Neisti - 08.03.1984, Blaðsíða 3

Neisti - 08.03.1984, Blaðsíða 3
Ritstjórnargrein Sama stétt, sama barátta: Að ofan, Sandinistar berjast við gagnbyltingarsinna. Að neðan, Ungurverkamaðurvið vinnu sína. VIÐ BREYTUM BLAÐINU Kæru lesendur! Meö þessu blaöi fáiö þiö í hendur Neista af nýju tagi. Útlits- breytingarnar liggja í augum uþpi og ég ætla ekki aö hafa mörg orö um þær. Okkur sem stöndum aö þessu blaði, finnst aö þetta útlit hæfi betur efninu, en það sem var. Brot blaðsins hef- ur um margra ára skeið miðast við áróðursblað, sem tæki virk- an þátt í atburðum dagsins en þannig hefur blaðið ekki verið. Það hefur fremur leitast við aö útskýra atburöi líðandi stundar eftir aö þeir gerðust, og benda lesendum á framtíðarmarkmið, sem þyrfti aö vinna aö hér og nú. Þetta mun blaðið gera áfram. En við viljum einnig leggja meiri áherslu á að mennta lesendur, ef svo má segja. Við reyn- um að koma á framfæri nauðsynlegum upplýsingum og skýra samhengi atburða, svo það megi verða sérhverjum lesanda að sem mestu liði í hversdagslegri baráttu hans hvarsem hann er niðurkominn. Málflutningur okkar á víðtækan hljómgrunn, þær hugmyndir sem við tölum fyrir og þau rök sem við færum fyrir þeim. Þenn- an málflutning ætlum við að dýpka í Neista og skýra betur því við erum sannfærðir um það, að bitrasta vopn verkalýðsins gegn atvinnurekendavaldinu er skýr stéttarvitund, sem byggir ekki aðeins á heilbrigðri andstyggð á borgarastóttinni og mál- pípum hennar, heldur og rökstuddri þekkingu og skilningi á innviðum auðvaldsþjóðfélagsins. Fjölmargir gera sér nú orðið grein fyrir þeim nánu tengslum sem eru milli stjórnmálastefnu og árangurs í verkalýðsbarátt- unni. Stéttasamvinnustefnan og ráðherrasósíalisminn eru gjaldþrota. Við munum því leggja mikla áherslu á pólitíska endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, sem byggir á þátttöku og valdi almennra félaga hennar um öll málefni, smá og stór. And- óf okkar við makk verkalýðsforingjanna mun ekki setja síður svip á blaðið en baráttan gegn auðvaldinu. Þetta er rökrétt í okkar augum, því við álítum að árangursrík barátta gegn atvinnurekendum, fjármálavaldi og íhaldi geti því aðeins átt sér stað, að veigamiklar breytingar verði á stefnu og skipulagi verkalýðssamtakanna. Byltingin í Mið-Ameríku er orðin sá meginás, sem stéttabar- áttan í heiminum snýst um. Eftir innrás Bandaríkjanna í Gren- ada þarf enginn að efast um fyrirætlanir Bandaríkjastjórnar á svæðinu. Það er brýn nauðsyn, að sérhver stéttabaráttusinni í verkalýðshreyfingunni geri sér grein fyrir þessu og leggi sitt af mörkum. Við munum í Neista leggja okkur fram við að flytja efni, sem skýrir alþýðubyltinguna í Mið-Ameríku, og lesendur geta hagnýtt sér í stuðningsstarfinu. Jafnframt því munum við segja fréttir af stuðningsstarfi hér og erlendis. Vonandi fellur hinn nýi Neisti lesendum vel í geð. Við teljum sjálfir, að við gerum meira gagn með blaðinu nú en nokkru sinni fyrr, og að málflutningur þess eigi meira erindi við fleiri lesendur nú en var. Útgáfa þessa eina baráttublaðs á íslandi hefur ávallt verið erfið og afrek útaf fyrir sig að hafa haldið því úti öll þessi ár. En nú viljum við gera betur og heitum á lesend- ur að greiða götu okkar, sýna blaðið og hvetja aðra til að gerast áskrifendur og lesa Neista. _ 3

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.