Neisti - 30.01.1979, Qupperneq 7

Neisti - 30.01.1979, Qupperneq 7
1. tbl. Neista 1979, bls. 7 Herlög í Tyrklandi Ljosm. : A1 Clayton senda fólk út á vinnustaði. Ég bý í New York, þar sem við erum að stíga mikilvæg skref í þessa átt. Fyrst athug- uðum við hvers konar fyrirtæki störf- uðu í borginni. Við sáum að í New York er nær enginn þungaiðnaður. New York er fjármálamiðstöð Banda- ríkjanna og heimsins. Það er fullt af blaðarusli sem þvælist þar upp og niður í byggingu tryggingafélaga og skrifstofum stórfyrirtækja, sem hafa aðalstöðvar sínar í New York. í New Jersey, hinum megin við Hudson-ána, er aftur á móti stærsta iðnaðarsvæði í heimi, að Ruhr-dalnum undanskild- um. Við ákváðum að senda fólk til New Jersey og afla okkur fótfestu í þessu mikilvægasta iðnaðarsvæði Bandaríkjanna. Hingað til hefur okkur gengið vel. Verkafólkið hefur yfirleitt aldrei mætt sósíalískum hugmyndum áður. En ég er sannfærður um að þetta starf á eftir að bera ríkulegan ávöxt. ÁD. Yfir „hátíðarnar" var róstusamt í nokkrum borgum í Tyrklandi. Hægri- menn í borginni Kahraman Maras upphófu grimmdarlegar hermdarað- gerðir gegn vinstrisinnum og linnti þeim ekki fyrr en herinn greip í taum- ana og tók borgina herskildi. Þá voru 100 fallnir, ungir jafnt sem gamlir. í kjölfar þessara atburða lýsti Bulent Ecevit forsætisráðherra yfir að herlög- um þyrfti að koma á í 13 héruðum landsins til þess að tryggja „friðinn". Stjórnarskrárbundin réttindi voru af- numin og komið á fót sérstökum her- dómstólum. Vegna nálægðarinnar við íran hafa menn verið með getgátur á lofti um hvort fjöldabaráttan þar sé farin að skelfa hægrimenn í Tyrklandi og þeir vilji verða á undan fjöldanum og treysta völd ríkjandi stéttar, koma á „lögum og reglu“. Án efa er hin heilaga reiði hægri- sinnanna (sem nefna sig „ídealista" eða hugsjónamenn) samsuða úr trúarleg- um og pólitískum ágreiningi við ýmis öfl er hafa bært æ meir á sér að undan- förnu. Hugsjónamennirnir hallast að „Þjóðlega athafnaflokkinum", sem kveður sig byggja á frjálshyggjulegum grunni, en hefur í raun öll helstu ein- kenni fasistískra samtaka eins og nafnið gefur til kynna. í Tyrklandi er ríkjandi rétttrúnaðarskoðunin Sunni, en Sjíítar eru í minnihluta (hins vegar í meirihluta í íran). Erjur hafa löngum verið milli þessara hópa. Einnig hafa hægrimenn verið vel á verði gagnvart verkalýðssinnum. Aðstæður eru töluvert aðrar í Tyrk- landi en í íran. Við völd er ríkisstjórn „jafnaðarmannsins" Bulents Ecevits. Flokkur hans, Lýðveldisflokkur al- þýðu, nýtur mikils fylgis meðal al- mennings eins og kom fram í kosning- unum 1977. Undanfarið hefur verið vöxtur í starfi verkalýðshreyfingarinn- ar og meðvitað pólitískt starf verka- og menntamanna aukist. Jafnframt hafa Kúrdar, minnihlutaþjóðernishópur, haft uppi háværar kröfur um almenn réttindi til jafns við aðra íbúa landsins. Þeir hafa hneigst til þess að tengja baráttu sína víðari skilningi á þjóð- félaginu, og sett fram kröfur um félags- legar umbætur og frelsi. Þar eð enginn raunverulegur fjöldaflokkur alþýðu er til í Tyrklandi, fylkja menn sér um Ecevit og reyna að þrýsta á hann um að fá framgengt hugðarefnum sínum. En Ecevit er nokkuð aðþrengdur af hægrimönnum sem hann er í stjórn með. Þeim er mest í mun að hafna öllum tilslökunum til verkalýðs og minnihlutahópa um almenn lýðrétt- indi og kaupkröfur. Aðalatriðið er að stöðugleiki ríki í jþjóðfélaginu og allar hræringar er stefria jafnvægi borgara- sléttarinnar í voða séu barðar niður án miskunnar. Jafnaðarmaðurinn kom fyrir nokkru upp í Ecevit og hann fór að taka upp vinstrisinnaðri stefnu. Hann komst þó ekki langt sökum sinnar erfiðu að- stöðu. Herlögin eru þannig sigur hægrimanna í Tyrklandi. Þetta er það sem þeir vildu fá fram með morðunum í Kahraman Maras. Þegar Ecevit var álasað fyrir þessa afdrifaríku ákvörðun sagði hann, að ef hann hefði ekki gert þetta hefði sér verið ýtt til hliðar og herinn tekið völdin. Mikil óvissa ríkir nú um framvindu mála í Tyrklandi. Fasisminn getur aukist stig af stigi og völdin færst í hendur herforingja, eins og mikil hætta er á að verði nú þegar herlög eru í gildi. Herforingjar hafa frjálsar hendur með ýmis kona.r kúgunaraðgerðir. Þeir hafa bannað alla pólitíska starfsemi og handtekið róttæklinga við ýmis konar „ólöglegt athæfi“, t.d. að hengja upp auglýsingaspjöld. Bent hefur verið á, að ástandið í Tyrklandi fái æ meira svipmót með ástandinu í Argentínu þegar herforingjarnir tóku völdin af Evitu. Valdaránið fylgdi í kjölfar öldu fasískrar þróunar og skerðingar á almennum mannréttindum. Þannig verður Ecevit e.t.v. rutt úr vegi og skálmöld mannvíga og fangelsana tekur við. Sennilegast er tyrkneskur alntenningur síst undir það búinn að fata út á götuna eins og nágrannar þeirra íranir gerðu. Á næstu vikum munu línur væntanlega skýrast hvað verða vill. IP/I Vaclav Havel, nýr talsmaður Charta 77 / byrjun október var talsmaður Charta 77, Jaroslav Sabata handtekinn af tékknesku lögreglunni. Sabata var gripinn við pólsku landamœrin, þar sem hann var staddur vegna sameiginlegs fundar fulltrúa Charta 77 og hinna pólsku samtaka KOR. Handtaka Sabata fylgdi í kjölfar aukinna ofsókna á hendur andstöðunni í Tékkóslóvakíu, sem beindust fyrst og fremst gegn meðlimum Charta 77. 77/ að sýna almenningi fram á að þráttfyrir tilraunir yfirvalda vœri Charta ekki búin að vera, var gamall og þekktur andstöðumaður, Vaclav Havel, gerður að talsmanni hennar í byrjun nóvembers síðastliðinn. Havel varfyrsti talsmaður Charta, og með því að láta hann komafram að nýju var cetlunin að sýnafram á að samfellan í baráttu Charta hafi ekki verið rofin. / síðasta tölublaði „Listy“, sem er málgagn sósíalísku andstöðunnar í Tékkóslóvakíu, birtist viðtal við Vaclav Havel sem hér koma nokkrar glefsur úr. Sp. - Hvaða gildi álítið þér að Chartan hafi, eftir nær tveggja ára árangursríka starfsemi? Sv. - Charta hefur sömu sjónarmið og sömu þýðingu og hún hefur haft frá upphafi: að vekja athygli á mannrétt- indabrotum í landi okkar. „Við erum hvorki orðnir gamlir né kalkaðir“ Sp. - Lítið þér bjartsýnum augum á framtíð Charta? Alítið þér að tékk- neskum yfirvöldum muni mistakast að þagga niður í henni? Sv. - Svo framarlega sem þeir grípa ekki til algerrar ógnarstjórnar, þá held ég það. Charta mun vinna á sama hátt og áður. Auðvitað á Charta við sín vandamál að etja eins og allar aðrar hreyfingar. Ég held líka að menn, bæði hér heima og erlendis, vænti sér meira af okkur en við erum færir um að standa undir. Oft heyrast raddir um að Charta sé þreytt og á niðurleið eftir allar ofsókn- irnar, að innan hennar sé alvarlegur skoðanaágreiningur o.s.frv. Þetta er alrangt. Charta er hvorki orðin gömul né kölkuð, en við getum heldur ekki áorkað meiru en við höfum bolmagn til. Ofsóknirnar aukast Sp.- Síðasta yfirlýsing Charta er stíluð til Kurt Waldheim og nefndar þeirrar er undirritaði lokaskjalið í Helsingfors. Hvers vegna stiguð þið þetta skref og hvers væntið þið ykkar af því? Sv. - Við vildum umfram allt sýna að Charta lifir og starfar, og þannig þagga niður í þeim orðrómi að hún hafi gefið upp öndina. Við vildum einnig sýna áheyrendum okkar í vestri við hvers konar kringumstæður við lifum og störfum, því fáir geta ímyndað sér það. Við stíluðum bréfið til Kurt Waldheim og nokkurra evrópskra ríkisleiðtoga. Jafnvel það á sér sínar orsakir. Við höfum í nær tvö ár verið að reyna að komast í kallfæri við tékknesku stjórnina. En tilraunir okkar hafa verið árangurslausar. Þess í stað hefur staða okkar stöðugt versnað. Ofsóknirnar hafa aukist bæði aðferðirnar og markmið þeirra. Starf- semi okkar er stimpluð glæpsamleg. Við slíkar aðstæður er það rétt og tímabært að snúa sér til yfirvalda sem er stjórn okkar æðri. Siðasti dropinn var handtaka Jaroslav Sabata, en það var bara einn liður í almennri þróun: Þeir ætla sér greinilega að stöðva starf- semi okkar með öllum tiltækum ráðum. Ólíkar pólitískar skoðanir Sp. - Hvað finnst yður og vinum yðar um það frumkvæði og þá athygli sem Alþjóðasamband Sósíalista (Ann- að alþjóðasambandið) hefur veitt and- stöðunni í Tékkóslóvakíu í seinni tíð? Sv. - Að sjálfsögðu er það óumræðanlega mikilsverður hlutur. Stuðningur sem flestra pólitískra afia er lífsspursmál fyrir okkur. Á hinn bóginn felur stuðningurinn frá Al- þjóðasambandi Sósíalista ekki í sér að Charta í heild halli sér að einhverjum ákveðnum straumi innan hinnar sósíalísku hreyfingar. Innan Charta eru mjög marglitir pólitískir straumar. Ef við myndum halla okkur að einhverri einni pólitískri stefnu myndi það takmarka möguleika Charta allt of mikið. Sp. - Þér eruð vel þekktur sem leikritahöfundur og leikhússpekúlant. Hvað álítur þú einkenna leikhússtarf- semi í Tékkóslóvakíu í dag? Sv. - Ég get næstum ekkert sagt þér um leikhús í Tékkóslóvakíu. Ég hef ekki farið í leikhús óralengi.' Sp. - Hvers vegna? Sv. - Ástæðurnar eru minnst tvær. Fyrir það fyrsta þá veit ég hvers ég get vænst af leikhúsunum í Prag. Ég þekki til hinna leyfilegu leikritahöfunda, leikstjóra og leikara, og ég veit að ef ég færi í leikhús myndi mér leiðast alveg óhemju mikið. Þetta á rætur sínar að rekja til aðstæðnanna að hluta til, og mín sjálfs að hluta. Stöðug aðgát - í öðru lagi er svo það að ef ég vogaði mér í leikhús þá myndi það strax valda vandræðum. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að ég myndi þekkjast. Einhver myndi taka eftir mér, og upplýsingar berast fljótt til yfirmanna og ráðamanna, sem aftur leiðir til lögreglurannsóknar eða at- hugunar á því hvort ég hafi talað við einhvern, hvort ég hafi mögulega hitt einhvern leikarann eftir sýningu o.s. frv. Og þess vegna læt ég það vera að fara þangað. Sp. - Hvernig eru persónulegar aðstæður yðar? Sv. - Síðan ég gerðist talsmaður fyrir Charta er aftur farið að fylgjast vel með mér. Mér er sifellt veitt eftir- för af nokkrum borgaralega klæddum lögreglumönnum, sem ljósmynda og reyna að bera kennsl á alla sem heilsa mér eða tala við mig á götu. Ég hef tekið upp alls kyns bendingar til við- vörunar vinum mínum og kunningjum svo þeir látist ekki sjá mig og nemi ekki staðar hjá mér. En þetta er daglegt brauð hjá okkur, þó það sé erfitt að venjast því. . .

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.