Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 2
2 w w UR MWnSMMUENHSMIM HUGSUN MAÖS TSE TUNGS! Stmatarittan I STÉTTABARATTAN 3. tbl. 25.apríl 1973 Étgefandi:Kommúnistasamtökin m-1, Pósthólf 1357,Rvk. Ritstj.og ábm. :Hjálmtýr Heiðdal. Prentað í Hafnarprent, Hafnarfirði. (Næsta tbl. kemur út 27. júní.) Leiðari: KOMMtiNISTAFLOKKURINN ER FRAMVARÐ- ARSVEIT ÖREIGASTÉ TTARINNAR. Kommúnistaflokkurinn er framvarðarsveit ör- eigastéttarinnar í stéttabaráttunni, flokkur, sem hefur engra annarra hagsmuna að gæta en stéttarinnar og berst miskunnarlaust undir leiðsögn marxismans-lenihismans fyrir sögu- legu hlutverki öreigastéttarinnar, sósíalísku byltingunni. Þannig flokkur var gamli Kommúnistaflokkur Islands (KFl), áður en borgaralega hugmynda- fræðin náði yfirhöndinni innan hans, en eftir það hefur enginn flokkur eða samtök haft frels- un verkalýðsins undan arðráni og kúgun kapítal- ismans að stefnu, heldur hafa "vinstri" flokkar og sanjtök, Alþýðubandalagið og fleiri, keppzt við að berja í bresti rotnandi auðvaldsskipu- lagsins og vera fulltrúar borgarastéttarinnar innan verkalýðshreyfingarinnar og þiggja fyrir bitlinga og mútur. Alþýðubandalagið, Fylking- in og Sósíalistafélagið eru öll samtök, sem eiga sér rætur f sigri hentistefnumannanna í KFl yfir kommúnistunum. Urkynjunin eftir 1938 hefur orðið geysileg og á þessum tíma hafa allir forystumenn stéttasam- vinnunnar, sem unnu ötulast að því að leggja KFl niður og stofna kosniníraveiðibandalanið Sameiningarflokk Alþýðu - Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið, skilið sig algerlega frá verkalýðnum, bæði hugmyndafræðilega og efnahagslega. Hugmyndafræðilega á þann hátt, að I stað baráttu verkalýðsstéttarinnar gegn erkióvini sínum, kapitalístanum, hefur komið stéttasamvinna, þar sem leikreglur og hags- munir borgarastéttarinnar eru látnar ráða ferðinni. Dæmi um það er áróður Alþýðubanda- lagsins um sameiginlega hagsmuni verkalýðs og auðvaldsherra I landhelgismálinu, og I tryggingu áframhaldandi arðráns (sem þeir kalla reyndar rekstrargrundvöll þjóðfélagsins). Þetta er ekki einkennilegt, þegar efnahagslegu skilin milli hins almenna verkamanns og for- ystuliðsins eru skoðuð. Forystuklíkan í verka- lýðshreyfingunni hefur komið sér tryggilega fyrir við hornið á veizluborði auðvaldsins og upp f þá er stungið bitum sem laun fyrir dyggi- lega þjónustu. Bitarnir eru ýmsir bitlingar, svo sem sæti f ráðum, nefndum og á Alþingi. Ef samvinnan tekst sérlega vel, hljóta þeir orðu að launum. Forystulið Alþýðubandalags- ins, sem er höfuðvígi stéttasamvinnunnar, situr nær háborðinu og tekur beinan þátt f rekstri arðránsþjóðfélagsins, og hefur það hlutverk að reyna að beygja verkalýðinn undir arðránið. Þannig hafa þeir algerlega slitið sig frá efnahagslegri stöðu verkalýðsins og tekið að sér stjórnun í bankaráðum og sjóðum o. s. frv., t. d. er höfuðpaur stéttasamvinnunn- ar, Einar Olgeirsson, f bankaráði Landsbank- ans. Stofnun KSML er því andsvar meðvitaðasta hluta verkalýðsins í harðnandi stéttaátökum í skugga kreppunnar,sem nú skekur stoðir auð- valdsheimsins. KSML hafa hafið undirbúningsstarf sem nauð- synlegt er að vinna. 1 fyrsta lagi sett það sem höfuðverkefni að skóla félaga og stuðnings- menn í fræðikenningu marxismans-lenínismans og í öðru lagi hafið rannsóknir á auðvaldsþjóð- félaginu til að þróa fram samstöðu allra félaga um mörkun línunnar fyrir kommúnískt starf í fslenzkri stéttabaráttu og þróa áfram starfs- hætti og skipulag fyrir myndun flokksins. Flokkur af marxískri-lenínískri gerð verður að byggja á sex grundvallarreglum Lenfns, sem hann setti fram, þegar hann markaði lín- una fyrir rússnesku bolsévíkana og sem síðan hafa verið höfuðreglur allra kommúnískra flokka; 1) Flokkur marxista er hluti verkalýðsstéttar- innar, baráttusveit hennar. En verkalýðsstétt- in á sér ýmsar baráttusveitir, svo að ekki getur sérhver talizt verkalýðsflokkur. Það, sem sér í lagi greinir flokkinn frá öðrum bar- áttusveitum verkalýðsstéttarinnar, er sú stað- reynd, að hann er ekki aðeins venjuleg liðs- sveit, heldur sjálf framsveit stéttarinnar, hin vitandi sveit, hin marxfska sveit, búin þekk- ingunni á lögmálum félagslffsins, þjóðfélags- þróunar og stéttabaráttu og því fær um að hafa forystu verkalýðsins og stjórna baráttu hans. Þess vegna má ekki rugla saman flokknum og verkalýðsstéttinni, fremur en heildinni og hluta hennar, það má ekki heimta, að hver venjuleg- ur verkfallsmaður geti talið sig til flokksins. 2) Flokkurinn er ekki aðeins framsveitin, hin vitandi sveit, heldur jafnframt hin skipulagða baráttusveit verkalýðsstéttarinnar, bundin sér- stökum flokksaga, sem öllum liðsmönnum henn- ar ber að hlíta, 3) Flokkurinn er ekki aðeins skipulögð baráttu- sveit, heldur jafnframt æðsta félagsskipunar- form verkalýðsins, til þess kallað að hafa for- ystu allra annarra félagsskipana stéttarinnar. 4) Flokkurinn er ímynd framsveitar, sem er í nánum tengslum við allan fjölda verkalýðs- stéttarinnar. Hversu ágæt sem þessi fram- sveit er, hversu vel sem hún er skipulögð, getur hún því aðeins lifað og þróazt, að hún sé í tengslum við hinn óflokksbundna fjölda, auki við þessi tengsl og treysti þau. Flokkur, sem einangrað hefur sig, gerzt Viðskila við fjöld- ann og misst samband við stéttina eða jafnvel aðeins látið slakna á þessu sambandi, hlýtur að verða af trausti og fulltingi fjöldans og kemst því ekki hjá tortímingu. 5) Flokkurinn verður að vera skipulagður með miðstjórnarfyrirkomulagi, eigi hann að geta rækt störf sín eins og vera ber og stjórnað baráttu fjöldans með fullri fyrirhyggju. Hann verður að eiga sér sameiginleg flokkslög og flokksaga, enn fremur samhenta forystu.þar sem er flokksþingið, en miðstjórnin á tímum milli þinga, og verður þá minnihlutinn jafnan að lúta samþykktum miðstjómar, hinar óæðri flokkseiningar samþykktum æðri eininga. 6) Ef eining flokksins á að varðveitast, verður hann að tryggja samræmdan starfsaga innan vé- banda sinna eins og verkalýðsflokki sæmir og verður sá agi að ná til allra flokksmanna, jafnt forystumanna sem óbreyttra liðsmanna. Þess vegna má flokkurinn engan veginn skiptast í "útvalda", sem eru óháðir flokksaganum, og "óvalinn fjöldann", er skyldur sé að hlíta hon- um. Ef þessu skilyrði er ekki fullnægt, verður flokksheildin ekki varðveitt né eining flokksins tryggð. Það eru þessar sex höfuðreglur, sem KSML byggja starf sitt á, þegar þau marka línuna í starfinu fyrir stofnun kommúnistaflokksins. SKIPULAGIÐ VERÐUR AÐ ÞJÖNA HÖFUÐ- VERKEFNINU. I dag, þegar alheimskreppa auðvaldsins er staðreynd, er okkur kommúnistum mikilvægt að skilgreina ástand verkalýðsins, hæfni hans til að mæta árásum borgarastéttarinnar, sem óhjákvæmilega fylgja harðnandi kreppu. Það er deginum ljósara, að íslenzk verkalýðsstétt er verr búin til baráttunnar í dag en fyrr, er hún hafði á að skipa forystu, sem leiddi starf verkalýðsins á byltingarsinnuðum grundvelli, forystu, sem ekki hafði gengið borgurunum á hönd. Hið langa "góðæri", sem hér hefur ríkt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, hefur ggfið stéttasamvinnupáfum byr undir báða vængi og afvopnað verkalýðinn hugmyndafræðilega, hann hefur orðið auðveld bráð stéttsvikurunum, sem nú hreiðra um sig I Alþýðubandalaginu. Endur- bótastefna og stéttasamvinna eru nú helztu ein- kennin á samtökum verkalýðsins f höndum kratabrodda Alþýðubandalagsins. Þessar að- stæður gera sérstakar kröfur til kommúnista, hvar sem þá er að finna. Aðstæðurnar krefjast þess, að nú þegar sé hafin markviss uppbygging samtaka verkalýðs- ins, sem endurreisi byltingarsinnaða forystu stéttarinnar. "An byltingarsinnaðrar fræði- kenningar, engin byltingarhreyfing", án þekk- ingar og skilnings á auðvaldsþjóðfélaginu megn- um við ekki að taka eitt einasta skref fram á við - ÞESS VEGNA ER ÞAÐ HÖFUÐVERKEFNI STÉTTVlSRA ÖREIGA AÐ IIEFJA NAM I VlS- INDUM SOSIALISMANS: MARXISMANUM- LENlNISMANUM-HUGSUN MAOS TSETUNGS* Ýmsir smáborgaralegir hópar hafa orðið til að gripa þetta á lofti og tuggið vélrænt upp hvatn- ingar KSML um námsstarf til undirbúnings flokksbyggingar. Til þess að benda á, hversu innantóm hróp þeirra eru, er gott dæmi pólitík þeirra í landhelgismálinu : Ifyrst boða þeir stéttasamvinnu (sjá Neista, 6. tbl. 12, bls.6), en það nýjasta er vígorðið - stétt gegn stétt - (sjá Neista, 2. tbl. "73, bls. 1) og engin skil- greining gerð á þessari "eðlisbreytingu" á pólitíkinni. Eins er ekki nóg að segja námsstarf verða höfuðverkefni, en leggja síðan höfuðáherzluna á hliðarstarf í ýmsum smáborgaralegum hreyf- ingum menntamanna (sjá Neista, 6. tbl. "72, bls. 6 og Kommúnistann 1. tbl. 1. árg. , bls. 28-32). Höfuðverkefnið verður að vinnast á grundvelli verkalýðsstéttarinnar, sem er hin eina bylting- arsinnaða stétt auðvaldsþjóðfélagsins. HÖFUÐVERKEFNIÐ ER LEIEiANDI ÞATTUR ALLS STARFSINS' Allt starf verður að miðast við höfuðverkefnið og skilyrðislaust að heyra undir það. KSML hafa tekið, ein íslenzkra samtaka, upp barátt- una fyrir byltingarflokki verkalýðsins á þessum grunni. I þessari baráttu höfum við kannað sögu sósfaliskra hreyfinga hérlendis sem er- lendis, við höfum hafið rannsókn á mistökum gamla KFl. KSML hafa tekið upp bein tengsl við baráttu KFl, því saga KFl er saga stærstu sigra íslenzkrar öreigastéttar. KSML eru einu samtökin, sem hafa tekið upp baráttunaá grundvelli höfuðmóthverfunnar, öreigastétt gegn borgarastétt, og barizt gegn allra handa "kenningum" Alþýðubandalagsins og fleiri um "sameiginlega hagsmuni allra Islendinga", þ. e. sameiginlega hagsmuni arðrændra og arð- ræningja, og gegn hugmyndum um að höfuðmót- hverfan sé ófinnanleg (sjá Kommúnistann, 1. tbl. 1. árg. , bls. 28-32). KSML hafa hafið markvisst starf að stofnun kommúnistaflokks með námsstarfið og stétta- skiigreininguna sem upphafsverkefni. Þar af leiðandi eru þau einu samtök verkalýðsins, sem bera fyrir brjósti nútíðar- og framtíðarhags- muni hans. Sem byltingarsinnuð samtök, er markvisst stefna að stofnun kommúnistaflokks, verða KSML að uppfylla eftirtalin skilyrði : I FYRSTA LAGI: KSML verða að aðgreina sig frá öllum smá- borgaralegum hentistefnuhópum og stefnum. Þ. e. aðgreina sig fræðilega, skipulagslega og í starfi frá öllum þeim smáborgaralegu hreyf- ingum, sem flagga sósíalismanum. Og það næg- ir ekki að aðgreina okkur frá þeim, við verðum einnig að gera hinum meðvitaða hluta verkalýðs- ins ljósan mismuninn, sem er á KSML og öðrum "vinstri" hreyfingum. I ÖÐRU LAGI: Aður en af flokksstofnun getur orðið, verða KSML að festa rætur í verkalýðsstéttinni, þ. e. sameina sósfalismann og verkalýðinn. Þessi barátta verður að vera háð á byltingarsinnuð- um grundvelli, ekki eina einustu sekúndu meg- um við missa sjónar á lokamarkinu. Kjarabar- áttan er ekki markmið í sjálfu sér meðal bylt- ingarsinna, hún er leið stil að styrkja bylting- arbaráttu öreiganna. Við verðum að skapa tengsl við verkalýðinn í formi sella á vinnu- stöðum, við verðum að beina starfinu til verka- lýðsins inna á vinnustaðina. An fótfestu í verkalýðshreyfingunni er tðmt mál að tala um kommúnistaflokk. 1 ÞRIÐIA LAGI: Þróa verður áróðurinn, bæði í formi blaða og munnlegs áróðurs, til þess að hann dragi með- vituðustu öreiganna að samtökunum. Auka verður útgáfutíðni STÉTTABARATTUNNAR til þess að geta jafnhraðan upplýst verkalýðinn um ástandið innanlands sem utan. 1 FJÖRÐA LAGI: KSML verða að sameinast um byltingarsinnaða taktík, sem byggð er á sérstöðu íslenzka auð- valdsþjóðfélagsins. Draga verður saman í pól- tíska grundvellinum skilgreininguna á fslenzka auðvaldsþjóðfélaginu og þróa taktíkina við nú- verandi aðstæður fyrir byltingarstarfið. Þetta gerist með því að samtengja námið í almennum atriðum reynslunnar af baráttu verkalýðsins í öllum löndum, sem er dregin saman í verkum Marx, Engels, Lenfns, Stalíns og Maós Tse- tungs, samtengja það reynslu verkalýðsstétt- arinnar úr stéttabaráttunni á Islandi. UM SKIPULAGIÐ. An byltingarsinnaðs flokks getur verkalýðsstétt- in ekki molað auðvaldsskipulagið og reist al- ræði öreiganna. Engin stétt hefur nokkru sinni tekið völdin án þess að hafa haft á að skipa for- ystu, sem hefur skipulagt og leiðbeint hreyf- ingum stéttarinnar. Þetta á einnig við um verkalýðsstéttina sem er sundruð í auðvalds- þjóðfélaginu og skortir sem heild stéttarvitund. Fræðkenningin er grundvöllurinn, en að auki þarf sérstaklega að fullnasgja tveim skilyrðum til þess að flokknum takizt að gegna lilutverki sínu sem framvörður öreiganna: 1 fyrsta lagi sterka og kraftmikla forystu, sem er fær um að aðlaga baráttuna hinum hlutlægu aðstæðum. 1 öðru lagi náin tengsl við fjölda verkalýðsstéttarinnar. Þessi skilyrði gera sérstakar kröfur til skipulagsins. Lenín heldur því fram, að byltingarbarátta öreiganna krefjist mestrar mögulegrar mið- stýringar til þess að gera samtök þeirra eins sterk og herská sem mest má verða. Pólitíska leiðsögnin er falin þeim félögum, sem stéttvís- astir eru, og hafa mesta reynslu úr baráttunni, þeirra, sem hafa mestu getuna til þess að loiða flokkinn og stéttina fram á við. Bakhjarl lýðræðislega miðstjórnarvaldsins er pólitíska samstaðan. An pólitfskrar og hugmyndafræði- legrar sa.mstöðu úrkynjast miðstýringin, verður vélræn og formleg. Skriffinnskan nær yfirtökunum. Arangurinn verður sósíaldemó- kratískt skipulag samtakanna. Þegar við ræð- um skipulagsmálin er það því mikilvægt að hafa pólitíkina að leiðarljósi. Við verðum að vera þess minnug, að bezta leiðin til þess að styrkja lýðræðislega mið- stjórnarvaldið er að auka pólitíska meðvitund samtakanna. Því er það fyrst, er félagarnir líta á miðstjórnarvaldið gem rökrétta mögnun á sameiginlegu starfi þeirra og baráttugetu, að miðstjórnarvaldið verður hagkvæm vinnutil- högun, en ekki dauður bókstafur. Til þess að flokkurinn geti varðveitt ferskleika sinn, verður að vera til staðar pólitfsk með- vitund á háu stigi og gagnkvæm lífleg sambönd milli leiðandi skipulagseininga og annarra flokkseininga. SELLURNAR. Grunneiningar samtakanna eru sellurnar. An þeirra væri ekki um miðstjórnarvald að ræða, Verksvið sellanna sem grunneininga er að virkja hvern einasta félaga til starfa á skipu- lagðan hátt, þær eru uppistöður samtakanna. Fram til þessa hafa samtök okkar eingöngu verið skipulögð í hverfa- og skólasellur, en nú með vaxandi tengslum við verkalýðinn eru fyrstu vísarnir að grunnsellum að vaxa. (Grunnsella er sella verkafólks á vinnustað í framleiðslu, vinnustaðasella er sella á vinnu- stað, þar sem ekki er unnið að framleiðslu, svo sem pósthús, sjúkrahús, skrifstofa o.þ.h.) NAM OG STARF. Námsstarfið er höfuðverkefni KSML í dag, það er skólun félaganna í marxismanum-lenínism- anum-hugsun Maós Tse-tungs. Námsstarfið er ekki bara að lesa það sem fræðimenn marx- ismans-lenínismans hafa skrifað, heldur er starfið mikilvægasti þátturinn f náminu, án starfsins er lestur fræðikenningarinnar einskis virði.þvf fræðikenningin er leiðsögn f starfi, leiðsögn, sem tekur upp þau vandamál, sem við mætum á hverjum degi, á vinnustaðnum, í verkalýðsfélaginu og f skólanum. Fræðikenning- in er nauðsynleg í starfinu, þegar byggja skal upp skipulögð samtök verkalýðsins til árásar á ríkisvald auðvaldsins. Starfiðá vinnustaðnum og f verkalýðsfélaginu^sem leitt er af fræði- kenningu verkalýðsins getur leitt hinar sjálf- sprottnu hreyfingar, s. s. einangruð verkföll og andðf gegn kúgurunum, leitt þær af þröngum brautum kjarabaráttunnar yfir á stig barátt- unnar fyrir sósíalismanum. Og í starfinu er fræðikenningin reynd, starfið er þvf hin mikil- vægari hlið. Eins og Maó Tse-tung kennir okkur ".. eini tilgangur öreigastéttarinnar með þvf að afla sér þeldíingar á heiminum er sá að breyta hon- um". Til þess að afla sér sannrar þekkingar er því aðeins til ein aðferð, og hún er að tengja saman nám og starf. Nám í vísindalega sósíalismanum og starf hvar sem er f þjóð- félaginu þar, sem fræðikenning marxismans- lenínismans er reynd. STÉTTABARATTAN: VINNUPALLUR VIÐ FLOKKSBYGGINGUNA. Sem stendur er höfuðmálgagnið - STÉTTA- BARATTAN - aðalvopn okkar til dreifingar kommúnískum hugmyndum og baráttu gegn borgaralegri hugmyndafræði meðal verkalýðs- ins. Það er helzta vopn okkar til þess að ná til og vinna á okkar band stéttvísasta vcrka- fólkið. STÉTTAI3ARATTAN er vjnnupallur- inn við flokkssmíðina, eins og Lenín lýsti því. Með meðvitaðri uppbyggingu blaðsins eigum við að gera það sífellt færara til þess að af- hjúpa auðvaldsþjóðfélagið, sífellt sterkara til þess að reka áróðurinn fyrir nauðsyn sósíal- ismans, sífellt tengdara verkalýðnum í hans daglegu baráttu gegn kúgun og arðráni auð- valdsherranna. 1 raun þýðir þetta þróun blaðs- ins frá því ástandi sem nú ríkir, þ. e. skort- inum á tengslum við veruleika verkalýðsins á Islandi f dag yfir í virk og lifandi tengsl blaðs- ins við framsæknustu öfl öreigastéttarinnar. Þróun STÉTTABARATTUNNAR er þvf hluti af uppbyggingu flokksins og starfið við blaðið verður að vera í tengslum við heildarþróun samtakanna. 1 dag er það verkefni okkar við uppbyggingu samtakanna að ná tengslum við þann hluta verkalýðsins, sem hefur séð við loddarabrögðum Alþýðubandalagsins. Blaðið verður því að beina máli sínu til þessa hluta, byggja upp þekkingu hans, þar til að honum er ljóst, að eina leiðin er sjálfstæð skipulagning öreigastéttarinnar á byltingarsinnuðum grund- velli. Þetta þýðir, að áróðurinn í blaðinu verður að miðast við pólitískan þroska þessa hluta verkalýðsins og smám saman dý|)ka þekk- ingu hans, þar til hann öðlast kommúníska þekkingu á þjóðfélaginu. Blaðið verður að virkja óánagju og sjálfsprottna andstöðu gegn arðráninu og liefja á æðra stig baráttunnar fyrir breyttu þjóðfélagi, fyrir sós- íalismanum. Með vökulu starfi á grundvelli marxismans-lenínismans mun okkur takast að þróa blaðið og forðast að það standi fjær verka- lýðnum eða gangi borgurunum á hönd eins og önnur "málgögn verkalýðs, þjóðfrelsis og sós- falisma" hafa gert. Við verðum að breyta svip blaðsins, auka hlut beinna skrifa verkalýðsins f það með lesenda- bréfum og greinum um auðvaldsþjóðfélagið og hlutskipti öreiganna f því Allar deildir samtakanna verða að líta á það sem skyldu sína að skýra blaðinu frá öllu því, sem gerist í stéttabaráttunni á viðkomandi stað. Jafnvel þó að það sé ekki mikilsvert f augum félaganna á staðnum, þá getur það orð- ið hluti af stærri heild, upplýsingar sem síðan geta orðið undirstaða í grein. Það er sfðan hlutverk ritnefndar að vega og meta mikilvægi einstakra upplýsinga. LÆRUM AF STÉTTABARATTUNNI OG GERUM ÞEKKINGU OKKAR AÐ VOPNI TIL FLOKKS- MYNDUNAR!

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.