Neisti - 01.01.1982, Page 1
RAUNASAGA 12.TÖLUBLAÐS
IM eisti 12.tbl., 19.árg. Utgefiðjan. 1982
RÆBB
Neisti skal vera 12 síður og
koma út 12 sinnum á ári a.m.k.,
en það þýðir a.m.k. 144 síður ár-
lega.
Vegna erils við Neistavikuna i
nóvember og siðar vegna prent-
araverkfallsins varð seinkun á
11. tbl. 1981. Út af þessari
seinkun sáum við ekki fram á, að
bœði 11. og 12.tbl. kæmust út
fyrir jól og ákváðum að 11. tbl.
skyldi vera 16. siður og koma út
fyrir jól, sem varð. En 12. tölu-
blaðið átti svo að koma út um
áramótin og vera 8 siður.
Þetta 12. tbl. er þvi miður að
berast ykkur fyrst núna. Biðj-
umst við afsökunar á þessu og
vonumst til að góð regla komist
fljótlega á útgáfuna aftur eftir
þessa truflun.
Ástæður fyrir seinkun 12. tbl.,
til viðbótar þvi sem áður var get-
ið, er m.a. sú að við ætluðum
okkur um of um jólaleytið. Það
þurfti að gera heilmiklar endur-
bætur á húsnæðinu til að koma
nýju setningarvélinni fyrir, og
þessar breytingar tóku miklu
lengri tima en ætlað var. Þegar
svo átti að fara að nota nýju tæk-
in, komu upp endalausir tækni-
legir erfiðleikar. Bilun vegna
flutnings, hluti tækjanna ókom-
inn, osfrv.
Við ákváðum samt, að með
vinnslu þessa blaðs skyldum við
komast i veg fyrir byrjunarörðug-
leikana, svo þeir yrðu þar með úr
sögunni, heldur en að fará með
blaðið i setningu úti bæ. Þetta
blað er að visu ekki gallalaust,
hvað útlit snertir, en það næsta
verður það örugglega!
Verra er að þetta langa baks
leiðir til að sumar greinarnar hér
eru orðnar nokkuð gamlar, en
örugglega ekki úreltar.
Væntum við þess að löng og
óþreyjufull bið eftir þessu tbl.
verði ykkur hvati til að lesa
Neista af enn meiri gaumgæfni
en nokkru sinni fyrr.
Ritnefnd
Uppgjöf B.S.R.B. forystunnar.
Þótt BSRB fái liklega eilitið
meira út úr þessum samningum
sem heild en ASÍ félögin, er
meginniðurstaðan sú, að lúffað
er fyrir þeirri stefnu, sem ríkis-
stjórnin hefur markað i launa-
málum, að lúffað er fyrir þvi
kaupráni sem átt hefur sér stað á
undanförnum árum.
I 9. tölublaði Neista, i sep-
tember, skrifuðum við:» Af til-
svörum sumra verkalýðsleiðtoga
má ráða að þá dauðlangar til að
gangast inn á þessa stefnu ) þ.e.
launastefnu ríkisstjórnarinnar),
en eru samt dálitið hræddir um
að hún kunni að vekja óánægju
verkafólks alrnennt. Þeir biða
þvi átekta, þreifa fyrir sér og
hlusta og reyna i leiðinni aið tala
sig niður á eina meginlinu, svo
allir standi þeir þó og falli með
sama aumingjaskapnum»..
sama aumingjaskapnum».
Þessa meginlinu fundu þeir
ásamt rikisstjórninni. Hvort
þeim verður stætt á þessu til
lengdar er undir þvi komið hvort
upp risi i verkalýðshreyfingunni
stéttarbaráttusinnað afl, sem
skipulega vinnur að þvi að skapa
hreyfingunni nýja forystu.
Helstu atriði samningsins.
1) 3,25% hækkun aftur í tímann
frá 1. nóvember.
2) Menn fái rétt til svokallaðar
jólagjafar eftir 3ja ára starfs-
aldur.í stað 8 ára, sem áður var.
Jólagjöfin er 24% af 11. fl. des-
emberlauna. Þetta þýðir nálægt
2% hækkun til viðbótar fyrir
talsverðan hóp opinberra starfs-
manna.
3) Launaflokkshækkun, sem
allir fengu áður eftir 15 ára
starfsaldur koma nú eftir 13 ár.
4," Gert er ráð fyrir, að við röðun
i launaflokka skuli miðað við laun
samkvæmt öðrum samningum,
svo og kröfur til menntunar,
ábyrgðar og sérhæfni starfs-
manna. Gert er ráð fyrir, að
einkum hjúkrunarfræðinar og
kennarar fúi talsverðar launa-
bætur út á þetta atriði kjarasam-
ningsins.
Samningurinn gildir til júlíloka
eða tvo og hálfan mánuð fram
yfir gildistíma ASÍ- samning-
anna. Þetta mun BSRB
forystunni hafa þótt mikilvægt,
sem sé að verða á eftir ASÍ. Eins
og viðar í verkalýðsíorystunni er
þroskastig BSRB-forystunnar
ekki hærra en það, að aðalatriði
hverra kjarasamninga, það sem
yfirgnæfir allt annað, er að
öðrum félögum takist ekki að
komast upp fyrir þeirra félög.
Þvi þykir gott að vera á eftír með
samningana.
Uppgjöf í fótspor ASÍ-foryst-
unnar.
Samningur BSRB er auðvitað
uppgjöf, ekki síst miðað við þær
,kröfur sem settar voru fram og
stuttlega voru reifaðar í síðasta
Neista. Bilið milli krafna og
niðurstöðu er óralangt.
Forystan segir auðvitað, að ekki
sé um annað að ræða eftir ASÍ
samninganna. En um leið og
þeir segja þetta leggja þeir áher-
sli á, að verða lika á eftir ASl
næst, til að geta afsakað aum-
ingjaskapinn á sama hátt þá. Því
þótt það þyki kannski sniðugt að
vera á eftri ASÍ, verða menn að
gera sér grein fyrir, að um leið er
BSltB að láta frumkvæðj til bar-
áttu úr hendi sér, og forystan er
að undirbúa sig undir að geta
tekið við því sem að henni er ýtt.
Það er ekki síst svona loddara-
leikur, sem hvað mest hamlar
gegn því að verkalýðshreyfingin
brjótist út úr þeim vítahring
undanhaldsins sem hún er nú
stödd i.
Mótatkvæðin í BSRB gegn
samningunum voru tiltölulega
jafi.mörg og i ASI félögunum ''ða
rúmlega 30%.
Það skal ósagt látið, hvort þetta
þýði, að 30% félaga BSRB séu
þannig tilbúnir til harðrar verk-
fallsbaráttu. Auðvitað getur ver-
ið , að hluti þessara mótatkvæða,
séu bara mótatkvæði i trausti
þess, að samningarnir verði
örugglega samþykktir. Eftir
farandi atriði benda þc til þess,
að um nokkuð harða andstöðu sé
samt sem áður um að ræða:
I fyrsta lagi Forystan lagði á
það mikla áherslu, að það að fella
samningana þýddi það, að verk-
fall yrði i lok f'“brúar eða byijun
mars, og menn yrðu án 3.25pró-
sentanna fram að þdm tíma a.
m.k.
I öðru lagi. Þýðingarmiklum
hóp innan BSRB, svo sem hjúk-
runarfræðingum og kennurum
hafa verið gefin óbein vilyrði um
hækkanir í sambandi við röðun i
launaflokka. (Svona eins konar
vasaútgáfa af læknasamningum,
áhersla lögð á, að hin opinbera
hækkun sé litil og virki ekki sem
fordæmi fyrir aðra, en «lagfær-
ingum»laumað inn í róleg-
heitum).
Ég tel að það sem mestu máli
skipti til að fá samningana sam-
þykkta hafi verið, að engin skijm-
leg andstaða komi fram gegn
þeim. Lofsöngur forystunnar um
þá var einhliða . Fjölmargir hafa
örugglega samþykkt samningana
af þvi þeir treystu ekki núverandi
forystu til að leiða harða baráttu,
og ekki bryddaði á nýjum for-
ystukjarna.
Ragnar Stefánsson