Neisti - 01.01.1982, Blaðsíða 6

Neisti - 01.01.1982, Blaðsíða 6
Haustið er rautt Læknirinn, presturinn, lögreglustjórinn og annað sómafólk safna undirskriftum. Vandamál skáldsögunnar hafa lengi verið til umræðu úti í hinum stóra heimi. Hér á landi er sjaldgæft að menn hugleiði þau mál enda margrómuð «kreppa skáldsögunnar» vart áþreifanleg í ljósi skáldsagna- flaums síðustu ára. Raunar hafa ýmsir bent á að ekki fari alltaf saman magn og gæði. Á það ef til vill ekki sist við um þann félagslega natúralisma sem tröll- riðið hefur íslenskum bókmennta heimi að undanförnu og ýmsir nefna nýraunsæi. Sannast sagna hefur sú stefna ekki náð að eflast og þróast sem skyldi. Því miður virðist mér hún líka byggja gjarnan á vélrænum skilningi á mætti orðsins og hugmyndar- innar en auk þess á einfaldaðri veruleikasýn. I bók sinni, Haustið er rautt tekur Kristján Jóhann Jónssor einmitt þau atriði bókmennta sköpunar til umræðu sem ný raunsæismenn hafa skirrst við að takast á við. Sem sé svo að vitnað sé ‘ til sögumanns: «Veröldin er fleytifull af mann- lifum sem bíða eftir því að vi? notum tækni nútimans, fáum okkur blýant eða bírópenna, tússara eða sjálfblekung og skrifum. Vandinn er bara þessi: Hvað af þvi á að fara inn í þá sögu sem við erum að skrifa hverju sinni?»(13). í meginatriðum segir sagan okkur frá höfundi sem er að skrifa bók. Illa gengur og að hans dómi tekst illa til enda margur efinn sem stekkur i veg fyrir hann á laugarvegi skrift- anna. Persónurnar lúta ekki vilia hans,skyggja jafnvel á róttæka heimsp''biikina án þess að veita af nægtarbrunni einstaklings sins, skipta sér óþægilega hver af annarri og hverfa á óliklegustu stöðum út úr sögunni. Timinn skreppur saman, sáþamerikan stæl. Smábær verður að borg á einni kvöldstund. M.ö.o. er skáldsagan í brotakenndará lagi og litill greinarmunur virðist vera gerður á aðal- og auka- atriðum. Þar að auki er veruleiki sögumanns ekki einn um að vera brotakenndur. Sama finnst honum um lesanda og af því mótast sundurleitt verk hans. Raunar á höfundur þessi til þá sjálfsvirðingu að neita að aka miklubraut hefðarinnar. Hann leitast við að sveigja söguna frá þvi að vera saga um einhveija «aðalpersónu sem gengur i gegn um lærdómsríka þróun og eftir því sem þessi þróun verður vit- rænni og snjallari verður sagan sléttari og felldari og villuljós sjálfshyggjunnar leiða bæði mig og þig, kæri lesandi, í burt frá mannlífinu...»(27) Nei, maður- inn er hópsál og þess vegna á bókin að vera um alþýðuna enda skiptir einstaklingurinn «litlu sem engu þegar allt kemur til alls. »(28) Þessi dólgslega al- þýðudýrkun leiðir svo til þess að höfundurinn á í stöðugum vandræðum með sjálfan sig, tranar sér fram fyrir atburðarás og persónur sögunnar með klisjukenndum athugasemdum í predikunartóni. En ágengastur verður höfundur þó í átta les- endabréfum þar sem hann hug- leiðir skáldsögana og þá stefnu sem hún tekur. SAMT ER SAGA Hægt og með miklu brambolti og úturdúrum flýtur skáldsagan útur penna höfundarins. Það kemur í ljós að hún á sér þrátt fyrir allt meginstefnu. í henni eru meira að segja aðalpersónur sem hefja samleik í þeim mikla stríðsleik er á sér stað milli stétta og kynja og svo mjög setur svip sinn á bókina. Möndull þessarar sógu er Rauða félagið. Það tengist þeim atburðum sem einhverju skipta i sögunni. Raunar snýst fyrri hluti sögunnar um stofnun félagsins í þorpinu Miðgarði sem breytist á stofn- fundartíma i borg. I síðari hluta sögunnar er sagt frá því hvernig félagið og liðsmenn þess efna til andófs gegn því að ráðist sé gegn dagheimili, það lagt i rúst og á rústunum reist verslun. Vitanlega er viða komið við. Persónur eru margar og jafn- framt gjarnan fulltrúar sinna stétta. Verkamenn (Gústi), yfir- stéttarnaglar (læknirinn). menntamenn (Margrét), hús- mæður (Soffia), smáborgari (Jó- hann) o.fl., o.fl. Hér er því á ferðinni allnokkuð breið þjóðfé- lagslýsing og víða er skirskotað til atburða úr raunveruleikanum, s.s. undirskriftasöfnunar VL og baráttunnar um friðun Grjóta- þorps. Forvitnilegast finnst þó undir- rituðum að beija augum «þann skapmikla og mótþróafulla minnihlutahóp» (102) sem safn- ast saman i Rauða félagið eða tengist því með einhverju móti. Lýsingin á þessu fólki speglar óneitanlega þá nöturlegu veru- leikasýn höfundar að í auðvalds- samfélaginu fái mannlegar til- finningar ekki notið sín. Þær eru bældar niður til að viðhalda kúg- un fólksins, jafnt á vinnustöðum sem á heimilum. Harðast verður fjölskyldan úti i gagnrýni hans enda segir hann: «Þessi saga segir frá sifelldu veseni i hjóna- böndum.» (59) Raunar er það ekki alþýðan ein sem stynur undir kúgunarhæl auðvaldsins. Hin steingerfða ímynd yfirstéttarinnar, læknir inn drykkfelldi, er einnig undir sama «margra ára ofurálag og ótta einstaklingsins i auðvalds- samfélagi» (55) seld. Það er þvi ekki fögur þjóðfé- lagsmynd sem höfunduur dregur upp. Þessi veruleikaskynjun er að sjálfsögðu einnig að miklu leyti veruleikamynd Kristjáns þrátt fyrir hina irónisku fjarlægð á milli hans og höfundar. Eini sjáanlegi vonartónninn virðist vera herskátt tistið i Rauða félag- inu sem af vanmætti sinum setur sér það markmið að brjóta kapi- talismann niður. Þessi flokkspatríótíska niður- staða er þó engan veginn sett fram á kauðskan hátt heldur með mátulegum skammti af sjálfs- gagnrýnu háði. MIKLIDÓMUR Þrátt fyrir svartmálaða veru- leikamynd er fremur létt yfir þessari bók. Stafar þetta sjálf- sagt af kímnigáfu höfundar og írónískri umfjöllun hans um allt og alla. Frásagnargleðin er líka mikil. Hins vegar er spurning hvort margbrotin bygging sög- unnar dragi ekki óþarfa athygli frá efninu. Svo furðulega sem það má hljóma sýnist mér hún jafnvel gera það að verkum að bókin verði meira i ætt við laus- tengdar smásögur. Auk þess festir maður aldrei almennilega augun á nokkurri persónu. Þetta er sjálfsagt stefna Kristjáns og ef til vill er það íhaldssemi hjá mér að krefjast sterkari tilfinningar fyrir einstaklingnum. Leiftur af lífi einstaklings getur hugsan- lega verið nóg. Það verður þó að hitta á það eina sanna leiftur. Svo er að sjá sem mönnum hafi reynst erfitt að átta sig á um- ræðu sögumanns og talið óstjóm hans á efninu og vúlgerisma til eiginda Kristjáns. Kristján hef- ur þannig með framferði sínu komið því til leiðar að nokkrir valinkunnir gagnrýnendur hafa orðið sér til skammar. Mátti hafa af þvi kvikindislegt gaman. I augnablikinu minnist ég ein- ungis einnar íslenskrar bókar sem tekur á svipuðum vanda skáldsagnaritunar og þessi, þ.e. Vikivaki Gunnars Gunnarssonar. Bók Kristjáns er því nokkuð ein- Undirtektir við Neistasöfnunina hafa verið góðar, þótt menn eigi okkí digra sjóði um þessar mundir. Staðan er að visu mjög óljós, þar sem margir vildu greiða sitt framlag eftir áramót, þegar þess var vænst, að fjár- hagurinn yrði betri. Það er þó augljóst, að eitthvað vantar enn á, að markið, 30 þúsund krónur náist. Tilgangur söfnunarinnar'var að kaupa setningarvél og tilheyr- andi tæki til að auðvelda útgáfu Neista. Þessi tæki hafa nú verið keypt, á lánum að mestu. Þau kosta um 70 þúsund og með breytingum og innrétting- um á húsnæði vegna þessa, verður kostnaður ekki minni en 80 þúsund. Ætlunin var og er, að söfnunin gefi 30 þúsund, en 50 þúsund borgi Fylkingin sjálf. Það var aldrei gert ráð fyrir, að gróði yrði á sjálfri Neistavik- unni. Reyndin varð sú, að af henni varð talsvert tap. Kost- stæð hvað þetta snertir. Á viss- an hátt er hún Iíka þarft innlegg í umræður um bókmenntir og þjóðfélagsmál. Það verður sann- arlega að leita leiða úr þvi öng- stræti smekkleysu og vélrænnar efnishyggju sem nýja raunsæið virðist hafa leitt helstu höfunda sínaí. Tæpast verður svaKKrist- jáns þó öðrum til fyrirmyndar. Til.þess er það of bókmenntalegt og sérfræðilegt. SÞH naður við vikuna var mikill, ekki síst af þvi, að við buðum hingað manni erlendis frá til að fjalla um E1 Salvador (sem við sjáum auðvitað alls ekki eftir, því koma hans hingað og fram- ganga á fundum og i sjónvarpi hafði geysileg áhrif til að vekja athygli á þróun mála og kúgun Bandaríkjanna í Mið-Ameriku.) Talsverður kostnaður var einnig af öðrum mikilvægum dagskráratriðum Neistaviku. Dansleikur í Hreyfilshúsinu í lok vikunnar átti að gefa tekjur til að endar næðu saman, en hann gerði nú ekki betur en að standa á sléttu. Pólitískt var Neistavikan mikils virði. Við vonum, að þið, velunnarar Neista, séuð sam- mála okkur um það, og að það mat ykkar og gott álit á Neista komi í ljós með hressilegum framlögum, svo söfnunin nái markmiði sinu næstu tvær vikur: verslunarhúsnæði. Framlög í Neistasöf nunina.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.