Morgunblaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 8
#* 8 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 21. janúar 1944 Hannes Thorarensen forstjóri j| í DAG er borinn til grafar, éftir 64 ára dvöl og starf hjer í| Reykjavík, einn af þeim borgurum, sem hvert manns- barn í höfu'ðstaðnum þekti um langt skeið — og altaf að góðu einu. Hannes Thorarensen fæddist áð Móeiðarhvoli í Rangárvalla- sýslu 5. desember 1864. For- eldrar hans voru Skúli hjer- aðslæknir Thorarensen, — sonur Vigfúsar sýslumanns Þórarinssonar, en bróðir Bjarna amtmanns, — og seinni kona hans, Ragnheiður, dóttir sjera Þorsteins Helgasonar í Reyk- holti. Eru þær ættir svo al- kunnar, að óþarft er að rekja þær. Vigfús Þórarinsson, afi Hannesar, var fæddur 1756, svo að þessir þrír ættliðir höfðu lifað samtals 188 ár, sem mun vera all-fágætt. Er þó enn eitt hinna mörgu og mikilhæfu barna Skúla læknis á lífi, frú Móeiður í Birtingaiiolti. Hannes misti föður sinn 1872. í ráði var að setja hann til skólanáms, en efni til þess munu hafa verið af skornum skamti, og fór hann til Reykja- víkur 1879 og gerðist versl- unarþjónn hjá H. Th. A. Thom- sen. Starfaði hann við Thom- sensverslun í 28 ár og var þar verslunarstjóri fimm síðustu árin. Þegar Sláturfjelag Suð- urlands var stofnað 1907, var hann ráðinn forstjóri þess, og j»égndi því starfi til 1924. Þá gerðist hann forstjóri Vínversl- juþar Ríkisins og var það til ársloka 1935. Síðan hafði hann ekkert fast starf með höndum. Hannes Thorarensen kvænt- ist árið 1901 Louise, dóttur H. J. Bartels, verslunarmanns í Reykjavík. Þau eignuðust fjóra sonu, sem allir eru á lífi: Hen- rik, aðalfjehirðir Útvegsbank- ans, Ragnar skrifstofumaður, Gunnar kaupmaður og Axel sem er við verslunarnám í Vesturheimi. — Frú Louise reyndist manni sínum hinn besti ög tryggasti förunautur á lifsleiðinni. Hún er ein af þeim konum, sem ekki hefir sóttst eftir að berast á nje láta á sjer bera utan heimilisins, en verið frábær búsýslukona, umhyggju söm húsmóðir, eiginkona og móðir. Heimili þeirra Hannes- ar var í föstum skorðum og yfirlætislaust hversdagslega^ en gestrisni mikil, rausn og höfðingsbragur alla tið, er vini bar að garði. Hannes Thorar- ensen Ijest að heimili sínu 11. janúar s.l. og naut hjúkrunar og umhyggju hinnar' ágætu konu sinnar til hinstu stund- ar. Það mun einróma vitnis- burður allra þeirra manna, sem kunnugastir voru Hannesi Thorarensen, starfi hans og háttum, að hann hafi verið fá- gætlega vel gefinn maður og gerður. Hann var fríður sýn- um, snyrtimenni, prúðmenni í framgöngu og á öllu viðmóti hans svo laðandi og Ijúfmann- legur þokki, að einstakt mátti heita.Hann var manna skemti- legastur í viðræðum, gleði- maður, gamansamur, orðhepp- inn, fróður um marga hluti, bæði af reynslu og lestri, með- al annars óvenjulega kunnug- ur sögu íslands af eigin ástund- un. Honum virtist liggja flest í augum uppi, og mjer kom oft til hugar, að hann hefði m. a. verið jafnvel til þess fall- inn að verða mikill lærdóms- maður og mikill búhöldur. — Honum auðnaðist að halda öll- um hæfileikum sínum gersam- lega óskei'tum til dauðadags, þótt hann kæmist á áttugasta árið. Þá var ekki minna um það vert, að samfara liinu Ijetta og ljúfmannlega fasi hans, margvíslegu hæfileikum og hugðarefnum, var djúp alvara í hugsun, fastlyndi og sam- viskusemi. Öll þau störf, sem hann tókst á hendur, stundaði hann af skyldurækni, sem aldrei skeikaði, hvort sem þau voru betur eða ver launuð og þökkuð, og lagði þá stundum hai’ðara að sjer en heilsa hans virtist mundu þola. Hann var einn þeirra manna, sem gera hvert það starf virðúlegt-, sem þeir taka sjer fyrir hendur. Hvort sem Hannes á yngri ár- um sínum afgreiddi í Thom- sensbúð eða á seinni árum hirti kindurnar, sem hann hafði sjer til gamans í kofa við húsið sitt, lagði hann sig svo fram, að vinnan varð mei’kileg athöfn. Fýrir nýtt og umfangsmikið fyrirtæki eins og Sláturfjelag Suðurlands var ómetanlegt að njóta slíks manns að til forstöðu, trú- mensku hans, reglusemi, út- sjónar, lipui’ðar og festu, enda hefir fjelagið óskað eftir því að fá að kosta útför hans í heiðurs skyni til minningar um það brautryðjandastarf. Það væri rangt af mjer að sleppa úr þessum minningar- orðum um Hannes Thorarensen því dæmi um mannkosti hans, trygglyndi og ástúð, sem jeg þekti best. Þegar faðir minn fluttist öllum ókunnugur hing- að til Reykjavíkur frá Vest- urheimi haustið 1894, tókst þegar vinátta með þeim Hann- esi, sem vel mætti kalla fóst- bræðralag, þótt báðir væru þá af æskuskeiði. Síðan er nú lið- in nær hálf öld. Allan þann tíma bar aldrei skugga á sam- lyndi þeirra, jeg veit ekki til, að þeim yrði nokkurn tíma sundurorða, að einn misræmur tónn blandaðist í þann hug ástar og virðingar, sem þeir báru hvor til annars. Hvor bar svo hag og gæfu hins fyrir brjósti sem hann ætti sjálfur í hlut. Þeir sáust árum saman daglega, en altaf var það fagn- aðarfundur, þeir hittust og skildust eins og hver samvist- arstund væri þeirn sjaldgæt gjöf. Og þegar eldri maðurinn hætti að geta farið út af heim- ilinu, heimsótti Hannes hann með óbrigðulli ræktarsemi. — Komur hans voru altaf sól- skinsstundir fyrir þá báða — og samt vitanlega enn dýr- mætari fyrir þann, sem átti færri kosti á að hitta aðra vini og kunningja. Þegar jeg hugsa um þessa tvo menn og þriðja vininn, sem var þeim báðum jafnkær, Daníel Bernhöft bak- arameistara, verður mjer stundum að spyrja sjálfan mig, hvort sams konar trygðavin- átla muni geta þróast og hald- ist óröskuð á breyttum ög þreyjulausari tímum. Frá því; er jeg fyrst sá Hannes Thor- arensen, vorið 1900, var hann mjer eins og hann ætti í mjer hvert bein, og allir mínir nutu síðan sömu alúðar hans. Þegai’ hann kom hingað*í húsið í síð- asta sinn í haust, er kraftarn- ir entust honum varla til þess að staulast upp stigann, en sama Ijúfa brosið ljek um hið æðrulausa andlit, skildi hann eftir skarð á heimilinu, sem aldrei fyllist, en líka minn- ingar, sem birta af hlýju þakk- læti mun altaf leika um. Því get jeg gert mjer í hugarlund, hversu þeir, sem honum voru allra nákomnaátir, sakna hans — og minnast þess með ævi- löngum þökkum, að hann skyldi vera slíkur sem hann var. Sjálfur vissi hann vel tvö síðustu missei'in, að skamt var eftir, horfði rólegur og ókvíð- I inn við dauða sínum, sáttur við guð og menn að Ioknu löngu, ílekklausu, gæfusömu og drengilegu lífi. Sigurður Nordal. — Fjársvikin Framh. af bls. 7. særinu. Sennilega hefir bó til- gangur þeirra verið tvíþætíur: Annarsvegar að rýra fjármála- vald Frakka og lina þannig tok þeirra á smáríkjunum um- hverfis Þýskaland. Hinsveear að gefa frönsku stjórninni nóg að starfa heima fyrir, svo að hún hefði ekkert tóm til þesS að rannsaka hinn leynilega cn hraða, endurvígbúnað, er frám fór austan Rínarfljóts. í þann mund, er þýskarinn var að semja við Fraser og Willy, vissu samsæi'ismernirn ir, að frankinn myndi hrvnja, ef honum væri gefið dáiítið spark. Með því að gefa hinnm and-frönsku amerísku blöðum frásögnina um svikabrull frönsku stjórnarinnar, ætluðu þcir þessum blöðum að gera út af við írankann. Auðvitaö voi'U þó engir aðrir falskir peningar í umferð en þeir, sem ger'ðir höfðu verið í Þýskalandi eða (Jngverjalandi. V0ö0<xxxx>000000öö00<xx>0000<x>00ööö00ö<>0<xx>ö0000000ö000<><x><>00000000<xxx>0000d00000<x>j X - 9 Eftir Robert Storm /ÖOÖOÖOOÖÖOÖÖÖOÖOÖOOOÖÖOOOOÖ' OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' Almenningsvagninn til Eastfield. Maðurinn í bið- röðinni: — Vertu ekki að ýta. Hvað liggur ,á? Á ! meðan: X—9: — Bill, þetta er X—9. Við höfum elt Alexander hingað. Jeg.ætla að biðja þig að athuga hvöfit hann á ættingja eða vini hjer. Bill: — Jeg hefi skýrslu.um hann hjerna á borðinu fyrir fram- ah -mig. Móðir háns á heima í Eastfield. Alexander í almenningsvagninum': — Bjáni var jég, að fara í almenningsvagninum. Það er best að jeg fari út næst, þegar vagninn nemur staðar. ♦ 4. . » . . b * • > 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.