Neisti - 26.11.1978, Blaðsíða 7
Neisti 12. tbl. 1978 bls. 7
Ó, þjóðir hhmar
löngu þjáningar . . .
Svo ávarpaði Pablo Neruda ríki
Mið-Ameríki í ljóðabálki sínum Canto
General. Seint yrðu raktar þær þján-
ingar sem hrjáð hafa íbúa bananaveld-
anna, jafnt undir oki innlendra-
fóla sem erlendra og þá sér í lagi
umboðsmanna bandarískrar heims-
valdastefnu. En barðir þrælar hafa
löngum haft tilhneigingu til að slá til
baka, fyrr eða seinna. Sú varð raunin á
í Nicaragua í ágúst og september s.l.
Þau átök voru reyndar hápunkturinn á
þróun þeirri sem átt hefur sér stað í
Nicaragua síðustu árin. Byssurnar eru
nú hljóðnaðar í bili, en víða er hugað
að vopnum og vistum fyrir næstu átök.
Somoza í sárum
Veldi Somozaættarinnar hrundi
ekki endanlega í átökunum í haust. En
drekinn er illa særður. Það sem enn
tryggir Somoza völdin, eru tök hans á
Þjóðvarðliðinu (Guardia Nacional),
auk þess sem jafnt innlend burgeisa-
stétt og bandarísk heimsvaldastefna
eru hikandi við að stuðla að því að
Somoza falli, án þess að hafa tryggt
fyrir fram að sú breyting fari „skipu-
lega“ fram, þ.e. að þjóðfélagsgerðin
breytist ekki að marki. Auk þess sem
slíkt myndi valda ,,upplausn“ í landinu
sjálfu, yrðu afleiðingar þess ófyrirsjá-
ánlegar í nágrannalöndunum í Mið-
Ameríku.
Þeir pólitísku straumar innan bur-
geisastéttarinnar, sem andvígir eru
Somoza, voru að nokkru innikróaðir
meðan á átökunum stóð; annars
vegar var Somoza, ákveðinn í að verja
veldi sitt hvað sem það kostaði og hins
vegar andstöðuhreyfingin með FSLN
(Fylking Sandinista til þjóðlegrarfrels.-
unar) í broddi fylkingar, en róttækni
fjöldans fór mjög vaxandi eftir því sem
á átökin leið. Þessir pólitísku straumar
reyna nú að hagnýta sér það „hlé“ sem
nú ríkir, til að treysta stöðu sína. Þeir
vilja losna við Somoza án þjóðfélags-
byltingar og án þess að leysa upp Þjóð-
varðliðið til þess að geta við samninga-
borð hindrað sigur hinnar róttæku
andstöðuhreyfingar. Þjóðvarðliðið
mætti síðar nota til að brjóta Sandin-
ista á bak aftur þegar búið væri að af-
greiða Somoza.
Þessir hlutar burgeisastéttarinnar
halda á lofti því sem þeir nefna „þriðju
leiðina", á milli veldis Somoza og
„öfgaleiðarinnar sem fáir vilja", til þess
að setja á stofn „lýðræðislega ríkis-
stjórn er hrindi í framkvæmd félagsleg-
um, efnahagslegum og pólitískum
endurbótum, og bætt geti líf fólksins í
Nicaragua". Hin borgaralega stjórn-
arandstöðufylking FAO (Frente
Amplio de Oposición) hefur reynt að
komast að einhverjum samningum við
Somoza og staðið í viðræðum jafnt við
fulltrúa hans, sem og öfl til vinstri. í því
ætlunarverkefni sínu að gera „þriðju
leiðina" trúverðuga, nýtur FAO stuðn-
ings borgaralegra ríkisstjórna í Róm-
önsku Ameríku (Costa Rica, Venezú-
ela, Kólumbía) og ýmissa bandarískra
áhrifamanna. I áætlun FAO er ekki
gert ráð fyrir að Somoza verði sviptur
eignum sínum, en stefnt skuli að því að
Þjóðvarðliðið verði her ,,í þjónustu
lýðræðisins og í þágu þjóðarinnar“.
Sandinistar
Þrátt fyrir að FSLN hafi orðið að
hörfa undan her Somoza, er langt frá
því að hreyfingin hafi orðið fyrir alls-
herjaráfalli. Auk þess styrktu skæru-
liðar hennar stöðu sína meðal alþýðu
manna eftir því sem á átökin leið.
FSLN er engan veginn samstæð heild.
Þar hafa um nokkurt skeið tekist á þrír
armar og deila þeir um hvernig skuli
haga baráttunni gegn Somoza. „Upp-
reisnarsinnar" (Tendencia Insurrecci-
onalista) telja að sýnt hafi verið fram á
að Þjóðvarðliðið sé tiltölulega veikt og
að fólk hafi komið auga á að hægt sé
,,að sigra heri Somoza hernaðarlega".
Þá segjast þeir berjast fyrir bráða-
birgðabyltingarstjórn er hefja skuli
störf sín á að svipta Somoza eignum
sínum.
Aðrir innan FSLN telja þessa af-
stöðu byggjast á of mikilli bjartsýni, er
ofmeti styrk hreyfingarinnar, en van-
meti styrk andstæðingsins. „öreiga-
línan“ (Tendencia Proletaria) innan
FSLN telur ekki rétt að setja kröfuna
um bráðabirgðabyltingarstjórn á odd-
inn heldur að „safna fólki kringum það
markmið að steypa Somoza, til þess að
koma á fót lýðræði með fullum póli-
tískum réttindum".
Ný átök?
Ástandið er enn eldfimt í Nicaragua.
Somoza dregur sig ekki í hlé nema
eignir hans séu tryggðar og Þjóðvarð-
liðið fái að starfa óbreytt, hin borgara-
lega stjórnarandstaða hefur slegið af
kröfum sínum gagnvart Somoza, eftir
að hafa orðið vitni að vaxandi rót-
tækniþróun, auknu fylgi Sandinista og
hinni ákveðnu afstöðu Somoza. Nú hef-
ur hún að mestu gengið inn á tillögur
Bandar. um „takmarkað lýðræði“, þar
hefur fylgi Sandinista og hinni ákveðnu
afstöðu Somoza. Nú hefur hún að
mestu gengið inn á tillögur Banda-
ríkjanna um „takmarkað lýðræði“, þar
sem gert er ráð fyrir bráðabirgðar-
stjórn er efni til kosninga, án þess að
hreyfa við einu né neinu. f slíkum kosn-
ingum yrði FSLN væntanlega úti-
lokuð, að kröfu Somoza og félaga.
Þessi áætlun er í algjörri andstöðu við
vilja Sandinista og hinnar róttæku
andstöðuhreyfingar og kemur ekki til
móts við neina af þeim grundvallar-
kröfum er barist varfyrirs.l. haust. Þar
af leiðir að þar sem andstöðuhreyf-
ingin og Sandinistar halda styrk sínum
en veldi Somoza og Þjóðvarðliðið er í
úlfakreppu, þá bendir flest til átaka,
sem yrðu líklegast bæði útbreiddari og
harðari en þau sem áttu sér stað á síð-
astliðnu hausti.
RUFUS
Þessi mynd var tekin við brottförina frá
Managua í ágúst eftir að FSLN hafði fengið
politiska fanga látna lausa í skiptum. fyrir
þingmenn sem teknir voru sem gislar.
Neistar utanúr heimi
Rudolf Bahro
16. nóvember sl. var haldin ráðstefna í V-Berlín til stuðnings a-þýska andófs-
manninum og kommúnistanum Rudolf Bahro. Margt þekktra manna úr
evrópskri verkalýðshreyfingu og úr hinni byltingarsinnuðu vinstri hreyfingu tók
þátt í taðstefnunni. Bahro hefurnú veriðdæmduríátta ára fangelsi fyrir „njósnir"
og'hefur verið haldið algerlega einangruðum í fangelsinu. En í bréfi sem honum
tókst að koma til „Der Spiegel" kemur fram að hann lætur hvergi deigann síga.
Þar segir hann m.a. að hann hafi ákveðið að fylgja veginum sem hann hafi valið.
Einnig kemur fram að hann er kommúnisti og álítur Sovétríkin og A-Þýskaland
ekki kapitalísk.
(Internationalen)
Andstöðuvottur í Búlgaríu
f mars síðastliðnum sendu fjórtán búlgarskir andófsmenn frá sér yfirlýsingu þar
sem m.a. var krafist að öllum mannréttindabrotum yrði hætt. Þá var og krafist
tjáningarfrelsis og að Búlgarar fengju ferðafrelsi. Einnig var krafist endurbóta í
tryggingarmálum og að kauphækkanir vægju upp á móti verðhækkunum. Þá var
og farið fram á frelsi til að stofna verkalýðsfélög án afskipta ríkisins. í viðtali við
Kiril Yanachkov, búlgarskan andófsmann búsettan í París, kemurfram að hann
trúir þvt, að óvíða i heiminum séu eins margir pólitískir fangar, miðað við
mannfjölda, og í Búlgaríu.
(Intercont. Press)
Bandarísk lúxushótel í Kína
Ákveðið hefur verið að bandaríski hótelhringurinn Intercontinental sem er í
eigu Pan Am-flugfélagsins byggi 5-6 stór lúxushótel í Kína. Þau fyrstu ciga að
verða tilbúin árið 1981. Samkvæmt samningi milli kínversku stjórnarinnar og
Intercontinental á ágóðinn að skiptast á milli beggja aðila. í framhaldi af þessu
væri ekki svo fráleitt að ætla að Coca Cola verksmiðjurnar setji næst upp útibú í
Kína.
(Internationalen)
Austurríki:
Sigur kjarnorkuandstæðinga
Eins og kunnugt er unnu austurrískir kjarnorkuandstæðingar sigur er tillaga
um byggingu kjarnorkustöðva var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum. í
viðtali í lnternationalen, málgagni sænskra trotskista, við Felix Stelzer, félaga í
GRM (deild F.A. í Austurríki) kemur fram, að sigurinn vannst m.a. vegna þess
að kjarnorkuandstæðingar gátu bent á að mörg kjarnorkuver gátu ekki hafið störf
vegna bilana og þannig sýnt fram á að bygging þeirra borgi sig ekki. Þá kom og
fram í viðtalinu, að iðjuhöldar lögðu frarn 11 milljónir sænskra króna til áróðurs.
Einnig kemur fram að austurrískir trotskistar voru þeir fyrstu til að krefjast
þjóðaratkvæðágreiðslunnar.
Greiðið áskriftargjaldið
Neisti er alltaf á hausnum.
Einu tekjur okkar eru áskriftargjöld og lausasala.
Það sparar okkur mikla vinnu, ef áskrifcndur ganga við á skrifstofu
Fylkingarinnar á skrifstofutíma hennar og greiða áskriftargjöld sin.
Áskriftin er kr. 1700 fyrir seinni hluta árs '78 og var sú sama fyrir fyrri hluta árs.
Gírónúmer Neista er 17513-7.
Námsstarf
Leshringir um grundvallaratriði byltingarsinnaðs sósíalisma munu taka til starfa
fljótlega uppúr áramótum. Þeir sem vilja vera með eru beðnirað skrá sig sem fyrst
á skrifstofu Fylkingarinnar, í síma 17513, milli kl. 5 og 7 á virkum dögum.
Kynnist stefnu okkar og starfi.
Fylkingin.
Skrifstofa Fylkingarinnar er
opinfrá 5-7
Skrifstofa Fylkingarinnar. að Laugavegi 53 A, er opin alla virka daga frá kl. 5-7,
laugardaga 2- 4.
Á skrifstofunni er hægt að greiða áskriftargjöld Neista, skrá sig í leshringi, fá
keypt útgáfuefni ýmislegt, glugga í blöð og timarit sem ekki eru annarsstaðar á
boöstólum.
Fylkingin fertug
Grein Ragnars Stefánssonar um Fylk-
inguna fertuga, sem birtast átti í þessu
tbl. verður að biða næsta blaðs vegna
plássleysis.
Ritn.