Stéttabaráttan - 14.02.1975, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 14.02.1975, Blaðsíða 6
STÉTTABARÁTTAN 2.tbl. 14.2.1975 Baráttusaga verkalýðsins Ritstjórn Stéttabaráttunnar hefur ákveðið að birta í framtíðinni greinar um baráttu íslensks verkalýðs og þá sérstaklega þær öreigasinnuðu hefð- ir sem Kommúnistaflokkur Islands hélt á lofti á 4. áratugnum, allt fram til þess tíma að hentistefna sigraði marxísku-lemnísku línuna í flokknum og starfi hans var beint inn á brautir sðsíaldemókratismans og þýlyndis við auðvaldlð. Skilgetið afkvæmi þessara svika er f dag Alþýðubanda- lagið sem ljóst og leynt vinnur að skipulagningu auðvaldsframleiðslimnar, að aukinni kúgun og auknu arðráni á verkalýðnum. Baráttusaga verkalýðsins er ekki kennd í skólum né öðrum áróðursmiðl- um borgaranna heldur ríða lygar og falsanir þar öllum húsum, jafnt í augljósum árásum og loddaralegum sjónleikjum svikaranna í Alþýðubanda- laginu og "fræðslu"námskeiðum sem uppkeypta ASÍ-forystan stendur fyrir. Gegn þessu standa svo KSML, sem hafa reist rauða fánann á ný - fána hinnar byltingarsinnuðu öreigastéttar og hafið á loft bestu hefðir verka- lýðsins. Að undanförnu hefur Kommúnistasamtökunum áskotnast bækur og annað út- gáfuefni Kommúnistaflokks Islands. Gefendur eru stuðningsmenn og velunn- arar samtakanna úr röðum eldri kommúnista, sem störfuðu í KFl. tJr þess- um gjöfum og öðrum bókum er til orðinn vfsir að bókasafni KSML. Nauð- synlegt er samtökunum, að búa yfir sem bestum bókakosti um málefni verka- lýðshreyfingarinnar og kommúnismans á Islandi og annars staðar. Við skorum á alla velunnara samtakanna úr röðum eldri kommúnista að styðja og efla bókakost samtakanna. Meðal rita og útgáfuefnis er mikið af blöðum og tfmaritum, sem Kommún- istaflokkur Islands gaf út. Stéttabaráttan mun í þessu blaði og næstu kynna þessi blöð og birta valdar greinar úr þeim. Fyrsta blaðið sem kynnt er, Nýja Konan, var gefið út af Kvennanefnd KFI. Þetta blað hóf göngu sína árið 1931. Það fjallaði um stöðu konunnar í auð- valdsþjóðfélaginu og frelsun hennar undan kúguninni, hina sósíalísku leið. Einnig hafði það að geyma aðsend bréf frá konum. tJr þessu blaði verða nú birtar tvær greinar. Sú fyrri ber yfirskriftina 8. marz og er nokkurs konar ávarp Kvennanefndarinnar til íslenskra kvenna f tilefni af hinum alþjóðlega baráttudegi sósíalfskra kvenna, 8. mars. Er einmitt vel við hæfi að birta þá grein nú, þar sem 8. mars er einmitt skammt undan. Seinni greinin er aðsent bréf til Nýju Konunnar um kjör húsmæðra. Þar er rætt um kúgun konunnar og komið inn á ýmis atriði, sem enn eru í deiglunni, svo sem barnaheimilaskort. Báðar þessar greinar eru teknar úr marsblaði Nýju Konunnar frá árinu 1933. þessvegna varð Irland suðupottur Evrópu írland tilheyrir þeim löndum Evrópu þar sem stéttabaráttan hefur verið hörðust á sfðustu árum og jafnframt verið flóknust. Með þvf að rekja sög- una lftillega fáum við gleggri inn- sýn inn í hvað er að gerast á Irlandi og hvaða stéttaröfl eru þar að verki. Nýlendukúgun Englands á Irlandi hófst þegar á miðöldum og varð fullkomnuð á 16. öld. A þessu tímabili stóð bar- áttan milli enska lénsfyrirkomulags- ins og írska ættarsamfélagsins, sem byggðist á sameignarfyrirkomulagi. Með vexti kapitalismans breyttust valdahlutföllin smám saman. A níunda áratug nítjándu aldarinnar og.fyrstu árum tuttugustu aldarinnar varð verkalýðshreyfingin að umtals- verðu afli f írskum stjórnmálum. Fjöldi fólks leitaði úr sveitunum til iðnaðarins, aðallega Dublin og Belfast. Félög iðnaðarmanna eiga rætur að rekja til miðrar 19. aldar. Helsti frumkvöðull að stofnun félags ófag- lærðra verkamanna var Jim Larkin. En hann stofnaði Irish Transport and General Workers' Union. fýrsti írski stjórnmálaflokkurinn, sem tók tillit til hagsmuna verka- manna var flokkur James Conolly: Irish Socialist Republican Party, sem var stofnaður 1896. Samkvæmt skoð- un flokksins var frelsun verkalýðsins undan arðráni einungis möguleg í frjálsu landi, sem væri stjórnað sam- kvæmt hagsmunum írsku þjóðarinnar, en ekki Stóra-Bretlands. NYJAKONAN Útg'efandi: Kvennanefnd K. F. í. Reykjavik, mirz 1#JJ. 8. m a. x* z 1910 ákvað þing sósíalistiskra kvenna, er haldið var á Kaupmanna- höfn, að hafa 8. marz sem alþjóðlegan baráttudag kvenna. Eftir stríðið hafa kommúnistar einir haldið þessum bar- áttudegi kvenna við — eins og öðru því bezta, sem til var í hinu gamla II. Intemationale. „Sósíalisminn er frelsunin fyrir þau tvö, sem mest hafa verið kúguð svo sögur farí af, konuna og verkamann- inn“ — reit Bebel, hinn frægi þýzki sósíalistaforingi. Sá flokkur, sem nú heldur einn saman áfram baráttunni fyrir frelsi verkalýðsins, kommúnista- flokkur heimsins, er því eðlilega einn- ig brautr.vðjandinn í frelsisbaráttu kvenna um heim allan. Einmitt þar, sem hann fer með völd, hefir i fyrsta skipti í veraldarsögunni verið komið á því skipulagi, er gerir konuna virki- lega jafnréttháa karlmanninum að öllu leyti — og gyllir ekki lengur kúgun hennar með svikulum jafnréttisákvæð- um borgaralegra laga, eins og enn við- gengst hér. I Sovétríkjunum er konan því ekki aðeins jafnrétthá karlmanninum laga- lega og atvinnulega, heldur losnar hún og sifelt meir af klafa hins drepandi eldhúsþrældóms, verður sjálfstæður þátttakandi í framleiðslunni, — sjálf meðeigandi framleiðslutækjanna eins og verkamenn Sovétríkjanna — og þar með, ásamt allri hinni vinnandi stétt, drottnandi í mannfélaginu frá því að vera áður kúguðust hinna kúguðu. Frá Sovétríkjunum er nú líka runn- in sterkasta aldan, er boðar frelsi hínna vinnandi kvenna. Hvergi hafa umskiptin orðið eins áberandi og ein- mitt þar, sem jafnvel konur, er stóðu á miðaldastigi múhameðstrúarþræl- dóms, hófust upp á menningarstig só- síalisma 20. aldarinnar. Þessi bylting i lífi kvenþjóðarinnar í Rússlandi verður því glæsilegri í augum kvenfólks í auðvaldslöndunum, sem kjör þess hafa farið svo gífurlega versnandi á sama tíma. Kreppan hef- ir einmitt aukið kúgun og þjáningar kvenna af verklýðsstétt geysilega. Laun þeirra, sem vinna, hafa verið lækkuð og kjör þeirra, sem þræla heima fyrir, hafa hríðversnað vegna vaxandi atvinnuleysis og neyðar. Hér á Islandi er hin skarpasta árás auðvaldsins á kjör vinnandi kvenna i undirbúningi. Ofan á atvinnuleysið og launalækkanimar á nú að bæta krónu- lækkuninni, geigvænlegustu kauplækk- un, sem enn hefir átt sér stað. Ofan á fátæktina, sem verkakonan verður að horfast í augu við daglega, er hún skamtar bömum sinum brauðið, á að bæta verstu dýrtíðirini með þvi að hækka allar vörur geysilega i verði. Allar konur af alþýðustétt þurfa að vera samtaka í baráttunni gegn árás atvinnurekendastéttarinnar á þær, böm þeirra og menn. 8. marz verður að verða voldugur mótmæladagur vinnandi kvenna á Is- landi, gegn launalækkun og atvinnu- leysi, gegn dýrtíð og auknum tollum, gegn húsaleiguokrinu og Ulu húsa- kynnunum, gegn allri kúgun og neyð, sem þjáir þær, gegn auðvaldsskipulag- inu, en samfylkingardagur f brýnustu hagsmunadeUunni og baráttudagur fyrir sigri vinnandi manna og kvenna, fyrir sigri sósíalismans. Kjör húsmæðra Engar manneskjur hér á Islandi eiga við eins erfið kjör að búa og látækar verkamannakonur. Það hefir verið svo frá ómunatíð, að konan hef- ir verið hálfgerður þræll mannsins. Þó nokkur bót sé á þessu ráðin nú orðið, er ástandið samt enganveginn viðunandi, til dæmis er sá andi ríkj- andi meðal almennings, að ósæmandi sé að konan geri annað en elda mat og líta eftir bömum. Fátæk verkamannakona er alls ekki frjáls manneskja, hún er neydd til þess að þræla frá morgni til kvölds, eða réttara sagt fram á nætur, þvi sjaldnast endist dagurinn, og þar við bætist, að vaka yfir bömum á næt- urna. Þessar konur eiga margar bam á hverju ári, og vaxa þá erfiðleikam- ir að öllu leyti, bæði fjárhagslega og með auknum störfum, sem öll lenda á konunni, því hún er bæði: vinnukon- an, bamfóstran og húsmóðirin. Frí- stundir þekkir hún engar, hún getur ekki einu sinni gengið út sér til hress- ingar, sem þó er nauðsynlegt, til þess að viðhalda heilsunni, hvað þá að hún geti sér til skemmtunar farið út með manni sínum, því þá er enginn til að hugsa um bömin. Margar af þessum konum búa í þröngum og að öllu leyti slæmum í- búðum, svo slæmum, að þær eru bein- linis heilsuspillandi, sérstaklega fyrir bömin. Mæðumar mega sem sagt liorfa á þau taka í sig allskonar sýkla í þessum pestarbælum, og eru þess ekki megnugar að afstýra því á neinn hátt, ekki einu sinni með því að veita þeim holla og góða fæðu, til þess að þeim aukizt mótstöðuafl. Barnauppeld- ið, sem ætti að ganga fyrir öllu öðru, verður algjörlega á hakanum. Ekki af því að móðirin vilji ekki gera betur, heldur er hún tilneydd, hún hefir engan tíma til að sinna þeim eins og þarf. Hún er þeirri stund fegnust, þegar hún getur fengið þeim eitthvað, sem þau þegja við og oft eru þrengslin í íbúðinni þess valdandi, að bömin era drifin út. En hvað tekur þá við? Að- eins gatan með öllum sínum hættum og óþverra. Móðirin getur ekki eina stund verið óhrædd um líf og limi bamanna, hún er sífellt milli vonar og ótta, getur alltaf búizt við, að eitt- hvert bamið verði þá og þegar borið dautt inn til hennar, dæmin era henni deginum ljósari með það. Leikvellir fyrir böm era hér bæði litlir og að öllu leyti ónógir, hvað þá bamaheimili, en mundi ekki þungum áhyggjum vera létt af fátækum mæðrum, sem enga möguleika hafa til að líta eftir bömunum úti, ef til væra bamaheimili, sem tækju við bömunum strax á morgnana og móðirin gæti verið algjörlega óhrædd um þau, jafn- framt létti það af henni líkamlegu erfiði. Auðvaldsskipulagið er þannig, að af- r,ám þess ætti engum að vera kær- komnara en einmitt verkamannskon- unni, því margt af því versta sem í því er, kemur harðast niður á henni. Atvinnuleysið, með öllu því böli sem því fylgir, er ein afleiðing af þessu vitfirta þjóðskipulagi. Skorturinn, sem atvinnuleysinu er samfara, kemur til- finnanlegast niður á konunni. Það er hún, sem svöng börnin biðja um mat, sem hún ekki getur veitt þeim. Og sú bæn sker hana sárara en nokkur getur skilið, sem ekki hefir reynsluna. Á þessu þarf að ráða bót. Verkamannakonur! Stöndum allar fast saman og hristum af okkur þræl- dómsokið. Burt með kapítalismann, en vinnum að sigri sósíalismans á íslandi. Kona. Conolly taldi ekki til þjóðarinnar stór- jarðeigendur og kapitalista, sem voru tengdir Bretlandi, eða þá, sem þurftu stuðning þess til að halda stöðum sfn- um. Klofin borgarastétt Um aldamótin 1900 var írska borgara- stéttin klofin I tvo hluta: þá, sem vildu sameiningu við Bretland (Union- istar), en þeir voru kaupmenn og iðn- rekendur í norðurhéruðunum og hins vegar kaupmenn og smákapitalista I Dublin og suðurhlutanum. Sameiningarmennirnir í norðri feng- ust aðallega við skipasmfðar og vefn- að. Aðalmarkaður þeirra var Stóra- Bretland og því yildu þeir koma á frf- verslun milli landanna. Þeir höfðu engan áhuga fyrir að vernda innlendan iðnað fyrir heimamarkað. En það vildu kapitalistarnir í suðurhlutanum gera með tollum og innflutningshöft- um. Þetta eru efnahagslegar for- sendur Ulster-sameiningarstefnunnar og ástæðan fyrir þvf, að iðnaðar- og verslunarauðvaldið í norðri var ekki andsnúið Bretum eins og stéttarbræð- ur þeirra í suðurhlutanum. Með því að sameinast Englandi sáu Ulster-kapitalistarnir kjörið tækifæri til að sundra verkalýðshreyfingunni, en sameinuð var hún sterkasta þjóð- félagsaflið á írlandi. Sameiningar- kapitalistarnir blésu því m. a. í glæð- ur trúarlegra fordóma verkamannanna. A árunum 1919 og þriðja áratugnum voru skipulagðar ofsóknir skv. öllum kúnstarinnar reglum (pogrom) gegn kaþólikkum f Belfast. Tilgangurinn var sá, að nota sundrunguna til að lækka laun verkamannanna. Þetta bitnaði bæði á kaþólikkum og mótmæl- endum, en þeir voru allt of sundraðir til að veita viðnám. Smáiðnrekendur og kaupmenn í suður- hlutanum vildu vernda innanlands- markaðinn gegn erlendri samkeppni eins og getið er um hér að framan. Þeir, sem fylgdu John Redmont og flokki hans, Irish Party, héldu að þetta væri hægt að gera með heima- stjórn, þ. e. írskri ríkisstjórn, sem væri útnefnd af enska þinginu. Smákaupmenn og smáiðnrekendur voru þó yfirleitt rðttækari. Þeir vildu losa sig undan öllum áhrifum frá breska þinginu og stofna sjálfstætt þing. Þeir vildu vera jafnréttháir Englandi innan enska konungsdæmis - ins - tvöfalt konungdæmi. Þeir höfðu sína eigin nýlendudrauma. Arthur Griffith, leiðtogi hins þá smáborgara- lega Siim Fein flokks, leit svo á, að sterk og metorðagjörn frsk borgara- stétt ætti "að vera fær um að hafa á- hrif á framfarir og menningu þjóða, sem skemmra eru á veg komnar og stofna sínar eigin nýlendur." Draum- ur hans var sem sagt sá, að hin inn- lenda borgarastétt ætti að vera full- gildur samherji breskrar borgara- stéttar í heimsvaldaarðráni hennar á Asíu og Afríku. Bæði Redmont og Griffith gerðu sér grein fyrir hættunni af verkalýðs- hreyfingunni. Verkbannið 1913 var tilraun írskra atvinnurekenda til að knésetja verkalýðinn með hjálp enska hersins og lögreglunnar áður en heimastjórnarlögin gengju í gildi og þeir þurftu sjálfir að takast á við verkalýðinn. I þessu verkbanni mynd- aðist samborgaraherinn til að verja verkamenn fyrir villimannlegum árás- um lögreglunnar. John Conolly leit á hann fyrst og fremst sem þjálfað herlið til að ráðast gegn öllu kerfi heimsvaldastefnunnar. Conolly gerði sér grein fyrir, að það sósíalíska samfélag, sem hann barðist fyrir gat ekki orðið veruleiki án þjððlegrar frelsunar og sjálfstæðs lýðveldis. Irlandi skipt f tvo hluta A liðnum öldum hafa verið gerðar margar uppreisnartilraunir gegn stjórr Englendinga á írlandi, en páskaupp- reisnin 1916 markar tímamót. 1 fyrsta skipti báru skipulagðir verka- menn hitann og þungan af uppreisn á Irlandi. Þó að páskauppreisnin væri fljótlega barin niður, leiddi hún f Ijós, að gamalds nýlendukúgun hafði beðið skipbrot. Ensku heimsvaldasinnar- nir urðu að finna nýtt ráð til að halda efnahagslegum yfirráðum sínum, og var þá Irlandi skipt, og stofnað sjálf- stætt ríki f suðurhlutanum. Mikil spenna ríkti árin fyrir skipting- una. Bretar höfðu 50 þús. manna her á Irlandi búinn skriðdrekum og stórskotabyssum. Auk þess höfðu þeir tvær sérþjálfaðar herdeildir. Þegar lögin um "Government of Ire- land" gengu í gildi, voru stofnuð tvö aðskilin þing. Annað þingið var í Belfast fyrir greifadæmin sex í norð- austri, en hitt var í Dublin fyrir hinn hluta irlands (þ. e.a. s. 26 greifadæmi)i Nú leit út fyrir, að mótsetningarnar væru leystar, annars vegar á milli Irlands og Bretlands og hins vegar innan írsku borgarastéttarinnar. Atök- unum linnti samt ekki. Kaþólikkar voru ofsóttir skipulega f norðurhlut- anum, þeir voru reknir frá heimilum sínum og atvinnu. Einnig voru óeirð- ir í suðurhlutanum. Kaþólikkar flýðu suður, en mótmælendur norður. I Dublin hafði Cosgrave myndað rikis- stjórn fríríkisins Irlands 1922. Þeir þjóðfélagshópar, sem hann studdist við, voru bankaeigendur, kaupmenn og stórjarðeigendur, sem voru alger- lega háðir Englandi. Aðgerðir rikis- stjórnarinnar einkenndust þar af leið- andi af undirlægjuhætti við Englend- inga og harkalegri kúgun á verkalýðs- stéttinni. Sjálfstæðið var verkamönn- um og bændum enginn afgerandi léttir. Atvinnuleysið var mikið, og launin voru lág. Smábændurnir urðu að greiða milljónir punda upp f jarða- skuldir til ríkisstjórnarinnar. Hún sendi síðan peningana til Englands, þar eð þeir voru bætur til þeirra jarðu eigenda, er höfðu verið keyptir burtu af jörðum, sem forfeður þeirra höfðu stolið. Arið 1926 voru til tvö samtök, sem gátu vegið gegn Cosgrave. Þessí samtök voru Fianna Fail og IRA (írski lýðveldisherinn). Fianna Fail hafði klofnað út úr Sinn Fein flokkn- um og var stjórnað af de Valera. Flokkurinn túlkaði hagsmuni smáiðn- rekendanna. Þeir voru andheims- valdasinnaðir, að þvf marki, að þeir vildu vernda innanlands markaðinn fyrir bresku heimsvaldastefnunní. Þeir hétu því að minnka atvinnuleysið og stækka markað bændanna. Auk þess lofuðu þeir að afnema jarðar- skuldirnar. Þó að IRA flokkurinn reyndi, á öðrum og þriðja áratugnum að leiða verka- lýðinn jafnt á efnahagslega sem pólit- íska sviðinu, varð árangurinn lftill. IRA rak áróður fyrir því I sveitunum, að bændur neituðu að greiða bætur til stórjarðeigendanna, en Fianna Fail naut ávaxtanna af þessari áróðurs- starfsemi. Þegar nýja rfkisstjórnin lýsti yfir afnámi bóta fyrir uppteknar jarðir, svaraði England með refsitollum á FRH. A BLS. 7. Bresklr hermenn framkvæma leit á íbúum I Belfaat.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.