Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 4
VERKAFÚLK! FYIKJUM OKKUR UNOIR MERKI KSML í RARÁTTUNNIFYRIR SÓSÍALISMANUM! „Þingræöisleióin er blekking“ Jóhannes Gunnarsson er 23ja ára mjólkur- iðnaðarmaður við Mjðlkurbú Flóamanna á Selfossi. Hann er félagi í KSML. er tæki ríkjandi stéttar “ „Alþýöubandalagiö þjðnar auövaldinu u ,Verkalýöurinn nær aöeins völdum meö . - 1 sósíalisku | byltingunni \ v og alræöi ^ v v • íí \ oreiganna - Hvers vegna tekur þú afstöðu með pólitík Kommúnistasamtakanna m-1 ? - Vegna þess að ég er verkamaður og ég tel að KSML séu einu samtökin, sem taka skil- yrðislausa afstöðu fyrir hagsmunum verka- lýðsins í stéttabaráttunni. Ég tel allt tal um þingræðislega leið til sósíalismans innan auðvaldsskipulagsins sé blekking. Eina leið- in til að aflétta af verkamönnum arðráni og kúgun kapítalismans er leið sósíalísku vald- byltingarinnar. - Hver er afstaða þín til "verkalýðsforyst- unnar" ? - Hún er í stuttu máli sú, að ég tel að hún hafi algjörlega svikið málstað öreigastéttar- innar og gengið á mála hjá borgurunum. Það er alls staðar að finna dæmi um verkalýðs- foringja, sem hafa algjörlega einangrað sig frá verkalýðnum og lifa á hálaunuðum bitling- um hjá ríkisvaldi auðvaldsins. Sumir fá jafn- vel orður og er þá væntanlega verið að launa þá fyrir vel unnin störf í þágu borgaranna meðal verkamanna. - Telur þú ríkisstjórnina vera hliðholla verkalýðnum ? - Nei, það er af og frá. Þessi ríkisstjórn hefur margoft sýnt, að hún stjðrnar með hagsmuni borgarastéttarinnar fyrir augum, eins og allar aðrar ríkisstjórnir f auðvalds- þjóðfélagi. Hver kjaraskerðingin á fætur annarri dynur á verkalýðnum samtfmis því sem stjórnin púkkar undir auðvaldið, t.d. með auknum stuðningi við togarakaup o.s. frv. Og hverjir eru það svo, sem hrósa stjórninni mest fyrir "iðnbyltinguna" ? Auð- vitað auðvaldið. I þessu sambandi er það vert fyrir verkamenn að minnast þess að bæði sjávarútvegsmálaráðherrann og iðnað- arráðherrann eru úr hópi Alþýðubandalags - manna. - Hvaða leið telur þú, að verkamenn eigi að fara í baráttunni í dag ? - Að fylkja liði í KSML og taka £>ar þátt í námsstarfi í marxismanum-lenmismanum- hugsun Maós Tsetungs. Með því leggja þeir sinn skerf til baráttunnar fyrir stofnun öfl- ugs kommúnistaflokks, sem verður fær um að leiða verkalýðsstéttina í sósíalísku bylt- ingunni og uppbyggingu alræðis öreiganna. MVS. Orðabók öreigans Ríkisvaldið. Ríkisvaldið er afleiðing af ósættanlegum stéttaandstæðunT Ríkið verður til á þeim stað og tíma, sem stéttaandstæðurnar eru orðnar ósættandi í sjálfum hlutveruleikanum og í þeim mæli, sem sú er raunin á, og þetta gildir hvar og hvenær sem er. Og hins vegar sannar til- vera ríkisins, að stéttamótsetningarnar eru ósættandi" (Lenín) Þegar þjóðfélagið hafði náð vissu þróunarstigi, hafði þróun framleiðslunnar leitt af sér skipt- ingu þjóðfélagsins í stéttir eftir afstöðu þjóð- félagsþegnanna til framleiðslunnar, þ.e.a. s. þar sem önnur stéttin hefur slegið eign sinni á afrekstur samfélagslegu vinnunnar, án þess að eiga nokkurn annan þátt í henni annan en einkaeignarinnar á framleiðslutækjunum (arðránsstéttin í dag: borgarastéttin), og aðra, sem framleiðir vörumar, en á ekki fram- leiðslutækin (arðrænda stéttin í dag: öreiga- stéttin) Þannig er í stórum dráttum stéttaandstæður stéttskipts þjóðfélags,- Og ríkið verður ein- mitt til sem afleiðing af baráttu þessara tveggja stétta, ekki sem málamiðlari heldur sem skipulagt vald í þjónustu og fyrir tilstilli ríkjandi stéttar, fyrir sínum eigin hagsmunum og til viðhalds alræði sínu gegn uppgangi kúg- Asmundur Hilmarsson, iðnnemi, Reykjavík. Hann er í stuðningshóp hjá Kommúnistasam- tökunum ( m-1 ). Sp: Asmundur, hvers vegna tekur þú afstöðu með pólitík Kommúnistasamtakanna ? Sv: Vegna þess að þar eru skýrustu lfnurnar, þar eru engar vöflur á hlutunum. Þeir stefna að þeim markmiðum, sem ég álít vera þau einu réttu, en þau eru sósíalíska byltingin og alræði öreiganna. Sp: Telur þú að ríkisstjórnin sé hliðholl verka- lýðnum' ? Sv: Alls ekki Rfkisstjórnin og ríkisvaldið eru aðeins tæki ríkjandi stéttar, borgarastéttar- innar. Þeir eru þjónar auðvaldsins. Það verður aldrei stjórn verkalýðsins fyrr en eftir byltingu í sósialismanum. Allt annað er fals og lygar. Sp: Hvað viltu segja um verkalýðsforystuna ? Sv: Verkalýðsforystan samanstendur af stór- kostlegum svikurum, sem mútað er af auð- valdinu, eins og bezt sést á vinnubrögðum þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnarinnar upp á síðkastið. Sp: Hvað telur þú að sé næsta skrefið í bar- áttu verkalýðsins ? Sv: Verkalýðurinn á að skipuleggja sig updir merkjum Marxismans-Leninismans og fram- kvæma sitt sögulega hlutverk, sósialfsku byltinguna. E>að verður bezt gert með því að taka þátt í byltingarsinnuðu námsstarfi KSML og gerast síðan félagi. BK. .............. „Fræöikenningin ervopn verkalýösins í stéttabaráttunni“ Karl Hjálmar Bjarnason, iðnnemi, Neskaup- stað. - Hvaða álit hefur þú á "alþýðustjórninni" ? - Alit mitt á "alþýðustjórninni" og þá sér- staklega Alþýðubandalaginu hefur mjög breytzt síðan hún komst til valda. Ég hélt, að þessi ríkisstjórn myndi duga vel, en lítið sem ekkert hefur rætzt af þeirra loforðum. Þeir lýstu því hátíðlega yfir, að þeir myndu ekki fella gengið, en raunin varð önnur. Flokkur, sem vill telja sig sósíalfskan, á ekkert erindi í borgaralega ríkisstjórn. Slikur flokkur hlýtur óhjákvæmilega að þok- ast æ meir til hægri vegna samvinnu við íhaldsöflin. Þeir Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson eru t.a. m. orðnir algerir íhaldspostular. Magnús hefur uppi stórar ráðagerðir um iðnþróun á Islandi, en aftur á móti er ekkert hugsað um að auka og bæta menntun fólks til iðnaðarstarfa. Iðnfræðslan stendur á mjög lágu stigi í dag ; iðnskólar eru mjög lélegir, kennsla af skornum uðu stéttarinnar. Þannig er rikisvald borgara- stéttarinnar í dag vald ríkjandi stéttar til þess að halda verkalýðsstéttinni niðri. Og til þess hafa þeir sín lög og reglur, dómsstóla og aðr- ar þvingunarstofnanir til þess að viðhalda sjálfri sér sem herrastétt og kúga verkalýðs- stéttina undir arðránskerfið. Undir rikisvaldi borgaranna verður verkalýðshreyfingin stöð- ugt meira bundin af ríkisvaldinu þegar borg- urunum tekst með mútum að ná forystunni á Konráð Breiðfjörð Pálmason, verkamaður, Reykjavik. Hann er stuðningsmaður KSML. Sp: Hvers vegna ert þú í stuðningshóp hjá Kommúnistasamtökunum ? Sv: Ég álít að KSML séu einu samtökin á land- inu, sem taka afstöðu fyrir verkalýðin og vinna markvisst að sameiningu stéttarinnar, með Marxismann-Leninismann að vopni. Takmark- ið er sósíalíska byltingin og uppbygging þjóð- félagsins undir forystu öreigastéttarinnar. Ég hef komist að raun um að tilgangslaust froðukjaftæði Alþýðubandalagsins þjónar engu öðru en auðvaldinu og rikisvaldi þess. Sp: Hvert er álit þitt á verkalýðsforystunni ? -Sv: Satt að segja hef ég ekkert álit á henni. Þróun verkalýðsforystunnar gengur í þá átt að fullkomna enn frekar stéttasamvinnuna við auðvaldið gegnum ríkisvald borgararma. Þetta er sósíalfasismi eins við þekkjum t. d. í Svíþjóð. Því fyrr sem verkalýðsstéttin slítur af sér kverkatök verkalýðsforystunnar, því betra. Það er skref í átt til sósíalismans. Sp: Þú segir að ríkisvaldið sé vald borgara- stéttarinnar ? Sv: Já. Ríkisvaldið er stéttarvald, vald borg- aranna yfir öreigastéttinni. Við vitum hvaða hagsmuni ríkisvaldið ber fyrir brjósti. Það eru hagsmunir auðvaldsins. Dæmi, sem sanna þetta erú ótal gengisfellingar, sem eru þjófn- aður úr vösum verkalýðsins, vöruverðhækk- anir og vísitöluskerðingar. Þetta er ekki í þágu vérkalýðsins. Sp: Ilvað telur þú að sé höfuðverkefni íslenzku öreigastéttarinnar ? Sv: Byltingarsinnað námsstarf og skipulagning öreigastéttarinnar í byltingarsinnuð samtök, sem stefna að stofnun kommúnistaflokks, sem hefur sósíalísku byltinguna og alræði öreiganna að takmarki. Fram til baráttu. Verkamenn. Takið þátt í stuðningsstarfi hjá KSML. BK. skammti og aðbúnaður slæmur í flestum skólum eins og t.d. hér á Neskaupstað. - Hver er afstaða þín til "verkalýðsforyst- unnar" ? - Það er varla hægt að segja, að það sé um nokkra forystu fyrir verkalýðinn að ræða. I Alþýðusambandi Islands er fullt af sérhags- munahópum. Samningar eru gerðir af fáum útvöldum mönnum, en aldrei rseddir af með- limum sambandsins. Hinn almenni verka- maður er í rauninni útilokaður frá öllum þeim málum, er hánn sjálfan snerta. Það er alveg ótækt, að formaðiir ASÍ skuli sitja á þingi fyrir íhaldssaman stjórnmálaflokk, enda hefur hann alls ekkert starfað I þágu vcrkalýðsstéttaririnar. Afstaða haris kom einkar skýrt I ljóst I sjóiivarpsþætti í vetur, þar sem hann var' spurður að því, hvort hann vildi ekki fara út og vinna meðal hins almenna verkamanns. Hann brást reiður við og lýsti beinlíriis vanþóknun sinni á því að fara að starfa meðal verkamanna. - Hvaða leið telur þú, að verkalýðurinn eigi að fara úr arðráni auðvaldsins ? - Eina leiðin fyrir verkalýðiim úr arðráni auðvaldsins er leið sósíalismans, en frum- skilyrðið er að fræða verkamenn um vísindi öreiganna, annars verður baráttan máttlaus og verkalýðsstéttin lendir á villigötum. sitt band, og hún öðlast því sömu hagsmuni og borgarastéttin og úrkynjast því stöðugt og verður afturhaldsöm. Skipulagning verkalýðs- ins fyrir sögulegu hlutverki sínu er því ekki I gegnum verkalýðsfélögin, heldur verða stétt- meðvituðustu verkamennirnir að skipuleggja. sig í kommúnistaflokk til þess að mölbrjóta , ríkisvald borgaranna og byggja alræði öreig- anna, sem er síðasta stigið yfir í stéttlausa þjóðfélagið. Sigrún A. Magnúsdóttir, verkakona í Sjólastöð- inni. Hafnarfirði. Hún er baráttuáskrifandi að Stéttabaráttunni. Sp: Þjónar verkalýðsforystan hagsmunum verka lýðsins ? Sv: Nei. Þessi verkalýðsforysta er samtviim- uð ríkisstjórninni, sem nú hefur gengist fyrir mikilli kjaraskerðingu sbr. hinar stórkostlegu vöruverðshækkanir undanfarnar vikur. Ég sem vinn í fiskaðgerð hef óhóflega -langan vinnutíma, einungis til að geta séð fyrir mér og mínum. En aftur á móti hefur verkalýðs- forystan úr nógu að spila. Þcirra kaup er margfalt hærra og vinnutími mun styttri. Það tók mig ekki langan tíma að sjá að lítill munur er á alþýðustjórninni og viðreisnarstjórninni gömlu. Ég er ákaflega óánægð með ríkisstjórn- ina. Hún hefur algjörlega svikið verkalýðinn. Magnús Kjartansson, sem er héðan úr Hafnar- firði, hefur alveg brugðist þeim vonum, sem bundnar voru við hann. Sp: Höfuðverkefni sem Kommúnistasamtökin setja fram f dag er byltingarsinnað námsstarf. Hvað finnst þér um það? Sv: Verkafólk á hiklaust að skipuleggja sig í námsstarf til þess að geta barist fyrir rétti sínum. Verkafólk verður að skipuleggja sig saman til að ná rétti sínum. Þar sem ég vinn er dagvinnukaupið lágt eins og allsstaðar annarsstaðar. Samt framleiðum við verðmæti fyrir tugi milljóna, en fáum aðeins lítið brot af þeirri upphæð og jafnvel þó að við vinnum óeðlilega mikið. Við fáum engu breytt gegnum þessa eða hina ríkisstjðrniáa. Verkalýðurinn nær aðeins völdum með sósíalísku byltingunni og alræði öreigamia. Myndin af Sigrúnu er tekin á Landsspítalanum 12. aprfl síðastliðinn. Undanfarna mánuði hefur hún átt við lasleika að stríða og stafa veikindi hemiar m. a. af óhóflegri vinnu til þess að hún og börn hennar geti framfleitt sér í íslenzka auðvaldsþjóðfélaginu. Island er stéttskipt þjóðfélag, enda er verka- mönnum skammtað kaup eftir því. Það er hyldýpi á milli hins faglærða iðnaðarmanns, sem hefur gerzt atvinnurekandi og hins al- menna verkamanns. Erfiðisvinnan er verst borgaða vinnan á landinu. Til að leysa þetta vandamál er engin önnur leið fær en leið sósíalismans, enda eru samtök verkalýðsins upphaflega stofnuð sem sðsíalfsk samtök, en hafa nú algerlega horfið frá þeirri stefnu. - Nú hefur þú tekið þátt í námsstarfi KSML og starfað í þágu samtakanna. Ilvers veg^ia hefur þú tekið þá ákvörðun og hvað finnst þér þú hafa lært af námsstarfinu ? - Upphaflega gekk ég f námshóp fyrst og fremst af forvitni, en ég hefi lært gífurlega mikið á þessu námsstarfi og hefur margt skýrzt fyrir mér, sem ég vissi ekki áður. Ég hefi komizt enn betur að raun um, hvar ég stend í þjóðfélaginu og að eina leiðin fyrir okkur verkamenn til að ná fram mál- efnum okkar, er að hafa fræðilíenninguna á okkar valdi til að nota hana sem vopn í bar- áttunni, í stað þess að fara eftir fhaldssöm- um og úreltum kenningum Lúðvíks Jóseps- sonar og hans kumpána. Að lokum vil ég beina þeirri áskorun til allra stéttvísra verkamanna að hafa samband við Kommúnistasamtökin og taka þátt í náms- starfi þeirra. SJO. Vegna plássleysis verður síðari hluti orða- bókarinnar að bíða til næsta blaðs. Þar verð- ur tekið fyrir: "Afstaða tækifærissinnanna til ríkisvaldsins" og "ríki alræðis öreiganna, ríkisvaldið deyr út".

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.