Neisti - 30.01.1979, Síða 12

Neisti - 30.01.1979, Síða 12
1 Áskriftargjald fyrri hluta '79 - venjuleg áskrift kr. 2.000 - stuðningsáskrift " 3.000 Merktar greinar túlka ekki endi- lega stefnu Fylkingarinnar. Útgefandi: Fylking byltingarsinnaðra kommúnista Aðsetur: Laugavegur S3A, sími 17513 Ábm.: Birna Þórðardóttir Gírónúmer Neista er 17513-7 < Frá fétagsfundi Sóknar Hvert stefnir Sókn? Sóknarfélagar á AST-þingi 1976 Veður virðast þar válynd innandyra Þann 25. janúar var haldinn félags- fundur Sóknar. Fundurinn var aug- lýstur um kjaramál, enda hefur nokk- uð lengi staðið til að Sókn hugsaði sér eitthvað til hreyfings í því skyni að ná fram sambærilegum launum og félagar BSRB er vinna við hlið Sóknarfélaga á sjúkrastofnunum. Ymislegt kom fram á fundinum er varhugavert verður að teljast og þykir okkur því rétt að rekja hér gang fundarins. Dagskrá fundarins var: 1. Uppsögn samninga. 2. Kröfugerð 3. Samninganefnd 4. Starfið framundan Er fundur hófst var salurinn í Al- þýðuhúskjallaranum þéttsetinn, þann- ig að nokkrir fundarmenn urðu að standa en aðrir að sitja uppá sviði. Áður en gengið var til dagskrár var lesin upp fundargerð frá félagsfundi 16. nóvember sl. Þar hafði komið fram hjá öllum ræðumönnum, að ekki kæmi til geina að krefjast minna en 180 þús. kr. lágmarkslauna. Fundinum hafði borist áskorun frá 32 konum á Borgar- spítala þess efnis, að sarnningum yrði sagt upp strax og farið skyldi í verkfall yrði ekki samið á uppsagnartímanum. Á fundinum hafði verið rætt um, hvenær segja skyldi upp samningum, úrbætur á námskeiðum höfðu verið ræddar svo og útgáfa félagsblaðs tilað miðla upplýsingum milli vinnustaða. Þegar hafði legið fyrir samþykkt um þesskonar blað. Formaður talaði gegn þessari hugmynd, þótt þegar væri búið að stafesta hana. Samt sem áður var fyrri samþykkt staðfest og kjörin ritnefnd. (Eftir þennan fund hafði víst verið gerð sú „málamiðlun" að rit- nefndin skyldi verða „rannsóknarrit- nefnd“, þe. kanna möguleika osfrv. á útgáfu blaðs, og er töluverður munur þar á). önnur fundargerð lá einnig fyrir fundinum frá 20. des„ en var henni frestað til loka fundarins og gengið strax til dagskrár. Uppsögn samninga samþykkt Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hafði framsögu fyrir 1. málaflokki, einsog reyndar öllum. Jafnframt því að hafa framsögu fyrir öllum málum var hún einnig fundarstjóri á fundinum og verður það að teljast ámælisvert. Þótt slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast allmjög á fundum í verkalýðsfélögunum, að formenn félaganna „eigi“ svotil fund- ina, er aldrei hægt að mæla því bót. Aðalheiður mælti með uppsögn samninga strax, og lagði til að fundur- inn gæfi heimild til verkfallsboðunar, þegar vika væri liðin frá samningar renni út - ekki yrði lengri frestur gefinn. Fram kom að á fundinum fyrir jól hafði stjórninni verið falið að kanna möguleika á inngöngu í BSRB, þarsem starfsvæði og starf er hið sama, einnig hafði stjórn verið falið að gera saman- burð átekjum, réttindum ofl. hjáfélög- um Sóknar og BSRB. Aðalheiður kvaðst hafa fengið ASÍ tilað gera þennan samanburð; hagdeild ASÍ hefði séð um gerð þessa samanburðar. Síðan fékk ég „tvo yndælis menn“ tilað „gera kröfugerðina með mér - með okkur“, sagði Aðalheiður. Uppsögn samninga var borin upp og samþykkt samhljóða, og kvaðst Aðal- heiður senda hana strax samningsað- ilum. Aldrei kom fram á fundinum, hvort kannaður hefði verið möguleikinn á því að ganga inní BSRB, eða hvað hefði komið útúr slíkri könnun, sem stjórninni hafði verið falið að annast. Kröfugerð með stimpli ASÍ Kröfugerðin, sem Aðalheiður hafði útbúið með aðstoð hagdeildar ASÍ, lá ekki fjölrituð fyrir fundinum, var hún því einungis lesin upp. Fimmtudaginn 1. febrúar á hún hinsvegar að liggja frammi, íjölrituð, ásamt með saman- burðinum við BSRB, á Opnu húsi í húsnæði Sóknar á Freyjugötunni, fyrir trúnaðarmenn og alla sem áhuga hafa. Tillagan sem Aðalheiður las upp var svohljóðandi: - Byrjunarlaun 168.815; eftir 6mán. 175.636; eftir 1 ár 182.681; eftir 3 ár 189.936; eftir 4 ár 200.985; eftir 5 ár 207.934. í þessari kröfugerð, sagði Aðal- heiður að áhersla væri lögð á „stabíla" vinnukraftinn og ekki væri stílað uppá þá sem „grípa inní“. Vaktaálagið yrði sama krónutala og BSRB hefur núna, og væri sú krónu- tala föst: 475 kr. frá kl. 17-24; 642 kr. frá kl. 24-08. Veikindadagar yrðu óbreyttir á 1 ári (sennilega þar sem þaðerekki „stabíll" vinnukraftur), eftir 1 ár 10 vikur á ári; eftir 3 ár 15 vikur á ári; eftir 5 ár 20 vikur á ári. Þetta nær ekki BSRB, en er þó spor í áttina, sagði Aðalheiður. Þess má geta að hjá BSRB eru veikindadagar: fyrstu 6 mán. 1 mán. á fullum launum og 1 mán. á hálfum; eftir 6 mán. 3 mán. á fullum launum og 3 á hálfum; eftir 10 ár 4 mán; eftir 15 ár 6 mán. og eftir 20 ár 1 ár á fullum launum og 1 ár á hálf- um. Oriof yrði að nokkru leyti óbreytt, fyrstu 5 árin eða meðan félagsmaður er undir 32 ára aldri væri það 24 dagar (laugardagar meðtaldir); eftir 5 ár eða eftir 32 ára aldur 25 dagar; eftir 7 ár 27 dagar og eftir 15 ár 30 dagar. Aðalheiður ræddi nokkuð um kröfu- gerðina, kvað enda lausa ennþá enda ekkert gagntilboð komið fram. Þetta væri gert „með samþykki hagdeildar ASÍ“ og ASÍ væri með stimpilinn á þessu. „Þeir ættu jafn mikinn heiður að þessu og við.“ Fyrirspurn kom um það, hvort fæðingarorlof hefði ekki verið tekið inní, en það er nú mjög stutt hjá Sóknarfélögum. Aðalheiður sagði að það yrði kannski tekið uppí samnings- gerð - hægt væri að versla með það fyrir annað! Ekki er okkur ljóst með hvað ætlunin er að versla með úr þess- ari kröfugerð, enda er hún ekki til þess að fara að gefa eitthvað eftir. Eftir þetta var orðið gefið laust. Stóð einn fundarmaður upp og ganrýndi hvernig kröfugerðin væri framsett. Kröfurnar væru einnig alltof lágar. Lýsti hún yfir ánægju með frumkvæði Akraneskvenna, þar sem því miður væri það alltof almenn skoðun að ekki væri hægt að fara í verkfall á spítulun- um. Lagði hún til að Akraneskonum yrðu sendar kveðjur fundarins. Aðalheiður kom upp á eftir. Rakti hvað komið hefði útúr Akranesdeil- unni. Ekki sagði hún ástæðu til að draga önnur verkalýðsfélög inní um- ræðuna. Hingað til hefði Sókn gengið á undan, því væri sjálfsagt að einhver annar gerði það núna. Ólögmæt afgreiðsla Ekki ítrekaði Aðalheiður að orðið væri laust, en spurði þess í stað: „Hverjir greiða atkvæði með.“ Var fundarmönnum alls ekki ljóst um hvað greiða ætti atkvæði. Óskaði einn fundarmanna eftir aðfá að gera fyrirspurn og fékk það. Spurði hún hvort ekki væri grund- vallaratriði að stefna beint ásömu laun og réttindi og BSRB hefði. Einnigtaldi hún að ekki væri forsvaranlegt að bera kröfugerðina undir atkvæði þarsem ekkert lægi fjölritað fyrir fundinum. Aðalheiður tók til máls enn og sagði að það virtist „prinsippmál" hjá „sum- um“ að vera bara á móti öllu. Spurði svo á ný: „Hverjar eru með?“ Nokkur hópur fundarmanna rétti upp hönd, en fjöldinn allur kallaði á ný: „Um hvað er verið að greiða atkvæði?" „Hvað er á seyði?“ Þá segir Aðalheiður: „Mótat- kvæði 3.“ Ekki hafði þó verið beðið um mótatkvæði. Margítrekaðar voru beiðnir um endurtekningu á atkvæðagreiðslu, en því var ekki sinnt. Engin atkvæðataln- ing fór fram, og aldrei var mælenda- skrá lokað fyrir þessa furðulegu „at- kvæðagreiðslu". Þess vegna er alls ekki hægt að líta á þessa atkvæðagreiðslu sem lögmæta, þótt formaður félagsins hafi ítrekað það eftir fundinn að kröfu- gerðin hafi verið samþykkt. Gömul samninganefnd Formaður og fundarstjóri vatt sér strax í afgreiðslu samninganefndar. Stakk hún uppá samninganefnd sem setið hafði áður. Skrifleg tillaga barst um nýja samninganefnd sem kjörin yrði af hinum ýmsu vinnustaðadeild- um Sóknar. Sú tillaga var aldrei borin upp. Einn fundarmanna stóð upp og kvað langt síðan þessi samninganefnd hefði verið kjörin. Margar konur væru reiðubúnar að vinna fyrir félagið og því væri alls ekki óeðlilegt að gera ein- hverjar breytingar á nefndinni. Aðal- heiður kvað þetta ágætisnefnd og þetta væri gott fyrirkomulag. Nefndin væri kosin með tilliti til vinnustaða og erfitt væri að kjósa nýja. Vildi hún láta greiða atkvæði strax um nefndina. Stóðu þá 2 fundarmenn uppvið pontu og báðu um orðið, því var ekki sinnt heldur vaðið í atkvæðagreiðslu. Ekki sást sjónarmunur á atkvæðum greidd- um með og móti samninganefndinni, og var krafist talningar. Aðalheiður neitaði því og sagði: „Ef þið eruð með þessi læti þá neyðist ég til að slíta fundi.“ Við þessi orð gekk fjöldi fundar- manna af fundi og virtist hreinlega í sjokki útaf framferði Aðalheiðar. Hún lét ekki deigan síga, heldur var lesin upp fundargerðin frá fundinum 20. des. Kom þar fram sem reyndar annars staðar, að eingöngu hafði verið rætt um að krefjast sömu launa og kjara og BSRB, eða þá lágmarkslauna 180 þús. króna. Ekki var farið inná 4 dagskrárlið um starfið framundan, en fundi slitið. ■ Getum við ekki séð annað en á þess- um Sóknarfundi hafi öll fundarsköp verið brotin. Gengið hafi verið þvert gegn vilja félagsmanna er fram hafði komið á fyrri fundum, og málin knúin í gegn með frekju og yfirgangi. Hljóta allir Sóknarfélagar að líta ástandið alvarlegum augum og velta þvífyrirsér um leið, hvað það eigi að þýða að krefjast annars en sömu launa fyrir sömu vinnu og þá um leið, hver framtíð Sóknar eigi að verða. h/b Til asknfenda - áskriftargjald kr. 2000 fyrir fyrri árshelming 1979 Áskriftargjald fyrir Neista fyrri árshelming 1979 hefur verið ákveðið kr. 2000. Áskriftargjaldið fyrir árið 1978 var kr. 1700 fyrir hvorn árshelming og er þessi hækkun - krl. 300 -sú alminnsta sem við getum komist af með. Hingað til höfum við haft sérstakt gjald til áskrifenda erlendis, vegna mikils sendingarkostnaðar, en munum nú hætta því. Ástæðan er sú, að flestir áskrifendur Neista erlendis eru náms- menn, sem ekki hafa alltof rúm íjárráð. Mun áskriftargjald verða hið sama til jteirra og áskrifenda innanlands. Það sparar okkur gífurlega vinnu og kostnað, ef áskrifendur væru svo eiskulegir að greiða áskriftargjöld sín, án rukkunar. Gírónúmer Neista (Fylkingarinnar) er 17513-7, ættu gírógreiðslur að vera öllum handhægar. Að auki er skrifstofa Fylkingarinn- ar, að Laugavegi 53A (rautt bakhús) opin alla virka daga frá kl. 5-7, laugar- daga frá 2-4. Áskrifendur í Reykjavík ættu að kíkja við og borga, eigi þeir leið um Laugaveginn á þessum tíma. Ritnefnd. , " * Skrifstofa Fylkingarinnar er opin frá 5-7 alla virka daga, 2-4 laugardaga < 4

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.