Stéttabaráttan - 08.11.1974, Síða 1
Frá Straumsvik
HARDNANM BARÁTTA KALLAR Á
SJAFSTÆÐA
SKIPULAGNINGU
Þær gffurlegu kjaraskerðingar, sem
dunið hafa yfir í s. 1. mánuði, hafa
leitt til vaxandi ólgu meðal verka-
manna í Straumsvík. Kjaraskerðing-
in nemur nú þegar 40-50% og enn er
ekki næstum séð fyrir endann á verð-
hækkununum. Verkamannafélagið
Hlíf í Hafnarfirði, sem er samnings-
aðili fyrir ófaglærða verkamenn í
Straumsvík, efndi til funda um samn-
ingana þ. 12. október síðast liðinn.
Það er alls ekki hægt að segja, að
þessirfundir endurspegli ástandið í
Straumsvík. A fundina mættu alls um
40 manns eða aðeins 10% verkamanna
f Straumsvík og umræður voru litlar.
Ein af ástæðunum fyrir lélegri fund-
arsókn er sú, að sviksemi uppkeyptu
verkalýðsforystunnar er að opinber-
ast fyrir æ fleirum. Menn finna það,
að verkalýðsforystan gerir ekkert
annað en að slæva baráttuvilja þeirra,
sem vilja berjast gegn kjaraskerðing-
um auðvaldsins.
Félagar úr KSML í Straumsvík tóku
til máls á fundinum og gerðu verka-
lýðsbaráttuna að umræðuefni. Þeir
bentu á, að undangengnir samningar,
sem verkalýðsforystan hefur gert,
hafa verið svikasamningar. Líka
bentu þeir á, hvernig verkalýðsfor-
ystan er ekki að semja fyrir sjálfa
sig, þar sem hún býr við allt aðra lífs-
aðstöðu en almennir verkamenn. Að
síðustu komu þeir með svohljóðandi
tillögu:
"Fundur með verkamönnum í Straums-
vík áfyktar: að sett verði á laggirnar
samfylkingarnefnd, sem f ættu sæti
einn kosinn fulltrúi frá hverri deild
og hverri vakt. Til þessarar nefnd-
ar er stofnað til að almennir verka-
menn hafi sjálfir yfirlit yfir og eftir-
lit með kröfum og samningagerð.
Sérhver fulltrúi geri könnun á kjara-
kröfum viðkomandi deildar og vaktar
og þessar kröfur verði þær kröfur,
sem lagðar verði fram f komandi
samningum. Samfylkingarnefndin fái
fulltrúa í samninganefndinni og er
samfylkingarnefndinni skylt að gefa
skýrslur um gang samninganna til al-
mennra verkamanna. Kosin verði
hér á fundinum undirbúningsnefnd,
sem sjái um framkvæmd kosninga á
fulltrúum og að kalla saman samfylk-
ingarnefndina til síns fyrsta fundar."
Sjálfstætt skipulag aðeins árangur af
starfi
Þessi fundur gerði ekki annað en að
staðfesta, að til svona samfylkingar-
nefndar verður ekki stofnað með yfir-
lýsingum eða ályktunum á verkalýðs-
félagafundum. Það er nefnilega ekki
f saroræmi við raunveruleikann að
bera fram ályktun eins og þessa, nema
á undan hafi farið öflugur áróður fyr-
ir samfylkingarnefnd af þessu tagi og
hluti verkamanna hafi skilið nauðsyn
slíkrar nefndar. Það er aðeins í
gegnum starf og baráttu stéttvísra
verkamanna, sem sjálfstæð skipulagn-
ing getur orðið að veruleika. Það
sýndi sig líka, að margir af baráttu-
fusustu og meðvituðustu verkamönnun-
um í Straumsvík voru ekki mættir á
fundinum.
FRH. A BAKSÍÐU
Dagsbrúnarforystan og Eimskip
i bandalagi gegn verkamönmmum
VERKAMENN
STÖNDUM SAMAN!
Margir muna sjálfsagt eftir andstöðu verkamanna á höfninni
við samninga Dagsbrúnarforystunnar frá þvf f vor, en þá
hafði Eðvarð Sigurðsson undirritað samningana að verka-
mönnunum forspurðum. Þessir samningar fólu m. a. í sér
afnám kaffitíma eftir hádegið og aðrar kj araskerðingar fyrir
hafnarverkamenn. Þegar fundur hafnarverkamanna mótmælti
samningunum, flýtti Eðvarð sér að bæta inn á samningana
orðunum "með fyrirvara". Þó að þessi tilraun Dagsbrúnar-
forystunnar til að þjóna herrum sfnum í stjórn Eimskipafél-
agsins hafi mistekist hörmulega, gáfust kapitalistarnir og
bandamenn þeirra í Dagsbrúnarforystunni engan veginn upp.
Nú stendur einmitt yfir fundur með hafnarverkamönnum þar
sem lagðir eru fyrir þá samningar, sem fela í sér sömu
kjaraskerðingarnar og hafnað var f vor.
Ottar Möller forstjóri Eimskip á tryggan stuðning vísan hjá Eðvarði
Sigurðssyni formannr Dagsbrúnar, þegar Eimskip vill sundra hafnar-
Það að Dagsbrúnarfbrystan skyldi
undirrita samninga við Eimskipafélag-
ið án þess að bera samningana fyrst
upp við verkamenn á höfninni, sýnir
ljóslega að Eðvarð &co ætluðu sér að
leika sama leikinn og þeir eru vanir
að leika á almennum Dagsbrúnarfund-
um. En þeir gengu helsttlllangt í þeim
efnum, þegar þeir ætluðu að semja
um kjaraskerðingar á bak við verka-
menn og koma þeim svo í gegn á fundi
áður en menn hefðu fengið tækifæri til
að átta sig á innihaldi þeirra.
Þó að ólýðræðislegar aðferðir þeirra
gagni þeim á al mennum fundum, þar
sem engin skipulögð andstaða er fyrir
FRH. A BAKSÍÐU
rSEINUSTli FRÉTTIR
| AÐUR EN BLAÐIÐ FOR f PRENTUN
I A fundi hafnarverkamanna í dag kl.
| fj ögur (miðvikudag 6/11) kom fram
| mikil andstaða gegn svikasamning-
| um Dagsbrúnarforystunnar og
_ Eimskips. Samningarnir kveða á
® um aukið vinnuálag, meiri rekstrar
* sparnað og þeir sundra verkamönn-
S um. Stór hluti hafnarverkamanna
| fordæmdi þetta og óskaði stjórninni
| norður og niður.
| Fundurihn hófst á því að Halldór
ÍBjörnsson á skrifstofunni skýrði
FRH. A BAKSfÐU
SKYLAUS KRAFA:
sambandinu
við Saigon
VIDURKENNID BRÁÐABIRGDA
BYLTINGARSTJÓRN S-VÍETNAM!
Eins og fram kom í síðustu Stétta-
baráttu hefur íslenska ríkisstjórnin
viðurkennt og tekið upp stjórnmála-
samband við leppstjórn Bandaríkj-
anna í Suður-Víetnam. En þótt hún
viðurkenni stjórn böðla og kúgara
bænda og verkamanna á þeim svæð-
um, sem alþýðunni hefur ekki enn
tekist að endurheimta sem sína
réttmætu eign, veigrar hún sér við
að viðurkenna stjórn alþýðunnar
sjálfrar á frelsuðu svæðunum.
Bráðabirgðabyltingarstjórnin í Suð-
ur-Víetnam er eini réttmæti fulltrúi
suður-víetnamskrar alþýðu. Eftir
að Bandaríkjamenn viðurkenndu í
reynd ósigur sinn í Suður-Víetnam
með Parísarsamkomulaginu svo-
nefnda hafa æ fleiri þjóðir orðið til
að viðurkenna Bráðabirgðabyltingar-
stjórnina. Ekki einungis riki þriðja
heimsins og sósíalísku ríkin hafa
orðið til að viðurkenna hana og taka
upp stjórnmálasamband, heldur
einnig fjöldi heimsvaldaríkja neyðst
til að viðurkenna þær staðreyndir,
Það er skýlaus krafa allra framsæk-
inna verkamanna og alþýðuvina og
liður í stuðningi þeirra við hetjulega
baráttu víetnömsku alþýðunnar, að
íslenska ríkisstjórnin slíti umsvifa-
laust sambandinu við Saigon-klíkuna
og taki upp viðræður við Bráðabrigða-
byltingarstjórnina f S-Víetnam með
stjórnmálasamband fyrir augum.
-/rb
Þessi hermaður var tekinn til fanga af þjóðfrelsishernum.eftir innrás Salgon
.hersins á eitt af frelsuðu svæðunum í Suður-Vietnam.
HVER BORGAR?
Enn á ný hefur blómi íslensks aftur-
halds, með þá Hreggvið Jónsson og
Albert Guðmundsson í fararbroddi,
hrundið af stað undirskriftasöfnun til
að safna "þögla meirihlutanum" í
kringum afturhaldssjónarmið fjár-
málaauðvaldsins. Að þessu sinni er
stefnt að því að festa í sessi áróðurs-
maskínu bandarísku heimsvaldastefn-
unnar á Keflavíkurflugvelli.
Það er ekki hægt að skoða þessa und-
irskriftasöfnun og þann áróður sem
henni fylgir og henni er stefnt til öpru.
vísi en sem lið í hugmyndafræðilegri
hervæðingu afturhaldsins. Undanfar-
ið ár hefur fjármálaauðvaldið í sí-
fellu hert árásir sínar gegn sósíal-
ismanum, og stéttasamvinnuáróður-
inn hefúr verið allsráðandi f mál-
gögnum þess. Morgunblaðið hefur
birt hverja greinina á fætur annarri
sem byggðar eru á "sönnum frásögn-
um" afturhaldsseggsins Soltsénitsins
til að sanna að sósíalisminn inniberi
ekki annað en kúgun og þrælkun, og
sá sannleikur hefúr einhvern veginn
slæðst inn á síður blaðsins að á tíma
Stalíns hafi helmingur íbúa Sovétríkj -
anna verið í fangabúðum en hinn
helmingurinn hafi verið fangaverðir.
Samfara þessu var undirskriftasöfnun
"varins lands" þar sem aðaláhersla
var lögð á þá hættu sem okkur staf-
aði af kommúnistum og hvernig það
Hreggviðgr ^énfison skriftafaðir.
Frá hverjum þiggur hann laun?
væri skilyrði fyrir þvf að landið héld-
ist í byggð að við hefðum bandaríska
herinn til að vernda okkur. Og auð-
vitað er vitnað óspart til þeirrar
"staðreyndar" að við búum í "vest-
rænu lýðræðisriki" með "frjálsa
menningu" og "jafnrétti á öllum svið-
um."
Þannig hefur áróðursholskefla íhalds-
ins helist yfir landsmenn á sama
tfma og auðvaldsheimurinn stendur
frammi fyrir djúpri kreppu, og stétt-
arvitund verkalýðsins fer vaxandi.
Allur þessi áróður er til þess ætlað-
FRH. A BAKSfÐU