Neisti - 26.11.1978, Blaðsíða 1

Neisti - 26.11.1978, Blaðsíða 1
12. tbl. 1978 - 26. nóvember. ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST Verö í lausasölu kr. 200. FYLKING BYLTINGARSINNAÐRA KOMMUNISTA - STUÐNINGSDEILD FJORÐA ALÞJOÐASAMBANDSINS Alþýðu banda/agið: Van/íðan jA' :i* / stjornar I stó/um $T F*Oánægjan vyy & ■ / ^ " J ijlkraumar í» *r ^v.' 7-/ Sjá bls. 4 Verjum kjörin með virkri baráttu Ályktun miðstjórnar Fylkingarinnar Þessa dagana er verið að makka um það í ríkisstjórninni, hvern- ig eigi að leysa ,,voða“ þann, sem steðjar að þjóðinni, í gervi fyrirsjáanlegra launahækkana 1. des. n.k. Væntanleg launahækkun stafar af því, að skv. samningum á verkafólk að fá bættar þær verðhækkanir, sem hafa orðið sl. 3 mánuði. Þessar bætur væru þó ekki eins aðkallandi vanda- mál og fjaðrafokið í stjórnar- flokkunum ber vitni um, ef at- vinnurekendur treystust til að standa við gerða samninga. En það vilja þeir ekki. Úrræði allra stjórnarflokkanna miða að því að greiða úr þessum vandræðum atvinnurekenda, en flokkana greinir á um leið- irnar. Alþýðubandalagið reynir að telja verkafólki trú um að það sé hægt að styrkja atvinnu- rekendur til frekari óráðsíu og brasks, án þess að það komi niður á kaupmætti launa. Það hefir því lagt fram tillögur þar að lútandi, eftir að hafa tryggt stuðning verkalýðsaðalsins í flokknum. Þessi leið leysir stundarvanda atvinnurekenda, hún dregur úr launahækkunum. Hún leysirog stundarvanda verkalýðsforyst- unnar - kjaraskerðingarnar eru ekki augljósar og opinskáar. Hinir stjórnarflokkarnir hafa hins vegar kastað grímunni, og lagt til beinar, ófegraðar kjara- skerðingar. Tillögur Alþýðubandalagsins munu fela í sér verulegt tekju- tap og aukin útgjöld fyrir ríkis- sjóð. Því verður m.a. mætt með niðurskurði á félagslegum framkvæmdum, sem Alþýðu- bandalagið hefur fallist á, og svo með ónógri hækkun skatt- vísitölu, - aukinni skattheimtu á launafólk. Lokaniðurstaðan er kjaraskerðing. - 0 - Aðstaða verkalýðshreyfíngar- innar til að berjast gegn kjara- skerðingum af hálfu ríkisstjórn- arinnar er næsta torveld, og veldur þar mestu um afstaða verkalýðsforystunnar undan- farna mánuði. Með örfáum undantekningum hefur verkalýðshreyfingin haft hægt um sig, en falið stjórn- málamönnum forsjá mála. Frá því í allsherjarverkfallinu fyrst í mars var stefnan sú að bíða kosninga og vonast eftir sigri verkalýðsflokkanna. Aðgerðir Verkamannasambandsins voru áhrifalausar, enda aðeins liður í áróðursherferð verkalýðsflokk- anna. Kosningasigurinn vannst, og verkalýðsflokkarnir mynduðu stjórn með Framsókn, knúnir til þess af þrýstingi verkalýðs- hreyfingarinnar. En verkalýðs- forystan gerði ekkert til að tryggja úrslitaáhrif hreyfingar- innar á stjórnarstefnuna. Kosningaúrslitin urðu vissulega til þess, að stjórnin lét sér nægja 1. sept. að fresta kjaraskerð- ingum í þrjá mánuði, en nú er komið að skuldadögum. Þessi tími hefír ekki verið notaður til þess, að móta markvissar kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar til ríkisstjórn- arinnar. Þess í stað hafa for- ystumenn verkalýðsins þæft um endurskoðun vísitölukerfisins við fulltrúa auðvaldsins í stjórn- skipaðri nefnd, og þingað við flokksbræður sína bak við tjöldin. Fæstum þeirra hefir hinsvegar komið í hug, að ráðgast við umbjóðendur sína, almenna félaga verkalýðshreyfingarinn- ar. Þess vegna er hreyfingin vanbú- in til átaka, og leggst þar á eitt, samábyrgð verkalýðsforystunn- ar á tillögum ríkisstjórnarinnar, og aðgerðaleýsi hennar innávið. Það er lífsnauðsynlegt að snúa blaðinu við í þessum efnum nú þegar. Því lengra sem verka- lýðshreyfingin hörfar fyrir þess- ari ríkisstjórn, því ósvífnari verður næsta ríkisstjórn. Því daufari sem baráttan gegn kjaraskerðingu þessarar stjórnar er, því auðveldari verður leikur- inn fyrir auðvaldið þegar hún fer frá. - 0 - Þess vegna má verkalýðshreyf- ingin ekki hörfa hænufet, held- ur endurvekja þær baráttuað- ferðir, sem best hafa dugað undanfarin ár, og krefjast þess að auki, að þeir atvinnurekend- ur, sem „geta“ ekki greitt um- samin laun, verði sviptir for- ræði fyrirtækja sinna, og þau verði ríkiseign, en undir stjórn verkafólksins sjálfs. - 0 - Það hefir komið á daginn einu sinni enn, að borgaraleg ríkis- stjórn er og verður ætíð verk- færi í höndum burgeisanna. Ef ríkisstjórnin er ekki að velta fyrir sér kjaraskerðingaáform- um, er hún að millifæra fé úr einum auðvaldsvasanum í ann- an. Úrræði handa ráðþrota bur- geisum - Bjargræði fyrir ráð- þrota burgeisa er hennar aðal- vandi, og þessi bjargræði fela í sér kjaraskerðingar. Þær verða ekki léttbærari þótt tillögurnar séu samdar í samráði við verkalýðsforystuna, og hún hafi fallist á þær til að tryggja flokksbræðrum sínum ráðherra- embætti nokkra mánuði í við- bót. Þess vegna verða flokksmenn verkalýðsflokkanna að krefjast þess, að verkalýðsflokkarnir hætti þátttöku sinni í ríkis- stjórn, ef þeir geta ekki boðið uppá annáð en sömu gömlu kjaraskerðingalummuna. Frá- leitt er að verkalýðshreyfingin styðji slíka stjórn, og plægi þar með jarðveginn fyrir enn frekari kjaraskerðingar. í stað þess verður að sameina alla hreyfinguna til varnar, til að verja lífskjörin en ekki em- bættin, og leggja á þann hátt hornstein þeirri sókn til annars og betra þjóðfélags, sem er enn framtíðarverkefni verkalýðs- hreyfingarinnar, sókn til sósíal- ísks þjóðfélags og verkalýðs- valda. Sjá nánar hver kjara- skerðingin er á siðu 3. Forbyltingar kreppa r í Iran („Stjórnin fer ímeð okkur 11 eins og dýr. 1 Sjá bls. 6 I Fjárlaga ifrumvarpið Jyrir 1978 Niðurskurður fé/ags/egra framkvæmda og hækkun tekjuskatts á a/mennum \launatekjum. ' Sji bls. 2

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.