili gat ekki framfylgt hon- um. Fyrir 1940 var marg yfir- lýst af Alþingi, að við mund- um slíta sambandinu strax og lög leyfðu, þ. e. að krefjast endurskoðunar strax í ársbyrj- un 1941, endurnýja ekki samn inginn og segja honum svo upp í ársbyrjun 1944. Þessi stefna Islendinga var Dönum kunn. Ef ekkert hefði komið fyrir, værum við því nú að ganga frá sambandsslitum samkvæmt sambandslögunum sjálfum. I ársbyrjun 1941 var orðið ómögulegt, að endurskoðun fæfi fram, og því tilgangslaust að krefjast hennar. Þessi ómöguleiki stafaði af hertöku Danmerkur. Jeg get ekki fall- ist á, að sú staðreynd, að Dan- mörk var hernumin og henni ómögulegt að semja um end- urskoðun, geti svift okkur nokkrum rjetti, eða frestað möguleikum okkar til form- legrar uppsagnar. Þetta þýðir að við eigum að njóta sömu kjara og alt hefði verið með feldu. Jeg trúi ekki, að neinn dómstóll myndi líta svo á, að við ættum að verða fyrir þeim rjettarspjöllum að þurfa að bíða, vegna þess að Danir gátu ekki samið um endurskoðun á undangengnu 3. ára tímabili. Þessi skilningur virðist mjer eðlilegur og samkvæmt honum er þriggja ára fresturinn lið- inn nú í janúar, og við hö|um því nú ótvíræðan rjett í sam- ræmi við sjálfan samninginn. Þá er eftir sú spurning, hvort þurfi aukinn meiri hluta við atkvæðagreiðslu, eins og til- skilið var í 18. grein. Jeg er sannfærður um, að hvort- tveggja næst, aukinn meiri hluti í þingi og með þjóðinni. Til athugunar finst mjer hins- I vegar geta verið fyrir nefnd þá, ' sem um þetta mál fjallar, ! hvort rjett þætti, að setja í til— löguna ákvæði um aukinn meiri hluta, ef það gæti dregið tii frekara samkomulags. I Það er kaldhæðni, ef samn- ingur, sem átti að tryggja okk- ur yfirráð allra mála eftir 25 ár frá 1918, yrði til að hindra að við fengjum þessi yfirráð að. lögum nú. | Jeg veit að sumir þeir, sem nú vilja fresta framkvæmd þessa máls, meina vel. En þess . er ekki að dyljast að sumir vilja ! ekki skilnað. Að vísu eru engir slíkir hjer innan þings, mjer I vitanlega. En jeg veit um menn utan þings, sem áður höfðu j lýst því yfir, að þeir væru á 'móti skilnaði. Nú þykjast allir ^ frestunarmenn vilja skilnað. Sumir eru að villa á sjer heim- ildir. Þeir ákalla samúð með Dönum, til styrktar þeim mál- stað, sem er vonlaus á sínum eigin rökum. ★ Málinu var vísað til síðari umræðu og nefndar 12 manna, er eiga sæti í sömu menn og í stjórnarskrárnefndum deild- urinn að Hótel Borg Frá utanxúkismálaráðu- neytinu hefir blaðinu borist eftirfarandi: „Ráðuneytið vísar' til brjefa Alþýðusambands íslands 3. þ. m., út af því, að hljómsveit frá breska flugher-num ljek að Hótel Borg á áramótadans- leiknum síðasta, og staðfestii’ að það skýrði sendiherra Breta frá umkvörtun Alþýðusam- bandsins í þessu tilefni, jafn- framt því að ráðuneytið lagði áherslu á þau tilmæli, að sendi herrann hlutaðist til um að ekki yrði endui'tekning á slíkum at- burði. Mál þetta var síðan tekið til nánari athugunar af yfirfor- ingja flughers Breta hjei', sem nú hefir tjáð bi'eska sendihei'r- anum að hlutaðeigandi foringi flugliðsins hafi, að gefnu til— efni, óskað að sýna íslending- um velvild með því að koma því til leiðar að hljómsveitin gæti leikið á áramótadansleikn um, og hafi hann alls ekki átt- að sig á því, að með því gæti hljómsveitin bakað sjer rjett- mætrar aðfinslu, eins og á stóð. Hefir yfirforingi flughersins í eigín nafni og fyi'ir hönd und- irmanna sinna, er hjer eiga hlut að máli, látið í Ijós að hann harmi hið skeða, og fullvissar hann jafnframt um, að ekki þurfi að óttast að slíkt komi fyrir aftur. Væntir ráðuneytið að þetta svar vei'ði talið fullnægjandi.’*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.