Stéttabaráttan - 14.02.1975, Blaðsíða 5

Stéttabaráttan - 14.02.1975, Blaðsíða 5
STÉTTABARÁTTAN 2.tbl. 14.2.1975 Höfuðhreyfingin í heiminum i dag er bylting 15 SUÐUR-JEMEN „gleymda' alþýðulydveldið Þegar Bretar yfxrgáfu Suður-Jemen árið 1967 skildu þeir við efnahag landsins x molum. Landið bjó við miðaldavenjur í landbúnaði og iðnaður var engixm, utan smávægilegur hand- iðnaður. Landið var í rústum eftir langt frelsisstríð gegn Bretum og flest maxmvirki í landinu ónýt, þar með talin brýr, áveitur, hafnir og opinberar byggingar. Arið 1967 geisaði stríð milli tveggja lína innan frelsishreyfingarinnar NLF. Hasgri armurinn hafði borgaralega þjóðernis- sinnaða stefnuskrá, sem gekk út á að styrkja borgarastétt landsins; í stór- um dráttum að varðveita hina gömlu þjóðfélagsbyggingu, afvopna alþýðuna, en byggja þess í stað upp her á hefð- bundin máta. Vinstri armur frelsis- hreyfingarinnar krafðist þess að fjöldinnyrði virkjaður í baráttunni fyr- ir betra þjóðfélagi, að útrýmt yrði erlendu fjármagni í efnahag landsins og að með þátttöku fjöldans yrði frels- isstríðið þróað á veg nýlýðræðis og í átt til sósíalisma. Þessar mótsetn- ingar leiddu til stríðs milli borgara- stéttarinnar og verkalýðs og bænda. Með vopnuðu alþýðustríði sigraði vinstri armurinn árið 1969. Efnahagsmálin skipulögð. í nóvember 1969 voru allar erlendar eignir í landinu þjóðnýttar. Nýrri skipan var komið á jarðarmálin - ekki með seinvirkum aðferðum skrif- finnskunnar, heldur á þann hátt, að bændurnir risu upp og ráku á brott með vopnavaldi þá óðalsherra, sem ekki voru þegar flúnir til Saudi-Ara- bíu og Norður-Jemen. Rikisstjórnin útbjó uppkast af þriggja ára áætlun um endurreisn efnahags landsins, og áætlunin var rædd af alþýðunni sem gerði breytingartilögur. Aætlunin, sem gekk x gildi 1/4 1971 og gilti til 1/4 1974, hafði marga vankanta, enda litu Jemenbúar einungis á hana sem tilraun. Við gerð hennar hafði ríkis- stjórnin fá gögn og litlar upplýsingar. Til dæmis var ekki til neitt manntal fyrir alþýðulýðveldið. En á mörgum sviðum var 3ja ára áætlunin uppfyllt, m.a. á sviði landbúnaðar, fiskveiða, heilsugæslii og byggingariðnaðar. Sú fimm ára áætlun sem nú er í gildi, byggir að mestu leyti á niðurstöðum 3ja ára áætlunarinnar og hefur verið rædd og gagnrýnd innan allra eininga iðnaðarins og innan allra fjöldasam- taka alþýðunnar. Ein mikilvægasta framkvæmdin innan iðnaðarins er að mati stjórnarinnar stækkun sementsverksmiðjunnar í Aden úr 100.000 tonna framleiðslugetu í 250. 000 tonna framleiðslugetu. Þannig getur Alþýðulýðveldið Jemen orðið útflytjandi á sementi til annarra landa í nágrenninu og aflað sér dýr- mæts gjaldeyris. Sökum þess að Jemen er í dag aðeins fært um að framleiða sjálft 60% þeirra lífsgæða sem það þarfnast, munar um hverja krónu gjaldeyris, sem unnt er að nota til kaupa á nauðsynjum erlendis frá. Langtímamarkmið í Jemen er aukin nýting á ýmsum náttúruauðlindum, svo sem olíú, gasi og kopar. Alþýðulýðveldið Jemen er fátækt land og þess vegna stendur efnahagsupp- byggingin og fellur með meðvitund al- þýðu landsins. Talandi dæmi um hversu mikil hún er, er að u.þ.b. 30% framleiðslu landsins fer fram í sjálfboðavinnu, þ. e. alþýðan stendur af fúsum vilja í frítíma sínum við framleiðsluna til að efla hag landsins, án þess að taka greiðslu fyrir. Fjöl- margir Jemenbúar sem vinna erlendis láta hluta launa sinna renna í uppbygg- ingarsjóð, sem er notaður til að fjár- magna framkvæmdir á ýmsum sviðum. Arásir afturhaldsins gegn Alþýðulýð- veldinu Jemen. Sigixr alþýðunnar 1969 þýddi mikinn ósigur fyrir gagnbyltingaröflin. Síðan hafa allar tilraunir þeirra til að vinna skemmdarverk gegn alþýðu alþýðulýð- veldisins verið barðar niður með fyllstu hörku. En gagnbyltingarsinn- arnir hafa skipulagt sig í Saudi-Ara- bíu og Norður-Jemen þar sem þeir njóta stuðnings ríkisstjórnanna. En stærsta ógnunin, sem Alþýðulýðveldið Jemen er búin kemur frá íran. Keis- arinnþar, studdur af USA-heims- valdastefnunni og fullur öfgakenndra stórveldishugmynda, hefur látið skýrt í ljós, að hann þoli engin "róttæk" svæði í þessum heimshluta. Herir ír- anska afturhaldsins hafa síðan 1973 tekið þátt í tilraunum heimsvalda- stefnunnar til að berja á bak aftur frelsisbaráttxma í Dhofar, því héraði Oman sem á landamæri að Jemen. (Sjá nánar grein í Stb. nr. 10, 1974). Þannig tóku 15. 000 íranskir hermenn þátt í árás gegn PFLO, frelsissam- tökunum í Oman, í tilraun sem heims- valdalöndin með Breta í fararbroddi gerðu til að skera af samgöngur milli Dhofar og Alþýðulýðveldisins Jeman. I árásunum felst mikil ógnxm við Jemen og ákveðnir aðilar, þ.á.m. Iran, hafa beint hótað árás gegn al- þýðulýðveldinu. Miðað við núverandi ástand er íhlutun heimsvaldaríkjanna í innanríkismál í Jemen ekki útilokaður möguleiki. Það er draumur afturhaldsins að eyða þessari miðstöð byltingarinnar í þessum heimshluta. En alþýða Suð- ur-Jemen er vopnuð og reiðubúin að verja land sitt og hina miklu ávinn- inga í uppbyggingu þess. En heims- valdasinnarnir reyna að ráðast gegn alþýðulýðveldinu verða úrslitin á sama veg og í Indókína, Mósambik, Angóla og Guinea-Bissau. Alþýðu- stríðið er ósigrandi. -/01 Konan í múhameðstrúarlöndunum er ofurseld gífurlegri kúgun. Falin slæðum og hulin £ ýmiskonar dulum læðist hún með veggjum, þá sjaldan sem hún fer út fyrir fjóra veggi heimilisins. "En ef bylting okkar á að vera eitthvað annað en sta fir á blaði, y>á verða konurnar lxka að koma ut í þjóðfélagið og taka þátt í uppbyggingunni," segir Aida Jaffi, leiðtogi Kvennasambands Jemen og meðlimur í æðsta þjóðarráðinu. "Svo þrátt fyrir að enn finnist at- vinnuleysi meðal karlmannanna, eru u. þ. b. 50% allra starfa í verksmiðj - um unnin af konum. Sem verkakona finnur konan hvers virði hún er - hún framleiðir og tekur þátt í uppbygg- ingu landsins. Og um leið verður hún meðvituð um vandamál þjóðfél- agsins. Það erum við í Kvennasam- bandinu sem erum tengiliður hinnar almennu konu við þjóðfélagið. Þegar kona kemur til okkar er það kannski til að læra að sauma eða lesa eða skrifa. En fljótlega biður hún um vinnu og hún tekur virkari þátt í pó- litísku umræðunum með okkur. Og þegar við hittum hana í bókasafninu við lestur á verkum Leníns og Maós, þá vitum við að hún er tilbúin að taka sirrn stað í baráttunni. " Hér hafa verkamenn í Aden safnast samán til að ræða hvernig hægt er að þróa byltinguna áfram. Verka- lýðsstéttin er aðeins lítill hluti íbúa Alþýðulýðveldisins Jemen, en fátæk- ir bændur eru næstum 80% íbúanna. A þessum fundi var rætt um, hvort það væru verkamenn eða bændur sem standa skyldu í fararbroddi byltingarinnar. "Öreigar heimsins eru byltingarsinnaðasta stéttin," segir Fateh Ismail, aðalritari NLF, úr ræðustólnum. "Ef við viljum ekki nema staðar eftir frelsun lands- ins og hætta við að byggja þjóðfélag án kúgunar og arðráns, þá verða verkamennirnir að axla sögulegt hlutverk sitt og standa í fararbroddi nú," segir hann og þúsundir verka- manna fagna orðum hans með krepptum hnefa. "En smábændurnir eru bandamenn okkar og án banda- lags við þá getum við ekki varið byltinguna og þróað uppbygginguna," segir Abdul Rahman. Hann er með- limur í verkalýðsfélagi verksmiðju- verkamanna og hann fjallar um um hlutverk verkalýðsfélagsins í því landi þar sem verkamenn eru sínir eigin herrar. "Ennþá er land okkar ekki sósíalistfskt, - áður en svo verður, verðum við að byggja upp iðnað og landbúnað sem er fær um að framfæra allri þjóðinni. Og á þessu tímabili sem nú stendur yfir, ný-lýðræðislega tímabilinu, fá borgararnir að leggja fé sitt í verk- smiðjur og fyrirtæki. En það erum við verkamennirnir sem ákveðum hvaða verksmiðjur við þörfnumst, hve margir fá þar vinnu og hverjir stjórna fyrirtækjunum. Það eru fagfélögin sem ráða mestu á vinnu- stöðunum. Oll umsjón með verka- manninum og fjölskyldu hans, starfsþjálfun, menntunhans, heilsu- gæslu, heimili og vopnaþjálfun er í gegnum verkalýðsfélagið. En um- fram allt eru fagfélögin okkar póli- tísku tæki. A fundunum ræðum við hvernig uppbyggingin á að fara fram og hvernig vörnum landsins er hátt- að. Hverjir eru vinir okkar og hverjir eru óvinir okkar. Hvernig heimsástandið er. Nauðsynina á því að byggja marxískan-lenínískan flokk til að standa í fararbroddi al- þýðunnar. Það er í gegnum fagfél- ögin sem við verkamenn þróumst áfram til að við séum færir um að valda hlutverki okkar." Ali bin Ahmed, bóndi, segir frá því er smábændurnir ráku lénsherrana burt af óðölum sínumíFyrir byltinguna áttu óðalsherrarnir allt jarðnæði. Við unnum á ökrunum frá morgni til kvölds fyrir smánarlaun, sem við tókum út í vörum úr búðum landeigandanna. Þann 16. október 1970, snemma morguns meðan óðalseigendurnir Bváfu enn, fórum við af stað og tókum Jarðnæðið frá 6 óðalseigendum og settum þá í fangelsi. Við vorum 500 smábændur með fjölskyldur okkar, fleiri þúsund manns undir vopnum. Við sungum, og með í förinnivoru fjöldi fána. Það var sannkölluð hátfð þann dag." Efnahagsaðstoð veitt S-Jemen Bæði Sovétmenn og Kínverjar veita Alþýðulýðveldinu Jemen efnahagsað- stoð. Sá háttur sem Sovétmenn hafa á sinni aðstoð er sá, að þeir aðstoða Jemenbúa við að koma á fót verksmiðjum, en fá í staðinn 50% afurða þeirra sem verksmiðjan framleiðir. Þannig byggðu þeir upp hluta út gerðarinnar frá Aden. I borgun fyrir "aðstoðina" verða Jem- enbúar að láta þeim í té 50% afla- verðmætanna. Þetta finnst Jemen- búum argasta svxnarí, en þeir sætta sig við það í bili, því þeim munar um Jxann tækjakost sem þeir ná í frá Sovet með þessum hætti. Oskum Sovétmanna um herstöðvar eða að- stöðu fyrir herskip hefur verið al- gerlega hafnað af Jemenbúum. Jemenbúar njóta gífurlegrar efna- hagsaðstoðar frá Kína, sem látin er í té endurgjaldslaust. Kínverjar hafa byggt járnbrautir milli helstu bæja í Jemen og komið tveim stærstu borgum landsins, Aden og Mukulla, í vegasamband hvor við aðra. Meðan á vegagerð og járn- brautarlagningu hefur staðið, hafa Kínverjar menntað innlenda v.erka- menn í verkfræði, jarðfræði og sjúkrafræðum. Ennfremur hafa Kínverjar kennt Jemenbúum ýmsar aðferðir við jarðarbætur og byggt lyfjaverksmiðjur. Eitt af stærstu framlögum til 3 ára áætlunarinnar kemur frá Kína. Kínverjar hafa gefið Jemenbúum vefnaðarverk- smiðju, þá fyrstu sem reist er í bómullarlandinu Jemen, sem veita mun 2000 manns atvinnu. Þá má nefna, að Kxnverjar hfa jafnan að loknum framkvæmdum fært Jemen- búum að gjöf öll tæki sem þeir hafa notað og meðal hluta sem Jemenbú- ar hfa þannig fengið eru: mikið magn vörubíla, skurðgröfur, ámoksturstæki, jarðborar, kranar og valtarar. Milli 10. og 19. nóv- ember s.l. heimsótti stór sendi- nefnd frá Jemen Kína og tókust þar samningar um stóraukna samvinnu á sviði efnahagsmála og tækni. 1 for- sæti sendinefndarinnar var Robaya Ali, forseti Alþýðulýðveldisins Jem- en. STETTABARATTAN í HEIMINUM Kvenfangar pyndaðir i fangelsum herforingjaklíkunnar i Chile I kúbanska blaðinu Gramma voru nýlega birtar afhjúpanir á pyntingum böðla herforingjastjórnarinnar í Chile á kvenföngum. Konu að nafni Beatriz Campell var nauðgað fyrir framan þrjú börn sín af nokkrum einkennisklæddum lögreglumönnum og síðar var hún brennimerkt hamri og sigð með rauðglóandi skörungi. Þetta atvik er ekkert eindæmi. I skýrslu frá Alþjóðasambandi kvenna er skýrt frá því, að vitað sé um a.m.k. 95 konur, sem sé haldið sem "strfðföngum" og hafa verið dæmd- ar til "sérstakra" pyntinga í fangelsum í Santiago. Skýrsla Alþjóðasam- bands kvenna gefur ítarlegar lýsingar á þeim dýrslegu pyntingaraðferðum sem fas istaklíkan notar til að pína menn og drepa. (HsinhuaJ Bandarísku friáarsveitirnar reknarur landi í Perú Eins og menn rekur minni til, stofnaði bandaríski dýrlingurinn Kennedy fyrirbrigði sem kallað er friðarsveitir, sem áttu að gegna því hlutverki að færa óupplýstum xbúum þriðja heimsins friðarboðskap og verkmenn- ingu í gegnum fórnfúst sjálfboðaliðsstarf í löndum þeirra. Eitthvað hef- ur ekki tekist sem skyldi við starf friðarsveitanna. Það var opinbert hneyksli í Bandarxkjunum, þegar upp komst, að 95% fjárveitinga til sveitanna runnu í vasa yfirmanna þeirra í Bandaríkjunum og voru notað- ar til að auka munað þeirra en ekki til að hjálpa bágstöddum íbúum þriðja heimsins. 1 nóvember á sfðasta ári gaf ríkisstjórn Perú út skipun til 173 meðlima friðarsveitanna í Perú um að koma sér úr landi samstundis. Þessir friðarsveitarmeðlimir voru í Perú undir því yfirskini að þeir væru að vinna að þróun landbúnaðar, en nýlega var afhjúpað, að CIA not- ar valdastefnuna. Búist er við að fleiri lönd fylgi fordæmi Perú og geri friðarsveitirnar brottraskar. (Guardian) Pólitisk réttarhöld gegn and-heims valdasinnum i Indónesíu Þegar Súhartí framdi valdarán sitt í Indónesíu og kom á fót fasísku ein- ræði þar, er talið að hann hafi myrt á innan við hálfu ári eina milljón kommúnista og and-heimsvaldasinna. Heilu héröðin voru lögð i rúst og fjöldi bæa þurrkaðir út. Síðan hafa stjórnarandstæðingar verið ofsóttir og pólitísk réttarhöld verið næsta tíð. Nú standa yfir réttarhöld gegn 50 manns, sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum, þegar forsætisráðherra Jap- ans kom í opinbera heimsókn til Indónesíu á síðasta ári. Alls voru 850 manns handteknir í mótmælaaðgerðunum og 11 manns voru drepnir af lögreglunni. Hinir ákærðu hafa verið yfirheyrðir stanslaust í 10 mánuði og verið neyddir með pyntingum til að undirrita játningar um landráð. Verjendur hinna ákærðu hafa engan aðgang að opinberum gögnum um yfir- heyrslur þeirra og öll vitni, sem borið gætu vitni hinum ákærðu í vil hfa verið fangelsuð. Þrátt fyrir að réttarsalurinn sé umkringdur skrif- drekum til að koma í veg fyrir að réttarhöldunum verði hleypt upp, hafa þúsundir manna tekið þátt í mótmælaaðgerðum til að krefjast þess, að hinir ákærðu verði látnir lausir. (Peoples News Service, Djakarta; Guardian) ísrael „júlí"-sveitin vopnuð njósnasveit I þeim tilgangi að herða enn árásarstefnu sína gegn alþýðu Arabaland- anna og til að berja niður baráttu palestínuaraba, eru ísraelsku sfonist- arnir að byggja upp vopnaða njósnasveit, sem gengur undir nafninu "Júlí-sveitin". Samkvæmt vestrænum fréttastofum sagði talsmaður sveitarinnar, Etan: "Við höfum í hyggju að stofnsetja sveit, sem ætlað er að starfa á landssvæði óvinarins án þess að vera í ísraelskum ein- kennisbúningum og án nokkurra kennimerkja... sem ekki er ábyrg fyrir hernum eða ríkisstjórninni. Markmið okkar verður að eyða algerlega höfuðstöðvum skæruliða í suðaustur Lxbanon og mynda þar einskismanns- land." "Við munum drepa hvern einasta mann, sem við finnum þar," bætti hann við. Það er áætlað að taka til skráningar 10. 000 manns og Ariel Sharon hershöfðingja hefur verið "boðið" að taka við stjórn sveit- arinnar. Sharon staðfesti í viðtali, að forsætisráðherra fsraels og varnarmálaráðlierrann hefðu beðið sig um að snúa aftur til herþjónustu, x því skyni að reyna að bæta hinn slaka baráttuanda, sem ríkjandi er innan hersins. Fréttastofa í Mið-austurlöndum benti á, að "tilgangur stofnunar sliks herafla er augljós, þ.e.a. s. að tengja saman aðgerðir hans og ísraelska hersins gegn andspyrnu Palestínumanna. En slxkar aðgerðir munu ekki gera ríkisstjórn fsraels kleift að sleppa við ábyrgð á hryðjuverkum þeim, sem hún lætur vinna." (Peking Review)

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.