Stéttabaráttan - 25.04.1973, Page 1
FRÁ MÐSTJÓRN KSML
AFSTAÐA KSNIL TIL
SAMFYLKINGAR
1.MAÍ
Hvenær taka kommúnistar þ&tt í samfylkingu ?
Þær spurningar, sem kommúnistar verða að
leggja til grundvallar, er þeir taka afstöðu til
samfylkingar eru: samfylking á hvaða grund-
velli? með hverjum? og til hvers?
Verkalýðsstéttin er eina byltingarsinnaða
stéttin í íslenzka auðvaldsþjóðfélaginu og smá-
borgarastéttin er afturhaldssöm stétt. Hlýtur
það að þýða, að við verðum að draga skýrar
línur milli byltingarstéttarinnar og hinnar
afturhaldssömu smáborgarastéttar, milli
flokks verkalýðsins og flokks smáborgaranna.
Allar samfylkingar, sem lúta ekki eftirfarandi
skilyrðum, verða aðeins til þess að gera mörk-
in á milli stéttanna óskýrari og sjálfstæða
skipulagningu erfiðari fyrir verkalýðinn, ef
hann sér ekki óyggjandi mörkin milli byítingar-
flokksins og smáborgaralegra samtaka :
fyrsta skilyrðið er, að samfylkingin færi fram
eða verji vígstöðu verkalýðsins í baráttu hans
gegn borgarastéttinni.
Annað skilyrðið er, að þau samtök, sem taka
þátt í samfylkingunni hafi ítök meðal stórra
hluta verkamanna og geti fylgt þeim fram á
vígstöðvarnar, hluta, sem KSML næðu annars
ekki til.
Þriðja skilyrðið er, að samfylkingin beinist
gegn ákveðnu máli, sem hasgt er að vinna sigur
í eða koma í veg fyrir að aðstaða verkalýðsins
eða kjör versni, fyrir tilstilli þessa liðsauka.
E>að er mikilvægt að leggja áherzlu á, að sam-
fylkingin er undantekning frá reglunni, stund-
arfyrirbrigði, sem skapar sterkari aðstöðu
fyrir verkalýðinn á vissum augnablikum í
stéttabaráttunni. Meginreglan er að draga
skýrar markalínur milli stéttanna og pólitískra
samtaka þeirra eða flokka, að miða að sjálf-
stæðri skipulagningu verkalýðsins á stéttar-
grundvelli. Því að smáborgarastéttin og póli-
tísk samtök hennar geta þá og því aðeins verið
framsækin, að þau þjóni hagsmunum verka-
lýðsins hlutlægt.
Það er aðeins, þegar smáborgarinn tekur af-
stöðu fyrir verðandi stéttarstöðu sína, yfir-
gefur núverandi stéttargrundvöll sinn og stillir
sér undir fána verkalýðsins og starfar á grund-
velli hans, að hann er framsækinn. Hlutverk
okkar x máli sem þessu er ekki að koma á
neinni samfylkingu smáborgarastéttarixmar og
verkalýðsins, heldur að vixma beztu öfl smá-
borgarastéttarinnar fyrir málstað og markmið
verkalýðsins og kyrrsetja eða lama hiim hluta
hennar, koma í veg fyrir, að borgarastéttin
geti notað smáborgarastéttina og millihópana
sem fjöldagrundvöll sinn í baráttunni við
verkalýðinn.
Það er fyrst og fremst í faglegu baráttunni og
baráttunni fyrir lýðræðislegum réttindum verka-
lýðsins sem samfylking er hugsanleg og þá við
ofannefnd skilyrði. Barátta okkar verður að
miðast að því að afhjúpa og fletta ofan af frjáls-
hyggju og undansláttarpólitík smáborgaralegu
sósíalistanna frammi fyrir verkalýðnum og
koma í veg fyrir, að borgarastéttin geti kvatt
smáborgarana og millihópana í fasískar og
þjóðernissinnaðar vígsveitir gegn verkalýðnum
og flokki hans.
Saga verkalýðsins, bæði á Islandi og hin alþjóð-
lega, er full af dæmum um réttmæti þessarar
afstöðu til samfylkingarinnar við önnur samtök
og flokka. Kommúnistaflokkur Islands fylgdi
ekki þessum reglum um samfylkingu eftir að
borgaralega hugmyndafræðin náði undirtökunum.
Flokkurinn gekk í "samfylkingu" með krötum,
ekki til þess að hagnýta sér smáborgarana sem
liðsauka fyrir verkalýðinn í stéttabaráttunni,
heldur á grundvelli stéttarhagsmuna smáborg-
arastéttarinnar. Hvaða afleiðingu hafði það
svo, að KFl braut þessa meginreglu kommún-
ista um samfylkingu ? Framvarðarsveitin var
lögð niður og stéttarhagsmunir verkalýðsins
voru faldir í smáborgaralegri pólitík, með
þessu var stefna flokksins ekki barátta fyrir
FRAMHALD A BAKSIÐU
segir álit sitt
á „alþýðustjórninni“ bis.4
Byltingin er nauðsynleg
Sjá grein á bls.10
REISUM MERKIÐ AFTUR!
Saga íslenzkrar stéttabaráttu bls. 5 -7
Saigonklíkan þverbrýtur
vopnahléð! sjá baksíðu
Höfuðóvinur íslenzkrar öreigastéttar er íslenzk borgarastétt, þ. e. þeir sem eiga fram-
leiðslutækin og kúga og arðræna öreigana. Eina leiðin fyrir fslenzkan verkalýð til að
losna undan kúgun og arðráni borgaranna er að taka völdin í vopnaðri byltingu, brjóta
niður ríkisvald borgaranna og reisa alræði öreiganna, sem er millistigið milli auðvalds-
þjóðfélagsins og hins stéttlausa þjóðfélags kommúnismans og tekur yfir heilt sögulegt
tímabil.
1. maí hefur um langan aldur verið alþjóðlegur verkalýðsdagur, þar sem öreigar heims-
ins hafa kannað styrk sinn og sett fram stéttarkröfur sínar og baráttumarkmið. En fyrsti
maf er þó enginn sérstakur baráttudagur frekar en allir aðrir dagar í lífi verkamanns,
sem býr við kúgun og arðrán auðvaldsskipulagsins.
Það hefur einkennt íslenzka stéttabaráttu sfðustu áratugina að enginn kommúnískur flokk-
ur hefur verið til staðar til að leiða verkalýðinn f stéttabaráttunni. Baráttan hefur ein-
göngu verið barátta um krónu til eða frá en framsýn barátta fyrir sósíalísku verkalýðs-
byltingunni hefur verið þögguð niður. Stéttarhagsmunum verkalýðsins hefur verið fórnað
á altari stéttasamvinnunnar og öll áherzlan verið lögð á stundarsigra. En eini raun-
verulegi sigurinn sem öreigastéttin getur unnið og mun vinna, er þegar hún tekur völdin
yfir framleiðslutækjunum í sósíalfsku byltingunni og kollvarpar auðvaldsskipulaginu.
Það er þetta sem stéttvísir verkamenn stefna að. Þeir vita að til þess að ná þessu mark
miði verður efnahagslega baráttan að vera nátengd pólitísku baráttunni.
Verkalýðsforystaiij handbendi auðvaldsins
Verkfallsbarátta er samtengd auðvaldsþjóð-
félaginu, og verkföll eru eitt helzta baráttu-
tæki öreiganna f stéttabaráttunni. Verkföll
kenna verkamönnum að eina leiðin fyrir þá
er að berjast sameinaðir gegn auðvaldinu.
En verkföll eru ekki strfðið sjálft.heldur að-
eins stríðsskóli, sem kennir verkamönnum
að berjast fyrir frelsi sínu. Þau eru aðeins
eitt þeirra vopna, sem verkalýðurinn beitir
í baráttu sinni.
Það eru ekki eingöngu borgararnir, sem
reyna að slá verkfallsvopnið úr hendi verka-
lýðsins, heldur hafa þeir dygga þjóna innan
verkalýðshreyfingarinnar, þar sem verka-
lýðsforystan er. I verkfallsbaráttu og samn
ingum hefur hún að leiðarljósi að skerða
ekki hagsmuni borgaranna eins og dæmin
sanna. Björn Jónsson forseti ASI sagði á
síðasta þingi ASl, að verkamenn yrðu að
taka mið af ástandi atvinnuveganna í kjara -
baráttunni (les: varast að skerða gróðahlut-
fall borgaranna) og fara ekki út í "ótímabær"
verkföll,sem skaðað gætu "þjóðarhagsmuni"
(les: hagsmuni borgaranna).
Þetta er í samræmi við allan annan svika-
áróður verkalýðsforystunnar í þágu auðstétt-
arinnar. Alla daga sfðan KFl var lagður
niður hefur 1. maí verið notaður af henti--
stefnumönnunum í verkalýðsforystunni til að
færa út áróður fyrir stéttasamvinnu. Þetta
kom einkar vel f ljós á 1. maf í fyrra. Þá var
krafa borgaranna um 50 mílna útfærslu á
einokunarsvæði sínu, landhelginni, sett á
oddinn sem "aðalkrafa" verkalýðsins.
Marxistar - lenínistar hafa sýnt fram á, að
hagur verkalýðsins batnar á engan hátt við
stækkun landhelginnar, og að friðunarsjónar-
mið ráði engu hjá borgurunum, enda ófram-
FRAMHALD A BLS. 11