Neisti - 30.01.1979, Page 11

Neisti - 30.01.1979, Page 11
BSRB Frh. af 4. síðu og vill forðast allar getsakir. En fund- urinn samþykkti að hefja skyldi viðræður við ríkisstjórnina á grund- velli fyrrnefndrar formannaráðstefnu og samstarsyfirlýsingar ríkisstjórnar- innar. Könnunarviðræður hafnar Skömmu síðar tók til starfa samn- ingsréttarnefnd sem í sátu 3 fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, 3 fulltrúar BSRB svo og fulltrúi frá BHM og bankamönnum. Á fyrsta fundi nefnd- arinnar lögðu fulltrúar BSRB fram „ábendingar" sem fela í sér afnám þeirra þriggja skerðingarákvæða sem getið er um í upphafi þessarar grein- ar. Lítið veit ég hvað fram fór á fundum þessum, sem voru vel lok- aðir. Ljóst er þó að fulltrúar rik- isvaldsins beittu sömu baráttuað- ferð og hverjir aðrir samningamenn atvinnurekenda, buðu nú upp á enn minna en áður, eingöngu afnám ákvæða um tveggja ára samningstíma- bil. Jafnframt hefur komið skýrt fram að þessir fulltrúar vinstri stjórnarinnar neituðu því nú alfarið að verkfallsrétt- urinn skyldi vera hjá félögunum og kom ekki fram neinn ágreiningur um það atriði milli flokkanna. Fyrsta formlega (opna) tilboðið frá ríkisstjórninni til BSRB um fram- kvæmd marglofaðra réttarbóta kom ekki fyrr en 4. janúar s.l. Segir þar að gegn 3% hækkun skuli lögin um 2ja ára samningstímabil falla úr gildi, að BSRB skuli annast alla samningsgerð fyrir ríkisstarfsmenn, þ.e.a.s. að þeir þættir sem nú eru í sérsamningum fél- aganna verði í aðalkjarasamningi, falli sem sé undir heildarsamningsgerðina og kjaranefnd verði lögð niður. (í tilboðinu var reyndar boðið upp á annan valkost einnig sem sé þann að kjaranefndin yrði ekki lögð niður heldur væru fulltrúar BSRB í henni frá þeim félögum, sem ættu mál fyrir nefndinni hverju sinni). Bæjarstarfs- mannafélög annist samningagerð við hlutaðeigandi sveitastjórnir. BSRB forystan svaraði þessu tilboði snarlega 5. janúar með „drögum" að samkomulagi, sem fólu í sér sömu rétt- arbreytingar og tilboð ríkisins, að því viðbættu, að aðildarfélagi BSRB verði heimilt að leggja röðun í launaflokka í þriggja manna gerðardóm (með hæsta- rétt í oddaaðstöðu), að nefndarmönn- um í kjaradeilunefnd verði fækkað úr 9 í 5 (hæstiréttur í oddaaðstöðu), að lögin nái til hálfopinberra stofnana. Benti nú allt til skjóts samkomulags, þar sem ekkert það bar á milli, sem báðum áðilum þótti meginatriði. Andstaða gegn samkomulaginu brýst fram Á fundi samninganefndarinnar 18. janúar kom fram mikil óánægja með það samkomulag sem var að þróast fram, miklu ákveðnari og víðtækari óánægja en áður hafði komið fram innan hennar. Var sú óánægja annars •'vegar grundvölluð á kröfunni um verk- JOE HANSEN LÁTINN Fréttin um lát félaga Joe Hansen barst okkur rétt áður en blaðið fór í prentun. Þessi 68 ára gamli forystumaður Sósialíska verkamannaflokks- ins í Bandaríkjunum lést þann 17. janúar af völd- um heilabólgu. Frá þvi hann gekk til liðs við bylt- ingarhreyfinguna 1934 var ævi hans helguð barátt- unni fyrir lýðræðislegu sósialisku samfélagi Hann var ritari og lifvörður T rotskys siðustu út- legðarár hans í Mexxkó, vann um tíma fyrir sér sem sjómaður, en lengst af var hann blaðamaður við sósialisk blöð, margfróður og hvass penni og flestum ofjarl \ ritdeilum. Hann tók sæti í mið- stjórn Sósialiska verkamannaflokksins 1940 og lagði einnig fram mikið starf í þágu Fjórða Alþjóða sambandsins, átti til dæmis drjúgan þátt í að sam- eina að nýju helstu krafta þess 1963 eftir alltof langvarandi klofning. Joe Hansen fylgdist vel með í baráttunni gegn heimsvaldastefnunni um allan heim, en serstakan áhuga hafði hann á Kúbu. Frá upphafi kúbönsku byltingarinnar varði hann hagsmuni hennar gegn taumlaus ri átroðslu Bandaríkjast jórnar. Hann sat sem blaðamaður þing byltingarhreyfinga latnesku Ameríku (OLAS) íHavana, og aðeins nokkrum vik- um fyrir andlát hans kom út eftir hann greinasafn um Kúbu (Dynamics of the Cuban Revolution). Fylkingin vottar Sósíaliska verkamannaflokknum og þó sérstaklega Rebu Hansen, samúð sína vegna þessa sviplega fráfalls. Megi minning Joe Hansen lifa sem baráttuhvöt til allra byltingarsinnaðra sósialista. V ..— i i ■ i J AKRANESVERKFALLIÐ Ætlunin va.r að fjalla hér nokkuð um verkfallið í Sjúkrahúsinui á Akranesi. Vegna plássleysis verð- ur þvi miður að bxða, að við getum gert þvi nokkur viðhlítandi skil. Skv upplýsingum Herdisar Olafsdóttur náðist fram uþb. 11% kauphæl.kun, þannig að lægsti kaup- taxti er nú (á 1. mánuði) 162. 064, en verður eftir 1 mánuð 168. 073. Mikilvægara taldi Herdis þó vera réttindi er náðust fram varðandi sumarleyfi, veik- indadaga og fæðingarorlof, sem verður nú 3 mán. eftir 1 árs starf, (enda mæti konan aftur til vinnu). Vonandi fjöllum við nánar um þetta í næsta blaði, en við teljum frumkvæði þeirra Akraneskvenna mjög mikilvægt, ekki sist vegna þess að löngum hefur verið álitið ógerlegt að fylgja kröfum ófag- lærðra á sjúkrahúsum eftir með verkföllum. ________________________bÞ_______ Lystræninginn 11. hefti fallsréttinn til félaganna sem sagt mjög jákvæð, en hins vegar af íhaldsviðhorf- um, sem ekkert leggja upp úr auknum verkfallsrétti, en sjá sér leik á borði að koma höggi á BSRB forystuna og rík- isstjórnina fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. Málið er því komið í hnút. Forysta BSRB óttast að samkomulag það sem nú er boðið upp á mundi falla í alls- herjaratkvæðagreiðslu, og slík úrslit myndu lengja það tímabil, sem BSRB yrði að sitja uppi með óbreyttan samningsrétt. Og auðvitað vill forystan bættan samningsrétt þótt sverðin bíti misjafnlega. Það eina sem dugir nú til að höggva á þennan hnút er víðtæk herferð með fundahöldum og upplýsingastarfsemi til að efla samstöðu opinberra starfs- manna um aukinn samningsrétt. Sú eina krafa, sem getur sameinað megin hluta opinberra starfsmanna er hin upprunalega krafa um verkfallsrétt sambærilegan við það sem tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði, sem felur m.a. í sér: Samningana og verkfallsréttinn til félaganna. Á asnaeyrunum Forysta BSRB hefur látið ríkis- stjórnina draga sig á asnaeyrunum frá því í sumar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa svikið margítrekuð loforð og þau fyrirheit, sem þeir gáfu BSRB fyrir stjórnarmyndun. Atfylgi BSRB foryst- unnar við ríkisstjórnina hefur komið í veg fyrir að hún léti sverfa til stáls og afhjúpaði þessi svik í heyranda hljóði en stæði fast á kröfum sínum með skýrskotum til fyrri loforða og í krafti þess mikla fjölda sem að baki henni stendur, sé stefnan rétt. Ragnar Stefánsson. Frh. af 2 síðu aðsafla (skv. hugmyndafræði borgara- stéttarinnar eiga þau að vera ópersónu- leg) takmarkaða möguleika. „Per- sónutengslaþjóðfélagið" hefur alltaf mikil áhrif á efnahagsmál hér á landi. Meira frelsi fyrir embættismenn til að ráðstafa fjármagninu getur því auð- veldlega leitt til aukins klíkuskapar, ef opinbert eftirlit með gerðum þeirra verður ekki þeim mun meira. Mikill mismunur á aðstæðum einstakra fyrirtækja hér á landi takmarkar þessa möguleika enn frekar. önnur sjónar- mið en arðsemissjónarmiðið hljóta því að hafa veruleg áhrif. Annars gæti tilvist sjálfs auðvaldsskipulagsins verið í hættu. Auðvaldsskipulagið og áætlanagerð. Þær meginhugmyndir sem eru í frumvarpi Alþ.fl. virðast vera í dag sameign atvinnurekenda og flokkanna á Alþingi. Það sem ágreiningurinn stendur um, er framkvæmdin í einstökum atriðum og takturinn í þróuninni. Það er erfitt að spá um hvort þessar breytingar muni leysa einhver vanda- mál í íslenska auðvaldsþjóðfélaginu. Möguleikarnir ákvarðast jú ekki fyrst og fremst af breytingunum sjálfum, heldur því hvort efnahagslífið verður fyrir alvarlegum skakkaföllum eða í desember barst okkur 11. hefti Lystræningjans, sem útgefinn er í Þor- lákshöfn. Meðal efnis í blaðinu eru ljóð eftir Baldur Óskarsson, Einar Ólafsson og Bjarna Bernharð; síðari hluti einþátt- ungs eftir Kristin Reyr; þættir og drættir eftir Thor Vilhjálmsson og Atla Heimi Sveinsson og kafli úr bókinni „Börn geta alltaf sofið“, eftir Jannick Storm. Lystræninginn hefur nýlega gefið út þá bók, en áður hefur Lystræn- inginn gefið út bækurnar: Skáld-Rósa, eftir Birgi Sigurðsson; Stækkunargler undir smásjá, eftir Jónas Svafár; Vind- ekki og af innbyrðis togstreitu ein- stakra atvinnurekenda um fram- kvæmdaleiðir. Eins og áður hefur verið bent á, hafa atvinnurekendur mögu- leika á að ákveða hversu árangursríkar breytingarnar verða. Ef viðskiptakjör og afli haldast í horfinu og forysta verkalýðshreyfingarinnar getur haldið aftur af baráttu verkafólks, þá eru vissir möguleikar á því að eitthvað verði lagfært. Við getum aftur á móti óhikað spáð því að þessar breytingar munu ekki hafa festst í sessi, áður en næsta kreppa gegnur í garð. Þá verður aðaláhugamál atvinnurekenda að lækka launin, en ekki að lagfæra óstjórnina á efnahagslífinu. Það er einnig ljóst að þessar breyt- ingar munu valda öðrum vandamál- um, en þeim sem nú ráða ríkjum. Sum þessara vandamála eiga rót sína að rekja til grundvallarþátta auðvalds- skipulagsins. önnur eru af öðrum toga. T.d. sú tregða sem er í dag á því að aðlaga skattakerfið þeim verð- bólguaðstæðum sem hér eru. Núver- andi kerfi verður þeim mun fáránlegra sem vextir verða hærri. Þetta er nú orðið svo að klókir fjármálamenn sjá möguleika á að útvega vaxtaaukalán, leggja það inn á vaxtaaukareikning og græða á öllu saman! Þetta orsakast án efa að verulegu leyti af tregðu í heilabúum forsvarsmanna auðvalds- ins. I frumvarpi Alþ.fl. er ekkert ákvæði til að sporna gegn þessu. Þarer einungis rætt um eignakönnun, sem framkvæma eigi á næstu tveim árum. Þetta á að gera með skattlagningu verðbólgugróðans ,,í huga“. (Eftir að búið er að ná verðbólgunni niður. Eða hvað?) urinn hvílist aldrei, eftir Jón frá Palmholti; Gjalddagar, eftir Birgi Svan Símonarson og Á djúpmiðum, eftir Pjetur Lárusson. Verð bókanna er kr. 2000 - 3500. í formálsorðum hvetja aðstandend- ur Lystræningjans áskrifendur sína að greiða áskriftargjald blaðsins, sem er kr. 3000 fyrir 4 hefti, en blaðið mun nú mjög berjast í bökkum peningahítar- innar. Ennfremur hvetja þeir lesendur til að festa kaup á bókum þeim er Lyst- ræninginn hefur gefið út. Heimilisfang Lystræningjans er: Pósthólf 104, 815 Þorlákshöfn. Fyrirsögn Alþýðublaðsins fyrir frumvarpinu var: „Tilraun Alþýðu- flokksins til að tryggja stjórninni lengri lífdaga". Réttar hefði verið að segja: tilraun Alþ.fl. til að tryggja auðvalds- skipulaginu lengri lífdaga. Að hve rniklu leyti sú tilraun á eftir að heppn- ast er óljóst. Hitt er sennilegra að þróun auðvaldsskipulagsins muni á næstu árum leiða það betur og betur í ljós, að eina varanlega lausnin á kreppu auðvaldsþjóðfélagsins er sósí- alísk áætlanagerð og lýðræðisleg stjórnun verkafólks á framleiðslutækj- unum. Sú lausn krefst afnáms þeirra ■valda sem atvinnurekendur hafa yfir framleiðslutækjunum og afnáms efna- hagslegrar stjórnunar út frá gróða- sjónarmiðum hins einstaka fyrirtækis, sem takmarka alla raunhæfa áætlana- gerð. Sú aðferð krefst meðvitaðrar og skipulagðrar baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar gegn borgarastéttinni og þjóðfélagsskipulagi hennar. Allar til- raunir fulltrúa stéttasamvinnunnar til að lengja lífdaga auðvaldsskipulagsins eru í besta falli frestun á framkvæmd sósíalískrar umsköpunar þjóðfélags- ins; tilraun til að blása lífi í afdankað hræ auðvaldsskipulagsins. Vandamál fulltrúa stéttasamvinnunnar er að hug- myndafræði þeirra gengur út frá því að hægt sé að endurbæta auðvaldsskipu- lagið með samvinnu við atvinnurek- endur. Slík samvinna byggist á þeirri forsendu að endurbótasinnarnir sam- þykki að verja auðvaldsskipulagið og hagsmuni þess, - einnig þegar það er forsenda þess að ná fram endurbótum, að auðvaldsskipulaginu sé kollvarpað og völd borgarastéttarinnar afnumin. Ásgeir Daníelsson. Handtökumál í hæstarétti Mál það sem hópur fólks höfðaði gegn ríkisvaldinu fyrir meira en fjórum árum út af handtökum og fangelsun á þjóðhátíðinni á Þingvöllum árið 1974 hefur nú loksins verið tekið fyrir í hæstarétti, og er dóms að vænta innan skamms. Tildrög málsins voru þau að hópur fólks hafði uppi mótmæli gegn her- stöðvunum og aðild íslands að NATO meðan á hátíðahöldunum stóð á Þing- völlum 28. júlí 1974. 20 manns voru handteknir og allir nema einn fluttir til Reykjavíkur og haldið í tugthúsi fram eftir degi. Það var álit þessa fólks að handtök- ur og fangelsunin hefðu verið ástæðu- lausar og ólögmætar og engan veginn réttlætanlegar, og var því höfðað mál þá strax um haustið og farið fram á skaðabætur. í héraði var kvéðinn upp dómur tæpum tveim árum síðar, um vorið 1976. Handtökurnarsjálfarvoru dæmdar lögmætar en fangelsunin ólögmæt og var ríkinu dæmt að greiða tæpan helming þeirra skaðabóta sem var kraííst. Ríkisvaldið áfrýjaði dómnum til hæstaréttar. Síðan eru liðin meira en tvö ár. Það er von okkar að við getum skýrt frá niðurstöðum hæstaréttar í næsta blaði, og þá munum við greina nánar frá þessu máli. eó.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.