Neisti - 08.03.1984, Blaðsíða 31

Neisti - 08.03.1984, Blaðsíða 31
Nicaragua ► Meginmarkmiðið er að tryggja yfir- burði Bandaríkjanna í þessum heims- hluta, að efnahagsleg og pólitísk völd verði í höndum kapítalista, stjórjarða- eigenda og bandarískra fyrirtækja. Eining og endurreisn Vandamál Bandaríkjastjórnar er að FSLN vinnur að öllum líkindum yfir- burðasigur í kosningunum. Það mun þýða að byltingarþróunin getur haldið áfram og eining þjóðarinnar hefur styrkst. Leiðtogar FSLN hafa lýst því yf- ir að slík þróun muni ekki þrengja póli- tískar umræður þjóðþingsins, þar sem fulltrúar ólíkra skoðana munu eiga sæti. Enn er ekki ljóst hvaða völd Ríkisráðið eigi að fara með. í því eiga nú sæti full- trúar ýmissa fjöldahreyfinga, stjórn- málaflokka og alls kyns hagsmunaaðila, svo sem fulltrúar einkareksturs ýmis konar. „Kosningarnar tákna hvorki upphaf né endi lýðræðisý sagði Daniel Ortega á Ríkisráðsfundi í desember síðastliðnum. Hann kvað það byrja með fjöldaþátt- töku í ákvörðunarferlinu og endurreisn efnahagslífsins, en í henni fælust meðal annars umbætur í landbúnaði og þróun mennta- og heilbrigðiskerfisins. Kosningarnar til þjóðþingsins munu gera Reagan-stjórninni erfiðara fyrir að styðja þá hópa sem stunda hryðjuverka- starfsemi gegn Nicaragua. En pólitískur og efnahagslegur þrýstingur mun engu að síður halda áfram. í landi þar sem innrás er yfirvofandi og efnahagsþrýstingurinn ógnvænlegur, er haldið uppi lýðræðislegum umræðum og kosið milli ólíkra stjórnmálaafla. Sú staðreynd er tromp á hendi Sandinista. El Salvador________________________________________________ Byltingaröflin stefna á flokk Eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur. Þann 16. desember sl. sendi yfir- stjórn FMLN frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir því að sameining þeirra fimm hreyfinga sem mynda FMLN í einn flokk stæði fyrir dyr- um. Rökin fyrir því að þessar hreyf- ^ ingar hafa haldið sjálfstæði sínu innan FMLN hafi smám saman ver- ið að hverfa. Hins vegar hefur þörfin á því að þær sameinuðust í einum flokki sífellt vaxið. Yfirlýsing forystu FMLN um samein- ingu fylgdi i kjölfar ákveðinnar þróunar, sem verið hefur innan byltingarhreyfing- ar í E1 Salvador. Sérstaklega veldur þar miklu þróun mála innan FPL. FPL hef- ur ráðið miklu innan FMLN á undan- förnum árum. Þrátt fyrir að hreyfing- arnar fimm skyldu vera jafnar innan FMLN þá lá það orð á að FPL væri jafn- ari en hinar fjórar. Aðal forystumaður FPL var fram til síðasta árs, Salvador Cayetano Carpio og mótaði hann mjög stefnu FPL um árabil. Pólitík Carpios var mikil hindrun í veg fyrir sameiningu byltingarhreyfinganna, þrátt fyrir að pólitísk þróun stefndi í átt til sameining- ar og kröfur um sameiningu yrðu æ há- p værari. Snemma á síðasta ári hélt forysta FPL fund, þar sem samþykkt var að leiðrétta ranga pólitík samtakanna og snúa baki við fyrri vinnubrögðum, sem einkennd- ust af klíkuskap og pólitískum hroka FPL í garð hinna samtakanna innan FMLN. Nú skildi unnið heiðarlega að raunverulegri sameiningu byltingarafl- anna í E1 Salvador. I Tveir forystumenn FPL voru ósam- 31

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.