Neisti - 08.03.1984, Blaðsíða 4
Eftir kjarasamningana
UMBÓTASINNAR í VANDA
Eftir Árna Sverrisson.
Sigurvegari hins langa samninga-
þófs ASÍ og VSÍ var ríkisstjórnin.
Niðurstaða samningaþófsins er i fá-
um orðum sagt, að sú varanlega
breyting á skiptingu þjóðartekna,
sem ríkisstjórnin stefndi að, er stað-
fest og viðurkennd af heildarsam-
tökum verkalýðsins.
Nú er þessi samningur eðli málsins
skv. rammi fyrir samninga, fremur en
eiginlegur kjarasamningur, vegna þess
að ASI er ekki réttur aðili að samning-
um, það eru félögin sjálf. Fjölmörg félög
hafa samþykkt þennan samning óbreytt-
an, en þeir eru langtum fleiri, sem hafa
ýmist samþykkt hann með breytingum,
frestað afgreiðslu eða fellt hann alfarið.
Hér vegur þyngst, að BSRB, sem ríkið
hugðist knýja til að samþykkja ASI
samninginn óbreyttan, hafnaði því að
loka sér kjaraviðræðum með samþykkt
aðalsamningsins, eins og fólst í samningi
ASÍ og VSÍ. Þetta atriði var einnig þung-
vægt, er Dagsbrún felldi samninginn.
En þrátt fyrir það að fjölmörg félög
hafi ýmist gert betri samning en Ás-
mundur og co, eða stefni að því um þess-
ar mundir að ná frekari leiðréttingum en
fólust í upphaflega samningnum, er sig-
ur ríkisstjórnarinnar ótvíræður í þessari
umferð.
ASÍ-páfarnir — framlengdur
armur ríkisstjórnarinnar
Með þessu hefur forysta ASÍ gengist
inn á að leika það hlutverk, sem ríkis-
stjórnin ætlaði henni. Hún hefur „sýnt
ábyrgð“, og „tekið tillit til efnahags-
ástandsins“, og stjórnarblöðin keppast
við að lofa Ásmund Stefánsson fyrir
þegnskap hans, sem réttara væri að kalla
þýlyndi. Alþýðusamtökin og reikni-
meistarar þeirra eru þar með orðin hluti
af hagstjórnarapparati ríkisins, en ekki
baráttusamtök, sem bera hagsmuni
sinna félagsmanna fyrir brjósti, og
byggja starf sitt á þeim.
Þessi uppákoma gerist í kjölfar
margra ára samstjórnar Alþýðubanda-
lagsins og Framsóknar, með þátttöku
hluta Sjálfstæðisflokksins, en þetta
stjórnarmynstur endurspeglaðist í valda-
stofnunum ASÍ. Á þessum árum leituðu
verkalýðsforingjarnir skjóls undir
verndarvæng ríkisstjórnar en lögðu bar-
áttuna til hliðar. Er fjandsamleg ríkis-
stjórn tók við völdum, og hóf feril sinn
með fordæmislausum kjaraskerðingum
sl. vor lamaðist verkalýðsforystan ger-
samlega.
ASÍ forystan skýrði eigin þróttleysi og
áhrifaleysi á þá leið sl. sumar og enn aft-
ur nú með að „staðan" gæfi ekki tilefni til
aðgerða, að fólk væri ekki reiðubúið.
Úrslit Dagsbrúnarfundarins á dögun-
um sýna, að þetta er einfaldlega ósatt.
Fjölmargir launamenn standa nú svo illa
að vígi, að þeir tapa litlu eða engu við að
grípa til aðgerða, og freista þess þannig
að fá leiðréttingu sinna mála. Svo er
vissulega ekki ástatt um þá, sem betur
standa að vígi, t.d. hálaunamennina á
skrifstofum verkalýðssamtakanna.
Þessvegna geta þeir heldur engan veg-
inn skilið að verkfallsaðgerðir af ein-
hverjum toga koma ekki aðeins til
greina, þær eru orðnar nauðsynlegar.
Upplausn í Alþýðubandalaginu
Ýmsir foringjar Alþýðubandalagsins
óttast þá þróun, sem smánarsamningur-
inn ber vitni um. Staðfesting kjararáns-
ins er órækt vitni um gjaldþrot stefnu og
forystu Alþýðubandalagsins í verkalýðs-
hreyfingunni. Ósigur af þessu tagi veldur
sundrung og upplausn, sem bæði má sjá
á fundum innan flokksins, þar sem hver
hönchn er upp á móti annarri, og ann-
arsstaðar. Verkalýðsforkólfar flokksins,
sem margir hafa gegnt sínum stöðum í
áratugi, takast nú á innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, skrifstofuveldið hefur
sundrast í kjölfar smánarsamningsins.
Þessi upplausn meðal forystunnarget-
ur hæglega haft varanlegar afleiðingar
fyrir flokkinn, sem reynir nú að stemma
stigu við þeim eftir megni. Sundrung
skrifræðisins, sem er félagslegur grund-
völlur flokksins, gerir það að verkum að
kjörfylgi hans er í hættu, en það byggir
einmitt á þeirri ímynd flokksins að hann
sé Verkalýðsflokkurinn með stórum staf.
Aðra afleiðingu óttast ráðamenn í
flokknum þó enn meira. Þátttaka þeirra
í ríkisstjórn hefir nefnilega öðru fremur
byggst á því, að með henni gat ríkis-
stjórnin tryggt sér velvild, eða a.m.k.
hlutleysi verkalýðsaðalsins í Alþýðu-
bandalaginu, og þar með lamað verka-
lýshreyfinguna. Síðustu atburðir eru
hins vegar til marks um það, að stjórnar-
þátttaka Alþýðubandalagsins er ekki
nauðsynleg til þess að hægri armur
verkalýðsforingja Alþýðubandalagsins
makki rétt. Þá er það orðið lýðum ljóst,
að tök flokksforystunnar á verkalýðs-
forystunni eru næsta skilyrt, og í raun-
inni þarf flokkurinn meira á verkalýðs-
aðlinum að halda en að skriffinnarmr
þarfnist flokksins. Allt þetta gerir það að
verkum, að það mat borgaraflokkanna,