Stéttabaráttan - 08.11.1974, Qupperneq 8

Stéttabaráttan - 08.11.1974, Qupperneq 8
Einar Olgeirsson afhjúpaður á Alþingi I andans þöglu þurrabúðum þar sem nöldrið ríkja má reisast gat af ríkistrúðum rismynd sveipuð kopargljá. Auðsins mútuvettvang valdi virðinn sem þann heiður hlaut, svik hans launar góðu gjaldi gróðans pakk, sem þeirra naut. Fyrir öllum landsins lýðum loks var tjaldið dregið frá á auðvaldsþingsins þrælaþýðum þökk og virðing mátti sjá. En lygamarðar marki er brenndur meðal landsins vinnulýðs svikarinn, sem á stalli stendur, stöng er honum reist til níðs. Víl og háðung - verkamaður veittu þessum tíkarbur, er var að ending afhjúpaður, sem auðsins dyggi liðsmaður. írot front) A dögunum heiðraði auðvaldiÍE. O. fyrir unnin störf í þágu þess, með því að afhjúpa brjóstmynd af honum í sölum Alþingis. Sjálfsagt hefur mörgum orðið á að segja - þar kom vel á vondann í - svo dyggilega sem hann vann að því að sneyða baráttu íslenska verkalýðsfjöldans byltingar- innihaldi sínu og beina henni inn á brautir borgaralega þingræðisins. Dauði Kommúnistaflokks Islands og umbreyting hans í þá ömurlegu þing- ræðisvofu, sem nefnd er Alþýðu- bandalagið, er fyrst og fremst að þakka Einari og dyggustu fylgismönn- um hans. Brjóstmyndin af þessum Júdasi íslenskrar verkalýðshreyf- ingar er verðugur legsteinn yfir þann broddborgaralega skriðdýrshátt, sem einkennir pólitík Alþýðubanda- lagsforystunnar. Alla vega er eitt öruggt - íslenskur verkalýður mun aldrei reisa Einari aðra minnisvarða en níðstöng, fyrir svik hans við verkalýðinn. Stéttabaráttunni bárust fyrir skömmu meðfylgjandi vísur frá lesanda og þótti okkur þær sýna vel þann hug, sem byltingarsinnaðir verkamenn hljóta að bera til svikarans, sem auðvaldið velur að prýða þingsali sína með. Ekki er ýkja langt síðan komm- Unistar fóru óvirðingarorðum um Alþingi við hvert tækifæri og fannst jafnvel „Alþingi götunn- ar“ heppilegri valdastofnun en Alþingi Islendinga. Þegar þetta er haft í huga eru það vissulega ánægjuleg tiðindi, að samherjar Einars Olgeirssonar skyldu óska þess við Alþingi, að það tæki við brjóstmynd af þess- ari miklu þingkempu og varð- veitti hana. Þeir, sem hlýddu á eldmóð Ein- ars Olgeirssonar, er hann var upp á sitt bezta i þingsölunum, gleima þvl aldrei. Fljúgandi mælska og eldheitur áhugi endurspeglaðist i hverju orði. Þess vegna er það vissulega vel, að Alþingi geymi mynd hans, jafnvel þótt mikill meirihluti þjóðarinnar væri og sé ósammála þeim kenningum, sem hann boðaði. Hitt er líka ánæpju- legt, að afstaða hans oe samheria hans til Albingis skuli hafa breytzt svo miög sem bessi gjöf ;r vitni. ÞETTA KALLA ÞEIR BfETT KJÖR! 1 hverju felast hin svokölluðu batn- andi kjör verkalýðsins sem Alþýðu- bandalagið þreyttist aldrei á að tala um meðan það sat í ríkisstórn- inni ? Með mikilli talnaspeki þóttist Þjóð- viljinn sýna fram á, að kjör verka- fólks færu sífellt batnandi jj tímum "vinstri" stjórnarinnar. Talnaleik- ur Þjóðviljans byggir á því' að glugga í meðaltekjur, sem eru tald- ar fram til skatts og út frá þeirri hækkun sem þar kemur fram (sem eðlilega verður hærri með hverju ári - því ekki verður ódýrara að lifa) "reikna" út auknar tekjur verka- lýðsins. Hversu fölsk þessi aðferð er, sést best á því að hækkaðar meðaltekjur verkafólks segja ekkert um það hvort kjörin hafi batnað - þessar tölur Þjóðviljans segja ekki annað en að verkalýðurinn hefur orðið að afla meiri tekna til þess að geta lifað sómasamlegu lífi. Nýlega komu fram tölur (í Fréttabréfi kjara- rannsóknarnefndar) sem afhjúpuðu enn frekar þessi svokölluðu batnandi kjör. Þar kemur skýrt fram (sjá töflu), að verkafólk hefur orðið að leggja fram sífellt aukna eftir- og næturvinnu til þess að geta lifað. Og þessi þróun heldur áfram - þar til til að eftir- og næturvinna verður tekin af og atvinnuleysið heldur inn- reið sína. -/hh Ar Verkamenn Iðnaðarmenn Verkakonur Dv. Ev. Nv. Dv. Ev. Nv. Dv. Ev. Nv. 1970 70,1 14,5 15,4 74,6 12,0 13,4 91,4 4,6 4,0 1971 68,9 15,5 15,6 73,1 12,9 14,0 89,6 5,2 5,2 1972 65,5 15,4 19,1 69,2 14,1 16,7 88,1 6,0 5,9 1973 61,3 15,4 23,3 65,5 14,8 19,7 86,7 6,3 7,0 1974 60,3 15,9 23,8 63,9 14,9 21,2 85,5 5,0 9,5 (Taflan sýnir hlutfall (f hundraðshlutum) dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu af heildartekjum verkafólks.) FRH. AF FOItSÍÐU STRAUMSVÍK Aðspurður hvers vegna hann hefði ekki mætt sagði einn þeirra: "Ég er ekki að láta hafa mig að fífli með því að vera að mæta á fundi, þar sem vilji manns og skoðun er algerlega hundsuð af forystunni. " Með þessu átti hann við, þegar Hermann, form. Hlífar, hótaði að láta sér trygga menn VERKAMENN hendi, gátu þeir ekki leikið þær á fundinum í vor. Hafnarverkamenn höfnuðu samningunum og fengu þeim breytt. Þegar Eðvarð gerði sér ljðs mistök sín, reyndi hann að breiða yfir þau með því að klúðra inn á samn- ingana orðunum "með fyrirvara". Þessi tilraun til að fela hin ólýðræðis- legu vinnubrögð Dagsbrúnarforystunn- ar og svik hennar við hagsmuni verka- manna, gat þó tæplega dulist þeim sem voru á fundinum. Makk Dagsbrúnarforystunnar við kap- italistana var of augljóst til þess. Kapitalistarnir hafa ekki gefist upp. | En Eimskipafélagskapitalis t.arnir hafa engan veginn gefist upp. Minnkandi gróði vegna minnkandi útfluttnings og samdráttar í verslun og iðnaði, knýr þá til að reyna að halda gróða sínum óskertum með því að lækka launin hjá verkamönnunum sem vinna við höfnina. Þegar í dag 6/11 á að leggja fyrir al- mennan fund hafnarverkamanna samn- inga, sem hljóða upp á víðtækar kjara- skerðingar, sem Dagsbrúnarforystan ng Eimskipafélagskapitalistarnir kalla "hagræðingu". Samningarnir fela í sér beina kauplækkun, þar sem seinni kaffitíminn er fluttur til 16.40 og sleppt ef aðeins er unnið til 17.00. Því að samtímis þessu er ákvæði um að að- eins skuli greidd laun frá því komið er til vinnu og þar til hætt er. Þetta mun þýða, að aðeins verður greitt kaup til 16.40 þá daga sem dagvinna er bara unnin, eðam. ö.o. að greiðslu á kaffi- tfma verður sleppt. Ennfremur fela samningarnir í sér að krafist er aukinna vinnuafkasta fyrir sömu laun, sem einnig er kauplækkun, þó hún sé f formi aukins álags. Það á semsagt að fækka mönnum í lest um helming, úr 8 niður í 4. Þar að auki á verkstjóra, skv. samkvæmt samn- ingnum, að vera heimilt að kalla menn upp úr lest til að vinna ofan þilja, til hagræðingar", eins og það er kallað. Loks felur samningurinn í sér að af- numin verði greiðsla fyrir heimkeyrslu þegar unnin er næturvinna. Varist sundrungu - standið saman. Dagsbrúnarforystan og Eimskipafél- agskapitalistarnir reyna að sá sundr- ungu meðal verkamanna við höfnina, til þess að koma kauplækkunaráform- um sfnum í framkvæmd. Þannig hafa þeir sem vinna á bakkanum og f skem- munum verið látniv óáreittir í bili, að því er varðar vinnuálag, en það aukið í lest. Síðar munu kapitalistarnir ör- ugglega reyna að skerða kjör þeirra líka. Þessi aðferð - að taka einn hóp verkamanna fyrir í einu og treysta á að ekki skapist samstaða milli þeirra, er alkunn og hættuleg. Ef það fordæmi skapast, að verkamenn í skemmu láti það viðgangast að félag- ar þeirra f lest bfði kjaraskerðingu, án þess að lýsa yfir samstöðu sinni og taka upp baráttu með þeim, mun það verða Eimskipafélagskapitalistunum hvatning til að ganga enn lengra í kauplækkunaraðgerðum sínum. A Dagsbrúnarforystuna þýðir ekki að treysta - hún stendur í vitorði með kapitalistunum við að knýja fram beina launalækkun, aukið vinnuálag og minni réttindi verkamanna á vinnustaðnum. Eina leiðin er að treysta á samstöðu mmm frh. af forsíðu þeirra verkamanna, sem vinna á höfn- inni, því að hún ein getur hrundið kjaraskerðingarárásum Eimskipafél- agskapitalistanna. Það er ekki einasta á höfninni, sem fordæmi getur skapast fyrir beinni kjaraskerðingu, heldur munu kapital- istar í öðrum greinum framleiðslunn- ar taka mið af henni og reyna að fram- kvæma kjaraskerðingu líka. Félagar á höfninni. Látið ekki sundra ykkur í baráttunni. Standið saman gegn kauplækkunaráformum Dagsbrún- arforystunnar og Eimskipafélagskapi- talistanna. -/kg SEINUSTU FRÉTTIR frh. af forsíðu samningana út og mælti eindregið með þeim. Síðan var orðið laust og voru aðeins örfáir verkamenn sem mæltu samningunum bót, en hinir voru fleiri, sem fordæmduþá. Kom fram í málflutningi fjölda verkamanna að samningur þessi væri skerðing á kjörum, og nú ætti að selja burt réttindi sem áunnist hefðust í verkalýðsbaráttunni. Mikil reiði var yfir starfsemi verkalýðsforystunnar í faglegum málum hafnarverkamanna, þarhefði hún næsta lítið gert. Verkalýðs- forystan barðist fyrir því meðklóm og kjafti að samningarnir sem auka gróða Eimskips yrðu samþykktir. A þessum fundi fengu margir enn eina staðfestingu á því hverjir væru hinir raunverulegu svikarar íverka- lýðsbaráttunni. Tillaga og kröfur um að kosin yrði sammnganefnd sem í væru verkamenn á höfninni kosnir af öllum, og að atkvæði um svikasamninginn væru greidd á fundinum var svarað með reiði- hrópum frá Gvendi jaka og Halldóri Björnssyni. Þeir vildu frekar að atkvæðagreiðslan færi fram á skrif- stofu Dagsbrúnar eftir vinnu á morgun. En það fá ekki allir að kjósa og var þetta ákveðið afGvendl og Ebba, I trássi við lög félagsins. Atkvæðagreiðslan um þessa tillögu var ekki leyfð á fundinum. Fjöl- margir verkamenn á höfninni eru sammála um að koma verði upp andstöðuliði innan Dagsbrúnar, til að afhjúpa svik forystunnar, og vinna að því að sparka þeim burt út úr verkalýðsfélaginu, og fá heiðar- lega verkamenn I þeirra stað. Guömundur .T. Guðmty.ndsra Nóatúni 26 R. Reitur til áskriftarmerkingar. TIL ASKRIFENDA A AKUREYRI Það hefur komið í ljós, að áskrif- endur á Akureyri hafa verið krafðir um áskriftagjöld fyrir blöð KSML, STÉTTABARATTUNA og RAUÐA FANANN, af fólki sem ekki er við- komandi samtökunum. Sú skemmd- arstarfsemi, sem nú er unnin af fyrrverandi félögum Akureyrar- deildar KSML felst m. a. I því að krefja áskrifendur að blöðum KSML um árgjald sem þeir svo stinga í eigin vasa til að fjármagna eigin út- gáfu. Ritstjórn STÉTTABARATT- UNNAR bendir öllum áskrifendum á Akureyri, sem enn hafa ekki verið heimsóttir af þessum "rukkurum", á að greiða aðeins áskriftir I gegn- um póstkröfu eða póstávísun fram- vegis, beint til KSML. Til þeirra sem hafa greitt árgjöld blaða KSML allt frá marsmánuði til skemmdar- verkamannanna beinum við þeirri áskorun að krefja þá um endur- greiðslu. Tapið af þessum stuldi mun KSML bera - og við biðjum þá áskrifendur forláts, sem hafa verið tvírukkaðir af þessum orsökum. -/Ritstjórn Félagar áskrifendur. Enn einu sinni verðum við að brýna fyrir þeim, sem flytja, að tilkynna til blaðsins nýja heimilisfangið. Venjuleg áskrift: kr. 400,oo. Stuðningsáskrift: kr. 600, oo. Baráttuáskrift: kr. 800,oo. Félagar Kommúnistasamtakanna 0 höfninni. HVER BORGÁr? FRII. AF FORSlÐU ur að hræða verkalýðinn frá sósíal- ismanum, og breiða yfir stéttamót- sagnirnar. Þannig er, að Soltsénits- in má ekki hósta án þess að það sé birt I Morgunblaðinu ásamt frétta- skýringu sem fjallar um slæma að- búð I Síberíu, en þó að á undanförn- um mánuðum hafi stórfelldar kjara- skerðingar dunið yfir og framið hafi verið stórfellt kauprán þá hefur Morgunblaðið, "málsvari hlutlausrar fréttamennsku" ekki séð ástæðu til að minnast á það. Þrátt fyrir að talsmenn fjármálaauð- valdsins höfði alltaf til "þögla meiri- hlutans" til að fá stuðning fyrir gerð- ir sínar, er því ekki svo farið að þessi "þögli meirihluti" sé fyrir hendi! Staðreyndin er sú, að það er hávær minnihluti, fjármálaauðvaldið og tals- menn þess, sem standa að baki öllum þessum hræðsluáróðri og kjaftæði um vestræna frjálsa menningu. Sú undir- skriftaherferð sem nú er í gangi er talandi dasmi um þetta. Hvaðan fá "menningarfrömuðir" á borð við Hreggvið skriftaföður fjármagn til að standa að þessari undirskriftasöfnun? Undirskriftasöfnunin hefur opna skrif- stofu og starfsmenn á launum, aug- lýst er í öllum fjölmiðlum á hverjum degi, og allt kostar þetta mikla pen- inga. Það skyldi þó aldrei vera að SIA borgaði brúsann ? Vert er að minnast þess, að fyrirbærið "frjáls menning" sem upp kom 1956 í kring- um umræðurnar um hersetuna þá, var afhjúpað sem fulltrúi CIA, og var rekið fyrir bandarískt fjármagn. Tengsl þeirra sem að þessari undir- skriftasöfnun standa við bandarísku heimsvaldastefnuna eru of augljós til að hægt sé að varpa frá sér þeim grun að CIA standi á bak við. -/OI T0NNIN SENDUR AFTUR þátttöku I verkalýðsfélögum kveður nefnilega svo á um, að maður verði að vera í því verkalýðsfélagi, sem hefur samningsrétt I því umdæmi, sem maður býr f, en ekki eftir því, hvar viðkomandi vinnur. Félagar verkamenn í Straumsvík, utan Straumsvíkur samþykkja°Straums- Það hefur sannast oft og mörgum sinn- víkursamningana, ef Straumsvíkur- um> að endurbótasinnaða forystan verkamennirnir felldu þá sjálfir. A- gengur erinda auðvaldsins. Eina leið- stæðan fyrir því, að Hermann getur in fyrir okkur er að skipuleggja okkur hótað þessu, er einfaldlega sú, að sjálfstætt. Hefjum baráttu fyrir mynd- þeir einir mega vera meðlimir í 1111 samfylkingarnefndar og tökum Hlíf, sem búa í Hafnarfirði, þannig að samningsréttinn I eigin hendur. Að- lagalega séð getur verkalýðsforystan f Hlíf útilokað alla þá verkamenn í Straumsvík, sem búa utan Hafnar- fjarðar frá allri atkvæðagreiðslu um sína eigin kj arasamninga. Reglan um eins þannig getum við náð fram kröf- um okkar. Treystum á eigin krafta - víkjum uppkeyptu forystunni úr vegi okkar. -/Straumsvíkursella KSML 1 októberblaði Nýrrar Dagsbrúnar er grein, sem er beint til KSML. Tilefni greinarinnar eru sárindi höfundar (Gj. B.) yfir því, að "marx-lenínistarnir sendu okkur tóninn I síðasta tölublaði Stéttabar- áttunnar". Astæða þess, að við svörum "tóninum" frá Gj. B. er sú, að I grein hans eru rangfærslur. Gj. B. fullyrðir sem sagt, að KSML sé stjórnað erlendis frá, nánar til tekið frá "sænska flokknum" (hér á Gj. B. væntanlega við KFML (r)). Hann segir: ".. . þar til að sænski flokkurinn gaf þeim nýja lína" og að hann ", . . óski þess heils hugar að Svfarnir grípi ekki aftur um stjórn- völinn. " (Að vísu er mótsögn í þessu hjá Gj. B., því hann segir að Svíarnir "sendi nýja línu" - og hins vegar að þeir hafi "sleppt taki sínu á stjórnvölnum" - en látum það liggja milli hluta). Þessi sami Gj. B. hefur áður ritað grein í Nýja Dagsbrún um KSML og afstöðu þeirra til verkalýðsfélaganna ("Að loknum kosningum"), þar sem hann lýsir fáfræði sinni um afstöðu okkar og talar um "einhvers konar uppgjör*' innan samtakanna. En nú hefur Gj. B. greinilcga lagt heilann í bleyti og komist til botns í þessu uppgjöri. Hann leggur nú saman tvo og tvo og fær út - ekki óvænt - fimmí Nefni- lega að KFML(r) hafi skipt um línu (eða sent a. m. k. undirdeildinni hérlendis, KSML, nýja línu) og því sé breyting á afstöðu KSML ekkert Baldur Andrésson meðlimur í stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur og framámaður í Fylkingunni mál- ar líkkistu. Er undirbúningur að pólitískri jarða. för SR og Fyíking- arinnar hafinn? annað en eftiröpun (eða hlýðni) við afstöðubreytingu Svíanna. En ef Gj. B. hefði lagt á sig að kynna sér afstöðu KFML(r), bæði fyrir og eftir að KSML gerðu upp við fyrri afstöðu (eða afstöðuleysi), þá hefði hann komist að raun um, að KFML(r) hefur ekki breytt um af- stöðu gagnvart verkalýðsfélögunum. (1 12. tbl. Stéttabaráttunnar kemur grein sem skýrir að hluta afstöðu KFML(r) og KSML). Vangaveltur og hugarflug Gj. B. er því tóm þvæla og byggir á þekkingar- skorti hans - sem auðvitað er af- leiðing af því að hann og hans félag- ar I Sósíalistafélgi Reykjavíkur hafa lagt allt raunhæft starf á hl lluna og eru á niðurleið Allt frá því að þeir höfnuðu inngöngu f Alþýðubandalagið er það starfs- leysið og stöðnunin, sem einkennt hefur Sósíalistafél. R. Starf og stefnuleysi þessa pólitíska rekalds sést glögglega á því, að þeim hefur ekki enn tekist að gera upp við gömlu stefnuskrá . Sósíalistaflokks- ins, sem þeir viðurkenna þó að sé röng og þeim hefur heldur ekki tek- ist að taka afstöðu til deilnanna í heimshreyfingu kommúnismans. Það sem einkennir því Sósíalistafé- lag Reykjavíkur er stefnuleysi og starfslömun, sem á engan hátt neitt skylt við KSML. -/hh

x

Stéttabaráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.