Stéttabaráttan - 25.04.1973, Side 12
Saigonklíkan þverbrýtur vopnahléð
Samkvæmt friðarsamningunum eiga að fara fram frjálsar kosningar í Suður-Víetnam, og
almenningur á að öðlast lýðræðislegan rétt til pólitískrar starfsemi. Öll vopnuð svæði eiga
að hverfa og pólitíska baráttan að fara fram á friðsamlegan hátt. Stofnuð skulu ráð til að
skipuleggja almennar kosningar. 1 nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Saigonklíkunni, Bráða-
birgðabyltingarstjórninni (BBS) og frá hlutlausum öflum í S-Víetnam. Innihald samninganna
er viðurkenning á sigri Þjóðfrelsishreyfingarinnar og þýðir dauða Saigonklíkunnar.
Alþýðulýðveldi N-Víetnam (DRV) og Þjóðfrelsisfylkingin (FNL) fylgja friðarsamningunum.
Stjórnin I N-Víetnam samþykkir öll atriði samningsins í smáatriðum, og krefst þess að allir
aðilar, sem undirritað hafa yfirlýsinguna, virði hana og fari eftir henni.
Bandaríkin og Saigonklíkan eru ekki reiðubúin að viðurkenna ósigur sinn. Saigonklíkan hefur
meira að segja ekki látið við það sitja að margbrjóta vopnahléð, og kennt andstæðingunum um
heldur hefur hún einnig virt ákvæði samningsins um pólitískt frelsi að vettugi. Enn sjást engin
merki þess, að ráðið sem átti að skipuleggja frjálsar kosningar og fyrr er minnst á, taki til
starfa. Þriðji aðilinn, sem taka átti þátt í starfi ráðsins, hlutlausu öflin, sitja I fangelsi.
Saigonklikan hefur aldrei ætlað sér í alvöru að hefja friðsamlegt samstarf við BBS eða leyfa
frjálsar kosningar, og hún hefur ekki heldur hugsað sér að flýja land. Þess vegna mun stríðið
í Víetnam halda áfram milli frelsisaflanna og afturhaldsaflanna, sem eru studd af bandarísku
og japönsku heimsvaldastefnunni. Baráttan verður hörð, sem sjá má af eftirfarandi atriðum.
"Diplómatískir" útsendarar.
Opinberlega eru allir bandarískir hermenn og
herráðgjafar horfnir á brott frá Víetnam, en
staðreyndin er sú, að Bandaríkin hafa tekið í
notkun stórfellda áætlun, þar sem hermönnum
og hernaðarráðgjöfum er "breytt" í tugþúsunda-
tali í "óbreytta borgara". Þeir eru klæddir í
embættismanna búninga og útnefndir ræðismenn.
Um allt S-Víetnam koma þessir "ræðismenn"
til starfa á nýopnuðum "ræðismannaskrifstofum".
Það er ekki ætlunin að þeir taki einungis í hend-
ina á bandarískum ferðamönnum, heldur er
þeim ætlað að leiða og stjórna lepphernum.
t>ar fyrir utan er framlag Bandaríkjanna ætlað
visst hernaðarlegt starf, t.d. viðgerðir og að
styrkja skrifstofuveldi Saigonklikunnar á allan
hátt.
Þegar fyrir undirritun friðarsamninganna skýrði
Saigonklikan frá því, að hvort sem vopnahlé
kæmist á eða ekki, mundu þeir halda áfram.
krossferð sinni gegn kommúnismanum. En jafn-
vel alger fasisti eins og Tieu trúir ekki á sigur
krossferðar sinnar. Það viðurkennir hann og
segir meðal annars "að nái kommúnistar of
stóru svæði á sitt vald, muni hann reyna að fá
bandarísku heimsvaldasinnana til að byrja aftur
sprengjuárásir".
" Öryggisráðstafanir" Saigonklíkunnar.
Saigonklíkan hefur gripið til fjölda "öryggis-
ráðstafana" , sem líkja má við hryðjuverk
nazismans:
1. Allir sem "grunaðir eru um" að styðja BBS
skulu skotnir á staðnum.
2. Hver og einn, sem dreifir flugblöðum gegn
stefnu Saigonklíkunnar eða fána FNL, skal
handtekinn, skotinn.
3. Sá sem er "hættulegur örygginu" skal hand-
tekinn, skotinn.
4. Allir, sem strjúka úr hernum eða lögregl-
unni, skulu dæmast, skotnir.
5. Sá sem útdeilir fé frá BBS skal skotinn.
6. Allir sem eru á móti fasistaklíkunni má
handtaka og skjóta.
Svona er sem sagt leiðin, sem Saigonkllcan
notar til að "vinna" hylli fólksins og sýna fram
á það sem Nixon sagði: "í>eir eru einu raun-
veru legu fulltrúar fólksins í S-Víetnam".
Glæpaverk, auk ofsalegrar kúgunar og arðráns
er það eina, sem býðst víetnömskum verkalýð,
og bændum undir stjórn Saigonklíkunnar.
Ekkert annað er mögulegt.
Milli hinnar afturhaldssömu Saigonklíku og
alþýðunnar í S-Víetnam er ósættanleg móthverfa.
Aðeins með ofbeldi og afnámi frelsis getur
klíkan haldið vöidum.
Fasískt vald skal tryggt með "lögum og reglum"
Urdráttur úr hvatningu þann 28. janúar frá
Verkamannaflokki Vietnam og ríkisstjórn
Alþýðulýðveldisins Vietnam til allra íands-
manna og stríðshetja við undirritun vopna-
hléssáttmálans.
Kæru landsmenn og stríðshetjur. t>etta
er sigur f anda þess að "ekkert er mikil-
vægara en sjálfstæði og frelsi", sigur
fyrir hina sterku innri samstöðu allrar
alþýðu, fyrir hinn byltingarsinnaða hetju-
mðð, fyrir hina fornu föðurlandsást,
dirfskuna og staðfestuna sem hafa verið
tengd saman í þau 4.000 ár sem að viet-
namska þjóðin hefur verið til.
Hinn mikli sigur f stríðinu gegn árásar-
stefnu bandaríkjanna, fyrir sjálfstæði
landsins, er sigur fyrir hinn ósigrandi
marxisma-leninisma, fyrir hina hyggnu og
skapandi pólitísku og hernaðarlegu línu
flokka okkar, sem hafa haldið anda sjálf-
stæðis og frelsis hátt á lofti, sameinað
flokkinn og herinn og alþýðuna járnharðan
vilja til baráttu og sigurs. Þeir hafa tengt
saman raunverulega þjóðarást með sannri
alþjóðahyggju.
Þessi sigur er sigur fyrir hina sósfölsku
stjðrn, fullri af lífi og krafti sem hefur
gert norðrið að öruggum grundvelli bylt-
ingarinnar í öllu landinu.
Þessi sigur þjóðar vorrar er einnig árang-
ur hins heilhjartaða stuðnings og hinnar
miklu að stoðar sem við höfum fengið frá
öðrum sósíalískum löndum og framfarasinn-
uðu fólki í öllum heiminum. Vegna þessa
vill alþýða vor láta í ljós hjartanlegt þaklt-
læti til vinsamlegra landa, hinnar alþjóð-
legu verkalýðsstéttar og allra friðar- og
réttlætisafla um allan heim, þar á meðal
framfarasinnuðu fólki í Bandaríkjunum.
forsendum þess að japönsk og bandarísk fyrir-
tækji telji arðbært að fara út í miklar fjárfest-
ingar í Víetnam. Miklir möguleikar eru fyrir
hendi: Olía úti fyrir ströndinni, miklar námur
og síðast en ekki sízt, mjög ódýrt vinnuafl.
Þrátt fyrir pyndingar Saigon-klíkunnar munu
hermenn FNL aldrei hætta baráttunni fyrir
frelsun lands síns frá heimsvaldasinnunum
og fasiskum leppum þeirra.
Japönsku heimsvaldasinnarnir eru í stöðugri
framsókn í S-Víetnam sem annarsstaðar í Indó-
kína. Þeir fá hlýjar móttökur hjá Thieu, sem
liggur mikið á að fá hið fyrsta stór heimsvalda-
sinnuð fyrirtæki til að styðja fjárhalds-og stjórn-
málalega fasíska stjórn hans. Við verk sitt hef-
ur hann fengið mikla hjálp frá Asfska þróunar-
sjóðnum (einum af stofnunum Sameinuðu þjðð-
anna) og einnig bandarískum og japönskum kap-
ítalistum sem gert hafa "þróunaráætlum fyrir
Lýðveldið S-Víetnam uppá eigin spýtur.
Allt þetta þýðir að klíkan í Saigon hefur "vinsam-
legustu" lagasetningu hvað sertir þjónkun við
kapítalistana í öllu Indókína. Þetta þýðir ekki
smo lítið þegar tillit er tekið til samkeppninnar
frá valdaklíkunum á Thailandi, Inkónesíu, Fil-
ippseyjum o. s. fr.
Hvorki klíkan eða Asíski þróunarsjóðurinn hafa á-
huga á að bæta neyð alþýðunnar. Þeir hafá engar
áætlanir um nokkrar úrbætur. Þeir reikna með
hjálp frá alþjóðlegum "hjálparstofnunum, Rauða
ICrossinum og hjálparstofnun kirkjunnar. En
þeirra helzta hlutverk er að púkkaundir, og gera
glansmynd úr hinni gegnumrotnu leppstjórn auð-
valdsins.
USA heimsvaldasinnarnir undirbúa nýjar stríðs-
aðgerðir~
Bandarísku heimsvaldasinnarnir hafa undanfarið
birt yfirlýsingar um að N-Víetnamar séu að und-
irbúa stórfellda sókn inn í S-Víetnam. Þetta ger-
a þeir I þeim tilgangi að undirbúa jarðveginn
fyrir áframhaldandi loftárásir á svæði þau, sem
eru á valdi Bráðabirgðabyltingarstjórnarinrar.
Stríðsaðgerðir heimsvaldasinna USA í Kambódíu
og Laos sýna okkur svo ekki verður um villzt
að þeir hafa alls ekki I huga að yfirgefa Indó-
kína fyrr en í fulla hnefana. Þessvegna er mik-
ilvægt að allir sannir vinir þjóða Indókína haldi
áfram og auki stuðning sinn við baráttuna gegn
heimsvaldastefnunni í Indókína.
ÖREGAR OG HEIÐARLEGIR STUÐNINGSMENN
ÞJOÐA INDÖKlNA: STYÐJUM BARATTU AL-
ÞYÐUNNAR I INDÖKlNA GEGN HEIMSVALDA-
STEFNUNNI.
GEFIÐ I VÍETNAMSÖFNUN KSML.
MEÐ BARl’TU OKKAR HÉR- STETT GEGN
STÉTT- STYÐJUM VIÐ ALÞYÐU INDOKlNA.
HG. IIH.
frh. af forslou
AFSTAÐA KSML...
sósíalismanum. Flokkurinn hætti að starfa á
grundvelli höfuðmóthverfunnar og setti hags-
muni "þjóðarinnar" æðri hagsmunum verka-
lýðsins, vfgorðið var ekki lengur stétt gegn
stétt, heldur stéttasamvinna.
Bolsevíkaflokkurinn, undir leiðsögn Leníns og
Stalíns yfirgaf ekki grundvallarreglu kommún-
ista um samfylkingu og tókst að virkja hluta
smáborgaranna til baráttu fyrir hagsmunum
verkalýðsins í sósíalísku byltingunni 1917.
Af þessum dæmum geta stéttvísir verkamenn
lært, að samfylking verður ætíð að vera byggð
á grundvelli verkalýðsstéttarinnar og þjóna
hagsmunum hennar. Og jafnvel þegar skilyrðin
fyrir samfylkingu eru fyrir hendi og slík sam-
fylking verður að raunveruleika megum við
aldrei slaka á hugmyndafræðilegri baráttu gegn
öðrum samfylkingaraðilum, aldrei láta af
grundvallarreglum né gleyma, að samfylking
er aðeins stundarfyrirbrigði gerð I þeim eina
tilgangí að styrkja vígstöðu verkalýðsins í
stéttabaráttunni.
UM "SAMFYLKINGU" SMABORGARANNA l.MAI
1973
KSML var boðið til "samstarfs" um göngu og
útifund af l.maínefnd "Rauðrar Verklaýðsein-
ingar (sjá grein"Hræðsla smáborgaranna við
kommúnismann" á bls. 3).
Su'"samfylking" gengur undir því ranga nafni
"Rauð Verkalýðseining" og er gerð að undirlagi
Fýlkingarinnar uppfyllir ekkert þeirra skilyrða
sem kommúnistar setja varðandi samfylkingar.
Smáborgaralegur grundvöllur þessarar "sam-
fylkingar" er augljós í afstöðu þeirra til ríkis-
valdsins, til landhelgismálsins, til verkalýðs-
hreyfingarinnar, til flokksbyggingarínnar og til
sósíalismans.
1 augum þessara smáborgaralegu sósíalista er
ríkisvaldið ofar stéttum, þeir álíta rikisstj'ornina
þjóna ýmist borgarastéttinni (með gengisfellingu)
eða verkalýðstéttinni (með útfærslu landhelginnar,
þótt slælega sé að staðið að þeirra mati). Þeir
álíta að rfkisstjórnin sem nú situr hafi átt aðra
möguleika, en að stjórna" auðvaldsþjóðfélaginu
með hagsmuni borgarastéttarinnar fyrir augum,
þeir segja;
"Margir bundu miklar vonir við núverandi
ríkisstjórn (þessir margir voru m.a. Ifylking-
in þar sem fjöldi félaga hennar voru virkir í
kosningabralli Alþýðubandalagsins) eftir
hörmungartímabil viðreisnarinnar. Vonbrigð-
in hafa orðið I réttu hlutfalli við vonirnar, eftir
að ríkisstjórnin hefur tekið upp hráa og ómeng-
aða veðreisnarstefnu í efnahagsmálum. Hún
hefur ekki haft annað að bjóða verkalýðnum en
afarkosti auðvaldsins".
(Avarp til verkalýðsins, uppkast að flugblaði
"Rauðrar Verkalýðseiningar" )
Hér er það gefið í skyn að ríkisstjórnin hafi
átt annars úrkosta en að stjórna með hagsmuni
auðvaldsins í fyrirrúmi: "eftir að ríkisstjórn-
in hefur tekið upp hráa og ómengaða viðreisnar-
stefnu".
Sem sagt, eftir að hún hætti að vera "stjórn
vinnandi stétta" og hætti að bjóða uppá "vinstri"
stefnu, þá fyrst hrundu vonirnar ? ? ..
1 landhelgismálinu hefur ríkisstjórnin puðað
við að þjóna hagsmunum verkalýðsins að mati
smáborgaranna. En þeirra hlutskipti hér verða
einnig vonbrigði:
"Ríkisstjórnin hefur fært út landhelgina - í
orði a.m.k. -, en hvaða sjónarmið hafa þar
verið ríkjandi?
Stefnt er að því, að fslenzka útgerðarauðvald-
ið geti aukið rányrkju sína á fiskimiðunum um
helming (hér hefur reyndar orðið skyndileg
kúvending á skoðunum Fýlkingarinnar, í
6.tbl. Neista '72, bls.6 er því blákalt haldið
fram að friðunin verði staðreynd eftir út-
færsluna). Það er krafa Rauðrar Verkalýðs-
einingar að fiskverndunarsjónarmið verði
sett á oddinn, og nýting fiskimiða verði skipu-
lögð út frá náttúruverndunarsjónarmiði.því
verndun fiskistofnanna er ein af forsendunum
fyrir sjálfstæðri tilveru þjóðarinnar".
(sama plagg).
Krafan er: Skipulagt auðvald - verndun fiski-
stofnanna til að arðráninu á öreigastéttinni
ljúki ekki. Hér er krafizt "sjálfstæðrar tilveru
íslenzka auðvaldsþjóðfélagsins með skipulögðu
auðvaldi, enda segja þeir:
"Verkalýðnum (lesist:smáborgurunum innsk.
okkar) er því nauðsyn að sameinast í barátt-
unni gegn arðráni og rányrkjustefnuborgara-
stéttarinnar". (sama plagg, undirstr. okkar).
Með kröfunni um náttúruvernd á verkalýðurinn
að taka að sér að hafa vit fyrir borgarastétt-
inní og vernda þannig "sjálfstæða tilveru henn-
ar" og arðránsmoguleika...... Ilér liggja leið-
Reitur til áskriftarmerkingar.
GERIZT ASKRIFENDUR AÐ STÉTTA-
'bAKAtTUnnl----------------------
Það er bæði KSML og þér í hag, að þú
gerist áskrifandi að Stéttabaráttunni.
Ffyrir okkur þýðir það tryggari fjárhags-
grundvöll, fyrir þig tryggingu um að þú
færð blaðið heimsent um leið og það kem-
ur ú prentun hverju sinni.
TAKIÐ ÞATT 1 UTBREIÐSLU STETTA-
~BARATTUNNAR.
KSML vilja skora á alla þá, sem styðja
pólitik samtakanna, að taka einnig þátt í
því starfi að færa út fræðikenningu marx-
ismans-leninismans meðal verkalýðs-
stéttarinnar og auka þannig stéttvísi ör-
eiganna, með því að taka að sér sölu og
dreifingu á blaðinu og hvetja fólk til að
gerast áskrifendur.
Gerizt umboðsmenn Stéttabaráttunnar.
Skrifið til KSML og fáið send nokkur auka-
eintök af blaðinu þegar það kemur út og
seljið það á vinnustað.
TIL ASKRIFENDA BLAE6INS;
Við viljum brýna fyrir áskrifendum að
tilkynna þegar í stað breytingar á heimil-
isfangi. Einnig biðjum við þá áskrifendur
sem ekki eru búsettir á sama stað allt ár-
ið, að láta okkur vita rétt heimilisföng og
það tímabil, sem blaðið skuli sendast á
hvern stað.
Sé um misbrest að ræða í dreifingu
blaðsins biðjum við þá áskrifendur, sem
fyrir því verða, að tilkynna okkur það
tafarlaust.
AUKUM UTBREIE6LU STÉTTABARATT-
UNNAR.
STEFNUM MARKVISST AÐ MANAÐAR-
BLAÐI 1974.
STÉTTABARATTAN
Málgagn Kommúnistasamtakanna m-1,
Pósthólf 1357, Reykjavík.
Venjuleg áskrift............200 kr.
Stuðningsáskrift............300 kr.
Baráttuáskrift............. 500 kr.
TIL ASKRIFENDA RAUÐA FANANS:
Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur útkomu
Rauða I’ánans, fræðilegs málgagns KSML,
seinkað nokkuð og mun hann ekki koma út
fyrr en í lok maí, og þá tvöfalt hefti.
Meginefni 1.-2. tölublaðs verður niður-
stöður rannsókna KSML á íslenzka auð-
valdsþjóðfélaginu og þróun þess yfir á
stig heimsvaldastefnunnar. Ennfremur
mun í Rauða Fánanum verða minnzt 20
ára dánarafmælis Stalíns með ítarlegri
grein um hann ásamt fleira efni.
irnar greinilega saman við leiðir Alþýðubanda-
lagsins, sem nú "stýrir" auðvaldsþjóðfélaginu
sem bezt fyrir kapítalistana.
1 augum hentistefnusósíalistanna er verkalýðs-
hreyfingin baráttutæki verkalýðsins I dægur-
baráttunni.
"Síaukið arðrán er hins vegar forsenda fyrir
auknum vexti og viðgangi auðvaldsins og
óhjákvæmilegur fylgifiskur auðvaldsskipulags-
ins. Gegn bvf á verkalyðurinn aðeins eitt
andsvar einnig á stéttarlegum grundvelli.
Það er því bryn nauðsyn að vinna verkalýðs-
félögin úr höndum borgaralegra og "sósíal-
demókratiskra" metorðastritara innan þing-
flokkanna, og gera þau að virkum baráttutækj-
um verkalýðsins í dægurbaráttunni".
(sama plagg,undirstrikun okkar)
"Eining á stéttarlegum grundvelli" er í huga
smáborgaralegu sósíalistanna það að gera
"verkalýðsfélögin að baráttutaaki I dægur-
baráttunni - til andsvars síauknu arðráni"....
Þetta þýðirþað að þeir álíta verkalúðinn ekki
skilja sósíalismann, dægurbaráttan um krónu
til eða frá vera hinn "stéttarlegi grundvöllur".
Að mati okkar kommúnista er eining á stéttar-
legum grundvelli eining á grundvelli verka-
lýðsstéttarinnar til baráttu fyrir sögulegu
hlutverki öreigastéttarinnar-sósíalísku
byltingunni,
Til baráttu gegn síauknu arðráni á verkalýðs-
stéttin á Islandi að okkar mati eitt svar;
sjálfstæð skipulagning verkalýð'sstéttarinnar á
byltingarsinnuðum grundvelli.
FRAMILALD A BLS. 5