Stéttabaráttan - 25.04.1973, Qupperneq 9

Stéttabaráttan - 25.04.1973, Qupperneq 9
9 4. Hnignunin - stéttasamvinnan siglir hraóbyri Stofnun Sameiningarflokks Alþýðu-Sósíalista- flokksins (S.A.S.) var I raun aðeins formleg staðfesting á fráhvarfinu frá byltingarsinnaðri pólitík verkalýðsstéttarinnar og eðlilegt fram- hald á pólitík hentistefnumannanna, sem réðu nú ferðinni. Annað dæmi, ekki eins stórvíegi- legt, en þó táknrænt, er að Verklýðsblaðið er lagt niður þegar '36 og í(jóðviljinn kemur f staðinn. Lokaorð ávarps miðstjórnar til lesenda Þjóðviljans við þær breytingar eru: "Kjörorð okkar er: Þjóðviljinn á að verða blað íslenzku þjóðarinnar." (.’) Nú er það þjóðarViljinn (1), sem á að ákvarða stefnu flokksins - og nú er sett á fulla ferð inn undir pilsfald fjármálaauðvaldsins, í ráðherra- stólana, í stjórnir fyrirtækja, banka og sam- steypna og við stjórnvölinn situr sjálfur olíu- kðngurinn Héðinn Valdimarsson. Strfðsárin - stríðsgröðinn. 1939 brýst út önnur uppskiptastyrjöld heims- valdastefnunnar, Bretar hernema landið, en Bandaríkjamenn koma til landsins '41 að ósk íslenzku borgaranna. A meðan brezki herinn dvelst hér hefur hann mikil afskipti af innan- landspólitíkinni, sjá handtökur og yfirheyrslur yfir verkamönnum í "dreifibréfsmálinu", útgáfa Þjóðviljans er stöðvuð og ritstjórar hans fangelsaðir og fluttir til Englands. En á stríðsárunum kemur mikill fjörkippur í íslenzkt efnahagslíf. Islenzka auðvaldið nýtir sér veru hersins til að auka auðmagn sitt og mikill stríðsgróði safnast fyrir (að mestu leyti vegna sölu á ísuðum fiski til Englands, en fs- lenzku borgararnir nýta sérstöðu sfna til fulls í stríðinu, þar sem þeir geta haldið framleiðsl- unni við og aukið hana, meðan gffurleg eyði- legging verður á framleiðslutækjum í þeim löndum, sem taka þátt í stríðinu), - þetta er ein höfuðorsökin fyrir kauphækkununum og vinnustyttingimni ásamt orlofi til handa verka- lýðnum árið '42 og um leið efnislegur grund- völlur frekari viðgangs hentistefnunnar. Arið 1944 fær Island fúlla viðurkenningu út á við á sjálfstæði sfnu og sama ár er Nýsköpun- arstjórnin mynduð. Þá fara stéttasamvinnu- prelátamir hamförum í því að hjálpa auðvald- inu að nýta stríðsgróða sinn skynsamlega með "uppbyggingu atvinnuveganna". Nýsköpunarstjðrain - stéttasamvinna í verki. Einar Olgeirsson lýsti því yfir á Alþingi 1944, að eina leiðin fyrir verkalýðinn væri stéttasam- starf milli hans og auðvaldsins til uppbyggingar íslenzks atvinnulífs. Verkalýðurinn hefði um ekkert annað að ræða en að leggja upp laupana í stéttabaráttunni og styðja auðvaldið í gróða- sókn þess. Með þátttöku sinni í Nýsköpunar- stjórninni kórónuðu hægrihentistefnumennirnir þá svikakeðju, sem þeir höfðu hlekkjað hina stéttvísu verkamenn í. Þeir stigu nú skrefið til fulls yfir til borgaranna og gerðust nýsköp- unarafl fslenzka auðvaldsins. I ákefð sinni að koma Islandi í NATO og bak- tryggja þannig auðvaldið gegn harðnandi stétta- baráttu, sveifst borgarastéttin hvorki við að koma málinu gegnum Alþingi með svikum og baktjaldamakki, né að bæla niður mótmæli al- þýðunnar með fruntalegum ofsóknum og árásum. Atburðirnir á Austurvelli sýndu og sönnuðu stéttareðli íslenzka ríkisvaldsins. Þeir sýndu, að þegar hagsmunum auðvaldsins er ógnað af hálfu verkalýðsins, þá er ríkisvaldið notað til ofbeldis og opinskárra kúgunaraðgerða. Byltingin í Kína 1949. Kínverskir kommún- istar undir leiðsögn Maós Tsetungs þróa marxismann-lenínism- ann og Kína verður höfuðvígi sósíalismans í heiminum eftir valda- töku endurskoðunar- sinnanna í Sovét. Hlutverk verkalýðsforystunnár. Þróun síðustu tveggja áratuga er saga enn frekari niðurlagingar "forystu" verkalýðsins. Verkalýðsaðallinn knýtir enn fasta bönd sfn við auðvaldið og verður sífellt liprari samstarfs- maður jaess í stéttabaráttunni gegn hagsmunum öreiganna, hvort sem er í verkföllum eða póli- tískum aðgerðum. Hann gegnir því hlutverki að vera brúarsporður fyrir borgarana inn í raðir öreiganna og sáir þar endurbótahugmynd- um og kenningum borgaranna um samvinnu og samstöðu, allt í þeim tilgangi að hindra sjálf- stæðan pölitískan þroska verkalýðsins og halda niðri baráttuvilja hans. Valdataka endurskoðunarsinnanna f Sovét. Arið 1956 heppnast hinni endurskoðunarsinnuðu Krústsjoffs-klíku að hrifsa völdin innan Komm- únistaflokksins og ná öllum lykilstöðum í ríkis- valdi öreiganna eftir mikla undangengna baráttu innan flokksins, og getur nú hafið fyrir opnum tjöldum umbreytingar á hinu sósíalíska hag- kerfi yfir f kapítalískt, þar sem verðmyndunin stjórnast af markaðslögmálum. f>etta táknar tímabundinn ósigur öreiga Sovét- ríkjanna og hefur einnig þær afleiðingar, að fjöldamargir kommúnistaflokkar heims úrkynj- ast og verða endurskoðunarstefnunni að bráð. Þessi þrðun gildir þó ekki um alla kommúnista- flokka, því fljótlega gera kommúnistaflokkar Albaníu og Kína sér grein fyrir þessari breyt- ingu og hefja gagnrýni á rússnesku revisionist- ana, síðan baráttu gegn þeim, sem leitt hefur til, að nú er mótsetningin milli Kína og Albaníu sem sósfalískra landa annars vegar og Sovét- ríkjanna sem sósíalheimsvaldasinnaðs ríkis hins vegar - ðsættanleg! Fýrir tilstilli þessarar baráttu og upp úr þess- um klofningi í alþjóðahreyfingu kommúnista hafa myndazt marxísk-lenínfsk samtök um all- an heim, sem vaxa stöðugt að styrk og verða að leiðandi afli í baráttu kúgaðrar alþýðu og öreiga heimsins fyrir sósíalismanum. Alþýðubandalagið myndað - vinstri stjórn '56, "Sósíalistarnir" taka nú í annað skipti þátt í kúgunartseki borgarastéttarinnar - ríkisvaldinu árið '56. Stöðug merki hnignunarinnar eru skýr. Samfylking er gerð við hluta Alþýðuflokks- ins undir forystu Ilannibals Valdimarssonar og myndað kosningabandalagið: Alþýðubandalagið. Endurbætur á auðvaldsþjóðfélaginu er hið eina takmark þeirra og stéttasamvinnan höfuðverk- efnið. Þessi ríkisstjórn hrökklast svo frá völdum eftir 2ja ára setu vegna innbyrðis klofnings um afstöðuna til hersins (þá eru landhelgin og her- inn höfuðmál AB - eins og nú). Kreppan '67-'68 -"Alþýðustjórnin" 11. Kreppan, sem upp kemur á árunum '67 - '68, stafar af offramleiðslu á útfluttum sjávarafurð- um, aðallega fiskimjöli, og veldur miklum samdrætti f mörgum atvinnugreinum (einkum byggingariðnaðinum og ýmsum þjónustugreinum). Þetta leiðir síðan til gffurlegs atvinnuleysis og mikillar almennrar kjaraskerðingar (2 gengis- fellingar á þessu tímabili) og þúsundir verka- fólks flýja land. Kosningabandalagið Alþýðubandalagið er nú gert að stjórnmálaflokki og endurbótasinnarnir herða enn ðhindraðir kverkatök sfn á verkalýðs- stéttinni, því gegn þeim stendur enn ekkert það afl, sem getur afhjúpað þá og sýnt fram á, að þeir eru ekki aðeins agentar auðvaldsins innan verkalýðshreyfingarinnar, heldur eru þeir orðnir samgróinn hluti af valdaapparati borgar- anna. En þessi mikla kjaraskerðingarsókn auðvalds- ins skerpir stéttabaráttuna og þrengir að lífs- kjörum verkalýðsins. Sem náttúrulegt andsvar gegn þessum árásum á verkalýðsstéttina verða Kommúnistasamtökin m-1 mynduð sem fram- sæknasti hluti og forystusveit verkalýðsstéttar- innar í stéttabaráttunni gegn borgarastéttinni og auðvaldskerfinu. 5.Í dag - KSML! I Baráttustefnuskrá Kommúnistaflokks Islands frá 1930 er að finna rökrétta afstöðu kommún- ista til ríkisvaldsins og fyrirtækja þess, sem er mjög afhjúpandi fyrir Alþýðubandalagið og afstöðu þess sem sósíaldemókratísks flokks til ríkisvalds auðvaldsins og stéttabaráttu verkalýðsins : "Kommúnistaflokkurinn berst á móti tilraunum auðvaldsins til að skipuleggja sig og festa sig í sessi á kostnað hinna vinnandi stétta til sjávar og sveita. Hann er andvígur því, að fulltrúar verkalýðsins taki þátt í stjórn auðvaldsfyrir- tækja, hvort sem þau eru rekin af ríkinu eða einstökum auðmönnum. Kommúnistaflokkurinn er flokkur stéttabaráttunnar og er því andvígur allri samvinnu við stéttarandstæðinginn. Hann flettir ofan af blekkingum borgaranna og sósfal- demókrata, sem reyna að telja verkalýðnum trú um, að ríkiseinkasölur og ríkisrekin fyrir- tæki séu rekin "til hagsmuna fyrir alla þjóðina" meðan auðvaldið drottnar. Kommúnistaflokkur- inn lýsir því yfir, að ríkisrekstur og ríkis- einkasölur geta þá fyrst verið til hagsmuna fyrir verkalýðinn og fátæka bændur, er þeir hafa tekið ríkisvaldið I sínar hendur og stofnað alræði öreiganna." Alþýðubandalagið hefur sýnt og sannað í orðum og verki, að það á ekkert skylt við sósíalisma. 1 stefnuskrá AB er hin sósíalíska fræðikenning fölsuð og rangtúlkuð og útkoman úr hræri- grautnum er sú, að marxismanum-lenínisman- um er algerlega hafnað, en boðuð stéttasam- vinna og undansláttur fyrir hugmyndafræði auðvaldsins. 1 stefnuskránni afneitar AB sósíalísku bylting- unni og boðar leið þingræðis og endurbóta, einnig afneita þeir forystuhlutverki verkalýðs- stéttarinnar og hlutverki kommúnistaflokksins sem framvarðarsveitar stéttarinnar og hvað eftir annað afneita þeir stéttareðli ríkisvalds- ins, þ. e. að ríkisvaldið er kúgunartæki einnar stéttar yfir annarri. AB hafnar með öllu hinni díalektísku og sögu- legu efnishyggju, heimsskoðun öreigastéttar- KSML reisir merkið aftur! Þegar KSML voru stofnuð var haldið áfram á þeirri braut, sem KFI markaði hér á Islandi á 4. áratugnum. KSML eru einu samtökin á Is- landi, sem berjast á grunnl öreigastéttarinnar og fyrir hagsmunum hennar á grundvelli marx- ismans-lenínismans. Hin sósíalíska fræði- kenning, sem drepin hefur verið í drðma af hentistefnumönnunum í Sðsíalistafloldcnum og síðar Alþýðubandalaginu hefur verið hafin á loft af KSML. Höfuðverkefnið I dag er bylting- arsinnað námsstarf. Samfara námsstarfinu fer fram markviss rann- sókn á séraðstæðum íslenzka auðvaldsþjóðfél- agsins og þróunarsögu stéttabaráttunnar, sem er nauðsynlegt, bæði til þess að námsstarfið verði ekki lífvana lærdómur, slitinn úr tengsl- um við baráttu öreiganna, og sökum þess að ekki er hægt að ráðast gegn óvini, sem.maður veit ekki deili á. Með stofnun KSML var lagður hornsteinninn að stofnun kommúnistaflokks á Islandi að nýju, flokks, sem ekki takmarkar sig við dægurkröf- ur, heldur berst baráttu verkalýðsins framsýnt í átt til sósíalísku byltingarinnar. I stéttabaráttunni er aðeins um tvær leiðir að velja: að styðja borgarana á einn eða annan máta eða berjast framsýnt fyrir afnámi auð- valdsskipulagsins undir forystu byltingar^inn- aðra samtaka. Verkamenn, takið þátt í námsstarfi KSML og undirbúningsstarfinu að stofnun kommúnista- flokks á Islandi’. LIFI MARXISMINN-LENINISMINN-HUGSUN MAOS TSETUNGS! Strax upp úr miðjum maí kemur næsti náms- bæklingur Kommúnistasamtakanna Um flokk- inn út. Er þetta 8. námsfundur I grundvallar- leshring KSML. Innihald bæklingsins: Formáli eftir félaga Kristján Guðlaugsson, sem inniheldur eftirfarandi kafla: Inngangur Alþjóðlegur bakgrunnunnur KFl Kreppan á Islandi - Stofnun KFl Hags munabaráttan Pólítíska baráttan Samantekt - Niðurstöður Stjórnmálaflokkur verkalýðsins eftir félaga Stalín (ljðsritaður kafli úr Lenínismanum) Niðurstöður (ljósritaður kafli úr Sögu Komm- únistaflokks Ráðstjórnarríkjanna (b)) Verð bæklingsins kr. 100.oo UNGKOMMÚNISTINN UNGKOMMUNISTINN, málgagn námsmanna í KSML hefur hafið göngu sína. Með útgáfu blaðsins hafa KSML hafið barátt- una fyrir því að leggja grundvöllinn að stofnun Sambands Ungra Kommúnista á ný og þar með hafið merki Sambands Ungra Kommún- ista á loft, sem gáfu út rit með sama nafni á 3. áratugnum. 1 dag er hlutverk Ungkommúnistans að: 1) Reka áróður fyrir afnámi auðvalds- skipulagsins með alræði öreiganna, sósíalismann að markmiði og áróður skv. stefnu KSML í dægurmálum stétta- baráttunnar hverju sinni 2) Beina áróðri sfnum fyrst og fremst til verkalýðsæskunnar í framhaldsskólum og skýra út stéttareðli skólanna 3) Taka fyrir tengsl námsmanna við stétta- baráttunnar I auðvaldsþjóðfélaginu 4) Reka áróður fyrir höfuðverkefni KSML í dag, námsstarfinu og uppbyggingu Kommúnistaf lokks. Blaðið verður selt innan skólanna, en einnig er hægt að panta það beint frá miðstöðvum samtakanna að Skólastræti 3b, Reykjavík með því að skrifa til: Kommúnistasamtökin m-1 Pðsthólf 1357 Reykjavík Merkt "Ungkommúnistinn" VERKAMENN! An þekkingar um stéttarlegt eðli og orsakir verkfalla verður barátta okkar aðeins bar- átta um krónu til eða frá. Krónu,sem verður hirt af okkur aftur með verðhækkunum eða öðrum meðulum hins kapftalika ríkisvalds. Alþjóðleg baráttureynsla stéttarbræðra okkar f verkföllum við margbreytilegar að- stæður er vopnið, sem við verðum að beita gegn hertu arðráni og launaskerðingu auð- valdsins og til þess að geta gert verkfalls- baráttuna að byltingarsinnaðri baráttu fyrir sósíalismanum. Lesið bæklinga KSML; REYNSLAN AF KJARABARATTUNNI (Strasborgarályktunin frá þingi Alþjóða - sambands Rauðra Verkalýðsfélaga 1929) og UM VERKFÖLL eftir V. I. Leníh. Stofnþing Kommúnistasamtakanna marxistanna - lenínistanna varð lyftistöng fyrir baráttu verka- lýðsstéttarinnar á íslandi. Með tilkomu KSML hafði verkalýðsstéttin markað framverði sínum skipulagsleg, pólitísk og hugmyndafræðileg form í stéttabaráttunni á Islandi fyrir afnámi auð- valdsskipulagsins með sósíalísku byltingunni og uppbyggingu stéttarlegs alræðis síns, sem millistigs á leið til hins stéttlausa samfélags kommúnismans.

x

Stéttabaráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.