Neisti - 01.01.1982, Blaðsíða 3

Neisti - 01.01.1982, Blaðsíða 3
KREPPA SJA VARUTVEGSINS Þegar þetta er skrifaö liggur nœr allur fiskveiðiflotinn bund- inn við landfestar vegna verkfalls sjómanna og verkbanns út- gerðarmanna, þar sem ákvörðun fiskve^ðs liggur ekki fyrir. Á sama tima hefur fjölda fiskverk- unarfólks verið sagt upp kaup- tryggingarsamningi vegna hrá- efnaskorts. Rúmlega 9.000 manns vinna i fiskvinnslu, en talið. er að allt að 8.000 hafi fengiö, eða-séu að fá reisupass- ann þessa dagana. Við fyrstu sýn virðist allt þetta uppistand eiga sér rætur i ein- faldri kjarabaráttu sjómanna, og venjub undinni deilu sjómanna og útgerðarmanna annars vegar og ' fiskvinnslu hins vegar um ákvörðun fiskverðs. Fleira hangir þó á spýtunni. Núverandi ástand er einnig birtingarmynd á þeirri staðreynd, að sjávarút- vegurinn á við kreppu að stríða, sem hægt er að lýsa með orðun- um rányrkja, offjárfesting og skipulagsleysi. Eins og fiskveiðar á íslandi eru skipulagðar, þ.e. á grundvelli gróðasóknar einkafyrirtækja og frjáls og kostnaðarlauss aðgangs þeirra að fiskimiðunum, hafa þær innbyggða tilhneigingu til rányrkju. Með rányrkju eigum við ekki i sjálfu sér við það, að fiskurinn sé veiddur í stórum stil, heldur hitt að hann sé veiddur að þvi marki, að viðkomubrestur fiskistofna eigi sér stað. Ef við- komubrestur verður og stofnar hrynja og verða það litlir að þeir verða óveiðaniegir eða hverfa jafnvel alveg, hefur það efna- hagslegar afleiðingar í smáu og stóru. Atvinna og lifsafkoma fólks er lögð undir, og nægir að minna á afleiðingar hvarfs síldar- innaráárunum 1967-68. Hinn einstaki kapitalisti í fisk- veiðum sér engan hag i því að draga úr eigin sókn i fiskistofna með það fyrir augum að vefnda þá. Það yrði aðeins til þess að aðrir kapitalistar í fiskveiðum fengju meira i sinn hlut, en vemdunin yrði engin. Af þessum sökum verður að koma til einhvers konar utanaðkom- andi stýring á fiskveiðunum í formi veiðibanna, kvóta eða jafn- vel þjóðnýtingu útgerðarinnar og beinnar vísindalegrar stjóm- unar. Þótt hinn einstaki kapítalisti sjái sér engan beinan hag í verndun fiskistofna, hefur auðmagnið í fiskveiðunum sem heild hag af því að viðkomubrestur verði ekki hjá mikilvægustu nytjastofn- unum. Sama máli gegnir auð- vitað um íslfensku borgarastétt- ina og ríkisvaldið sem fulltrúa heildarhagsmuna hennar. Það væri fráleitt að haldsf þvi fram, að þessir aðilar hafi t.d. haft hag af þeirri kreppu sem skapaðist hér á landi á ámnum 1967-68 i framhaldi af hvarfi sildaiinnar. Af þessum sökum leitast ríkis- valdið við að hafa einhverja stjórn á veiðunum, a.m.k. er reynt að koma í veg fyrir að helstu nytjastofnar eins og þorskur, ýsa, karfi. og loðna hrynji. Þótt ríkisvaldið leitist við að hafa stjóm á fiskveiðunum til að hindra rányrkju, er langur vegur að það takist. I flestum til- fellum hefur þó tekist að koma í veg fyrir algjört hrun stofna síðan síldin hvarf. Hins vegar er langur vegur frá að stofninn sé haldið í þeirri stærð, að þeir gefi sem mest af sér. I þeim skilningi em flestir stofnar stöðugt of- veiddir. Ástæður þess að ríkisvaldinu tekst ekki betur að stjóma veið- unum, em einkum tvær. í fýrsta lagi virðir ríkisvaldið það sjónar- mið, að gróðaviðmið einkafýrir- tækja skuli vera drifkraftur og hvati útgerðarinnar, og að þessum fyrirtækjum sé fullkom- lega frjálst að athafna sig innan þess ramma og þeirra reglna sem ríkisvaldið setur. I öðru lagi eru rikisstjómir og ráð- herrar undir stöðugum þrýstingi frá gróðaöflunum i sjávarútvegi að slaka nú á klónni varðandi fiskverndunarmál. Afleiðing ofveiði birtist einna skýrast í loðnuveiðibanninu, sem sett var á i byrjun desember. Að vísu koma þar til fleiri þaettir, svo sem stækkun þorskstofnsins, en hann é„ur mikið af loðnu. Loðnuafurðir voru 11.7% af út- flutningi árið 1979 og 9.8% árið 1980. Það sjá allir í hendi sér að það hefur töluverðar afleiðingar í för með sér, ef engin loðna verð- ur veidd á næsta ári vegna of- veiði að undanförnu. OFFJÁRFESTING. Rányrkjan er stöðugt yfirvof- andi vandamál. En nú sem stendur er það offjárfestingin sem er enn meir áberandi. í skýrslu sem Rannsóknarráð ríki- sins gaf út nýlega og fjallar um þróun sjávarútvegs, segir: «Öllum, sem hafa heildarsjónar- mið til viðmiðunar er ljóst orðið að flotinn er orðinn of stór, enda væri vart þörf á jafn viðtækri skerðingu á athafnafrelsi hans og raun ber vitni, ef það væri ekki staðreynd.» Á öðrum stað i skýrslunni segir: « Óliklegt er að aðstæður leyfi jafnmikinn sam- drátt sóknar og umrædd «hag- kvæmasta»sóknarstefna gerir ráð fyrir. Þó er ljóst, að verulega beri að draga úr sókn og jafn- framt að minnka flotann þannig, að hann megi fullnýta á hverjum tíma». Þessar staðreyndir eru alls ekki nýjar. Nú i mörg ár hefur verið bent á þetta af ólíkustu aðilum. Á- árinu 1975 kom út svokölluð Blá skýrsla um þróun sjávarút- vegs, þar sem bent var á, að þáverandi fiskiskipafloti gæti veitt um 950 þús. tonn af botn- fiski miðað við ástand fiskistofna um 1970. Siðan þá hefur fiski- skipaflotinn vaxið töluvert, en þó sérstaklega á siðasta ári, en botnfiskaflinn hefur hæst komist í 638 þús. tonn á árinu 1980. Niðurstöður Bláu skýrslunnar frá 1975 ber að taka alvarlega. Einnig ber að lita á, að flotinn hefur eitthvað stækkað að tonna- tölu miða við aflamagn végna breyttrar tækni og krafna um bættan aðbúnað sjómanna. En þótt þessir þættir væru teknir með í reikninginn, er vart lengur um það deilt að flotinn er of stór miðað við það aflamagn sem fiskistofnarnir geta borið. Þrátt fyrir þetta er haldið áfram að fjárfesta. Ástæður offjárfestingar eru þær sömu og rányrkjunnar, þ.e. mótsögnin milli gróðahagsmuna hinna einstöku kapítalista og hagsmuna heildarinnar, sem kapítalisminn fær ekki sameinað í þessu tilfelli. Út frá sjónarhóli heildarinnar er augljóst,að of- fjárfesting gefur ekkert annað af sér en sóun á verðmætum. Ekkert annað gerist en að sami afli dreifist.á fléiri skip, og hvert um sig gefur þvi minna af sér. En frá sjónarhóli hins einstaka kapítalista eða útgerðarfyrir- tækis blasir málið öðru vísi við. Annað hvort er hann að tryggja "skvipnslufyrirtæki sínu hrá- efni, eða að hann vill fá að taka þátt í leiknum og treystir á að- stoð rikisvaldsins eins og aðrir. AFLEIÐINGAR. Afleiðingar alls þessa blasa við. Sá fiskur sem hér er veiddur er minni en hann gæti verið með skynsamlegri stjórnun og er veiddur með mun meiri til- kostnaði en nauðsynlegt er. Það leiðir siðan til minni afraksturs sjávarútvegsins og krafna um kjararán, um leið og eitthvað bjátar á. Skipulagsleysið sem fylgir einkaeignarréttinum og reglunni: Einn togari a.m.k. á frystihús», gerir það að verkum að miklar sveiflur verða í vinnu fólks í sjávarútvegi, sem hefur slæm áhrif á heilsu þess og starfsþrek, auk þess sem það gerir meðferð hráefnisins verri. Það liggur fyrir, að með visinda- legri stjórnun og lýðræðislegri áaétlanagerð megi stóráuka af- rakstur sjávarútvegsins. En for- senda þess að svo megi verða, er að stærstu útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækin verði þjóðnýtt og þau sett undir sameiginglega og samræmda stjórnun sjó- manna, fiskvinnslufólks, fiski- fræðinga og annarra vísinda- manna á sviði sjávarútvegs. Aðeins þannig verður höfð stjórn á veiðum og flota, og samræmi komið á á milli veiða og vinnslu. Þá þyrftu þúsundir verkafólks ekki að óttast um atvinnu sína á fárra mánaða fresti. 10. jan. 82 MG AuOvaldsbúskapurínn i Meisti bis-.3. Það liggur fyrir, að með vísindalegri stjórnun og lýðræðis- legri áætlanagerð megi stórauka afrakstur sjávarútvegsins. En forsenda þess að svo megi verða, er að stærstu útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækin verði þjóðnýtt og þau sett undir sameiginlega og samræmda stjórnun sjómanna, fisk- vinnslufólks, fiskifræðinga og annarra vísindamanna á sviði sjávarútvegs. YFIRLÝSING FYLKINGAR- INNAR VEGNA SJÓMANNA- VERKFALLS 0G UPPSAGNA í FISKIÐN AÐI. Meðan á sjómannaverkfalli stóð, og verkbanni og fjölda- uppsögnum var beitt gegn verkafólki, sendi Fylkingin frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu. Rétt þykir að birta hana hér, lesendum til glöggvunar. Vegna ágreinings um fiskverð og kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna er atvinnuleysið nú orðið 3.000 manns eða þar yfir. Með sjómönnum í verkfalli og því fólki sem sagt hefur verið upp í fiskvinnslu er talið að allt að 13.000 manns verði án vinnu áður en yfir lýkur. Fylkingin bendir á, að þetta atvinnuleysi undirstrikar enn það öryggisleysi varð- andi lífsafkomu, sem íslenska auðvaldsþjóðfélagið skápar verkafólki. Fylkingin krefst þess að þegar verði gengið að kröfum sjómanna um afnám olíugjalds og hækkun fisk- verðs, svo þeir megi njóta sömu kjarabóta og annað verka- fólk. Fylkingin vill benda á, að sú staða sem nú er komin upp í sjávarútvegi, er ekki sök sjómanna, eða þess verkafólks sem vinnur í fiskvinnslu. Hún er afleiðing áralangrar ó- stjórnar og skipulagsleysis auðvaldsins í sjávarútvegi og þeirri stéfnu sem ríkisvaldið hefur fylgt. Afleiðingum þessa er síðan stöðugt reynt að velta yfir á herðar sjómanna og verkafólks. Fylkingin vill benda á, að það atvinnuleysi sem nú hefur verið skapað er að hluta til pólitísk þrýstingsaðgerð af hálfu útgerðarmanna og fiskvinnslufyrirtækja. Þessir aðilar hafa það ætíð í hendi sér að hóta atvinnuleysi tilað þrýsta á um stjórnvaldsaðgerðir eins og gengisfellingar og kjaraskerð- ingar. Einnig er ekki grunlaust um, að ríkisstjórnin hafi lítið á móti því að verkafólki sé kennd sú lexía, að ef það heldur ekki aftur af sér í launakröfum muni atvinnuleysið blasa við. Við þessar aðstæður er brýnt, að verkalýðshreyfingin bregðist hatrammlega við þessari aðför að íslensku verka- fólki. En því miður eru lítil teikn þess að svo verði. ASÍ og Vei kamannasamband íslans hafa að vísu sent frá sér álykt- anir, en þar við hefur verið látið sitja. Fylkingin vill benda á, að ef einhvern tíma var þörf á mótmælaaðgerðum og fundum verkalýðshreyfingarinnar, þá er það nú. PÓLITÍSK FRAMKVÆMDANEFND FYLKINGARINNAR

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.