Stéttabaráttan - 04.11.1975, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 04.11.1975, Blaðsíða 2
2 i STÉTTABARATTAN 4/11 75 Leiðarlnn er á ábyrgð miðstjórnar. STÉTTABARATTAN TO. tbl. árg. 5. okt. 1975 Étg. Kommúnistasamtökin m-1 Pósthólf 1357 Reykjavík Sími: 27810 Ri tstj. og ábm. : Hjálmtýr Heiðdal. Barátta gegn kreppuradstöfunum Islenska auðvaldsþjóðfélagið á í sídýjikandi kreppu. Stjórn- málamenn, jafnt þeir sem fylgja núverandi stjórn og þeir sem eru henni andstæðir eru sammála um þessa staðreynd. Þeir eru einnig sammála um það að nú skuli alþýða þessa lands herða ólina - það sem þeir deila um er hver beri á- byrgð á óðaverðbólgunni. Nuverandi stjórn kennir fyrrver- andi, en þeir sem fylgdu fyrrverandi stjórn kenna núverandi um ástandið. Sfðan reynir Framsókn að sitja á tveim stól- um samtímis sem aðili að báðum stjórnum. En alþýðan er orðin langþreytt á kjaraskerðingunum og víða koma fram mótmælaraddir. Opinberir starfsmenn krefjast verkfallsréttar, verkalýðsfélögin samþykkja einróma að segja upp gildandi samningum, sjómenn sigla flotanum í höfn þvert ofan í fyrirmæli útgerðarinnar. Námsmenn mót- mæla kröftuglega skerðingu námslána. Ráðvandir sérfræðingar og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um upplausn og að ógn steðji að lýðræðinu. En samtfm- is tala stjórnmálamenn um það að ríkisstjórnin hafi ekki gert nægilegar ráðstafanir - kjaraskerðingin er ekki nægi- leg að þeirra mati. Raddir um "nauðsynlegt atvinnuleysi" heyrast frá opinberum aðilum. Viðbrögð fulltrúa borgarastéttarinnar bera öll að sama brunni, launahækkanir eru taldar aðalvaldur verðbólgunnar og því verði að skerða laun verkalýðsins. "Hæfilegt" at- vinnuleysi og hert vinnulöggjöf eru á óskalista auðvalds- herranna, þannig hyggjast þeir koma byrðunum af sinni eig- in kreppu yfir á verkalýðsstéttina. Andsvörin við kreppuráðstöfunum eru enn lítt skipulögð og markmiðin ekki skýr. En verkalýðurinn og alþýðan læra af baráttunni - efla baráttuna við aukna reynslu. Aðgerðir sjó- manna, námsmanna og kvenna hafa sýnt að sameinuð getur alþýðan lyft grettistaki. En samstaðan verður að vera um sameiginlegt markmið. Brýnasta verkefnið núna er barátta gegn kreppuráðstöfunum borgarastéttarinnar - baráttan gegn því að þunga kreppunnar sé velt yfir á verkalýðinn og alþýðuna. I þeirri baráttu er það virkni verkalýðsfjöldans sem ræður úrslitum um árangurinn. Varast ber að ljá eyrum þeim málflutningi borgaralegu stjórnmálaflokkanna að malin leys- ist farsællega ef þeir fái nægilega mörg atkvæði í kosningum. Augljóst er að sú hreyfing sem nú á sér stað cr aðeins íyrstu viðbrögð alþýðunnar við kreppuráðstöfunum bórgarastéttar- innar. En þessi viðbrögð sýna að verkalýðurinn er á varð- bergi - og frjóangar stéttabaráttunnar skjóta rótum. Astand- ið krefst þess að verkalýðssinnar og framsækið alþýðufólk, jafnt innan verkalýðshreyfingarinnar, námsmannahreyfingar- innar og jafnréttishreyfingar kvenna, nýti þá reynslu sem nú hefur fengist til að undirbúa frekari átök. Þvi átök eru óhjá- kvæmilega framundan, það sýna áform ríkisstjórnarinnar um enn frekari samdrátt - samdrátt sem getur ekki þýtt annað en stórfellt atvinnuleysi verkalýðsins. 30/10 Frá Rauðu stjörnumil: Ævisaga Stalíns eftir J. T. Murphy er nýkomin út. Hún er þýdd af Sverri Kristjánssyni, og er frábær lýsing á lífi og starfi byltingarleið- togans J. V. Stalin. Bákin fæst á forlagsverði, kr. 2500, í Rauðu stjörnunni, Lindagötu 15. Hún er 340 bls. í góðu bandi. Sendum hvert á land sem er í póst- kröfu. Bók sem enginn má missa af. PLÁSSLEYSI Enn höfum við neyðst til að sleppa mörgum góðum greinum sökum' plássleysis. Þar á meðal er greinin "Orðsending til Neista". t>etta á- stand batnar þegar blaðið eflist. EFLUM STÉTTABARATTUNA UMBOEJSMENN STÉTTA- BARATTUNNAR Akureyri: Stuðningsdeild KSML, Guðvarður M. Gunnlaugsson, Helga- magrastræti 23, sími: 23673/ pósthólf 650, Akureyri. Húsavfk: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Þórarinn Ölafs- son, Sólbrekku 5. Reykjavik: KSML, Lindargötu 15, eða postholf 1357, sími: 27810. Hafnarfjörður; Fulltrúi KSML er Fjóla Rögnvaldsdóttir, Vitastíg 3. Vestmaimaeyjar: Umboðsmaður tyrir útgáfuefni KSML er Guðrún Garðarsdóttir, ÞorlaugSgerði, Vestmannaeyjum. Hellissandur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Sigfús Almars- son, Skólabraut 10. Neskaupsstaður: Stuðningsdeild KSML, Pétur Ridgewell, Miðhúsum. Sauðárkrókur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Einar Helga- son, Víðigrund 6 (þriðja hæð). Siglufiörður: Söluturninn, Aðal- götu er með umboðssölu fyrir Stéttabaráttuna og Rauða fánann. Suðurnes: Stuðningsdeild KSML, Jónas H. Jónsson, Holtsgötu 26, Njarðvík. Sími:2641. NlTR UMBOÐSMAÐUR: Borgafjörður eystri: Guðrún Steingrfmsdöttir. BREYTT HEIMILISFÖNG: Isafjörður: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Jón Kristjánsson Seljalandsveg 54. Stefán Jóhannsson umboðsmaður á Egilsstöðum er fluttur að Eiðum S-Múl. Undirbúningur fyrir II. þing KSML Um NATO og herinn Astandið í heiminum I dag er tímabil heimsvaldastefnunn- ar og verkalýðsbyltingarinnar. Þetta er það sem einkennir heimsástandið í dag, en á þetta hcfur Mao Tse- tung og Kommúnistaflokkur Kfna marg bent á. Lenfn sýndi framá að þetta tímabil er "hæsta og jafnfram síðasta stig kapitalismans." Og hann sýndi einnig fram á að kjarni þessarar heimsvaldastefnu er "einokunarauð- valdið, sem er afætu- eða rotnandi auðvald, deyjandi auðvald." Sú kúgun og undirokun þjóða og stétta sem fylgir heimsvaldastefnunni skerpir allar móthverfur í heiminum til hins ítrasta. Þess vegna ályktaði Lenfn að "heimsvaldastefnan er tíma- bil hinnar sósíalísku byltingar öreig- anna." I grundvallaratriðum hefur leiðsögn Leníns fullt gildi í dag, tfmabil heimsvaldastefnunnar og verkalýðsbyltingarinnar er óbreytt. En heimsástandið hefur tekið miklum breytingum. I dag einkennist heimsástandið að mestu af átökum tveggja risavelda, USA og USSR, en af þessum átökum skapast margs konar ókyrrð og upp- lausn. Þessi upplausn og ólga er óheppileg fyrir risaveldin þvf hún stefnir gegn kúgunartökum þeirra. En hún er aftur á móti heppileg fyrir alþýðu heimsins og verður þess vald- andi að alþjóðlegt ástand þróast í hag alþýðu heimsins. Þetta sannar meðal annars sjálfstæð- is- og frelsisbarátta þriðja heimsins áþreifanlega, sem að undanförnu hef- ur eflt samstöðu sína og unnið stóra sigra gegn sundruðum heimsvalda- ríkjum og risaveldunum. Þessi hreyfing og ólga hefur einnig náð til Evrópu, til smárra og meðal- stórra ríkja sem risaveldin tvö, USA og USSR, hafa nú beint geira sínum að f æ ríkari mæli. Mörg evrópuríki hafa fengið að kenna á þessu. Evr- ópa er miðpunktur fyrir baráttu risa- veldanna um heimsyfirráð. Það sem einkennir því heimsástandið er að "lönd krefjast sjálfstæðis, þjóðir krefjast frelsis og alþýðan krefst byltingar," en risaveldin undirbúa heimsstyrjöld. fsland og Nató Togstreita risaveldanna, USA og USSR, hefur dýpkað, sérstaklega með auknum erfiðleikum þeirra heima fyrir. Þess vegna er þeim svo mikið f mun að halda valdahlutföllunum í sem mestu jafnvægi, á meðan bau vígbúast af kappi og undirbúa stríð. Þau halda afvopnunarráðstefnur og makka hvort við annað um frið og af- vopnun á meðan togstreitan og vopna- framleiðslan eykst. Þannig styrkja hernaðarbandalögin Nató og Varsjár- bandalagið stöðu sína sem mest þau mega. Þau fjármagna og styrkja hernaðarlega þau öfl sem styðja þau, eða beita framfarasinnuð frelsisöfl kúgunaraðgerðum. A grundvelli þessa styður Nató og USA fasistabylt- inguná í Chile og kúgun alþýðunnar í S-Ameríku, gagnbyltingaröflin í Indókína og kúgun síonismans á pal- estínubúum og öðrum arabaþjóðum. Styrjaldarhættan í heiminum f dag, stafar því af hvernig þessi tvö risa- veldi reyna að draga alls konar lepp- stjórnir í hernarðarbandalög með sér gegn hinu risaveldinu eða fram- farasinnuðum þjóðfélagsöflum. Þess- ar fyrirætlanir hafa beðið hnekki. Fleiri og fleiri þjóðir hafa séð í gegn- um áætlanir þeirra og margar þjóðir þriðja heimsins hafa hafið vopnaða baráttu fyrir frelsun og sjálfstæði. Námshringur KSML 1. Kommúnistaávarpið (Marx/Engels tlrvalsrit 1) 2. Díalektíska og sögulega efnis- hyggjan (Stalín, bæklingur KSML) Um starfið og Ilvaðan koma rétt- ar hugmyndir (Maó, Urv. rit I, III) 3. Grundvöllur pólitísku hagfræð- innar (Fjölr. bæklingur KSML) 4. Um ríkið og byltinguna (Lenín, Rfki og bylting) 5. Um flokkinn (Lenín/Stalín, bækl- ingur KSML) 6. Pólitík KSML (Rauði Fáninn nr. 1 'l'l frá stofnþingi KSML og Alykt- anir 1. ráðstefnu KSML). Þetta á einnig við um V-Evrópu, sem nú er mun sjálfstæðari gagnvart risaveldunum en áður, efnahagslega og pólitfskt. En vígbúnaðarkapp- hlaupið heldur áfram. USA berst með kjafti og klóm fyrir viðhaldi og styrkingu hernaðarlegrar stöðu sinn- ar í Evrópu, neð aðstöð Nató. A vígbúnaðarkapphlaugi risaveldanna, USA og USSR.'- sést best aðþau sækj- ast ekki eftir friði heldur strfði. Ef þau sæktust eftir friði og afvopnun, þá myndu þau fyrst og fremst draga heim hérafla þann sem þau hafa í öðrum löndum. USSR mundi kalla heim her sinn f Tékkóslóvakíu og öðrum a-evrópulöndum og leggja niður árásarstöðvar sínar og Var- sjárbandalagið. USA drægi heim og legði niður herstöðvar sínar í Evr- ópu, Asíu, S-Ameríku og Afríku og Nató yrði leyst upp. Þetta væri hin stefna, en hún er ekki stefna risa- veldanna. Þeir sem hafa tekið upp þessa stefnu, eru aftur á móti vinnandi alþýða um heim allan. Hún hefur hafið baráttu gegn ásælni og stríðsundirbúningi risaveldanna. íslensk alþýða getur sameinast þessari baráttufylkingu, með því að berjast fyrir því að fs- land fari úr Nató og herinn fari burt. A þann hátt getur fslensk alþýða styrkt baráttuna fyrir friði og sjálf- stæði..... Fjöldabaráttan og þingbaráttan Baráttan fyrir þessum markmiðum getur á engan hátt verið tengd hags- munum kapitalismans og heimsvalda- stefnunnar. Því að í eðli sínu bein- ist þessi barátta gegn heimsvalda- stefnu og fasisma, hvar sem er, Framhald á bls. 7 raunverulega friðar- og afvopnunar- Tillaga að ályktun um NATO ogherstöðvamálið gegn ríkjum þriðja heimsins og smá- fSLAND UR N. A. T. O. OG HERINN BURT. Barátta íslensku alþýðunnar fyrir úrsögn Islands úr NATO og brott- rekstri hersins frá íslandi, er hluti af baráttunni gegn hernaðarstefnu og stríðsundirbúningi risaveldanna. Þessi barátta er stuðningur við bar- áttuna gegn heimsvaldastefnu, hern- aðarbandalögum og fasisma, hvar sem er í heiminum. Þess vegna styðjum við baráttu íslenskrar al- þýðu fyrir úrsögn íslands úr NATO og brottrekstri hersins frá Islandi. Þess vegna styðjum við stofnun samtaka, sem hafa þetta að mark- miði sfnu. GEGN STRÍBSUNDIRBUNINGI RISA- VELDANNA - USA OG SOVÉT. Stríðsundirbúningur risaveldanna ógnar heimsfriðnum. Heimsvalda- stefna þeirra beinist fyrst og fremst um þjóðum. Þess vegna er baráttan fyrir þjóðfrelsi og friði órjúfanlega tengd baráttunni gegn drottnunar- stefnu þeirra. Baráttan gegn heims- valdastefnu risaveldanna felur með- al annars f sér baráttu fyrir því, að hernaðarbandalögin verði leyst upp og hersveitir heimsvaldaríkj anna í öðrum ríkjum verði kallaðar heim. ÍSLAND FYRIR ISLENSKAN VERKALÝÐ. Baráttan á Islandi gegn USA-heims- valdastefnunni má ekki fela í sér grandvaraleysi gagnvart heimsvalda- stefnu Sovétríkjarma og annara heimsvaldaríkja. Þvf að þessi bar- átta er jafnframt barátta smáþjóðar fyrir varðveislu sjálfsákvörðunar- réttar og sjálfstæðis síns. Hinn eini sanni fulltrúi þessarar baráttu er íslenskur verkalýður. Þess vegna verður hann að hafa á hendi leiðsögn í þessari baráttu. Námsstarfið er mikilvægt Allt frá stofnun KSML hafa samtökin lagt mikla áherslu á þýðingu hins byltingarsinnaða námsstarfs. Þann- ig hafa stöðugt verið í gangi náms- hringir, þar sem fjallað er um marx- ismann-lenfnismann, jafnt á sviði heimspekinnar, hagfræðinnar og pól- itíkurinnar. Það er samdóma álit þeirra sem farið hafa í gegnum náms- hring, að sú þekking og reynsla sem þar fæst sé ómetanleg. Eftir 30 ára ládeyðu íkommúnfsku starfi á Is- landi hefur borgaraleg hugmyndafræði og heimsskoðun sótt fast á, samhliða þvf sem hentistefnan afneitaði marx- ismanum og dró allan brodd úr kenn- ingum hans, Það er í gegnum nám og starf samkvæmt anda marxismans sem við getum endurvakið heimss- skoðun verkalýðsstéttarinnar og ráð- ist gegn borgaralegri hugmyndafræði. Eitt skýrasta dæmið um þá ládeyðu sem hentistefnan stendur fyrir, þau svik við sósíalismann og verkalýðs- stéttina sem einkenna hentistefnuna og allt starf hennar, er hin ný-út- komna stefnuskrá Alþýðubandalags- ins. I þeirri bók er að finna "hávís- indalegar" skilgreiningar á auðvalds- þjóðfélaginu, mörg orð um mikilvægi baráttunnar gegn auðvaldinu og mikil- vægi þess að baráttan sé grundvölluð á verkalýðsstéttinni. En bókin geiig- ur algerlega fram hjá byltingareðli kenninga marxismans. Marx sagði er hann útskýrði í hverju starf hans væri fólgið: "Hvað mig áhrærir á ég hvorki heið- urinn af þvf að hafa uppgötvað að til eru stéttir í þjóðfélagi nútímans, né heldur hitt að þær eiga í innbyrðis baráttu. Löngu á undan mér höfðu borgaralegir sagnritarar lýst sögu- legri þróun þessarar baráttu milli stéttanna og borgaralegir hagfræðing- ar gert grein fyrir efnahagslegri líf- færafræði þeirra. Það sem ég hef bætt við, er í fyrsta lagi að sýna fram á að tilvera stéttanna er ein- göngu bundin við ákveðin söguleg þró- unarstig framleiðslunnar, í öðru lagi að stéttabaráttan hlýtur óhjákvæmi- lega að leiða til alræðis öreiganna og f þriðja lagi að þetta alræði er að- eins millistig að eyðingu stéttanna og stéttlausu þjóðfélagi. " Og Lenín bæt- ir við: "Til þess að vera marxisti verður maður að viðurkenna stéttabaráttuna í svo víðtækum skilningi að það feli f sér viðurkenningu á alræði öreig- anna". . . "Þetta er prófsteinninn á það hvort menn f raun og veru skilja og viðurkenna marxismann." Það er á spurningunni um alræði ör- eiganna og óvægna stéttabaráttu sem hentistefnumennirnir fyrst gugna, og það leiðir síðan af sér algera hug- myndafræðilega úrkynjun. Sá flokk- ur sem áður barðist fyrir verkalýð- inn verður vettvangur metorðastrit- ara og bitlingasafnara. I stað ein- ingar um hugmyndafræði og pólitík, kemur útþynntur grundvöllur sem er aðgengilegur sjálfri borgarastéttinni, og samfara slíkri útþynningu koma margar túlkanir á stefnu flokksins þar sem hver klíkan slæst við aðra. Höfuðmarkmiðið verður að komast f stjórn og auka þingmannafjöldann, en barátta alþýðunnar er látin ann- aðhvort afskiptalaus eða lagst gegn henni. Dæmi um flokk af þessu tagi er Al- þýðubandalagið í dag. Flokkurinn færist æ lengra til hægri og fjarlæg- ist æ meir verkalýðinn. Enda er það svo, að fjölmargir verkamenn sem áður studdu flokkinn hafa nú snúið við honum bakinu og hundsa og fyrir- líta klíku- og meðorðastritarana sem öllu ráða innan flokksins. Urkynjun hans hefur líka orðið til þess að fjöl- margir flokksmenn sem sjá í gegnum stéttasamvinnustefnu hans og úrkynj- un svipast nú um eftir nýjum sósíal- ískum valkosti sem grundvallar starf sitt á verkalýðsstéttinni: Við þessa menn segjum við: Hefjið bar- áttu gegn hinni úrkynjuðu stefnu Al- þýðubandalagsins, nemið marxism- ann og skilgreinið svik flokksins við fjöldann. Takið þátt í starfinu fyrir stofnun raunverulegs kommún- ísks flokks á Islandi. I baráttunni gegn endurskoðuna: tefn unni hefur námsstarfið gífurleg býð- ingu, því ekkert afhjúpar svik ei.<_ ir- skoðunarstefnuna betur en heims- skoðun verkalýðsstéttarinnar, marx- isminn-lenínisminn. Þeir sem á- huga hafa geta sett sig I samband við sölumenn Stéttabaráttunnar um land allt, bókabúðina Rauðu stjörn- una I Reykjavík og I símum 27 810 á opnunartíma bókabúðarinnar og 84608 á kvöldin. Byltingarsinnað námsstarf - liður í baráttunni fyrir myndun kommúnísks flokks á íslandi. -/01

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.