Neisti - 26.11.1978, Blaðsíða 6

Neisti - 26.11.1978, Blaðsíða 6
Neisti 12. tbl. 1978 bls. 6 Forbyltmgarkreppa í fran Hagsmunir stórveldanna Stórveldin Bandaríkin, Sovétríkin, Kína, V-Þýskaland og Bretland hafa öll lýst yfir stuðningi við franskeisara. Hagsmunir kapítalísku landanna eru augljósir: „f fran eru mestu olíulindir Vesturlanda“ segir Sonja. fran tilheyrir reyndar Austurlöndum. Eins og fram kom í grein um íran hér í blaðinu hafa þessi ríki einnig hagnast á iðnvæðingu frans. Hernaðarlegt mikilvægi írans er mikið fyrir Bandarikin og Sovétríkin, þar eð landið liggur að hinu síðar- nefnda. Það er vitað mál að Banða- ríkjamenn hafa lengi haft „aðgang“að Sovétríkjunum frá leppríkjum sínum í austri einsog fran ogTyrklandi. Sovét- menn hafa bitra reynslu af þessu og reyna því að vingast við Pahlavi eins og Stalín ættfaðir gerði áður fyrr. Hann drap í fæðingu sjálfstjórnarlýðveldið Azerbaijan um 1946 að beiðni frans- keisara. Kínverjar hafa lýst yfir stuðningi við keisarann. Heillaóskaskeyti Hua for- manns fékk samflot með skeytum hnetubónda og Brezhnevs til hallarinn- ar í Teheran þegar Reza Pahlavi átti afmæli um daginn. Hua sagðist m.a. vona að „vinaleg samskipti og sam- vinna milli írans og Kína muni halda áfram að vaxa og styrkjast." Er að furða að Verkalýðsblaðið haldi kjafti um fran? Okkur er ljúft og skylt að geta þess að Kúbanir muna enn þá hverjir stóðu fyrir öllu því böli sem þeirmáttu þola á sokkabandsárum byltingarinnar. Þeirra heillaóskaskeyti munu seint eiga sam- flot með skeytum kúgaranna, Banda- ríkjamanna, til hallar slátrarans í Teheran. f málgagni kúbanska komm- únistaflokksins hefur frá ágústlokum verið greint ítarlega frá átökunum I íran. Hefur þar verið dustað af flestum nothæfum blótsyrðum spænskrar tungu til þess að úthúða íranskeisara og heimsvaldasinnunum. ógk Persneskt ævintýri í íran ríkir ströng ritskoðun og þær fréttir sem umheiminum berast af atburðum í landinu eru einkaskoðanir keisarans. Að undanförnu hafa þessar skoðanir prýtt forsiður „blaðs allra landsmanna", Moggans, og kom eng- um á óvart. Það sem er öllu alvarlegra er að þessar sömu skoðanir hafa rutt sér braut inn á heimili landsmanna fyrir tilstilli ríkisfjölmiðlanna. Gott dæmi er umfjöllun Sonju Diego 21. nóv. s.l. um ástandið í íran. Var þar mest fjallað um hversu hryggur keisar- inn væri yfir því að allir þeirsem hann hcfði hyglað að á ferli sínum skyldu vera að yfirgefa hann. Sonja er hér að ræða um það sem hagfræðingar nefna „fjármagnsflótta". Fjármagnsfiótti snertir aðallega hagskipun kapítalísks þjóðfélags. Vinskapur eða fjandskapur hafa lítil áhrif á hann. Sonja gerði sér ekki það ómak að ræða um raunverulegar ástæður fyrir óánægju fólksins. Málunum er alltaf ýtt út í huglægar víddir, pöpullinn á svo gott með að skilja á þeirri bylgjulengd. Gott dæmi er þegar er- lendar fréttastöðvar segja að barist sé um hvort konur eigi að ganga með blæju fyrir andliti eða ekki o.s.frv. Æi, þessar fréttir eru eins og eitt hugljúft persneskt ævintýri. „Verka- menn neita að hlýðnast skipun keisar- ans!“ hrópar Mogginn. „Ef keisarinn fellur þá er voðinn vís!“ segir Sonja fréttamaður. Hvers vegna er írönsk alþýða svo óánægð ef henni finnst hún lifa í ævintýraheimi. ógk Kröfur fólksins 6. nóvember s.l. voru sett herlög í öllu fran. Útgöngubann er frá rökkri til dögunar. Bann er við fundum fleiri en tveggja einstaklinga á götum úti. Menn eru almennt sammála um að þróun mála í fran sé komin á nýtt stig og að ískyggilega horfi fyrir slátraranum, Mohammad Reza Pahlavi. f fyrsta skipti síðan stjóm Mossa- deghs var steypt af stóli fyrir tilstilli CIA árið 1953 hefur fjöldabaráttan í íran haft afgerandi áhrif á þróun þjóð- mála þar. f fyrsta skipti hefur fólk þorað út á göturnar til mótmæla. Upp- hafiega var mótmælt morðum keisara- lögreglunnar á saklausu fólki. Við- brögð keisarans við mótmælunum komu engum á óvart: skotið var á fjöldann, menn handteknir, pyntaðir, drepnir. En öllum á óvart, ekki síst keisaranum, hætti fjöldinn ekki að mótmæla. Samkvæmt múhammeðstrú eru látnir menn syrgðir 3, 7 og 40 dögum eftir dauða sinn. Þessum sorg- arathöfnum fjölgaði í sífellu á árinu og þær fóru að breytast í mótmælaað- gerðir. Að lokum varð þetta daglegt fyrirbæri og kröfurnar fóru að taka á sig æ pólitískari blæ. Það var komið að því að 25 ára niðurbæld reiði íranskar alþýðu syði upp úr. íranskur kapítalismi í ógöngum Mikilvægasta útflutningsafurð frans er olía. Olíuframleiðslan er stór hundraðshluti af allri olíuframleiðslu heimsins og mjög mikilvæg fyrir Vesturlönd. Það er því eðlilegt að handbendi borgarastéttarinnar á vest- urhveli jarðar (Carter og legátar) hafi áhyggjur af framvindu mála í fran. Hin þróuðu vestrænu ríki hafa um áratuga- raðir hagnast á nýlendustefnu sinni í ríki keisarans, hagnast á fátækt fólks- ins og lágum launum þess, hagnast á Eins og áður sagði spruttu mótmæli í upphafi af sorgarathöfnunum. En áður en langt um leið tóku þau á sig pólitiska mynd og kröfugerðin varð skírari. Verkföll hófust, hið mikilvæg- asta í olíuiðnaðinum, sem stöðvaði allan útfiutning olíu. Því mun fram- fylgt ennþá, utan hvað innanlands- markaði er sinnt lítillega. 400.000 kennarar lögðu niður vinnu og hefur ungdómurinn því gengið laus í allt haust og ekki látið sig vanta í kröfu- göngurnar. Fjölmiðlar stöðvuðust, ríkisstofnanir og ráðuneyti. Samgöng- ur röskuðust, m.a. hefur íranska flug- félagið ekki starfað í langan tíma. Og annað er í þessufn dúr. til forbyltingarástands. Keisaradæmið á stutt eftir. „Stjórnin fer með okkur eins og dýr." Hvert stefnir? fáfræði þess. Hagsmunir heimsvelda- stefnunnar hafa verið samslungnir hagsmunum keisarans, sem hefurfarið vel með sig og látið 700.000 manna her vernda spor sín. Árið 1960 hóf Pahlavi iðnvæðingar- herferð sína og hugðist byggja upp nýtískuiðnað en ryðja úr vegi hinum fábrotna persneska handiðnaði. Þessi iðnvæðing hefur gengið seint og nær enn sem komið er til lítils hluta þjóð- arinnar og er óhætt að fullyrða að smæsti hluti hennar njóti góðs af. Gamla handiðjan er enn ríkjandi og eru að meðaltali tvær manneskjur við hverja framleiðslueiningu. Erlend iðnríki njóta góðs af iðnvæð- ingu frans því að þau selja tæknikunn- áttu, vélar og varahluti til landsins. Sitji keisarinn áfram kemur hann til með að halda áfram að versla við iðn- veldin. Það er þeirra hagur að veldi hans sé sterkt. íranskur efnahagur byggir á tengsl- Einn af mikilvægustu áföngum baráttunnar er að samstaða hefur oft náðst með fólkinu og hermönnum keisarans. Fólkið hefur þyrpst að þeim, stráð yfir þá blómum og hrópað: „Hermenn, bræður! Hvers vegna skjótið þið bræður ykkar og systur?" Oft hafa hermennirnir lagt niður vopn, neitað að hlýðnast fyrirskipunum yfirboðara um að skjóta á manngrú- ann, eða að þeir hafa hreinlega gengið í lið með fjöldanum. Má þar með undanförnu segir m.a.: „Sjáðu til, á þeim 25 árum sem lið- in eru frá valdaráninu 1953 hafa margir misst a.m.k. einn meðlim fjölskyldu sinnar vegna kúgunar keisarans, og einn eða tveir til viðbótar eru í fangelsi. Efnahags- ástandið er einnig ein af ástæð- unum fyrir niðurlægingu fólksins. T.d. eru meðallaun verkamanna 1-2.000 tómanar (89.518) á mán- uði, í mesta lagi. Af því fara 1.000 tómanar í húsaleigu fyrir fimm manna fjölskyldu, og fiestar fjöl- skyldur eru stærri en það. Og á hverjum degi sér fólk barsmíðar lögreglunnar á götum úti, handtök- ur o.s.frv. Ef þú lifir ekki við þessar aðstæður skilurðu ekki tilfinningar fólksins. Stjómin fer með okkur eins og dýr.“ Barátta íransks almúgaersjálfsprottin, leiðin er vörðuð líkum, en ekkert bugar stolt eða baráttu hug hans. Þegar for- byltingarkreppa er í augsýn í íran hljót- um við að spyrja sjálf okkur: Hvert stefnir? Það er enginn fjöldaflokkur í íran sem haft getur forystu fyrir kröfu- gerðinni og baráttunni á næstu vikum. Tudeh-flokkurinn (gamli Stalínistar) nýtur óskiptrar fyrirlitningar vegna svikanna 1953 (sjá 10. tbl. Neista) og vegna þess að hann hefur verið handgenginn keisaranum fram til þessa. Maóistar fara huldu höfði eftir hina illræmdu heimsókn páfans í Peking, Hua, til slátrarans í Teheran í haust. Trotskistar eru í sókn en ráða ekki yfir þeim áhrifum sem dygðu til forystu. Margir íbúa írans virðast binda vonir við Ayatollah Khomeini, aldraðan trúarleiðtoga sem dvelst nú í útlegð í París. Borgarapressan hefur túlkað þær vonir á þann veg, að fólk vilji umbætur á trúarmálum í landinu. Það eina sem Khomeini hefur sagt er að hann muni aldrei sætta sig við stjórn keisarans, og lái svo hver sem er alþýðunni fyrir að vera sammála þessu. Vegna þeirrar pólitísku kúgunar sem ríkt hefur í íran s.l. aldarfjórðung er vitundarstig fjöldans lágt og hanngerir sér óljósar hugmyndir um hvert beri að stefna. Kröfur hans ganga mislangt. Sumir vilja lýðræði, frelsi, að spilling verði upprætt, kúgun af lögð. Sumir vilja hefnd. Einhverjir sjá allt þetta í pólitisku samhengi og vilja byggja sósíalískt verkalýðsríki í þessu gamla ævintýralandi. Hvað svosem verður útkoman úr þessari stórfenglegu fjöldabaráttu lýs- um við yfir stuðningi við íranska al- þýðu. Hugsjónir hennar eru fagrar og málstaður hennar, sem svo margir af sonum og dætrum hennar hafa fallið fyrir, ætti að vera hverjum alvarlega þenkjandi verkalýðssinna heilagur. Niður með slátrarann! Niður með heimsvaldastefnuna! Lifi barátta ír- anskrar alþýðu! Ólafur Grétar Hua Kuo-feng, enn titlaður formaður, flyt.ur lofrullu í samsæti í höll slátrarans. A myndina vantar moldvörpuna góðkunnu. Hun hefur nu komið 1 leitirnar. um við alþjóðlegt auðmagn, sem hlýtur að verða ótryggur bandamaður við aðstæður eins og nú ríkja í íran. Al- þjóðleg kreppueínkenni e'ndurspeglast ívið skarpar í íran m.a. vegna hins lítt þróaða iðnaðar og ófullnægjandi landbúnaðarframleiðslu. Ljóst er, að þar sem engin verkalýðsfélög eru leyfð, gerir borgarastéttin það sem henni þóknast þegar þröngt gerist um hag hennar. Undanfari mótmælanna í ár voru þannig ósvífin aðför að kjörum verkalýðs og bænda. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Það má með nokkrum rétti fullyrða að forbyltingarástand ríki í íran. Gíf- urlegur fjármagnsfiótti hefur átt sér stað á undanförnum vikum og hefur farið upp í 50 milljónir bandaríkjadala á dag. Borgarastéttin hefur þannig lagt drögin að hruni íransks efnahags, atvinnulífs og viðskipta. Afleiðing- arnar eru algjörlega ófyrirsjáanlegar. Her og lögregla ráða ekkert við ástandið. Þor og máttur fólksins hefur vaxið við hvert mannsfall. Enginn óttast lengur dauðann. Við svo búið er alþýðan ósigrandi. Augljóst er að íran uppfyllir þau skilyrði sem félagi Lenín setti fyrir því að byltingarástand ríki: „Þegar „lág- stéttirnar" vilja ekki búa við hina gömlu skipan, og „yfirstéttirnar" geta það ekki lengur". íranskt þjóðfélag er í kreppu. írönsk alþýða vill fórna sér fyrir byltinguna. Byltingin er komin á dagskrá. fullyrða að yndisleikur tilverunnar sé orðinn harla lítill í augum keisarans, því að hingað til hefur það verið herinn sem hefur haldið honum við völd. En jafnframt eykur þetta líkurnar á „björgunaraðgerð" af hálfu Banda- ríkjamanna líkt og gert var í Zaire fyrr á þessu ári. („Björgunaraðgerð“ = innrás.) Fólkið krefst eftirfarandi: 1. Endir verði bundinn á herlög og herstjórnin leggi niður völd. 2. Pólitískir fangar verði látnir lausir og útlögum leyft að snúa heim. 3. Leyniþjónusta keisarans, SAVAK, verði leyst upp og deildir hennar innan verksmiðjanna lagðar niður. 4. Ráðist verði gegn spillingu innan ríkisstofnana t.d. Iranska olíufélagsins. 5. Upphafsmönnum fjöldamorða þeirra er átt hafa sér stað verði refsað. 6. Allar kröfur þeirra 400.000 kenn- ara sem eru í verkfalli verði uppfylltar. Ljóst er að kröfugerðin er miklu víð- tækari en að ofan greinir. T.d. erkrafa nr. 1 yfirleitt: Niður með keisarann! Ennfremur er fólkið ekki alls kostar ánægt með kjör sín, það vill fá að skipuleggja verkalýðsfélög, sem þykir nokkuð sjálfsögð krafa í hinum „siðvædda heimi“. franskur maður, sem tekið hefur þátt í mótmælunum að

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.