Neisti - 26.11.1978, Blaðsíða 3
Opið bréf til Neista og
Fylkingarinnar
I tilefni af umrœðufundi EIK-ml
Það er nú ekki á hverjum degi sem ég
sting niður penna en nú get ég satt að
segja ekki orða bundist.
Hvað ætlast Fylkingin eiginlega
fyrir?
Hvað er hún að hugsa?
Tilefnið til þessara spurninga er auð-
vitað auðsætt og öllum ljóst. Það hefur'
varla farið framhjá nokkrum manni að
ég fór á fund hjá Einingarsamtökum
kommúnista Marxlenínmaóistunum
um daginn. Þeir höfðu boðið einhverri
Baráttunefnd gegn heimsvaldastefnu
(sem að mér vitandi hefur ekki haft
nein afgerandi áhrif í baráttunni gegn
heimsvaldastefnu) að koma á fundinn
hjá sér og tala. Ég held nú satt að segja
að það hafi þeir bara gert til þess að
sýna okkur hinum hvernig skoðanir
maður á ekki að hafa. Þessir „baráttu-
menn“ töluðu svo eitthvað þarna og ég
skildi satt að segja ekki orð af því sem
þeir sögðu. Það ætti varla að þurfa að
benda á að það var auðvitað vegna þess
að þeir skildu það ekki sjálfir og það
var ekkert vit í því sem þeir voru að
segja. Þegar þrasinu í þeim lauk þá
lifnaði nú heldur betur yfir fundinum.
Þá stigu félagar úr Einingarsamtökum
kommúnista Marxlenínmaóistunum,
hver af öðrum upp í ræðustól og
skýrðu þetta allt saman út fyrir okkur
hinum.
Það voru þarna einhverjir Trottar
sem reyndu að halda því fram að Rúss-
land væri ekki kapítalískt ríki en hann
félagi Albert var nú ekki lengi að kveða
þá í kútinn. Rjóður og hraustlegur
þrammaði hann upp að ræðustólnum,
greip um hann með báðum höndum af
einstakri festu og orð hans eru mér
fersk í minni. Þau eru sá vísdómur sem
þið Fylkingarmenn ættuð að leggja til
grundvallar ef þið hafið einhverntíma
mannskap í ykkur til þess að mynda
ykkur endanlega skoðun á því hvort
Rússland er gott eða vont ríki. Hann
Albert sagði: „Vitiði hvernig kerfið er
þarna? Það eru stór plaköt á veggjun-
um og á þeim er kannski mynd af
hraðlest á fullri ferð (hér lét ræðumað-
urinn hendina þjóta á fullri ferð yfir
ræðustólinn til þess að sýna okkur enn
frekar þennan sálarlausa ógnvekjandi
hraða sem brýtur niður allt það góða
og fagra sem á vegi hans verður, og
hann hélt áfram lýsingu sinni á hrað-
lestinni) og hún er með rúblu framaná.
(Hér hækkaði félagi Albert rödd sína
mjög mikið til þess að okkur mætti
skiljast enn betur mikilvægi þess sann-
leiks sem hann var að flytja okkur).
Svona er kerfið þarna, - KAPÍTAL-
ISMI“’
Við klöppuðum honum öll lof í lófa
og ég sat rétt hjá þessum útsendurum
ykkar og ég sá hvernig vonleysið
helltist yfir þá. Ég skildi auðvitað strax
að það var af því að þeir höfðu verið
reknir á stampinn í pólitískum fræð-
um.
Þar með er ég kominn að kjarna
málsins í þessu bréfi. Hvenær ætlar
Fylkingin að hrista af sérslenið? Hven-
ær ætlar hún eiginlega að móta endan-
legar skoðanir og marka stefnu í því
hvaða þjóðir eru góðar,þjóðir og hvaða
þjóðir eru vondar þjóðir? Þetta er
nokkuð sem Einingarsamtök komm-
únista Marxlenínmaóistarnir eru búnir
að gera fyrir löngu síðan.
P.S. Ekki má ég gleyma að minnast á
hugljúft menningarinnskot sem við
fengum að njóta á þessum ágætafundi.
Á miðjum fundinum, var tilkynntur
flutningur menningarefnis og þá reis
upp karlmannlegur félagi úr Einingar-
samtökum kommúnista Marxlenín-
maóistunum, mundaði gítarinn sinn og
brosti alveg dæmalaust fallega til
okkar. öll kvæðin sem hann söng voru
ort í sönnum ungmennafélagsanda en
bernskuljóð Jóhannesar úr Kötlum
báru þó af. Af þeim gætuð þið Fylking-
armenn margt lært. Ég ætla að ljúka
þessu bréfi á tilvitnun í söng þessa unga
snillings og þegar ég skrifa þessi orð þá
finnst mér ég heyra hljómþýða rödd
hans berast til mín yfir hálfa borgina,
gegnum umferðadyn og veðragný:
ísland er ég, er ég brosi best
í blíðu skapi með góðan hest.
Byltingarsinni úr vesturbænum.
1. des.:
Háskóli í auðvaldsþjóðfélagi
1. desember 1978 velta námsmenn
við Háskóla fslands fyrir sér spurning-
um eins og: Hver er tilgangurinn með
námi mínu? Hvaða hlutverki gegni ég í
auðvaldsþjóðfélaginu eftir nám?
Þetta er mjög verðugt viðfangsefni
og kannski kominn tími til að varpa
ljósi á stöðu námsmanna innan þjóð-
félagsins. Efnisvalið hefur verið gagn-
rýnt fyrir að standa ekki í nægilega
nánu sambandi við verkalýðsmálin á
íslandi eða þau mál er hæst ber í „villta
vinstrinu" um þessar mundir. Það fer
vissulega mest eftir þeirri meðfcrð sem
efnið fær. hvort það tengist verkalýðs-
málum eða ekki. Við höfum ástæðu til
að ætla að svo verði.
Á undanförnum árum hefur fagrýni
verið nokkuð til umræðu í háskólum
erlendis og hefur einnig hér heyrst
dauft bergmál af þeirri umræðu. Þessi
dagskrá mun vera e.k. samantekt og
nánari útfærsia á hugmyndum manna í
þessum efnum. Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem markviss og yfirgripsmikil
fagkritísk umræða á sér stað meðal
námsmanna hér. Reyndar hafa komið
fram innlegg við og við, og ber ekki að
lítilsvirða þau. En. . . Til marks um
áhugaleysi manna má nefna að enginn
íslenskur stjórnmálaflokkur hefur
markað sér víðtæka og vel grundaða
stefnu í þessum málum og kannski ekki
við því að kúast hcldur.
Menn binda vonir við að dagskrá
vinstrimanna á I. des. marki nýjan
áfanga fyrir samfellt fagrýnið starf
námsmanna í HÍ. Það cr mikilvægt
fyrir námsmenn að malla saman
heilsteypta stefnu í málum sínum og er
þetta liður í því. Það er mikilvægt að
við beinum sjónum okkar að þjóð-
félaginu, reynum að byggja upp
samstöðu námsmanna og verkamanna
með því að nýta nám okkar í þágu
þeirra. Gagnrýni í námi leggur grund-
völlinn að gagnrýnu starfi þegar út í
þjóðfélagið er komið. Við eigum ekki
að rúlla þarna út eins og blóðmörs-
keppir með sérþekkingu og siðlausa
gróðavitund. Við eigum ekki að vera
tannhjól í „regluveldis-" maskínunni,
við eigum ekki að taka þátt í að
viöhalda því kerfi sem kúgar íslenskan
verkalýð. Við erum fólk með hugsun,
manndóm og kjark. Okkar hagsmunir
fara saman með hagsmunúm verka-
lýðs. Við berjumst fyrir sósíalisma!
I.ifi námsmannabaráttan!
Gagnrýnið nám í þágu verkalýðs!
I.ifi sósíalisminn!
HÍ-sella.
Berjumst fyrir þjóðar-
atkvœðagreiðslu um
herstöðvarnar og NATÓ
- og sigrum
Nýlega fór fram þjóðaratkvæða-
greiðsla í Austurríki um byggingu
kjarnorkuvers þar í landi. Þrátt fyrir að
velflestir stjórnmálamenn hafi verið
hlynntir notkun kjarnorku, og þess-
vegna byggingu þessa kjarnorkuvers,
tókst andstæðingum þess að hafa
nauman sigur. Svipuð saga hefir áður
gerst - þegar Norðmenn höfnuðu inn-
göngu í EBE í þjóðaratkvæðagreiðslu
fyrir sex árum.
I Austurríki voru velflestir stjórn-
málamenn fylgjandi kjarnorkuverinu,
og sér í lagi Kreisky, kanslari og
leiðtogi sósíaldemókrata. Sama var
uppi á teningnum í Noregi. Sama er
upp á teningnum á íslandi hvað varðar
herinn og NATO - og þess vegna er
þess langt að bíða að þingmenn komi
hernum úr landi, ef það getur orðið
nokkurn tímann.
Málefni á við kjarnorkuver, EBE og
hermálið falla að litlu leyti að hinni
hefðbundnu flokkaskipan, og t.d. er
nokkur ágreiningur um hermálið inn-
an Alþýðuílokksins og Framsóknar-
flokksins. Innan Alþýðubandalagsins
er einnig verulegur ágreiningur um
mikilvægi málsins og þær leiðir sem
eru færar því til framdráttar. Forysta
Alþýðubandalagsins álítur herstöðva-
málið annarsflokks mál, og tekur nú
þátt í ríkisstjórn, sem ætlar sér ekki að
stugga við hernum. Fjölmargir al-
mennir félagar eru hinsvegar ósáttir
við þessa afstöðu.
Forystumenn Alb. sjá ennfremur
enga leið aðra til að reka herinn en að
bíða þess að herstöðvaandstæðingar
verði í meirihluta á Alþingi, og vona
ennfremur að önnur mál verði ekki til
að fresta aðgerðum - eins og reyndar
hefur gerst í tvígang, er vinstri stjórnir
urðu að fara frá völdum án þess að
reyndi á loforð þeirra um brottför
hersins. Aðrir Alþýðubandalagsmenn
hafa hinsvegar tekið undir kröfu Fylk-
ingarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu
um herinn og NATO, og fyrir tilstyrk
þeirra gerðu Samtök herstöðvaand-
stæðinga þessa kröfu að sinni á síðasta
landsfundi.
Á þeim árum, þegar verkalýðshreyf-
ingin beitti sérgegn hernum og NATO
hér áður, var krafan um þjóðarat-
kvæðagreiðslu aðalkrafan. Megin-
krafa lýðsins á Austurvelli 1949 var
krafan um þjóðaratkvæði. Um leið og
herstöðvaandstæðingar taka þessa
kröfu upp á ný er ljóst að þeir geta lítils
stuðnings vænst við hana frá verka-
lýðsflokkunum, svo rammflæktir sem
þeir eru í þingræðisnetinu.
Þessvegna ér nauðsynlegt, að her-
stöðvaandstæðingar starfi af fullum
krafti og efli samtök sín stórlega, Her-
stöðvaandstæðingar mega ekki láta á
sig fá þótt fyrri bandamenn úr forystu
Alþýðubandalagsins standi nú að
fjandsamlegri ríkisstjórn, en það ætti
að undirstrika nauðsyn sjálfstæðra
samtaka herstöðvaandstæðinga.
Þjóðaratkvæðagreiðsla tryggir auð-
vitað ekki sigur í herstöðvamálinu, það
gerir aðeins virk barátta samtakanna.
Sama árið og Norðmenn höfnuðu EBE
jánkuðu Danir því, og það er auðvitað
ekki útilokað að herstöðvaandstæð-
ingar bíði lægri hlut í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Tvennt mælir þó gegn því:
Annars vegar, að til þess að til
þjóðaratkvæðagreiðslu komi, verður
andstaðan gegn hernum og NATO að
eflast enn frekar, og það er því aðeins
hægt, að það virðist mögulegt að gera
eitthvað í málinu. Hins vegar er hin
yfirlýsta stefna ASÍ, sem sýnir að her-
stöðvaandstæðingar eiga þar hauk í
horni, þótt lítið hafi borið á því.
Það er svo augljóst, að meðan treyst
er á þingliðið, mun herinn sitja sem
fastast - er það ekki ósigur fyrir
herstöðvaandstæðinga?
Kjaraskerðingarlögin
Þegar Neisti var að fara í prentun,
birtist í fjölmiðlum tillögur ríkisstjórn-
arinnar varðandi vísitölubætur launa
1. des. Samkvæmt tillögunum eiga
laun að hækka um 6.1%, en 8% af
vísitölunni á að „bæta“ með niður-
greiðslum (3%), skattalækkun (2%) og
félagslegum umbótum (3%). Það er
erfitt að gera sér grein fyrir því, hve
mikil kjaraskerðingin verður. Ef mið-
að er við kostnaðaráætlun Abl. (sjá
grein á baks.) má þó gera ráð fyrir að
kjaraskerðingin verði a.m.k.:
I. með niðurgreiðslum 1%
2. með skattalækkun 1%
3. með félagslegum umbótum 2%
Samtals 4%
Ef við reiknum með því, að bæði
skattalækkun og félagslegar umbætur
eru atriði, sem verkalýðsflokkarnir
hafa barist fyrir og þeir geta því ekki
selt, þá er kjaraskerðingin 8% mínus
2% sem niðurgreiðslurnar bæta kjör
verkafólks, ef þær verða ekki greiddar
af launafólki með niðurskurði áfélags-
legum framkvæmdum. Kjaraskerðing-
in er því minnst 6%.