Stéttabaráttan - 08.11.1974, Qupperneq 6
Höfuóhreyfingin í heiminum í dag er bylting
STÉTTABARATTAN lO.tbl. 8.111974
SPÁNN
Byltingarsinnuð samfylking gegn fasismanum
Spánski fasisminn riðar til falls. Seinustu árin hefur staða Frankós og
spönsku einokunarkapítalistanna sífellt versnað. Samfara dýpkandi efnahags-
kreppu og auknu arðráni og kúgun á spönskum verkalýð hafa verkföll og aðr-
ar mótmælaaðgerðir sífellt færst í aukana. Alþýða Spánar hefur verið kúguð
af fasismanum síðustu 35 árin. Tugir þúsunda létu lífið fyrir frelsið í borg-
arastyrjöldinni og þúsundir hafa verið drepnir í dýfflissum Francos síðan þá.
En baráttan hefur alltaf haldið áfram, frelsisöflunum hefur sífellt vaxið afl,
og í dag er svo komið, að spánski fasisminn stendur frammi fyrir pólitískum
dauða. Leiðandi fyrir baráttuna í dag er samfylking and-fasista og föður-
landsvina undir byltingarsinnaðri leiðsögn kommúnista.
Hvað er FBAP ?
Undirbúningur að stofnun FRAP
(hinn byltingarsinnaði framvörður
andfasista og föðurlandsvina-Frente
Revolucionario Antifascista y Patriota)
hófst árið 1971. Þá sameinuðust
nokkur samtök, þar á meðalKommún-
istaflokkur Spánar m-1, um stefnu-
skrá í sex liðum:
o Að kollvarpa með byltingarbaráttu
fasíska einræðinu og sparka burt
bandarísku heimsvaldastefnunni.
o Að koma á fót sameinuðu alþýðu-
lýðveldi, þar sem lýðræðisréttindi
alþýðunnar og réttur þjóðernis-
minnihluta eru tryggð.
o Að þjóðnýta eignir erlendraeinokun-
arkapitalista og gera upptækar
eignir forréttindaaðalsins.
o Að koma á víðtækum umbótum í
jarðnæðismálum, grundvölluðum á
upptöku stórj arðanna.
o Að gjöreyða Spönsku nýlendustefn-
unni.
o Að koma á fót herstyrk í þjónustu
alþýðunnar.
A grundvelli þessarar stefnuskár voru
settar á fót tvær höfuðnefndir er færa
skyldu stefnuskránna út, móta
árangursríka bardagaaðferð, og vinna
sem flesta til liðs v ið framvörðinn.
A þeim árum sem liðin eru, hefur
þróunin gengið mjög hratt. Sam-
fylkingin hefur verið leiðandi í verk-
föllum og allskyns mótmælaaðgerðum
hún hefur bundist sterkum böndum
við hinn stríðandi fjölda, og skýrar
línur hafa verið dregnar milli þeirra
sem styðja baráttuna og þeirra sem
styðja afturhaldið. Innan samfylk-
ingarinnar hafa semeinast allir
heiðarlegir and-fasistar og föður-
landsvinir. Það var á grundvelli
þessara sigra sem FRAP var stofhað
f janúar á þessu ári. Stofnþingið var
haldið á leynilegum stað á Spáni, og
í forsæti ráðstefnunnar sat Julio
Alvarez del Vayo fyrrum ráðherra í
lýðveldisstjórninni og yflrhershöfðingi
lýðveldishersins.
Stofnþingið sátu fulltrúar 10 spánskra
samtaka, þar á meðal fulltrúar
Kommúnistaflokks Spánar m-1. Það
er með stofnun FRAP sem and-
fasfeka og nýlýðræðislega hreyfingin
fékk þann grundvöll sem tryggja mun
henni árangursríkt starf f harðnandi
baráttu gegn fasism&mim.
Hvað er að gerast á Spáni ?
Sú spurning verður æáleitnari áSpáni
Hvað tekur við eftir að Franco er
allur ? Borgarastéttin er margklofin
í afstöðu sinni, þar endurspeglast
hin dýpkandi efnahagskreppa og
hræðsla borgaranna við vaxandi bylt-
ingarbaráttu verkalýðs ins. Helstu
hópar borgaranna eru:
o "Fasistakempurnar" sem styðja
JuanCarlos, krónprins Francos.
Þeir telja enga nauðsyn á breyting-
um eða "andlitslyftingu", spönskum
verkalýð skal haldið niðri með
sömu þrælstökunum og hingað til.
o Konungssinarnir sem vilja endur-
reisa konungsdæmið, og vilja í
órði endurskoða afstöðuna tilstjórn-
unaraðferða fasismans.
o hlutar hersins sem vilja leysa
Fasistastjórn Francos af hólmi
með hernaðareinræði.
o "Lýðræðissinnarnir" sem stefna að
einhverskonar margflokkastjórn og
hafa nýskeð tekið upp á því aðkoma
fram með lýðræðislegar og jafnvel
"and-fasískar" kröfur.
Það er öllum þessum borgaralegu
hópum sameiginlegt, að þeir hafa
stutt fasíska einræðið dyggilega, og
þeir eru engin valkostur fyrir alþýð-
una. Þeim er aðeins eitt í huga; Að
vernda forréttindaaðstöðu sína og
kapitalismann á Spáni.
I tilraunum sínu til að tryggja yfirráð
sín yfir spönskum auðlindum eftir lát
Francos hafa borgararnir bundist æ
sterkari böndum við endurskoðunar-
sinnanna. Flokkur endurskoðunar-
sinnanna undir forystu Santiago
Carrillo leggur í dag höfuðáherslu á
að bræða sig saman við hina og þessa
borgarahópa, undlr yfirskynl baráttu
Olögleg mótmælaaðgerð FRAP f Madrid.
heldur FRAP uppi öflugu starfi.
Þr&tt fyrir ofsóknir lögreglunnar
gegn fasismanum. Carrillo hefur
haft opinbera fundi með konungssinnum
tekið þátt í uppbyggingu hreyfingar
"lýðræðisins" og verið f góðum
tengslum við herlnn. A fundi í Genf
f júní lagði hann upp svohljóðandi línu
fyrir baráttuna gegn fasismanum á
Spáni:
"Þessvegna hafa kommúnistarnir í
mörg ár barist fyrir því að herinn
og alþýðan nálguðust hvort annað,
hvað sem hver segir. Og það er
árangur þess að - á sama hátt og í
Portúgal - mun barnið á Spáni lika
geta stungið nellikum í byssuhlaupin
sem tákn um vináttu milli hersins
og alþýðunnar. Þessvegna höfum við
líka sagt, að Spánn verður að hafa
nýtísku her sem er fær um að verja
landamæri ríkisins."
I tilraunum Spánska afturhaldsins til
að finna leið út úr pólitísku og efna-
hagslegu kreppunni hefur Revisionista-
flokkurinn reynst dyggur bandamaður.
Það er í gegnum endurskoðunarsinnana
sem borgararnir reyna að múlbinda
spánskan verkalýð og beina honum frá
braut byltingarinnar. Endaerþaðsvo
að flokkur endurskoðunarsinnanna er
hálf-leyfilegur á Spáni meðan barist
er með oddi og egg gegn FRAP.
Barátta albýðunnar
A meðan borgararnir reyna að finna
"öruggar" leiðir til að vernda aðstöðu
sína og endurskoðunarsinnarnir gera
allt sem þeir geta til að tryggja sér
ráðherrastólana eftir lát Francos,
heldur barátta alþýðunnar afram undir
forystu FRAP. A fyrstu sjö mánuðum
þessa árs fóru fleirí verkamenn í
verkfall en á árunum 1971 og 1972 til
samans. Verkfallsbaráttan hefur
eðlilega að nokkru leiti verið til að
verjast árásum borgaranna á lifibrauð
verkamanna, en meirihluti verkfall-
anna hefur átt pólitískar orsakir.
Það hafa verið verkföll til að sýna
samstöðu með fangelsuðum félögum,
til að sýna samstöðu með þeim sem
reknir hafa verið úr vinnu og svart-
listaðir, og verkföll til að sýna sam-
stöðu með frelsishreyfingunum.
Þannig bera verkföllin vitni hækkandi
stéttmeðvitund. Það er á grundvelli
þessa sem FRAP hefur boðað til
byltingarsinnaðs allsherj arverkfalls.
Aróðurinn fyrir hinu byltingarsinnaða
alsherjarverkfalli sem eiga mun sér
stað einhverntíma í byrjun vetrar fer
fram imdir þessum höfuðvígorðum:
Frelsi til handa pólitfskum föngum.
Landamæri opnuð fyrir þeim land-
flótta.
Málfrelsi til alþýðunnar.
Iflugblaði sem fylgdi málgagni FRAP,
Accion, sagði eftirfarandi um verk-
fallið;
"Við erum ekki svo bjartsýnir að
ætla að með þessum fyrsta byltingar-
sinnaða alsherjarverkfalli takist
okkur að binda enda á einræðið. En
við erum þess fullvissir, að með því
að flykkja okkur kringum nokkrar
kröfur sem fela í sér nauðsyn fyrir
yfirgnæfandi meirihluta vinnandi
spánverja, munum við taka mikil-
vægt skref í átt að frelsum Spánar."
A móti stéttarsamvinnubrölti endur-
skoðunnarsinnanna reisir byltingar-
hreyfingin hátt á loft kröfuna um mál-
frelsi til alþýðunnar, til að undir-
strika að baráttan gegn fasismanum
er byltingarbarátta alþýðunnar.
Kommúnistasamtökin senda stétt-
bræðrum á Spáni byltingarkveðjur, og
lýsa yfir fullum stuðningi við barátt-
una gegn fasismanum og hlaupatíkum
hans, endurskoðunarstefnunni.
Lifi alþjóðahyggja öreiganna.
Stuðst við Proletáren no. 41 1974/01.
NERAL
Tíbeskir uppreisnarmenn afvopnaðir.
I þvf skyni að tryggja þjóðlegt sjálf-
stæði, sjálfsákvörðunarrétt og ör-
yggi Nepal, hefur ríkisstjórn Nepal
nýlega gert ráðstafanir til að afvopna
tíbeska uppreisnarmenn, sem flýðu
til Nepal.
Eftir að vopnuð uppreisn iénsaðals-
ins í Tíbet undir forystu Dalai Lama
misheppnaðist árið 1959, flýðu þess-
uppreisnarmenn til Indlands, og
streymdu síðan þaðan til Nepal,
vopnaðir rifflum, vélbyssum,
sprengjum og öðrum útbúnaði til
stríðsreksturs. I maí skipaðir
ríkisstjórn Nepal uppreisnarmönnun-
um að láta af hendi vopn, skotfæri
og fjarskiptatæki og að láta skrá sig
hjá fulltrúum ríkisins fyrir 1. ágúst.
Þann 31.júlí var lögreglunni skipað
að fara inn f búðir uppreisnarmanna
og taka öll vopn sem ekki hafði ver-
ið skilað. Þann 7. ágúst höfðu
meira en 4. 000 uppreisnarmenn lát-
ið af hendi vopn sín, og næstum
1000 vopn, meira en 130.000 skot
og sprengjur, og nokkuð magn fjar-
skiptatækja höfðu verið tekin. I
yfirlýsingu, sem ríkisstjórn Nepal
lét frá sér fara um afvopnunina,
sagði m.a. að þessir tíbesku upp-
reisnarmenn hefðu hvað eftir annað
opinberlega brotið lög Nepal og
rænt og hrakið alþýðuna, og þannig
skapað ólgu og óöryggi meðal henn-
ar. Hún benti á, að "nokkur lönd
meðal hinna ríku og voldugu landa
heimsins, sem telja sig hafa hags-
muna að gæta f þessum heimshluta,
hafa veitt uppreisnarmönnunum að-
stoð."
Ennfremur sagði f yfirlýsingu um
sama mál: "Ríkisstjórn Nepal vill
finna lausn á þessu vandamáli. Að
mati hennar er það óverjandi, að
tfbeskir uppreisnarmenn skuli gera
landamæri Nepals að stöðvum sínum
til að ráðast með ofbeldi gegn vin-
gjarnlegum nágranna okkar, Kína."
(Peking Review)
Friðarverðlaunahafinn
Kissinger grætur krðkódflatárumyfir
örlögum Kýpur-mynd úr grísku blaði
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
Kissinger, sem til skamms tfma var
hafinn yfir alla gagnrýni í borgara-
legu fjölmiðlunum - stendur nú ber- -
strípaður frammi fyrir heiminum
sem einn af höfuðpaurunum í undir -
róðri bandarísku heimsvaldasinn-
anna. Glæpir Kissingers hefðu
auðvitað ekki átt að koma neinum á
óvart, eftir allar uppljóstranirnar
á lygum þeim og blekkingum, sem
ríkisstjórn Lyndon Johnsons beitti
(svo tekið sé eitt dæmi úr löngum
blóðferli USA-heimsvaldastefnunn-
ar) til að réttlæta - og fela -
sprengjuárásirnar á Indókína o. fl.
En það er nú einu sinni þannig, að
borgarastéttin á sterk áróðursvopn
og beitir þeim óspart til að hylma
yfir gerðir sínar.
Það hefur nú komið skýrt í ljós
hvernig "kraftaverk" Kissingers
(sem stundum var nefndur "Super K"
í bandarfskum fjölmiðlum) eru
framkvæmd - með fjáraustri til
þeirra glaspamanna, sem eru reiðu-
búnir að myrða fyrir hagsmuni
bandaríska auðvaldsins. Uppljóstr-
anirnar um þátt Kissingers í fasista-
byltingunni f Chile, skiptingu Kýpur
(og valdatöku grísku herforingja-
stjórnarinnar á sínum tíma) og
Watergate-málinu, sýna skýrt, að
það skiptir ekki máli hverjir sitja
í embættum f ríkisstjórnum Banda-
ríkjanna - "jafnvel friðarverðlauna-
hafar" eru blóði drifnir þjónar
heimsvaldastefnunnar. _/hh
Harðnandi stéttaátök
í Noregi
Verkfall lyftuviðgerðarmanna og sím-
stöðvamanna, sem nú hefur staðið í
næstum þrjá mánuði, hefur haft meiri
afleiðingar fyrir norsku verkalýðs-
hreyfinguna í för með sér en búast
hefði mátt við. Samanlagt telur þessi
hópur verkfallsmanna ekki nema 450
manns, en harðfylgni þeirra og ákveðni
hefur vakið mikla samúð meðal ann-
arra verkamannahópa í Noregi. I
upphafi verkfallsins gerðu verkfalls-
menn sér ekki grein fyrir að hér væri
um pólitískt verkfall að ræða, fyrir
þeim vakti aðeins bætt aðstaða og
kjör við starf þeirra. En fljótlega
eftir að sýnt varð, að kapitalistarnir
ætluðu sér ekki að gefa eftir fyrir
verkfallinu, gerðu verkfallsmenn sér
ljóst, að þeir ættu ekki aðeins í höggi
við einstaka atvinnurekendur, heldur
alla kapitalistastétt Noregs og ríkis-
vald hennar. Atvinnurekendur kröfð-
ust lagasetningar gegn verkfallinu, en
verkfallsmenn létu engan bilbug á sér
finna þrátt fyrir það. Þeir settu fram
vígorðið VERKFALL ER EKKI FRl. -
sem fól í sér að hver einastiverka-
maður, sem þátt tók I verkfallinu var
virkjaður á verkfallsverði, við vinnslu
og dreifingu blaðisins, sem þeir gefa
út, eða við fjársöfnun til styrktar
verkfallinu. Verkfa.ll þetta hefur vak-
ið geysilega athyglí;í;Noregi og samúð
og stuðning annarrá hópa verkalýðs-
stéttarinnar. Víða um landið hafa
verkamenn í staðbundnum verkalýðs-
félögum krafist þess af landssambandi
verkalýðsfélaganna, að farið verði í
samúðarverkfall til að styðjakröfur
lyftuviðgerðarmanna og símstöðva-
manna. Hefur þetta fámenna verkfall
þannig orðið fyrirmynd annarra hluta
norsku verkalýðsstéttarinnar, hvað
varðar skipulagningu, baráttuaðferðir
og framkvæmd verkfalla.
Nú fyrir skömmu svaraði atvinnurek-
endasamband Noregs verkfallinu með
því að hóta vinnubanni, sem tekur til
um 90 þúsund verkamanna. Þessi að-
gerð atvinnurekendasambandsins hef-
ur vakið öldur reiði og mótmæla í
Noregi og í rauninni þjappað verka-
mönnunum betur saman um kröfur
sínar. Það að fleiri verkamenn drag-
ast inn í baráttuna veitir verkfallinu
aðeins aukinn styrk og eykur á baráttu-
vilja norska verkalýðsins.
Islenskir verkamenn geta margt lært
af norskum stéttarbræðrum sínum,
m.a. þann sannleika, sem verkfallið
í Noregi hefur leitt í ljós, að ekki er
hægt að treysta forystu verkalýðsfé-
laganna, því að hún svíkur á mikil-
vægustu stundum baráttunnar. Enn-
fremur að verkföll eru ekki frf, held-
ur barátta, sem krefst skipulagning-
ar og þátttöku allra verkamanna, sem
hlut eiga að máli. |<e
SPÁNSKA SAHARA
Alþýða Spönsku Sahara berst fyrir
sjálfstæði.
Alþýða Spönsku Sahara, síðustu
spönsku nýlendunnar I Afríku, hefur
I fjöldamörg ár barist fyrir frelsi
sínu undan spánska nýlenduokinu,
en nýlenduherrarnir gera allt, sem
í þeirra valdi stendur, til að forða
því að þessi hluti "eyðimerkurinnar"
gangi úr höndum þeirra. Astæðan
fyrir því er, að þar hafa á síðustu
árum fundist miklar námuauðlindir,
sem alþjóðlegir auðhringir nýta í
samvinnu við spánska ei nokunar-
auðvaldið. Alþýða'Sahara hefur
ekki gefið eftir, þrátt fyrir villi-
mannlegar aðgerðir heimsvalda-
sinnanna. Til að viðhalda kúguninni
hefur spánska stjórnin sent þvílíkan
fjölda hermanna og lögreglumanna
til Sahara, að nú er svo komið, að
hermennirnir eru fleiri en íbúar
landsins. Her nýlenduherranna tel-
ur fleiri en 55.000 hermenn, 4.500
meðlimi pólitísku lögreglunnar og
leyniþjónustunnar, og 1200 málaliða.
Auk þess eru 35.000 hermenn stað-
settir á Kanaríeyjum, sem eru til-
búnir til að fara hvenær sem er til
Sahara ef ólgan þar verður hættuleg
að mati spönsku stjórnarinnar.
I baráttu sinni gegn skæruliðum í
Sahara, hefur spánska stjórnin full-
an stuðning Bandaríkjanna. Þegar
Spánverjar og Bandaríkjamenn end-
urnýjuðu samning um afnot Banda-
ríkjanna af spönsku landi fyrir her-
stöðvar þann 6. ágúst 1970, lofuðu
Bandaríkin að veita spönsku stjórn-
inni tæknilega aðstoð í baráttunni
gegn skæruliðunum í Sahara. Sam-
kvæmt franska blaðinu "Le Monde
diplomatique" hefur spánska stjórn-
in fengið mikið magn hergagn, sem
eru sérstaklega útbúin fyrir baráttu
gegn skæruliðum I eyðimerkurhern-
aði.
Verkfall er ekkert frí.
Það er álit þessara
lyftusmiða og þeir sitja
ekki við orðin tóm.
Fjölritarinn vinnur
jafnt og þétt og prentar
upplýsingablaðið og
dreifirit.
Um leið og spönsku heimsvalda-
sinnarnir b^ita vægðarlausu ofbeldi
I baráttunni gegn alþýðunni tala
þeir um að þeir séu ekki á móti því
að alþýðan hafi sjálfsákvörðunar-
rétt, og hafa boðist til að skipu-
leggja þjóðaratkvæðagreiðslu um
framtíð landsins. En leiðtogar
frelsishreyfingarinnar hafna þessu
falska tilboði, sem ekki þjónar öðru
markmiði en að blekkja alþýðuna, og
segja að ekki geti verið um að ræða
neina þjóðaratkvæðagreiðslu meðan
alþýðan hefur spánska byssustingi
í bakið, og að það sé ekki hægt að
tala um sjálfsákvörðunarrétt meðan
ennþá eru spánskir hermenn I land-
inu og auðlindir og alþýða Sahara
eru arðrænd af einokunarkapitalist-
um Spánar. Alþýða Spönsku Sahara
er staðföst f því, að berjast fram
til sigurs gegn sönsku nýlenduherr-
unum og bandarísku heimsvalda-
stefnunni, sem styður þá.
(ATA)