Neisti - 01.01.1982, Side 7

Neisti - 01.01.1982, Side 7
Neisti bls.7 &v)&UUKtð frh Þrátt fyrir mikinn þrýsting Bandaríska heimsveldisins sem hvilt hefur á kúbu, hefur rikis- stjórn Kúbu neitað að afsala sér þeim rétti að standa við hlið þeirra sem eru að brjóta af sér hlekki heimsveldisdrottnunar i Miðameríku og Karabíska haf- inu. inu. Kúbönsk alþýða veit að koll- vörpun rikis hennar er lokamark- mið tilraunar Bandaríska heims- veldisins til þess að brjóta niður byltingaruppreisnina á svæðinu. Kúbönsk alþýða hefur því mill- jónum saman brugðist við hótun- um Bandaríkjastjórnar. Hún hefur skipulagt sig og búist til baráttu hvað eftir annað og ítrek- að vilja sinn til að styðja út- breiðslu sósíalisku byltingar- innar á svæðinu. En heimsvaldastefnan getur ekki leyft að nýtt verkalýðsriki verði til í Nicaragua né annars staðar án þess að gera allt til að hindra það, þar með talin hern- aðaríhlutun. Með tilliti til þess hversu við- tæk byltingaruppreisnin í Mið- ameriku er orðin og hér koma til áhrif byltingarinnar i Nicaragua bæði í E1 Salvador, Guatemala og öðrum löndum - er Banda- rikjastjórn gersamlega ómögu- legt að leyfa að herstjómin í E1 Salvador falh án þess að gera allt sem í hennar valdi stendur til að hindra það. Þegar allt annað bregst, hikar heimsvaldastefnan ekki við að auka hernaðarlegar árásir sinar. Þessu stigi hefur nú verið náð. Rás atburða á sér hliðstæðu fyrr i sögunni s.s. ferlið rétt fyrir svinaflóainnrásina í Kúbu í apríl 1961 og atburðirnir rétt fyrir Tonkinflóainnrásina sem voru undanfari aukins hernaðar Bandarikjamanna í Vietnam 1964. Því verður að taka mjög alvar- lega þá nýju herferð lyga, óhróð- urs og ógnana af hálfu Banda- ríkjastjórnar. Sú ákvörðun ríkis- stjórnanna á Kúbu og Nicaragua að vera hemaðarlega við öllu búin, er alls ekki úr lausu lofti gripin. Hættan er raunveruleg. Stríðsæsingar heimsvaldasinna verða ekki stöðvaðar fyrir fullt og aiit tyrr en verkalýðurinn í löndum þeirra hefur tekið völdin úr þeirra höndum. En það er hægt að stökkva þeim á flótta. Þess vegna er svo mikilvægt núna strax, áður en þeir grípa til aðgerða, að sýna fjöldaandstöðu gegn ógnunum þeirra. Verkalýðshreyfingin, sam- stöðusamtök og hreyfingin gegn vígbúnaði hafa öll þá ábyrgð að hjá^pa til við að breiða út sann- leikann um nýjar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og vinna að eins víðtækri baráttukvaðningu og unnt er. Stund aðgerðanna er upp- runnin! Mótmælið! Mið-Ameríka: - Bandaríkjastjórn undirbýr beinar hernaðaraðgerðir Eins og marg oft hefur komið fram fullyrða bandariskir ráða- menn að uppreisnarmenn i E1 Salvador fái hernaðaraðstoð frá Sovétríkjunum, Kubu og Nica- ragua. Það ætti raunar að vera sjálfsagt mál að veita alþýðunni hernaðaraðstoð i uppreisn gegn jafn glæpsamlegri kúgunarstjórn og nú er i EI Salvador. Engu að siður hefur hin fullkomna leyni- þjónusta Bandarikjanna, CIA, ekki ennþá tekist að benda á eitt einasta dæmi um hernaðar- aðstoð þessara rikja við upp- reisnarhreyfinguna i E1 Salva- dor. 11. nóvember sl. birtist i banda- ríska dagblaðinu Washington Post bréf frá Fidel Castro þar sem hann krafðist sannana á ofangreindum siendurteknum fullyrðingum Bandarikjastjórnar. Daginn eftir birtist i blaðinu það svar stjórnarinnar að fullyrðing- amar væru ekki frá henni komnar heldur fjölmiðlunum. Hins vegar var gengið fram hjá því að upplýsingar fjölmiðlanna eru komnar frá rikisstjóm Bandarikjanna. Og Haig utanríkisráðherra heldur áfram að miðla upplýs- ingum sinum, jafn rakalausum og fyrr. Á fundi Samtaka Amerikurikjanna (OAS) í St. Lucia 4. desember- sl. útskýrði hann uppreisnimar í Mið- Amer- íku á þennan veg:« Stjómin í Havana kallar saman leiðtoga herskárra andstöðuhópa, kemur á laggirnar bandalagi með þeim, hervæðir þá og sendir til baka til að gera árásir á lögmætar rikis- stjórnir.» Jafnframt ásakaði Haig stjóm Nicaragua fyrir að vigbúast. Daniel Ortega forseti ríkisráðs Nicaragua svaraði þessum ásökunum Haigs 5. desember: «Við erum spurð hvers vegna við vígbúumst.. .Þegar riki á borð við Bandaríkin sem áður hafa gert innrás i land okkar (1912 og 1926),ógnar okkur með innrás eða með því að setja á okkur hafnbann,væri þá ekki óskyn- samlegt að bregðast öðruvisi við við?) Meðan Bandarikjastjóm veður uppi með þessar ásakanir gerir hún áætlun um að veita herfor- ingjastjórninni i E1 Salvador aðstoð að upphæð 250 milljón dollara a næsta ári.og skv. sumum heilidum stendur til að hækka þessa upphæð upp í 400 milljónir eða jafnvel 700 milljónir dollara að því er fréttaritari New York Times sagði 6.desember sl. í ræðu sinni i St. Lucia 4.des. sl. sagði Haig að Bandarikin væru «tilbúin til að taka höndum saman við aðra aðila og grípa til hvaða ráðstafana sem nauðsyn- legar kunna að reynast til að koma í veg fyrir að nokkurt land verði vettvangur hryðjuverka eða styrjaldar á þessu svæði.» Með öðmm orðum: Bandarikjastjóm er tilbúin til að beita sjálf her- valdi gegn þeim alþýðuhreyfing- um sem nú heyja frelsisbaráttu i Mið-Ameriku. . fgrein í New York Times 5.des. hefur fréttaritari blaðsins eftir fulltrúa stjórnarinnar «sem óskar ekki eftir að vera nafngreindur» að «nokkrar næstu vikur munu skipta sköpum». eó Kjör sjómanna FRH.... Svipuð víðhorf lætur Ingólfur Ingólfsson, formaður Vélstjóra- félags íslands í ljós i viðtali við Mogga i sept. sl. Þar segir hann að vinnslugreinarnar þoli ekki hækkanir nema tilkomi sérstakar ráðstafanir ríkisvaldsins. Og um útgerðina segir hann: «Ég vil lika taka fram, að það er háska- legt fyrir sjómenn ef svo verður þrengt að útgerðinni að hún geti ekki haldið við skipunum eða endurnýjað.» Þó þetta hafi verið sagt fyrir siðustu fiskverðshækk- un, hefur ekki komið fram að Ingólfur þessi hafi skipt um skoð- un. Það ber því allt að sama brunni; hærra fiskverð og launa- fólk beri kostnaðaraukann fyrir fiskvinnsluna. Þvi hvað eiga þessir menn við þegar þeir tala um að rikisvaldið geri sérstakar ráðstafanir? Ekki meina þeir að rikið stöðvi óráðsí- una i sjávarútvegnum? Nei, þeir meina gengisfelhngu, sem kem- ur beint niður á lífskjörum launa- fólks, einhveijar millifærslur á milli sjóða og bein framlög rikis- ins, sem eru ekkert annað en skattpeningur almennings i land- inu. Forystumenn sjómanna tala um það mikla erfiði sem sjómenn leggja á'sig, en þeir virðast eng- an áhuga hafa á að draga úr þvi. Þvert á móti hanga þeir fastir i afkastahvetjandi launakerfi, sem kostað hefur marga sjómenn lif og heilsu langt um aldur fram. Þetta úrræðaleysi forystu sjó- manna er með öllu óþolandi. Kjörin verða aldrei tryggð i sam- vinnu við atvinnurekendur. Enda vita sjómenn það manna best að jafnan þegar útgerðinni finnst það borga sig skirrist hún ekki við að láta binda flotann í höfn. Sjómenn verða að skilja það að möguleikar á að tryggja mannsæmandi kjör og veija þau, skapast aðeins ef vopnunum er beitt gegn útgerðarmönnunum en ekki fyrir þá. Og í samræmi við það verða þeir að velja sér rorystu. Auk þess erfiðis sem sjómanns- starfið er þá fylgir þvi mikið óör- yggi og óviss vinnutími. Það liggur i hlutarins eðh að þessu verður aldrei að fullu útrýmt, en með markvissri skipulagningu á veiðum og löndun má bæta hér mikið úr. Auknar tekjur hafa fylgt aukn- um afla, en aflaaukningunni hef- our líka fylgt meira vinnuálag. Það er löngu ljóst að þeir sem gert hafa sjómennsku að ævi- starfi hafa í því skemmri starfs- ævi en aðrir. Það hlýtur að vera forgangskrafa, að menn geti stundað störf sín með þeim hætti að þeim endist heilsa og aldur eins og öðrum. Á þessari kröfu er ekki hægt að skiþta fyrir launatekjur, eins og forystumenn sjómanna gera sig stöðugt seka um. En til að tryggja skaplegan vinnutíma verður að skipuleggja veiðarnar út frá þvi sjónarmiði að menn geti hvilst og verið í landi eins og þeir þarfnast. Fiskvernd- arsjónarmiðin koma siðan á eftir þessu. Hér verður ekki í smáatriðum farið út i hvernig slík skipulagn- ing verður best framkvæmd, enda sjómenn eini rétti aðilinn til að fjalla um það. Enbendamáá, að með tilliti til þess að fiski- skipastóllinn er alltof stór, þá mætti fá sæmilega nýtingu á flotann eftir að hann hefur verið skorinn niður með þvi að hafa a.m.k. tvær áhafnir á hveiju skipi. Einnig má benda á að vinnu- vernd og fiskvernd gætu vel far- ið saman með þvi, að hveiju skipi væri úthlutaður ákveðinn afla- kvóti, þannig að miðað yrði við eðlilegt vinnuálag. Þannig gæti kvótinn verið hærri ef áhafnimar væru tvær. En fyrsta skilyrðið til að ofan- greindar hugmyndir verði að veruleika er að sjómönnum verði tryggt fast mánaðarkaup og fast- ráðning. Það hefur alls staðar sýnt sig að afKastahvetjandi kerfi eru notuð til að kreista sem mest út úr fólki og em atvinnurekend- um mjög til hagsbóta. Hlutaskiptunum og öryggis- leysinu, sem sjómenn verða að sætta sig við, fylgir mikil óvissa um tekjur. Á meðan hlutaskipti gilda em sjómenn fyrst og fremst að beijast við fiskistofnana og sjálfa sig um tekjur. Þeir hafa enga tryggingu fyrir þvi að halda sinu i óðaverðbólgunni. Ef sjó- menn eiga að fá vísitölutrygg- ingu á laun sin , verður það ekki gért nema þeir hafi föst laun. Ef sjómenn ætla að verja kjör sin þegar illa fiskast, gengur það ekki nema með föstum launum, sem þá verður hægt að berjast um við útvegsmenn. Og vilji sjómenn sýna samstöðu með launafólki í landi, verður það einungis gert með þvi að þeir berjist við útvegsmenn um kjör, i stað þess að standa með þeim i átökum um fiskverð, stundum gegn hagsmunum annars launa- fólks i landinu. PH Ath.: Grein þessi var skrifuð fyrir miðjan janúar.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.