Neisti - 30.01.1979, Qupperneq 3
1. tbl. Neista 1979, bls. 3
VIÐ BORGUM EKKI! -
VIÐ BORGUM EKKI!
- eina
raunhœfa
lausnin á
verð
bólgunni
leikhússtofnanir og stofnaði leikfélag-
ið Nuova Scena í samvinnu við Komm-
únistaflokkinn og verkalýðssamtök
kommúnista. Upp úr því slitnaði þó
vegna ágreinings, en um þetta skref
hefur Dario Fo sagt að hann hafi viljað
nálgast verkafólk, sem sækir lítið leik-
hús á Ítalíu. Þess vegna flutti hann verk
sín í verksmiðjum sem voru á valdi
verkamanna, á torgum og á mörkuð-
um. „ Við höfðum ekki áhuga áað vera
leikfang borgaralegrar syndakvittunar
lengur. . . . Sá sem vill koma til okkar
verður að fara irn í verkamannahverf-
in. Og þar situr ekki sjálfumglaður
borgari í mjúkum stól með konu sina í
brokadekjól sér við hlið heldur aðeins
maðurinn sem hefur áhuga ásinni eigin
menningu. “ Frá þessum tíma vill hann
heldur ekki að verk sín séu sýnd í
stórum stofnanaleikhúsum - eins og
Þjóðleikhúsinu. Það minnir mig á
hversu átakanlegt það er að ganga í
björgin við Hverfisgötu til að horfa á
td. verk eftir Brecht. Alþýðufólk fer
meira í leikhús hér en víðast hvar. Þá
klæðir það sig upp og gengur í björg
prúðbúið eins og huldufólk á nýárs-
nótt, læðist um fín teppi til að setjast í
fína stóla og salurinn angar af ilmvatni.
Leikhús eins og Þjóðleikhúsið er til að
gleyma dagsins önn, gleyma veruleik-
anum en ekki reyna að skilja hann - og
breyta honum. í slíku leikhúsi verður
Brecht - eða Dario Fo - að borgara-
legri syndakvittun.
takendur í fundunum hvöttu leikhóp-
inn til að semja leikrit tengt baráttunni.
Úr því varð til þetta leikrit Við borg-
um ekki! Við borgum ekki! Það var
fyrsta leikritið sem var sýnt í þessu
húsi.
og Alþýðuleikhúsið
Það hefur gengið á ýmsu hjá Dario
Fo. Árið 1963 bauðst honum að
stjórna útvarpsþáttum í ítalska útvarp-
inu. Þar varð hann of pólitískur og var
látinn hætta. í pólitíska fjörinu 1968-
69 sagði hann skilið við borgaralegar
Dario Fo vill annars konar leikhús.
* ryg Alþýðuleikhúsið, sem nú tekur upp
þetta verk Dario Fo Við borgum ekki!
Við borgum ekki, er leikhús sem ætlar
sér annað hlutverk en Þjóðleikhúsið.
Með aðdáanlegri þrautseigju hefur það
nú fært út kvíarnar og stofnað deild í
Reykjavík, þrátt fyrir gífurlega fjár-
hagsörðugleika og litla sem enga von
um nokkurn opinberan styrk. Og með
aðstoð Dario Fo snýr þessi nýja deild
sér beint að brýnasta vandamáli verka-
lýðsstéttarinnar á Islandi í stað: Meðan
hvarvetna glymur kallið „ Verkafólk
verður að leggja sitt af mörkum í
barát.anni við verðbólguna" er hrópað
á móti niðri í leiksalnum í Lindarbæ
„ Við borgum ekki! Við borgum ekki!"
Það er eina svarið sem verkalýðsstéttin
á, hún ber enga ábyrgð á kreppu auð-
valdsins, henni ber engin skylda til að
borga fyrir óráðsíu auðvaldsins. (Gam-
an væri ef þeir sem ráða ríkjum ofan
við salinn skryppu einhvern tíma
niður).
Ég hvet alla til að fara að sjá þetta
leikrit, þar sem er bæði hægt að hlæja
og læra. Og tökum öll undir: Við
borgum ekki! Við borgum ekki!
PS. I síðasta hefti tímaritsins Svart á
hvítu eru fróðlegar greinar um bæði
Alþýðuleikhúsið og Dario Fo, en
þaðan er mörgu stolið sem er í þessari
grein.
Einar Ólafsson.
Ráðherrar og þingmenn verkalýðs-
flokkanna á íslandi segja þjóðinni að
snúa bökum saman í baráttunni við
verðbólguna - það þýðir að meðan
alþýðufólk snýr bakinu að atvinnu-
rekendum og bröskurum læðast þeir í
vasa þess og stela aftur þeirri smánar-
lus sem það fær borgað fyrir vinnu
sína. Hafa ekki atvinnurekendur og
allra handa braskarar alltaf reynt að
hafa af verkafólki eins og þeir geta? Og
munu alltaf gera. Og það er orsök verð-
bólgunnar. Það vita líka ráðherrar og
þingmenn Alþýðubandalagsins. Þeir
eru varla alger fífl.
Þegar launin hækka knýja kaup-
menn og atvinnurekendur á að
vörurnar verði hækkaðar. Það gefur
auga leið að þá eigum við um tvennt að
velja: að láta annað hvort ekki hækka,
launin eða vörurnar. Svar verkalýðs-
stéttarinnar hlýtur að vera aðeins eitt:
Við borgum ekki. Við borgum ekki
meir í dag en í gær. Við framleiðum
vörurnar, við neytum þeirra, hver á
að ráða vöruverðinu ef ekki við?
Við borgum ekki!
Við borgum ekki!
Það var árið 1974 á Ítalíu. Allt fór í
klandur. Gengisfelling, atvinnuleysi,
verðhækkanir. Með öllum brögðum
var launum haldið í lágmarki og vinnu-
vikan stytt víða.
Það þýddi ekki að grípa til verkfalla
þar sem verksmiðjurnar áttu nóg af
óseldum vörum, það hefði frekar verið
þeim kærkomið tækifæri til að draga
úr framleiðslunni. En - eins og ráð-
herrar og þingmenn Alþýðubandalags-
ins segja - kjarabætur geta verið fólgn-
ar í öðru en kauphækkunum: verð-
lækkanir koma í sama stað niður. Og á
Ítalíu árið 1974 beið verkafólk ekki
eftir að ríkisstjórn handéraði tölurnar
fyrir sig og byggi til 8-9% kjaraskerð-
ingu undir nafninu kjarabætur. Verka-
fólkið ákvað einfaldlega sjálft verð-
lækkanir. Hver á líka að gera það
annar? Fólkið borgaði einfaldlega það
sem því fannst sjálfu réttmætt, og
þegar allir stóðu saman að því var ekki
annað fyrir kaupmennina að gera en
taka við því sem að þeim var rétt.
Hvorki Kommúnistaflokkurinn né
forysta verkalýðsfélaganna hreifst
verulega af þessu tiltæki fólksins, en að
því kom að verkalýðsfélögin gátu ekki
setið með hendur í skauti. Aðgerð-
irnar, sem byrjuðu í smáum stíl,
breiddust út og náðu loks til mestallrar
Norður-ítalíu. Myndaðar voru hverfa-
nefndir og haldnir fjölsóttir hverfa-
fundir. Þar var ákveðið hversu miklar
verðlækkanirnar skyldu vera.
Fólkið heldur að sjálfsögðu ekki
áfram að ráða vöruverðinu endalaust
innan auðvaldssamfélagsins. Þessar
aðgerðir höfðu fyrst og fremst tíma-
bundna þýðingu, en ekki aðeins það,
þær hafa líka skapað reynslu og for-
dæmi.
Við borgum ekki! Við borgum ekki!
er ekki bara ítalskur farsi, það er líka
ítalskur raunveruleiki op nauðsyn, og
getur orðið raunveruleiki og er
nauðsyn á íslandi. En það verður sífellt
óraunverulegra fyrir íslenska alþýðu
meðan trausti hennar er beint frá eigin
afli að ríkisstjórn. Hverju breyta inn-
antóm orð Svavars Gestssonar í Þjóð-
viljanum 14. jan. sl. ef þau verða aldrei
nema orðin tóm: „Flokkurinn á að
beina mönnum frá refilsligum að-
gerðarleysis yfir í sveit virkrar bar-
áttu. “
Dario Fo -
Síðan 1952 hefur Dario Fo helgað
sig leiklist og ritstörfum tengdum
henni. Hann stofnaði þá ásamt fleirum
leikhóp, sem fljótlega lognaðist út af
vegna ritskoðunarofsókna íhaldsafl-
anna. Árið 1958 stofnaði hann aftur
leikfélag ásamt konu sinni Franca
Rame. Hann fór þá að íhuga í ríkari
mæli alþýðuleikhús og kynnti sér
meðal annars leikhús fyrri alda. Hann
samdi leikritin og sviðsetti í náinni
samvinnu við leikarana. Formið hefur
hann gjarnan sótt í gömlu ítölsku
alþýðufarsana. Hann hefur sagt að
vinnan við verkið hefjist fyrst fyrir
alvöru þegaræfingar hefjast. Ogstund-
um leggja jafnvel tilvonandi áhorf-
endur sitt að mörkum, þeir heimsækja
leikhúsið meðan á æfingum stendur.
Svo var td. þegar það leikrit varð til
sem er tilefni þessarar greinar, Við
borgum ekki! Við borgum ekki!
Um það leyti sem fólkið á Norður-
Ítalíu tók verðlagsmálin í sínar hendur
fékk leikflokkur Dario Fo húsnæði í
Mílanó, reyndar með aðstoð áhorf-
enda sinna, verkamanna og stúdenta.
Þeir tóku á sitt vald litla höll sem átti
að rífa og svo fór að borgarstjórnin
viðurkenndi umráðarétt leikhópsins á
höllinni. Þarna voru svo haldnir
hverfafundir í verðlagsstríðinu. Þátt-
Endanleg afgreiðsla fjárlaga
Afgreiðsla fjárlaganna einkenndist
af upphlaupi Alþ.fl. Breytingarnar frá
frumvarpinu einkenndust af eftirköst-
um aðgerðanna 1. desember og þeirri
reglu núverandi ríkisstjórnar að kaup-
rán sé þegar kaupmáttur launa er
lækkaður án þess að neitt komi í stað-
inn, en það sé alls ekki kauprán þegar
kaupmáttur launa er lækkaður um 8%
og 3%, eða „ígildi" þess sé látið í stað-
inn. Breytingarnar fólust að verulegu
leyti í því að nokkuð var gengið til móts
við kröfur verkalýðshreyfingarinnar í
sambandi við aðgerðirnar 1. desember
og minnkun niðurskurðar á opinber-
um framkvæmdum. (Úr 16% í 12%).
Skattvísitalan varhækkuðúr ! 43 í 150,
sjúkratryggingagjaldið lækkað um
0,5% á lágum tekjum og 50% hátekju-
skattþrep sett á. Þar eð laun voru um
52% hærri 1978 en 1977, þá merkir
þetta að skattar verða ívið þyngri hjá
almennu verkafólki í ár en í fyrra.
(Þegar þetta er skrifað er óvíst um
hækkun útsvarsins. Það er einnig ljóst
að þótt hækkun fyrirframgreiðslunnar
úr 70% í 75% jafni skattgreiðslur fólks
yfír árið í krónum talið, þá verður
skattbyrðin ekki þar með jafnari og
raungildi skattanna hækkar.) En
hækkun skattvísitölunnar leiðir vissu-
lega til mikillar lækkunar skatta, eink-
um hjá lágtekjufólki, miðað við það
sem lagt var til í fjárlagafrumvarpinu!
Til að mæta þessari lækkun skatta
og hækkun útgjalda vegna hækkunar
fjárfestinga, framlaga til verkalýðs-
hreyfingarinnar (ASI fékk innan við 80
milljónir af rúmlega 200 milljónum,
sem það fór fram á) ofi. þá voru tekju-
og eignaskattar atvinnufyrirtækja
hækkaðir nokkuð. Alls mun þessi
skattahækkun fela í sér útgjöld fyrir at-
vinnurekendur sem nemur um 7,5
milljörðum króna á ári.
Við höfum bent á það áður í Neista
að þetta möndl með visitölubætur,
niðurgreiðslur og ríkisfjármálin sé
ákafiega sérkennilegur bissness. Við-
brögð þeirra sem taka þátt í honum eru
ekki síður undarleg. Sarna dág og fjár-
málafrumvarpið var samþykkt eftir
mikið þref, birti Morgunblaðið álykt-
un frá stjórn og varastjórn Verslunar-
ráðs íslands sem bar yfirskriftina:
„Hcfjum virka baráttu til varnar
framtíð íslenskra fyrirtækja". Þessir
virðulegu herramenn áttu ekki orð til
að lýsa þeirri hættu sem steðjaði að
lífsafkomu þjóðarinnar vegna þessara
7,5 milljarða. Auðvitað nefndu þeir
ekki á nafn að atvinnurekendur höfðu
fengið 30 milljarða frá ríkisstjórninni
1. desember (báðar tölurnar eru
miðaðar við heilt ár. Þær eru „á
ársgrundvelli".) Niðurstaða þeirra
verður hinn margþvældi frasi um að
„ekki er lengur um að ræða skattlagn-
ingu tekna heldur hreina upptöku
eigna". Undir þetta skrifuðu „öreigar"
á borð við Hjalta Geir Kristjánsson,
Þorvald Guðmundsson, Gunnar Pet-
ersen o.fi.
Viðbrögð sambandsstjórnar ASÍ við
aðgerðunum 1. desember voru aftur á
móti að hún hefði „íullan skilning á
nauðsyn aðgerðanna".
Hver sagði að sælla væri að gefa en
þigfija!
Á.D.