Neisti - 08.03.1984, Blaðsíða 9

Neisti - 08.03.1984, Blaðsíða 9
Fiskverð___ STAÐFESTIR TEKJUTAP SJÓMANNA ferð gegn raunhæfum baráttuaðgerðum nálgaðist nú sinn rökrétta endapunkt — smánarsamning. En þessi niðurstaða var í hættu stödd, með því að ljóst var að ef samið yrði um verulega kauphækkun í álverinu, þýddi lítið fyrir Ásmund að servera 4—5% fyr- ir alla aðra. Þessi hætta var aukinheldur næsta raunveruleg, því þó enginn efi hollustu Ragnars Halldórssonar við stéttarbræð- ur sína, þá hefur það líka komið í ljós, að svissneska álfélagið, sem er hinn raun- verulegi herra Straumsvíkurverksmiðj- unnar, er ekki reiðubúið til að leggja í fjárútlát til að auðvelda íhaldinu lífið. Álsamingarnir í haust eru til vitnis um það. Líklega hefðu þeir því fremur gefið eftir en lokað verksmiðjunni enda vitað og upplýst, að sá kostur var langtum ódýrari fyrir álfélagið. Hinn skyndilega atorka Ásmundar Stefánssonar kom í veg fyrir það. Á tveim formannafundum ASÍ, sem haldnir voru með stuttu millibili, var það knúið í gegn, að semja við VSÍ um svo sem ekki neitt, á sama tíma og álvers- mönnum hafði næstum tekist ætlunar- verk sitt — að brjóta ísinn. Þokkaleg frammistaða hjá forseta ASÍ. Þó náðu verkamenn í Straumsvík betri samningi en ASI — en ASÍ félögin hefðu getað náð jafngóðum samningi og í Straums- vík, ef þau hefðu dokað við. Hvað olli flýtinum? Þau studdu Straumsvíkurmenn Meðal þeirra sem studdu Straumsvík- urmenn voru: Verkamannafélagið Dagsbrún, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Iðnnemasamband íslands, Æskulýðsfylking Alþýöubandalagsins, Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins. Þrátt fyrir mikil og endurtekin rama- kvein um slæma afkomu útgerðarinnar var almennt fiskverð hækkað um aðeins 4% 10. febrúar s.l. Þessi ákvörðun var tekin með hliðsjón af hugmyndum um skuldbreytingar fyrir útgerðina, sem munu ef útreikningar standast, bjarga öllum nema helstu skuldakóngunum fyrir horn að þessu sinni. Fiskverðsákvörðunin felur í sér tölu- verða kjaraskerðingu fyrir sjómenn, sem hafa orðið fyrir búsifjum miklum vegna aflasamdráttar undanfarið, og er þessi kjaraskerðing staðfest með kvótakerf- inu, sem jafnframt gerir sjómönnum erf- itt um vik að beita verkfallsvopninu. Föst laun? Eftir fiskverðsákvörðunina hefur sú hugmynd því enn fengið byr, að í stað skiptakjara verði tekið upp launakerfi á fiskiskipum á sömu nótum og annars- staðar tíðkast, og þá einkum til að koma í veg fyrir hið gífurlega vinnuálag, sem er hlutskipti þeirra sem stunda sjóinn. Þar munu sjómenn þá eiga við ramm- an reip að draga, þar sem afkoma útgerð- arinnar byggir á óhóflegum vinnutíma sjómanna, og hefur svo verið um árabil, og heldur sigið á ógæfuhliðina í þeim efnum. Með afnámi samkeppni milli fiskiskipa, sem kvótakerfið leiðir af sér, er ekkert sem knýr útgerðarmenn til að verða við kröfum sjómanna í þessum efnum, nema eftir langvarandi baráttu. Hver á hvað? Nú er eignaafstæðum í sjávarútvegi þannig háttað, að margslungið hags- munanet tengir útgerð fiskvinnslu og þjónustu við þessar atvinnugreinar, t.d. oliusölur. Fiskvinnslan og þjónustu- greinarnar eru hin raunverulegu gróða- fyrirtæki, sem útgerðin stendur undir. Slæma afkomu á eigin útgerð geta gróðaöflin hæglega bætt sér með hagn- aði á fiskvinnslunni og sölu á rekstrar- vörum, viðgerðarþjónustu o.s.frv. Fyrir sjómenn yrði það mikið spor fram á við, að losa launakjör sín úr þessu hagsmunaneti með því að krefjast fastra launa, yfirvinnuálags og bónuskerfis, í stað einfaldrar ákvæðisvinnu og lág- markstryggingar eins og nú er. Er löngu tímabært að sjómannasamtökin taki þetta mál á dagskrá, og sporni með þeim hætti við stórfelldu tekjutapi sjómanna og auknu vinnuálagi. ítrekaðar lækkanir á loðnuverði í kjölfar aflahrotunnar undarfarið eru enn frekari ástæða til þess að hefjast handa. Ríkisf jármál____________________ G jafir eru yður gefnar... Meðan samninganefnd ASÍ ræddi það við atvinnurekendur, hvernig báðir aðilar gætu sameinast um að festa kjaraskerðinguna í sessi, var auðvaldinu færðar ýmsar gjafir, og gefandinn var ríkisstjórnin. Skal nú greint frá nokkrum þeirra. Minni tollar á lúxusinn. Meðal þeirra áhugamála atvinnurek- enda, sem Ragnar Halldórsson formað- ur Verslunarráðsins og forstjóri í Straumsvík, lýsti á aðalfundi ráðsins ný- verið, er minnkun tollheimtu. Albert fjármálaráðherra er auðvitað sama sinn- is eins og alltaf þegar bágstaddir eru ann- ars vegar. Þessvegna veitti hann Verslun- arráðinu forskot á sæluna fyrir nokkrum vikum, og felldi niður aðflutningsgjöld á brýnni nauðsynjavöru almennings, bíla- símum. Moggi hefur þénað vel á þessu drengskaparbragði fjármálaráðherra, því innflytjendur apparatanna hafa auglýst grimmt, og er þess að vænta að athafna- menn landsins sjáist hver af öðrum þeysa um göturnar með tólið klemmt milli axl- ar og eyra. Ropvatn fyrir fólkið. En ráðherrann gerði fleira. Hann létti t.d. vörugjaldinu af ropvatni, sem hlýtur

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.