Neisti - 01.01.1982, Blaðsíða 4
Yfirlýsing fulltrúaráðs Fjórða Alþjóðasambandsins:
Barátta launafólks gegn hervæðingu og niðurskurði
- fyrir friði og sósíalisma.
FYRRI HLUTI
Vígbúnaður heimsvaldasinna hefur
aukist, hröðum skrefum allt frá bvi að
Ronald Reagan var kosinn forseti
Bandarikjanna. Á sama tima hefur auð-
valdið hafið mikla samdráttarherferð
sem beinist fyrst og fremst gegn verka-
fólki. Þetta eru svör auðvaldsins við
kreppunni og þeim byltingarhreyf-
ingum sem látið hafa að sér kveða sér-
staklegá í hálfnýlendunum. Með auk-
inni hervaeðine-u og endurskipulagn-
ingu hernaðarmáttar síns ætla heims-
valdasinnar að stöðva undanhaldið og
hefja nýjar árásir á verkalýðinn. Þeir
eru að undirbúa sig undir að ná aftur
þeim svæðum sem þeir hafa misst á
seinustu árum. Bandarískir heims-
valdasinnar leika lykil hlutverkið i
þessum hildarleik. Það var að frum-
kvæði Bandaríkjastjómar að nýju vig-
búnaðarkapphlaupi var hmndið af stað í
tíð Carters Bandaríkjaforseta. Þetta
vígbúnaðarkapphlaup náði hárnarki
þegar ákveðið var þann 12 nóv. 1979 að
setja upp nýjar Pershing og Cruise eld-
flaugar. Ákvörðun Reagans um að hefia
framleiðslu nifteindarsprengjunnar er
nýjasta og alvarlegasta skrefið i stríðs-
undirbúningi heimsvaldasinna. Án
þess að nokkuð sé dregið úr hættunni
sem stafar af vígbúnaðarsókn heims-
valdasinna á sviði hefðbundins hern-
aðar þá stafar aðalhættan af upp-
söfnun nýrra birgða kjarnorkuvopna.
Eftir að hafa hleypt af stað umfangs-
mikilli áróðursherferð gegn svokölluð-
um hemaðaryfirburðum Sovétmanna
og þá sérstaklega yfirburðum á sviði
meðaldrægra eldflauga (SS 20) hófu
heimsvaldasinnar áróður sem hentaði
striðsmarkmiðum þeirra. Fyrst með þvi
að taka upp þá stefnu að eyðileggja
hemaðar- og efnaliagsmátt andstæð-
inga sinna i stað þess að beina spjótum
sinum að þéttbýli. Síðar með þvi að
leggja til hliðar stefnu þeirra Nixons og
Carters, sem fólst i að festa kraftahlut-
föllin á einhverju ákveðnu stigi en taka i
þess stað upp stefnu, sem leitar að
minnsta mögulega öryggi.
Þegar kjarnorkustyrjöld með tilheyr-
andi eyðileggingu virðist á næstu grös-
um getur markmið verkalýðshreyfing-
arinnar ekki verið hugsanlegur sigur i
slikri styrjöld. Til að byggja upp komm-
únískt þjóðskipulag verður heimurinn
að vera til. Markmiðið hlýtur því að
vera að koma i veg fyrir kjarnorku-
styrjöld. Það eru þó hreinir draumórar
að búast við því að slíkt takist í samn-
ingaviðræðum, þvi svo lengi sem kapi-
talisminn heldur velli er stríðshættan
fyrir hendi. Raunsæasta markmiðið er
að svipta kapítalistana þeirra helstu
virkjum. Þegar öllu er á botninn hvolft
er það aðeins sigur verkalýðsstéttar-
innar i þróuðustu auðvaldsrikjunum og
þó sérstaklega Bandaríkjunum sem
getur bjargað mannkyninu úr helgreip-
um kjarnorkustyrjaldar.
Fjórða Alþjóðasambandið hefur alltaf
barist gegn draumórum um «friðsam-
< lega sambúð» eða «sigur» í kjamorku-
styrjöld og lagt áherslu á hina bylting-
arsinnuðu lausn. Einmitt þess vegna
leggjum við áherslu á mikilvægi friðar-
hreyfingarinnar, sem nú sópar að sér
fylgi í Evrópu, Norður-Ameríku og
Japan. Virkjun fjöldahreyfingarinnar
er þvi mikilvægari sem flest bendir til
að við séum ekki alveg á síðasta snún-
ing að upphafi þriðju heimsstyrjald-
arinnar. Helstu pólitisku og félagslegu
forsendur þess að okkur sé hrundið út i
slík ósköp eru alls ekki fyrir hendi.
Verkalýður á Vesturlöndum hefur alls
ekki verið sigraður og er þvi fær um að
grípa til gagnaðgerða. Verkalýðurinn
myndi aldrei leyfa valdastéttunum að
leggja útí slíkt sjálfsmorðsævintýri.
Fólk sem talar um að þriðja heims-
styrjöldin sé óumflýjanleg vanmetur
hvað er í húfi fyrir mannkynið Og gen'r á
óábyrgan hátt ráð fyrir þvi að orrustan
sé töpuð fyrirfram. Markmið Fjórða Al-
þjóðasambandsins með þvi að taka þátt
í friðarhreyfingunni er að auka and-
heimsvalaasinnaða og andkapítalíska
vitund fjöldans og styrkja og breikka
virkni hans til að auðvelda árás á ríkis-
vald borgarastéttarinnar. Aðeins af-
vopnun og ósigur borgarastéttarinnar
getur í eitt skipti fyrir öll bundið enda á
stríðshættuna.
HEIMSVALDASINNAR VÍG-
BÚAST Á NÝ.
Leiðtogar Bandaríkjanna ætla sér að
endurheimta stjórmmálalega, hemað-
arlega og efnahagslega yfirburði sina
sem helsta herveldi heimsvaldasinna.
TJm þetta vitnar hin nýja stefna Banda-
ríkjastjórnar, sem hefur nú orðið æ
skýrari eftir að Reagan tók við völdum.
Þetta kemur fram í tilhneigingum til að
efla hergagnaiðnaðinn innan efnahags-
kerfa auðvaldsins. Hernaðarlegar rann-
sóknir hafa verið auknar meir en nokkru
sinni fyrr og viðskipti með ýmiss konar
drápstól færast i aukana. Þeir hópar,
sem gera sér grein fyrir þvi að efna-
hagskerfi auðvaldsins hefur tilhneyg-
ingu til að þjappast saman i risavaxnar
auðmagns- og hernaðar blokkir, en gera
sér hins vegar ekki grein fyrir þeim
pólitisku ákvörðunum sem þarna liggja
að baki skilja ekki nema hluta af því
sem liggur til grundvallar hervæðingar-
sóknar auðvaldsins. Þeir skilja ekki að
bandarískir heimsvaldasinnar og
bandamenn þeirra eru í raun og vem að
bregðast við kreppunni andheims-
valdabaráttunni og stéttarbaráttu
verkalýðsins. Þetta em líka viðbrögð"
við þvi að um tima hálflamaðist afl
Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi i kjöl-
far Viet Nam striðsins.
Leiðtogarnir i Washington gerðu sér
fulla grein fyrii þvi að atburðimir í íran
og Nicaragua ógnuðu «lifshagsmunum»
þeirra. Þvi var t.ekin upp að nýju árásar-
stefna sem miðaði að þvi að vernda
hagsmuni heimsvaldastefnunnar viðs-
vegar um heim. Til að framkvæma
þessa árásárstefnu hafa bandarísk
stjórnvöld hafið endurskipulagningu
hersins svo hann verði fær um að gripa
inní hvar sem er i heiminum. Þetta út-
skýrir m.a. hvers vegna nú er ákveðið
að hefja framleiðslu á nifteinda-
sprengjum, sem reyndar eru alls ekki
nýtt vopn heldur hefur það hingað tií
ekki komist á dagskrá vegna þess að
gagnbyltingin hefur hingað til ekki
þurft að nota það.
Nuna er annað upp á teningnum. Her-
fræðingar NATO hafa sett fram kenn-
ingu um «hreyfanleg viðbrögð» sem
byggjast á því að hægt sé að svara öll-
um tegundum hugsanlegra ógnana á
viðeigandi hátt. Því þarf að minnka
muninn á hefðbundnum vopnum og
kjarnorkuvopnum, þannig að stigsmun-
ur sé á notkun Jjeirra, en ekki eðlismun-
ur. Einnig eru kojr:.c.r fram áætlanir
uin staðbundin stríð, td. sem hefndar-
ráðstafanir. Þetta hvortveggja miðar
að þvi, að koma í veg fyrir að stórveldin
standi frammi fyrir því að hefja slór-
styrjöld strax, með öllum tiltækum
vopnum, en geti í staðinn beitt mið-
lungsdrægum og skammdrægum
kj arnorkuvopnum.
Nifteindasprengjan er afsprengi til-
rauna til að minnka kjarnorkuvopn og
ásamt nýjum og nákvæmum eldflauga-
stjórnkerfum eru þetta hlutar af áætl
unum heimsvaldasinna um að geta beitt
kjarnorkuvopnum til að viðhalda veldi
sínu.
AÐ LOKNUM SALT VIÐ-
RÆÐUM: BEINNI ÁREK-
STRAR VIÐ SOVÉTRÍKIN.
Áðurnefndar breytingar á stefnu
Bandaríkjastjómar hafa jafnt áhrif á
sambúð austurs og_ vesturs sem sam-
búð heimsvaldarikjanna innbyrðis og
viðbrögð heimsvaldasinna við nýlendu-
byltingunni. Á síðustu áratugum hefur
sambúðin við Sovétrikin einkennst af
viðræðum þeim sem kenndar hafa verið
við SALT og miða að því að takmarka
fjölda langdrægra kjarnorkuvopna.
Þetta tímabil hófst með SALT viðræð-
um 1968 og lauk með þvi að öldunga-
deild Bandaríkjaþings neitaði að sam-
þykkja SALTII samninginn 1979. SALT
samningarnir voru þó engan veginn
þróun i átt tiT afvopnunar heldur hafa
þeir leitt til aukins vigbúnaðar vegna
þess hve ríkin, sem að samningnum
stóðu máttu eiga mikið af kjarnorku-
vopnum, skv. samningnum. Þetta á
enn frekar við um «gæði» vopnanna en
magn þeirra en einmitt á þvi sviði
standa Bandaríkin Sovétríkjunum enn
framar.
Jafnt heimsvaldasinnarnir og Kreml-
skrifræðið hafa tímabundna hagsmuni
af því að setja einhver takmörk á vig-
búnaðarkapphlaupið einkum vegna
þeirra byrða, sem það leggur á efna-
hagslifið sérstaklega í Sovétríkjunum,
sem eru veikari efnahagslega.
Samningurinn gaf lika Bandaríkjunum
svigrúm til að hefja tilraunir og fram-
leiðslu á smærri vopnum. Þeirri tálsýn
var jafnframt haldið á lofti að varanleg-
ur friður gæti komist á með samningum
milli risanna tveggja. Friður sem væri
tryggður með ógnarjafnvæginu og frið-
sámlegum átökum i vopnakapphlaup-
inu.
Bandaríkjamenn byggðu stefnu sina
á þessu vegna þess að þeir álitu að
áframhaldandi óbreytt ástand í sam-
vinnu við Sovétmenn færi saman við
þeirra eigin hagsmuni. Þegar hins
vegar í ljós kom að ógerningur var að
halda aftur af byltingarhreyfingum með
viðræðum st.órveldanna, breyttu
Bandaríkjamenn um stefnu og hófu
gagnsókn. Nú var reynt að sveigja
samningana inná braut endurhervæð-
ingar. Þvi var efnt til beinna árekstra
við Sovétrikin til þess að veikja þau
efnahagslega með því að neyða þau út i
stórfellda endurhervæðingu. Jafnframt
var horfið aftur til kaldastríðsæsinga
sem áttu að gera heimsvaldasinnum