Neisti - 30.01.1979, Page 1
1. tbl. 1979 - 30. janúar.
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST
Verð í lausasölu kr. 200.
Eflum samningsrétt BSRB
4 ld
AS AFJI
7
Baráttan fyrir víðtækari samnings-
rétti BSRB varðar allt launafólk. Frá
stofnun BSRB 1942 hefur krafa þess
verið: Samnings- og verkfallsrétt til
samræmis við annað launafólk, þótt
áherslan á þetta baráttumál hafí verið
misjöfn. Sá verkfallsréttur sem knúinn
var fram í víðtækri baráttu samtak-
anna á árunum 73-76 var að ýmsu leyti
skertur í samanburði við það sem gildir
um annað launafólk og kveðið er á um
í vinnumálalöggjöfinni.
Vinnumálalöggjöfín frá 1938 var sett
af borgarastéttinni í kjölfar langvinnra
verkfalla. Hún skyldi vera eins konar
rammi fyrir baráttu verkafólks svo hún
skaðaði ekki þýðingarmestu máttar-
viði þjóðskipulagsins. Hún var þannig
sett til að skerða rétt verkafólks til að
beita verkfallsvopninu, en til að hún
gæti orðið að veruleika varð hún um
leið að tryggja verkafólki ákveðin
lágmarksréttindi. Á tímum þegar
barátta verkalýðsins er veiburða og
gagnvart ákveðnum hópum innan
stéttarinnar getur vinnumálalöggjöfín
þannig orðið mikilvæg trygging. Þessi
lágmarksákvæði verður verkalýðs-
stéttin að verja um leið og hún má ekki
skirrast við að brjóta á bak aftur þau
ákvæði laganna, sem beinast gegn
hagsmunum verkafólks, þegar hún
hefur til þess styrk.
Vinnumálalöggjöfín endurspeglar
styrkleikahlutföllin milli stéttanna.
Atvinnurekendur og ríkisvald hafa í
seinni tíð notað hvert tækifæri til að
brjóta gegn þessum lögum til hagsbóta
fyrir sig eða breytt þeim í sama skyni.
Það er tímanna tákn að atvinnu-
rekendur og íhaldsöflin hafa á síðustu
árum haft í bígerð stórfellda árás á
verkfalls- og samningsréttinn. Að
mörgu leyti hafa þessi öfl viljað breyta
verkfallsréttinum almennt í þá veru
sem BSRB býr við nú, t.d. að svipta
félögin sjálf samningsréttinum en færa
hann með lögum í hendur heildarsam-
takanna. Það er ekki síst í Ijósi þessara
árása sem baráttan fyrir verkfallsrétti
BSRB til samræmis við annað launa-
fólk er mikilvæg fyrir alla verkalýðs-
stéttina. Skertur réttur svo stórs aðila
sem BSRB bætir stöðu borgarastéttar-
innar til að ráðast á réttindi launafólks
yfirleitt.
Krafan um samnings- og verkfallsrétt opinberra
starfsmanna til jafns við aðra er krafa allrar verka-
lýðshreyfingarinnar.
Rangur skilningur margra forystu-
manna BSRB á stefnu og leiðum í
baráttu fyrir verkfallsrétti hefur mjög
hamlað sókninni í þessa máli.
Þessi rangi skilningur birtist t.d. í því
að talqð er um fullan samnings- og
verkfallsrétt og þá átt við sama eða
jafnvel enn takmarkaðri rétt en vinnu-
málalöggjöfín er einnig er talað um að
sá verkfallsréttur sem takmarkar frelsi
einstakra félaga til að fara út í sjálf-
stæðar aðgerðir geti verið betri en sá
sem veitir þeim heimild til þess.
Það er enginn verkfallsréttur full-
kominn nema sá sem tryggir launa-
fólki frelsi til að ákveða sjálft hvenær
það selur vinnuafl sitt og hvenær ekki.
Slflct frelsi verður ekki til meðan
auðvaldsskipulagið er við lýði. Sérhver
skerðing á þessum rétti, hvort sem það
er lagaákvæði um frest til að heija
vinnustöðvun eða ákvæði um hvaða
aðili meðal launafólksins skuli fara
með samningsvaldið er ekkert annað
en yfírlýsing um að einhver annar en
verkafólkið sjálft kunni betur að
stjórna lífi þess og gerðum. Þeim mun
betri er verkfallsrétturinn, sem hann er
víðtækari, sem hann kemst nær þvíað
tryggja hverjum og einum frelsi um
sölu vinnuafls síns. Það hvernig
verkfallsvopninu skuli beitt er innra
mál þeirra hópa sem verkafólk kýs að
skipuleggja sig í.
Sérhver takmörkun á verkfallsrétti er ekki annað
en yfirlýsing um að einhver annar en verkafólkið
sjálft sé færari um að stjórna lífi þess og gerðum.
BSRB hefur ekki styrk til að knýja
fram víðtækari verkfallsrétt en þann
sem aðrir launþegar búa við. Hins
vegar getur það náð sama rétti ef vel er
haldið á spöðunum. Viss upplausn í
pólitískum stoðum borgarastéttarinn-
ar ogóstöðugleiki íkjörfylgiflokkanna
gerir að verkum að enginn þeirra þorir
nú sem slíkur að fara í opið strið við
svo stór samtök sem BSRB út af
þessari jafnréttiskröfu.
Möguleikar ríkisstjórnarinnar að
verjast kröfum BSRB felast í að
einangra umræðuna inni á lokuðum
samráðsfundum, að sundra BSRB
fólkinu, að skýrskota til hollustu
ýmissa BSRB foringja við sig, til að
þcir dragi úr kröfugerðinni. Allt þetta
hefur gerst í einhverjum mæli. í stað
þess að efna þegar í haust til víðtækra
fundarherferðar, upplýsingaherferðar
til að brýna liðið og efla samstöðuna
um kröfuna: verkfallsrétt til jafns við
aðra; í stað þess að ógna með valdi
Loforð stóru verkalýðsflokkanna annað hvort
svikin eða til sölu.
Viðskipti BSRB forystunnar við
ríkisvaldið í þessu máli eru dæmigerð
fyrir hið svonefnda samráð verkalýðs-
forystunnar við ríkisstjórnina um
þessar mundir. Hvort sem um er að
ræða kröfur um verndun kaupmáttar
eða annað stillir forystan kröfugerð-
inni svo í hóf að ríkisstjórnin þurfí ekki
að neita henni á afgerandi og opinber-
ann hátt. Stuðningur forystunnar við
einhvern rfldsstjórnarflokkanna kem-
ur í veg fyrir að þeir beiti sér fyrir opnu
stríði gegn ákveðnum aðgerum henn-
ar. f stað þess að virkja heildarstyrk
hreyfingarinnar til varnar og sóknar
beita þeir sterkri stöðu sinni til að
halda ijöldastarfsemi niðri en syngja
stjórninni þeim mun háværar lof og
dýrð sem lausnara á öllum vanda
verkafólks. Atvinnurekendur og ríkis-
vald ganga á lagið. Smám saman vex
þeirri skoðun fískur um hrygg að allt sé
þetta sama tóbakið.
Það gildir sama um verndun kaupmáttarins sem
og um baráttu BSRB fyrir auknum samningsrétti:
„Samráðið“ við ríkisstjórnina hefur aðeins leitt til
undanhalds. Til að snúa þessu við verður að beita
Qöldastyrk verkalýðssamtakanna og stefnu sem
einungis tekur mið af hagsmunum verkafólks til
skamms og langs tíma.
Vilji forysta BSRB sinna skyldum
sínum við hagsmuni umbjóðenda
sinna og launafólks yfirleitt ber henni
nú að blása til víðtækrar funda- og
upplýsingaherferðar til að efla með-
vitund hvers og eins um kröfuna um
samningsrétt til jafns við annað launa-
fólk. Henni ber að blása til allsherjar
baráttu gegn afstöðu ríkisstjórnarinn-
ar í málinu, án málamiðlana. Stilla
ríkisstjórnarflokkunum upp við vegg í
Ijósi fyrri yfírlýsinga og loforða. Geri
hún þetta ekki verða úrslit málsins
óhagstæð launafólki og forystan firrir
sig trausti stórra hópa opinberra starfs-
manna, og vegur flialdsins í BSRB
mundi fara vaxandi til stórfells skaða
fyrir verkalýðshreyfínguna.
Samnings- og verkfallsrétturinn til félaganna.
Höfnum kjaranefnd og öðrum gerðardómum.
Engin lagaákvæði um gildistíma samninga.
Sjá nánar á bls. 4
Víetnam -
Kampútsea
sjá bls. 8
Verðbólgnir
ráðherra-
stólar
sjá bls. 4
fjöldans, einörðu og upplýstu, var sest
inn á lokaða samráðsfundi og makkað
um málamiðlunarlausn. Sérhver til-
slökun af hálfu BSRB forystunnar
hefur svo orðið sundrungarvaldur í
röðum samtakanna, og nú er allt
komið í hnút.
Þáttur ríkisstjórnarinnar í þessu
máli væri efni í sérstakan leiðara. Það
er ekki nóg með að hún hafí reynt að
takmarka réttarbæturnar sem mest,
m.a. með því að standa einörð gegn
kröfunni um verkfallsrétt til félaganna.
Heldur stendur hún fast á því að fyrir
þær takmörkuðu réttarbætur sem hún
er til í að gefa eftir verði að borga með
3% af launum. Hingað til hafa þessir
þrír flokkar komið fram sem einn í
þessari afstöðu. Ótal loforð Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks um að
beita sér fyrir þessum jafnréttiskröfum
eru því nú annað hvort svikin eða til
sölu.
Viðtal við bandarískan félaga
„Verkafólk leitar nú ákaft eftir einhverjum valkosti við
núverandi ástandi. Það er þess vegna alls ekki andsnúið
sósíalískum hugmyndum.w
sjá bls. 6
Efnahagsm álafrumvarp
A Iþýðuflokksins
sjá bls. 2